Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 2
2 B
i
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
ALBERTO
GIACOMETTI
Mynda-
styttur
lír
lykognnm
Myndlist
Bragi Asgeirsson
0 Kona með brotna öxl. Bronz
(1958-59). Safn Dr. og Mrs. Leo Chal-
fen.
A Móðir listamannsins (1950),
olía. MoMA New York.
Alberto Giacometti tók
upp þráð inn, þar sem
frá var horfið, en
lífsskilyrðin voru erfið-
ari að nýafstaðinni
heimsstyrjöldinni og skorturinn á
peningum meiri en nokkru sinni.
Á árunum í Sviss hafði upplifímin
á Boulevard Saint Michel stöðugt
leitað á hann, og þeir voru ófáir
gipspokamir, sem hann rogaðist
með á hótelherbergið í mótunartil-
raunir sínar.
Þennan vetur sökkvir Giacometti
sér ekki einungis niður í vinnu sína,
heldur stundar einnig næturlífíð á
Montpamasse og St. Germain des
Prés. Hann á langar samræður við
Simone de Beauvoir og Sartre um
gmndvallarreglur höggmyndalistar-
innar svo og afstöðu mannslíkamans
í rýmistóminu. í hópnum eru og rit-
höfundar, svo sem Louis Aragon og
Geoiges Bataille svo og sálfræðing-
urinn Jaques Lacan og við bætast
fyrri félagar í listinni eins og Pic-
asso, Balthus, Gmber og Tailleux.
Stuttu eftir heimkomuna hittir
hann Isabel Nicolas, sem hafði snúið
aftur frá London, og hvetur hana
til að taka upp sambúð með sér.
Hún gerir það, en sambúðin varir
ekki nema þijá mánuði og þá yfír-
gaf hún hann, en þó hittust þau af
og til eftir það. Sennilega var þetta
tilraun Giacomettis til að fjarlægjast
Annette, en þó dæmd til að mistak-
ast.
Það var loks árið 1946 sem Giaco-
metti gat kvatt stafinn fyrir fullt og
allt og á sama tima verða ýmsar
merkjanlegar breytingar á teiknistfl
hans. Hann fer að gera hröð riss f
þá vem, að hann krassar út allt blað-
ið og staðsetur svo fígúmr götunnar
í yfirstærð í miðjuna og án ná-
kvæmra útlína, andlitin gjaman
svört og afmáð. Á þessum tíma rekst
hann eitt sinn sem oftar inn í kvik-
myndahús þar sem verið er að sýna
fréttamyndir og uppgötvar þá
skyndilega, hve fólkið í kringum
hann er frábrugðið: óþekkt, eins og
heiliað, fjarlægt í ótakmörkuðu lými.
Þessi mikilvæga lifun ásamt
teikningunum breyttu stfl hans í
mótunarlistinni. Tilgangur hinna
mótuðu höfuða og fígúra var ekki
lengur að bregða upp endurminn-
ingu í íjarvídd, heldur furðulegt end-
urvarp hins séða og áþreifanlega
raunvemleika: lítill í sjónvídd, án
fyrirferðar, þyngdarlaus.
Nokkrar þessara mynda vom
sýndar í Galleríi Pierre Loeb ásamt
saumnálaskúlptúmum svonefnda,
sem enginn hafði þá áhuga á, og
þar næst fylgir þátttaka á sýningu
á nýlist í fagurlistasafninu í Tours,
en aðeins ein teikning af Louis Arag-
on fann kaupanda. Um páskana
dvelur Giacometti í Genf og notar
þá Annette í fyrsta skipti sem fyrir-
sætu. Sjötta júlí kemur svo Annette
til Parísar til að setjast þar að. Kynn-
ist Picasso og Balthus samdægurs á
Deux-Magots og fljótlega öllum öðr-
um listamönnum og skáldum í kring-
um Giacometti. Hin fátæklegu híbýli
og einstrengingslegu lifnaðarhættir
Giacomettis verða hlutskipti hennar
næstu árin og í stað þess t.d. að
festa séi innanstokksmuni málar
Giacometti kyrralífsmynd á einn
vegginn! í meira en heilt ár drógu
þau fram lífið á peningum, sem þau
slógu vini sína um.
