Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 5
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
B 5
Kór - leikarar - dansarar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Eitthvað á seyði í svefnherbergi Tevje og Goldu - Anna Einarsdóttir, Theodór Júíusson og fleiri.
Sviðið er eitt risastórt málverk. Grófgert og stórkarlalegt. Blár litur
áberandi en ýmsir aðrir sterkir litir saman við. Fjöll, hús, dýr og
hlutir. Gluggar, dyr og alls kyns op á líklegum og ólíklegum stöðum.
Og á sviðinu sjálfu stendur kerra. Þetta er kerra mjólkurpóstsins
Teyje og þetta er í fljótu bragði umgerðin um einn af vinsælustu
söngleikjum allra tíma, Fiðlarann á þakinu. Staðurinn er Samkomuhúsið á
Akureyri og þar er orðin hefð að ljúka leikárinu með miklum söngleik. Og
stundin er að renna upp, aðeins tæp vika til frumsýningar.
Fiðlarinn á þakinu er verk þriggja manna. Joseph Stein samdi leiktextann,
Jerry Bock tónlistina og Sheldon Hamick söngtextana. Hér er verkið sýnt
í þýðingu Egils Bjamasonar, sem gerð var fyrir Þjóðleikhúsið fyrir margt
löngu, en söngtextana hefiir Þórarinn Hjartarson endurþýtt að hluta.
Leiksijóri Fiðlarans er Stefán Baldursson. Hann hefur áður unnið hjá
Leikfélagi AkurejTar, setti þar upp eina fyrstu sýningu sína eftir að hann
kom heim frá námi, Músagildruna eftir Agöthu Christie. Það var árið 1972.
Síðan hefur hann starfað syðra, fyrst leikstjóri við Þjóðleikhúsið og síðan
Ieik- og leikhússtjóri í Iðnó. Siguijón Jóhannsson gerir leikmynd og hefiir
yfimmsjón með búningum, sem að miklu Ieyti eru leigðir frá útlöndum. Hann
er jafnan við leiksviðsgerð í Þjóðleikhúsinu, en hefur einnig gert svið fyrir
L.A. Ingvar Bjömsson, ljósameistari L.A., hefiir það hlutverk að búa út
lýsinguna, og það mun vera ærið starf og meira um Ijósadýrð nú en áður á
Akureyrarsviðinu. Tónlistin er öll í höndum Magnúsar Blöndal Jóhannssonar,
en hann stjómaði henni einnig í sýningu Þjóðleikhússins forðum. Dönsum
stjómar breskur dansmeistari, Juliet Naylor, en hún er búsett í París og
starfar að dansagerð og stjóm jafnt í Englandi og á meginlandinu.
Æfingar hafa staðið í nokkrar vikur og verið unnið flesta daga fram á
nætur, enda tekur þátt í sýningunni, auk leikaranna, fjöldi söngvara, dansara
og tónlistarmanna sem koma áæfingar að loknum vinnudegi. A sólríkum
sunnudegi er allur þessi flöldi í langþráðu leyfi en í leikhúsinu eru leikstjóri,
höfundur leikmyndar, ljósameistari og sýningarstjórinn, Ingibjörg
Bjamadóttir, því nú er verið að skipuleggja lýsinguna. Og svo er svolítið
kaffihlé með blaðamanni.
Tevje tyllir sér eitt andartak - Theodór Júlínsson.
Anatevka
Morgunblaðid/Rúnar Þór
a
Akureyri
Fiðlarinn á þakinu í Akureyrarleikhúsinu frá og með næstu helgi
Stór veröld í litlu húsi
Þetta er dálítið flókið dæmi, en það gengur
upp, segir Stefán Baldursson. Fiðlarinn er
vissulega stór sýning og sviðið er lítið og
fólkið margt. Húsið er í sjálfu sér ekki mjög
ólíkt Iðnó hvað stærðina snertir, en það er
samt dálítið annað að setja leikrit á svið hér.
Syðra er jafnan úr fleiri Ieikurum að moða
en héma. Og við emm með í þessari sýningu
allmargt af óvönu fólki. Kórinn, til dæmis,
sem var formlega stofnaður vegna sýningar-
innar á Piltd og stúlku, þetta er hópur af
hörkugóðu söngfólki, en það hefur fengið til-
tölulega litla þjálfun í að leika — hvað þá að
dansa — fyrr en núna.
