Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 B 7 kringum það. En nú að sýningunni sjálfri. Það hafði verið ákveðið, að Be- atrix drottning opnaði sýninguna formlega og til stóð að leiða hana um sýningarsvæðið. Af þessu gat ekki orðið, því hún fékk snert af heilahimnubólgu á skemmtisiglingu á Miðjarðarhafí nokkrum dögum áður og öllum opinberum skyldum hennar var aflýst. Kom þetta þó reyndar ekki niður á hinu ómiss- andi kokteilboði í konungshöllinni við Dam-torg. Fullt tveggja daga verk var að fara um sýningarsvæðið og skoða öll verkin. Þau leiddu áhorfandann sum hver á staði þar sem ella er þess ekki kostur að komast. Kon- unglegu biðsalimir á jámbrautar- stöðinni stóðu gestum opnir út sýn- ingartímann; þessir salir eru á hrað- leið með að verða að fomleifum — þar sýndi Kees de Groot vídeó, hljóð og Ijós í hálfrökkri. Að baki brautarstöðvarinnar er höfnin. Á bryggjusporði númer tíu er lítið veitingahús. Þar var stofa frátekin undir framlag eftir David Tramlett. Verkið heitir „Stundum hér — stundum þar“ og er málað á veggina; listamaðurinn er ferða- langur og mótífið sækir hann í húsarústir frá Mexíkó. Borð er fyr- ir tvo, þar sem boðið er upp á sér- stakan „century-kvöldverð", sem er partur af listaverkinu. I húsi við Heilagaveg er sundlaug uppi á annarri hæð. Þessari sund- laug hefur verið lokað, fyrirtækið varð gjaldþrota, en nú, seinasta snúninginn sýndi þar Skotinn David Mach. I einu sundhorninu voru flot- dýnur og kútar; sundleiktækjum var hraukað upp yfir vatnsflötinn — á toppinum var græn torfa. Hin megna klór- og svitalykt kannski vart hentug til að bjóða konungs- fólki upp á, varð mér óvart hugsað. Elliheimilið Begijnhof var vett- vangur. Listamaðurinn er Barry Flanagan. 'Úti í garðinum var út- höggvinn steinn. Inni var stein- skúlptúr á grindarstöpli — sandur á gólfí og í gluggakistum. Frekar gamaldags myndlist í réttu um- hverfí? Oude Kerk (Gamla kirkjan) er að fínna í hverfi hinna rauðu ljósa. Elzti hluti þessa guðshúss var Barry Flanagan: „Án titils“, og „Höggmynd nr. 6A“. vígður 1306 og núverandi sköpulag fékk kirkjan 1571. Þarna er enn messað á sunnudögum, og í kjallar- anum er umsjónarmaðurinn með hænsnarækt. Mótmælendakirkjur eru venjulega harðlæstar utan messutíma — en vegna sýningar- innar var haft opið daglega frá 10—17. Wolfgang Laib hét lista- maðurinn þama og sýndi á gólfinu röð af hrísgijónafylltum skálum. Hann aðhyllist búddisma. — Frá þessari virðulegu kirkju var svo þriggja mínútna gangur að næsta listaframlagi. Það var að finna við endann á Betlehemsstíg, „í La vie en Rose“, klúbbi sem allir karlmenn í Amsterdam eru sagðir þekkja. Ábyrgir voru tveir listamenn, Georg Jiri Dokoupil og Rob Scholte, „villt- ir málarar". Salarkynni eru vinnu- staður kvenna, sem láta blíðu í té gegn þóknun. Komið er inn í bleik- málað forherbergi með mörgum gluggahurðum. Á bak við gler standa ungar konur og bíða. Þar sem ekki er beðið, er dregið fyrir og nöfn blasa við: Dalai Lama, Ruud Lubbers, Diego Maradona, Marlon Brando; eru þeir þarna fyr- Wolfgang Laib: „Hrísgrjóna- máltíðir" í Oude Kerk. ir innan? í notalegum hliðarbar gátu listunnendur fengið sér hress- ingu og horft á pornóvídeó. Þarna var ekki við hæfi að smella af ljós- myndum. — Mjög er reyndar al- gengt, að listamenn hegði sér eins og mellur... — Skyldi hafa verið planað, að fara með drottningu og fylgdarlið í