Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 8

Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 8
; 4^ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 - SEGIR EUGENIA RATTI ÍTALSKA sópransöngkonan og söngkennarinn Eugenia Ratti er orðin íslensku söngfólki að góðu kunn en hún heldur þessa dagana sitt fimmta námskeið. hérlendis. „Hún er mannvinur, sannkallað náttúrubarn, hjartahlý og gefandi," segir Jóhanna Möller, nemandi hennar en Ratti kom að þessu sinni fyrir tilstilli Jóhönnu og Márgrétar Pálmadóttur. Og á meðan dvölinni stendur flykkjast til Eugeniu gamlir og nýir nemendur, landar og vinir. Daginn sem blaðamaður spjallar við hana á hún afinæli og allt fyllist af gestum. „Æ, þið megið ekki gefa mér gjafir. Ef þið gerið s það, kem ég aldrei hingað aftur,“ segir hún. En ekkert hrín á gestina og það er margt skrafað á meðan viðdvölinni stendur. „ísland er land raddanna, ekki síst karlaraddanna,“ segir Eugenia Ratti. Morgunblaðið/Þorkell milli ámaðaró- skanna segir hún undan og ofan af dvöl sinni hérlendis. „Ég er óskap- lega ánægð með að mínir gömlu nemendur skyldu kalla mig hingað. Það hrærir mig að finna merki ást- ar, trausts og vináttu hjá þeim, því það er sjaldgæft að hitta fyrir svoria hlýju og tryggð. Hér líður mér vel,“ bætir hún við. „Betur andlega en á Ítalíu sem er þó mitt heimaland. Þar er fólks- fjöldinn svo mikHi að ég næ stund- um ekki sambandi við einstakling- ana en þó er ég ítali í hjarta mínu. Flestir samlanda minna halda að íslendingar séu svo kaldir. Það get ég ekki tekið undir, mér finnst þjóð- in kraftmikil óg töluvert lík Itölum að skapgerð, er lifandi eins og þeir. Fólk hér er vel menntað og lífið er í föstum skorðum, þið lifið vel. Og það sem er fyrir mestu er að þið lifið í tónlistinni. Undirstaðan er góð, bömin læra snemma að meta og spila tónlist. Þó að Ítalía sé land söngsins, þá höfum við ekki þá undirstöðu sem með þarf. Fyrir um einum mánuði var hald- in söngkeppni í nafni Maríu Callas í Theatro San di Carlo í Napólí. Það verður að segjast eins og er að þar voru ekki veitt nein fyrstu verð- laun, af þeirri einföldu ástæðu að enginn keppendanna var þeirra verður. Þetta hefur komið tvisvar sinnum fyrir. Gazzelini sem er heimsfrægur flautuleikari og stund- um nefndur „Gullflautan" var við- staddur keppnina og sagði örvænt- ingarfullur: „Já en það er enginn tenór. Hvað gerum við nú? Við verð- um að fá sópranrödd til að syngja hlutverk tenórsins." Þetta endurtók hann í sjónvarpi og menn reiddust honum ekki heldur urðu viðbrögðin áhyggjur og sorg yfir því að ástand- ið væri orðið svona slæmt í landi tenóranna. Það er komin undarleg staða upp á Italíu en ég vona að mér takist að lokka nokkrar karla- raddir héðan til að syngja Verdi. Landið ísland er land raddanna, ekki síst karlaraddana." Ef ekki söngkona, þá hjúkrunarkona Ferill Ratti hófst mjög snemma, hún var aðeins 6 ára er hún söng fyrst opinberlega, aríu úr La Tra- viata. „Þegar ég var 4 ára sagði ég einn daginn við móður mína að mig langaði í píanó. Hún sagði að við værum svo fátækar að það væri ekki hægt en ég hélt áfram að nauða í henni, því mig langaði svo mikið í píanóið. Mamma lét loksins undan og tókst að útvega gamalt píanó en þegar ég sló á fyrstu nótumar- fór ég að gráta því hljómurinn í því var eins og í harm- öniku. Ég sagðist ekki vilja þetta píanó og heimtaði nýtt. Aumingja mamma hringdi í manninn sem hafði selt henni hljóðfærið og bað um að fá að skipta af því að 4 ára dóttur hennar líkaði ekki hljómur- inn! Hann gerði sér lítið fyrir og kom með miklu dýrara og betra hljóðfæri sem ég var sátt við.“ Síðan lá ferillinn upp á við, 18 ára söng hún inn á hljómplötur, kom í fyrsta sinn fram á Scala tvítug og söng þar í fjölda ópera; Rakaran- um í Sevilla, La Boheme, Brúð- kaupi Fígarós og Grímudansleikn- um og eru þá fáar einar upptaldar. Hún hefur sungið undir stjórn helstu stjómenda heims, þar á með- al Karajan, Abbado og Bemstein. Eugenia hefur kennt undanfarin Eugenia Ratti segir nemendum til yfir kaffibolla, Gunnari Þór Jónssyni og Jóhönnu MöIIer. 11 ár og segist hafa hætt vegna bamanna en um þetta leyti var hún að eignast annað bam sitt. „Ég gleðst yfír því að geta miðlað af reynslu minni. Ég er svo mikill unglingur í mér og hef gaman að því að umgangast fólk.“ En auk þess að kenna söng, starfar hún með fötluðum bömum. „Ef ég hefði ekki orðið söngkona hefði ég gerst hjúkrunarkona." Nemandi hennar, Jóhanna, segir hana hafa stórt hjarta. „Hún um- vefur alla með hlýju. Einn nemand- inn sagði um hana að honum hefði hann ekki geta neitt þegar hann hefði komið til hennar en hún hefði náð öllu út úr sér sem hann hefði átt til.“ Að þessu sinni dvelur Ratti í rú- man hálfan mánuð og kennir 22 nemendum, 19 konum og 3 körlum, allt frá byijendum og upp úr. Allir fá þeir einkatíma auk þess sem hópurinn hittist nokkrum sinnum í heild. Náttúrubam Ratti er mikið náttúrubam og er hún hætti að kenna flutti hún frá Mílanó út á land. Þar stofnaði hún sumarskóla þar sem fjölmargir fslendingar hafa stundað nám í gegnum tíðina. Á hveiju sumri setja nemendur upp óperur í heild sinni. „Þar hefur hún unnið sannkallað þrekvirki, því hún gerir allt sjálf," segja nemendur hennar. Hún segist heilluð af íslandi sak- ir fegurðar þess. „Þegar ég er á ferð hér og langar til að senda vin- um kort til að gefa þeim hugmynd um fegurðina hér, nægir ekki að senda eitt heldur duga ekki minna en 30-40 kort til. Og ég get ekki talað um ísland, það eina sem ég get er að segja fólki að það verði að koma hingað sjálft." Draumur minn er að gista eina nótt á bóndabæ, vakna snemma að morgni og njóta útiverunnar og samvistanna við dýrin. Einn nem- andi minn sem er stúlka úr sveit kom um daginn í tíma til mín og var slæm í hálsinum. Hún sagðist vera með hálsbólgu og hefði því sett ull af einni kindinni sinni undir hálsklútinn sinn. Þetta vakti hjá mér þrá til sveitarinnar.“ Er líður að lokum viðtalsins biður Ratti fyrir þakkir til nemenda sinna fyrir að greiða fyrir komu sinni. „Mig langar að koma aftur hingað ef það er ekki of mikil fyrirhöfn að taka á móti mér.“ Gleður mig aðgeta miðlað af reynslu minni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.