Fiðlarinn á okkar tíma
En verkið sjálft. Má kalla það tímaskekkju
að setja upp á norðanverðu íslandi
amerískan söngleik um rússneskt fólk með
framandi trú í framandi samfélagi?
Nei, sjáðu til að þó að verkið sé sett inn í
þessar sögulegu kringumstæður þá em þetta
allt svo sammannleg atriði, tilfinningar og
mannleg samskipti sem allir þekkja. Verkið
er um hina heilögu hefð og stríð Tevje við
dætur sínar. Þegar þær vilja fara að heiman
og bijóta gegn hefðinni skapast vandi. Þetta
er mál sem allir foreldrar kynnast þegar böm-
in taka að fljúga úr hreiðrinu. Og þjóðfélags-
aðstæðumar sem sýndar em í verkinu em
líka dæmi um algild vandamál sem fólk þekk-
ir um allar trissur. Maðurinn gegn hefðum
þjóðfélagsins. Og allt sem kann að virðast
framandi í venjum gyðinga er skýrt fyrir
áhorfendum í upphafi svo ekkert valdi nú
neinum misskilningi.
En nú hefur veríð sagt að Fiðlarínn sé
óttalega innihaldslítill amerískur söngva-
leikur, umgjörð um nokkur skemmtileg
lög.
Það er alls ekki rétt. Þetta er mjög vel
samið verk, bæði leikritið og tónlistin. Það
er alveg ótrúlega mikil dramatfk í Fiðlaranum
og það kom mér á óvart þegar ég fór að
skoða verkið hvað það er í rauninni gott. Ég
sá það hér fyrir mörgum árum og það var
ánægjulegt að uppgötva þetta á ný. Mér
finnst tónlistin og hinn talaði texti haldast vel
f hendur og hvort tveggja er eftirminnilegt.
Hins vegar geymast söngvamir á annan hátt
en textinn. Þeir eru á plötum sem hægt er
að spila hvenær sem er. En það er ekki sfður
vegna leiktextans sem verkið lifir og er enda-
laust sýnt um allan heim. Verkið er samið
upp úr sögum rússnesks rithöfundar, byggt
á minningum hans og reynslu, en öriög hans
voru eins og í Fiðlaranum, hann varð að flýja
land og fara til Ameríku. En allt er þetta af
hjartans einlægni sagt og skrifað, beint frá
hjarta höfundarins, góðlátleg gamansemi og
myndir úr fallegu lífi.
En víkjum að þessari sýningu. Hvemig á
að koma allt að fimmtíu manns fyrír á
ekki stærra sviði?
Sem betur fer eru ekki allir á sviðinu. Það
eru fimmtán manns í hljómsveitinni og hún er
í giyfjunni, sem er að vísu svo lítil að þar
verða allir að sitja á öllum. En til þess að
gera þetta þarf að hafa sem allramest gólf-
pláss og mér finnst leikmynd Siguijóns spenn-
andi lausn.
Af málverkinu mikla
Við leysum þetta með því einfaldlega að
hafa sem allraminnst af hlutum á sviðinu,
segir Siguijón Jóhannsson. Það þarf f raun
og veru ekki mikið og við byggum til dæmis
ekki heil hús. Leiktjöldin sjá um það og ann-
að leysum við með einföldum ráðum — og
Ijósum.
Segðu svolítið frá þessu rísastóra mál-
verki sem þekur stóran hluta leikhússins.
Þetta er eiginlega heimur Chagals saman
settur fyrir þetta verk. Þetta eru myndefni
frá rússnesku gyðingaþorpi þar sem hann
ólst upp. Og þó að ekki séu því allir sam-
mála er talið að nafnið Fiðlarinn á þakinu sé
fengið úr mynd eftir hann. Þegar verkið var
fyrst sýnt í Ameríku var að einhveiju leyti
stuðst við Chagal þegar sviðið var gert, og
það er iðulega farið í smiðju hans til að fá
fyrirmyndir að sviði og búningum þegar Fiðl-
arinn er sýndur.
En nú eru allir veggir eitt samhangandi
málverk og sumt er þar jafnvel á hvolfi.
Hvað er um að vera?
Siguijón: Baksvið sýningarinnar er sýn
Chagals á þessum hlutum. Þetta eru mjög
margar mjmdir frá löngum tíma á ferli hans
sem eru klipptar saman og unnar í eina mynd
sem er svo stækkuð upp í þetta form.