skoðunarferð á þennan bleika stað borgarinnar? Eða leist mönnum kannski ekki á blikuna? Fátt var um verk úti undir beru lofti. í leiðsögubók með sýningunni segir, að Hollendingar viti ekki hvað þeir eigi að gera við opin svæði, þeir séu nánast haldnir víðáttu- hræðslu. Flest verkanna voru því í húsaskjóli, innan fjögurra veggja. — I Amsterdams Historisch Muse- um héngu mannamyndir eftir Mar- iene Dumas við hlið 17. aldar mál- verka af varðmönnum borgarinnar. Nú þegar ljósmyndavélin er komin til sögunnar, keppir listakonan ekki við hana. — Herbergi í Rembrandts- húsi voru lögð undir abstraktmál- verk eftir Rob van Koningsbruggen, sem kallaður er Rembrandt okkar daga; ekki held ég að listamaðurinn vilji taka undir það. — Jan van den Dobbelsteen var í Rijksmuseum; í Asíudeildinni hafði hann endaskipti á litum veggja og lofts, og stillti upp búddalíkneski á móti Maríu- mynd; báðar styttumar eru frá 12. öld; verkið var nafnlaust, en kannski spyr það hver okkar tími sé. Pieter Laurens Mol gaf sitt per- sónulega svar í Museum Amstel- kring („Vor kæri herra á þakloft- inu“, er heiti kirkju innan veggja safnsins, á annarri hæð og undir risi). „Niðurleið listarinnar" nefndi hann verk er sýndi brennandi kerti. Og á gluggarúðu er veit út að þröngum bakgarði var rauð blý- menja í stað regndropa, og texti fylgdi með: „Satúrnus táknar dap- urleika og dauða; blý er frumþáttur plánetunnar Satúrnus." Ekki er alveg klárt hvort „Cent- ury ’87“ teljist vera hæsta bunga Menningarfjallsins í Amsterdam, en sýningin skagar út sem tindur og gaf óvænta útsýn yfir borgina; seg- ir þó fremur fátt af því hvað það er, sem Amsterdam hefur og minnir það á hina eilífu togstreitu um hvað er list og ekki list. Christian Boltanski: „Skugga- myndalexíur“. fylgi ég þér heim að dyrum), og var hún safn smásagna. Bókin vakti mikinn úlfaþyt í Noregi og ekki síst á hinu siðprúða Suðurl- andi þar sem Askildsen var búsettur. Sög- umar þóttu sóðalegar og klámfengnar, bók- in var bannlýst í Mandal, sóknarpresturinn lét fjarlægja hana úr bókasafninu og íbúam- ir settu bóksalanum það skilyrði að hann yrði að taka bókina úr búðarglugganum ef þeir ættu að versla hjá honum. Lögreglu- stjórinn, faðir Askildsens, kastaði bókinni á bál. „Þetta er ósköp hreinleg bók,“ sagði Askildsen nýlega í viðtali og víst er áð nú em sögur hennar í hæsta lagi kallaðar erót- ískar. Viðfangsefni Askildsens hafa mikið til verið þau sömu gegnum árin þótt tíðarand- inn hafí oft sett svip á efnistökin, sérstak- lega í skáldsögunum sem reyndar em í meirihluta í höfundarverki hans. Eina skáld- söguna skrifaði hann í anda absúrdstefnu og tilvistarheimspeki sem mikið vom í tísku í Evrópu á 6. áratugnum, aðra skrifaði hann í hefð módemismans sem var að ryðja sér til rúms í Noregi undir lok 7. áratugarins en tvær síðustu skáldsögurnar komu út ’74 og ’76 og em félagslegar raunsæissögur, skrifaðar undir merkjum Kommúnistaflokks Verkamanna, eða AKP einsog hann er tíðast nefndur af Norðmönnum. En sjálf viðfangs- efni Askildsens hafa sumsé haldist að mestu óbreytt gegnum þessa stórsjói. Honum er mjög umhugað um einstaklinginn sem berst fyrir tilvem sinni og tilverurétti í umhverfi sem í raun er honum andsnúið, þetta er fólk sem gerir allt til að halda virðingu sinni og reisn. „Réttlæti hefur alltaf verið gmnn- tónninn í mínu eigin siðgæði og pólitískum Norski rithöfundurinn Kjell