Þrátt fyrir að Giacometti væri nú
endanlega á föstu, breytti hann lítið
um lifnaðarhætti varðandi konur og
ástalíf. Fyrsta líkamlega ástin, sem
hann naut til fullnustu, var í örmum
vændiskonu, og hann laðaðist að
slíkum allt sitt líf. Fýrir honum
breyttust þær í gyðjur, er hann leit
nekt þeirra, og hann talaði um þær
af mikilli hlýju og virðingu. Hann
átti sér uppáhaldsstað, sem var
vændishús er bar nafnið Sphinx á
Rue de l’Échaudé í Latínuhverfinu,
og er hann frétti, að endanlega stæði
til að Ioka slíkum húsum í París,
hraðaði hann sér þangað, en ekki
fór betur en svo, að hann smitaðist
af graftarútferð.
Seinna setti hann saman fræga
ritsmíð um nokkrar örlagaríkar lif-
anir sínar, er birtist fyrst í Völundar-
húsinu árið 1946 og oft er vísað til,
þegar list hans er krufin og nefnist
„Draumurinn, Sfinxinn og dauði T.“
Giacometti heldur áfram að forma
hinar löngu fígúrur sfnar, aðallega
af konum, en hann gerir einnig
merkilegar lófastórar bijóstmyndir
eins og t.d. af Simone de Beauvoir
og Maire-Laure de Noallies, sem
hafa yfir sér eitthvert óútskýranlegt
og lifandi seiðmagn. Trúlega í fyrsta
skipti í sögu höggmyndalistarinnar
er höggmynd ekki bein eftirmynd
líkamsforma, heldur huglæg sköpun
lfkt og hlutir í málverki höfðu alltaf
verið, í rými, sem er í senn áþreifan-
legt og óraunverulegt, ímyndað sem
raunverulegt.
Árið 1947 hafa hin nýju fígúru-
form tekið á sig fasta mynd — orðið
að Giacometti-stfl. Örmjóar fígúrur
með ógreinilega líkamsbyggingu en
nákvæm hlutföll svo og líkingu af
andlitum. Hinar hreyfingarlausu
löngu konufígúrur hafa yfir sér trú-
arlegt, upphafið yfirbragð og hin
knöppu form mannanna verða líkust
myndletri göngunnar. Og hin agaða
nákvæmni gerir allt þetta svo yfir-
máta sláandi og sannferðugt.
Það virðist vissulega vera eitthvað
í öllum mjmdlistarmönnum, sem
fylgir þeim alla tíð og er nátengt
persónu þeirra og uppeldi. Þannig
minna fígúrur Giacomettis óneitan-
lega á hann sjálfan, skarpleitt, óbif-
anlegt og rúnum rist andlit hans,
kraftmikinn og beinaberan vöxt.
Andlit Giacomettis, sem virðist bera
í sér ekki svo lítið af lífsþjáning-
unni, er sem persónugervingur
margra höggmynda hans, er vísa á
einmanaleikann, þjáninguna, firr-
inguna og innilokunina. Og hið þétta
rýmisnet láréttra og lóðréttra lína,
skálína og krass af fingrum fram S
teikningum hans og málverkum er
einhvern veginn svo samofið persón-
unni sjálfri. Sumar ljósmyndir af
Giacometti við vinnu sína með hinn
óstýriláta hárbrúsk standandi út í
loftið geta einmitt leitt hugann að
andlegri innilokun og persónu, sem
stendur ein á sviði sem niðumjörfuð
og óbifanleg í sjálfu lífsrýminu —
afmörkuðu lífsiými, vitundarinnar
um sjálfið og smæð þess — en sem
er þó þungamiðja tilverunnar.
Giacometti var og alltaf sam-
kvæmur sinu nánasta umhverfí —
hann teiknaði og málaði það sem
hann hafði fyrir augunum allt sitt
lff og sem hann gerþekkti — í and-
litsmyndum hans jafnt og högg-
myndum sem málverkum var mynd-
eftiið aðallega hinir nánustu í kring-
um hann, foreldrar, bræður, eigin-
kona, vinir, ástkonur og atvinnufyr-
irsætur. Og það var hinum einbeitta
og kröfuharða myndlistarmanni,
sem þekkti engar málamiðlanir, nóg
til þess að umbylta lögmálum mynd-
listarinnar — hér var hann brautiyðj-
andi, nýskapari og sporgöngumenn-
imir hafa orðið margir og áhrifa
hans gætt víða — jafnvel í íslenzkri
skúlptúrlist svo og myndlist al-
mennt, beint og óbeint. Fígúran I
ferhymdri lýmisgrind er dálítið sem
margur hefur hagnýtt sér óspart svo
og hinar ofurlöngu stærðir. Þetta
var vissulega ekki með öllu nýtt, en
endumýjaðist og fékk aðra merk-