Stefán: Öll atriðin sem koma fyrir á mynd-
unum eru í rauninni hlutir sem væri hægt
að smíða og sefja inn á sviðið ...
Siguijón: ... og þeir eru meira að segja
á hvolfí. En Tevje þarf nú líka iðulega að
snúast býsna marga hringi frammi fyrir lög-
málinu. Þarf allt f einu að skoða málið frá
algerlega nýrri hlið. En svo er þetta kannski
líka rússneskt að því leyti að skreytilistin f
rússneskum synagogum er hreint ótrúlega
viðamikil.
Tónlistin og dansinn
Nú er Fiðlarinn meira en leikrit og
svið.
Stefán: Já, sannarlega. Við erum svo hepp-
in að hafa hér mjög góðan tónlistarstjóra,
Magnús Blöndal Jóhannsson, sem auk þess
að hafa stjómað þessu verki áður er persónu-
legur vinur tónskáldsins Jerry Bock. Við not-
um í aðalatriðum útsetningu sem til er handa
lítilli hljómsveit því hljómsveitin okkar er lítil
þó að trúlega hafi ekki fleiri verið í gryfjunni
hér. Og dansahöfundur og dansstjóri er Juliet
Naylor, sem vinnur hér fyrsta verk sitt á ís-
landi. Hún hefur samið dansana með hliðsjón
af rússneskum þjóðdönsum. Raunar eru gyð-
ingahefðir í öllu hér. Þær koma fyrir í dönsun-
um, sviðinu og tónlistinni, til dæmis þessi
sérkennilegu hljóð sem koma í texta stað,
meðal annars í Ef ég væri ríkur... Svo em
það ljósin hjá honum Ingvari og auk þess
notum við hljóðkerfi hússins til að blanda sem
best öllu hljóði f tali, söng og tónum.
í helstu hlutverkum______
Við megum ekki gleyma leikurunum. Það
er náttúrulega ekki hægt að telja upp allan
þennan fjölda, en Theodór Júlfusson leikur
Tevje og Anna Einarsdóttir leikur Goldu konu
hans. Þijár elstu dætumar leika þær Am-
heiður Ingimundardóttir, Margrét Kr. Péturs-
dóttir og Erla Ruth Harðardóttir og ungu
mennina þeir Skúli Gautason, Gunnar Rafn
Guðmundsson og Friðþjófur Sigurðsson. Með-
al annarra leikara em Þráinn Karlsson, Sunna
Borg, Kristjana Jónsdóttir og Pétur Eggerz
og þeir em flölmargir fleiri. Allir leikarar og
kórfélagar dansa lfka, og Ingólfur Bjami Sig-
urðsson kemur í hópinn sem dansari. Og
sfðast en ekki síst Fiðlarinn sjálfur. Það hafa
svo margir spurt mig hver leiki hann. Það
er Jóhann Gunnar Amarsson. Þá mega ljós-
in ekki bíða lengur. Þau þurfa að vera
rétt stillt þegar frumsýning hefst, föstu-
dagskvöldið 29. apríl. Þá getum við farið
að velta þvi fyrir okkur með íbúum An-
atevka hvemig sól rís og sest og hvemig
það værí nú að vera rfkúr ...
Sverrir Páll
em sem spyijandi opinbemn.
Hvað er annars þetta innrammaða
og af fólki byggða rými annað en
mynd. Þegar Giacometti er ljóðrænn
í skúlptúrlistinni, þá er hann hlut-
rænn í málverkinu — hann reynir
að fanga andlitsdrætti fyrirsæta
sinna, eins og þeir birtast í tómu
herbergi, hinni auðnarlegu vinnu-
stofu. Ég hef hins vegar reynt að
bregða ljósi á, hvemig hann sem
málari meðhöndlaði gipsfígúm eins
og hún væri formsköpun úr mál-
verki: hann framkallar hjá styttum
sínum fmyndaða, fastmótaða fjar-
lægð. Öfugt getur maður og einnig
sagt, að hann máli eins og mynd-
höggvari, vegna þess að hann vill,
að við hin upplifiim hið fmyndaða
rými, sem umiykur rammana, sem
raunverulegt tóm. Hann vill sýna
okkur sitjandi konu, sem hann ein-
mitt rétt í þessu hefur málað í gegn-
um mörg lög af tómi; hann vill um
leið gera málverkið að standandi
vatni; gagnsætt, svipað því er Rim-
baud sá fyrirburð í sjónum."