Askildsen. afskiptum, reyndar em stjórnmálaskoðanir mínar frekar bamalegar, mótaðar af skýmm og einföldum hugtökum einsog réttlæti," segir Askildsen. Uppreisn og uppsteyt unglinga gegn boð- um og bönnum hinna fullorðnu og samband fóður og sonar hafa einnig verið eins konar bláþræðir í gegnum bækurnar hans. Kyn- slóðunum er stefnt saman sem andstæðum til að sýna á einfaldan hátt vald hins sterka yfír hinum vanmáttuga, hvemig aflið og valdið standa í vegi tilfínninga og hugar- flugs. Svipað er upp á teningnum í þeim sögum sem lýsa samlífi hjóna, þar er tilfínn- ingaleg bæling valdbeiting í hennar kjölfar, aflvaki hins illa. Þögnin hefur líka verið stöðugur fylgi- nautur Askildsens gegnum tíðina. Það er mikil þögn í sögunum hans, þögn milli per- sónanna, þögn í heiminum. „Þögnin er tákn- gervingur minnar eigin bölsýni,” segir hann en með orðgætni sinni tekst honum þó að vekja hjá lesandanum grun eða hugrennin- gatengsl sem í sjálfum sér em hreint drep- fyndin — allt í einu rís fyndnin eins og gosstrókur upp úr miðri bölsýninni og dreif- ist yfír allt sögusviðið. Stundum vaknar meira að segja sá gmnur að í raun sé Askildsen að blekkja okkur, hann sé alls ekkert svona svartsýnn heldur sé þetta bara grín allt saman, jafnvel þótt köld alvaran blasi við. Enda þótt Kjell Askiidsen hafi gefið út fleiri skáldsögur en smásagnasöfn, em það þó smásögumar sem hann er þekktastur fyrir. Hann þykir reyndar slíkur meistari í meðferð smásagnaformsins að margir landa hans hafa á orði að hann sé einhver snjall- asti smásagnahöfundur Noregs fyrr og síðar. Sögurnar hans em yfirleitt stuttar — og alltaf eins stuttar og þær mögulega geta verið — og afar hnitmiðaðar. Hugsun þeirra er skýr og sömuleiðis hugmyndin að baki þrátt fyrir að möguleikar séu á margs kon- Árið 1983 hlaut Kjell Askildsen verðlaun Gagnrýnendasamtakanna norsku fyrir smá- sagnasafnið Thomas F.’s siste nedtegnels- er til almenheten (Síðustu skrif Tómasar F. fyrir almenning). Sú bók hefur að geyma örstuttar hugleiðingar Tómasar gamla F. um ofur hversdagslega atburði í lífi hans, settr fram með þeim einstæða hætti sem Askildsen er svo lagið. Þótt hver einstök hugleiðing geti staðið útaf fyrir sig em þetta samstæð skrif og því hafa margir orðið til að kalla bókina „mini-skáldsögu”. Einnig er í bókinni sagan Carl Lange en sjónvarpsgerð þeirrar sögu var nýlega sýnd í ríkissjónvarpinu. í lok síðasta árs sendi Askildsen frá sér úrval smásagna sem hann nefndi En pluts- elig frigjorende tanke (Hugmynd sem skyndilega frelsar) eftir síðustu sögunni sem reyndar hefur aldrei birst á prenti fyrr. Þessi bók hlaut vægast sagt frábærar við- tökur í Noregi og gagnrýnendur kepptust um að hlaða lofi á höfundinn enda þótt all- ar sögumar hefðu birst áður utan þessi eina. Þetta er þó ekkert skrýtið því í fyrsta lagi em sögurnar allar stórgóðar og einkennilega áhrifamiklar auk þess sem sú mynd sem fæst af Kjell Askildsen sem höfundi verður mjög skýr með þessari bók. Þegar spenna og ástríða knýja menn til skrifta er afraksturinn iðulega for- vitnilegur — stundum frábær. Fyrir Kjell Askildsen er hvert orð dýrara en gull, öllum orðum er ætlaður sérstakur sess og lilutverk, engu ofaukið. Enda ekki við því að búast af manni sem vill heldur þegja en segja einhvern óþarfa einsog hin löngu hlé á ferli hans benda til. ar túlkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.