Hér hefur á ágripskenndan hátt
verið brugðið upp mynd af þróunar-
ferii eins sérstæðasta listamanns
aldarinnar, sem jafiivel við hér á
hjara veraldar eigum nokkra skuld
að gjalda. Megininntak listar hans
var svo sem hann orðaði það sjálf-
ur, en í öðru samhengi: „Hver hlutur
býr sér til óendanlegt rými.“ Og
fleiri listamenn hugleiddu rýmið,
sem kemur faguriega fram í því sem
samtíðarmaður hans, skáldið Paul
Eluard, skrifaði: „Það fallegasta við
skóginn fínnst mér lýmið milli
tveggja trjáa."
Giacometti gekkst svo mikið upp
í rannsóknum sínum á rýminu, að
hann var farinn að fínna fyrir af-
stæði þess í nánasta umhverfi, því
að honum fannst vinnustofan, sem
áður hafði þrengt svo mjög að hon-
stækka og stækka með árunum!
árunum 1947—49 fer hróður
Giacomettis sívaxandi og ekki síst
fyrir þá sök, að Pierre Matisse setur
upp sýningu á verkum hans í hinu
fiæga galleríi sínu í New York, sem
mikla athygli vakti, einkum meðal
listfróðra manna og listamanna, en
blöðin og almenningur voru ekki að
sama skapi með á nótunum.
En það var einkum á árinu 1949,
að list hans festi sig endanlega í
sessi í París, og þar var þá umræðu-
efni manna „hinn nýi Giacometti".
Árið eftir var haldin sýning á verkum
hans f listahöllinni f Basel í Sviss
og þar selur hann sín fyrstu verk á
opinbert safn. Tvö málverk og eitt
skúlptúrverk, annað málverkið var
af Maire-Laure de Noailles, en hitt
af borði — skúlptúrinn nefndist
„Svæðið" (der Platz). Verðið, sem
var samtals 5.900 frankar, var
pressað niður í 5.500 franka. Á
síðasta ári taldist markaðsverð
skúlptúrsins eins vera þijár milljónir
þýskra marka!
Síðla sama ár sýnir hann aftur
hjá Pierre Matisse og nú slær hann
endanlega f gegn, því að allir skúlpt-
úrarair á sýningunni seldust. Þessi
velgengni þýddi, að flárhagsáhyggj-
um er endanlega af honum létt, og
nú verða umboðsmenn hans bógar
eins og nefndur Pierre Matisse vest-
an hafs, en Aimé Maeght f París og
Evrópu. Giacometti býr þó áfram í
sömu fátæklegu vinnustofunni, en
leigir viðbótarhúsnæði óinnréttað á
staðnum og verður það fbúð þeirra
Annette. Þegar árið 1954 var frægð
hans orðin slfk, að amerískur stál-
milljóneri og safnari, G. David
Thompson frá Pittsburgh, heimsæk-
ir hann á vinnustofuna með þann
draum f farteskinu að eignast
stærsta Giacometti-safn f heimi og
gera listamanninum kleift að lifa
áhyggjulausu lífi eftirleiðis — rífa
sig lausan frá umboðsmönnum
sínum og vinna eins og hann lysti
eftirleiðis, engum háður. Ekki varð
úr því, en Thompson fékk nokkur
mikilvæg frumverk í safii sitt.
Er peningamir fóru að streyma
.C * ■'
0 Teikning af Jean Paul Sar-
tre (1946). Einkaeign, New
York.
úr öllum áttum f hendur Giacomett-
is, lét hann móður sína einnig njóta
þeirra, sendi henni hvert seðlabúntið
(1946). Safn Annick og Pi-
erre Berés, París.
á fætur öðru. Hann hafði stórt hjarta
og hélt mikla tryggð við vini sína
og starfsbræður þótt honum sinnað-
ist við suma, Ld. Picasso og Sartre
— hann var við dánarbeð Matisse
árið 1954 og gerði af honum röð
teikninga og sýndi einnig Henri
Laurens mikla virðingu en hann lést
sama ár — árið 1963 teiknaði hann
og Braque á dánarbeði hans. Þá var
hann, svo furðulegt sem það er, eini
nafiikenndi myndlistarmaðurinn við
útför André Derains.
Það urðu umskipti f lffi Giacomett-
is í október árið 1959, er hann kynnt-
ist hinni tvftugu Caroline á bar á
Rue Vanvin. Hann varð hugfanginn
af henni og málaði hana allt til árs-
ins 1965. Hennar vegna lét hann
eitt sinn Marlene Dietrich, sem á
tfmabili heimsótti hann oft, bfða ár-
angurslaust eftir sér. En hann átti
eftir að lenda í miklum og dularfull-
um fjárútlátum út af þessari lags-
konu sinni, og er hann í lok næsta
árs kaupir íbúð fyrir bróður sinn og
aðra fyrir Annette, þá kaupir hann
um leið miklu fburðarmeira húsnæði
fyrir Caroline. Minning Caroline lifir
f myndum hans, en með dauða hans
hvsuí hún sjálf út f ómynni sögunnar.
Giacometti sá í hórunni Caroline
sfðustu æviár sfn lffsinnihald, sem
stæði jafiit list hans og jafnvel alin
meir.
Á þessum árum hlaut hann flestar
þær viðurkenningar, sem yfirhöfuð
geta fallið f skaut myndlistarmanna,
m.a. myndhöggvaraverðlaunin á
Feneyjatvíæringnum, og söfnin sló-
gust um myndir hans.
Síðasta heila árið, sem hann lifði,
naut hann þess heiðurs, að nútfma-
listasafnið í New York setti upp yfir-
gripsmikla sýningu á verkum hans,
sem stóð frá 9. júní til 10. október
(1965) og hélt sýningin áfram í
Chicago, Los Angeles og San Fran-
cisco fram til 24. apríl 1966. Hann
fór tii New York vegna sýningarinn-
ar en þá var svo komið fyrir honum,
að öllum var Ijóst, að dagar hans
væru senn taldir og nú var orðstír
hans slíkur, að stórblöðin beggja
vegna Atlantsála voru tilbúin með
eftirmæli.
Svo vildi til að greinarhöfundur
var staddur í New York er sýningin
var nýopnuð f MOMA, og fékk þvf
tækifæri til að skoða hana vel og
vandlega, en sýningin í Berifn var
miklu umfangsmeiri og sýningar-
skráin margfalt stærri og veglegri,
þrátt fyrir að á sínum tíma væri
fyrri skráin með því veglegasta, sem
þá tfðkaðist.
En þetta sýnir ljóslega þróunina
og það er ævintýri líkast að hand-
fjatla sýningarskrámar nú á tfmum
og glugga í hlutlausar heimildir um
lífsferil listamanna og lesa hvers
konar ritgerðir um þá. Þær taka
öllum listaverkabókum langt fram
um heimildagildi og mannlega
ásjónu. Myndimar, sem fylgja þess-
ari grein og stórum hluta upplýsinga
og heimilda, eru einmitt teknar upp
úr þessum tveim sýningarskrám.
Álberto Giacometti lést farinn að
heilsu á kantónuspítalanum f Chur
11. janúar 1966, aðeins 65 ára að
aldri — fátækt, óhamið og meinlæta-
fullt Iíferai tóku hér sinn toll.
Hann hafði þjáðst af magakrabba,
sem þó tókst að lækna með því að
nema brott 3A af magasekknum, en
önnur líffæri, sem voru veik fyrir,
þoldu ekki álagið, þannig að honum
hrakaði jafnt og þétt. Banameinið
var hjartasjúkdómur samfara
bronkítis, sem hann hafði þjáðst af
um árabil, lifrarstífla og vökvasam-
söfnun.
Líkið var flutt á vinnustofu hans
í Stampa, og þaðan var honum fylgt
til grafar hinn 15. janúar af miklum
mannQölda. Auk ættingja, vina og
þorpsbúa, fulltrúa kantónunnar og
umdæmisins svo og franska ríkisins
voru mættir vinir hans frá Sviss og
París auk safnstjóra og listaverka-
kaupmanna víða að úr heiminum.
Hægt og rólega þokaðist lfkfylgd-
in þennan gráa vetrardag frá
Stampa til fæðingarstaðar Giaco-
mettis, Borgonovo, þar sem hann
hvflir í kirkjugarðinum S. Giorgio_