Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Alan Paton
Harmsaga
Suður-Afríku var
honum stöðugt
yrkisefni
Suður-afríski
rithöfundurinn Alan
Paton lést þriðjudaginn
12. apríl síðastliðinn.
Paton var 85 ára að
aldri, löngu
heimsþekktur fyrir
afskipti sín af
stjómmálum
Suður-Afríku,
andstöðu sína við
kynþáttastefnu
minnihlutastj ómar
hvítra og stofnun
Frjálslynda flokksins
árið 1958. Paton var
formaður þess
stjómmálaflokks þar til
hann var bannaður af
stjómvöldum árið
1968. Alans Patons
verðurþó fyrst og
fremst minnst fyrir
ritstörf sín og skáldsaga
hans, Grát ástkæra
fósturmold, sem út
kom 1948, vakti
heimsathygli á óréttlæti
aðskilnaðarstefnu
stjómvalda í
Suður-Afríku.
Alan Paton
Alan Paton fæddist þann 11.
janúar árið 1903 í Piet-
ermaritzburg í Natal í Suð-
ur-Afríku. Hann lagði stund á
stærðfræði við Natal-háskóla og
lauk þaðan kennaraprófi 1923. Pa-
ton stundaði kennslu og ritstörf,
en árið 1935 var hann skipaður
jrfirmaður Diepklopf-betrunarhæl-
isins (drengjafangelsis) fyrir
blökkudrengi nærri Jóhannesar-
borg. Sem yfírmaður þessa stærsta
drengjafangelsis á meginlandi
Áfríku, 700 fangar, breytti Paton
ímynd þess úr sóðalegri og grimmi-
legri refsivistarstoftiun í stofnun
þar sem „frelsið varð tæki til betr-
unar". Paton var alla tíð innblásinn
af krafti kristinnar trúar og sér
þess glöggt merki í flestum skrifum
hans.
Aian Paton hóf ungur ritstörf og
að sögn ritaði hann nokkrar skáld-
sögur og fjölda smásagna á öðrum
og þriðja áratug aldarinnar. Ekkert
af þessum ritverkum hlaut þó náð
fyrir augum höfundarins sjálfs og
því eyðilagði hann öll þessi skrif svo
þau kæmu ekki fyrir almennings-
sjónir. Fyrsta útgefna skáldsaga
Alans Patons var Meditation for a
Young Boy Confírmed, sem út kom
í London árið 1944. Alan Paton var
alla tíð mjög gagnrýninn á eigin
verk og er það meðal annars talin
ástæða þess að hann gerðist frá-
hverfur skáldsagnaritun; engin af
útgefnum skáldsögum hans stóðst
hans eigin listrænu kröfur fyllilega.
Eftir lok seinni heimsstyijaldar-
innar ferðaðist Paton til Evrópu í
þeim tilgangi að kynna sér ástand
og nýjungar í fangelsismálum fyrir
unga afbrotamenn. Paton hóf að
skrifa bók sína Grát ástkæra fóstur-
mold í Þrándheimi í Noregi og lauk
við hana í San Franciseó þremur
mánuðum síðar. Bókin var gefín
út samtímis í Bandaríkjunum og
Bretlandi og gerði höfundinn þegar
heimsfrægan. Kurt Weill og Max-
well Anderson gerðu eftir henni
söngleik og sagan var fljótlega
kvikmynduð.
Paton sagði upp stöðu sinni við
Diepklopf árið 1948 og settist að á
suðurströnd Natal. Hann gerðist
ötull rithöfundur og var óþreytandi
að gagnrýna stefnu stjómvalda.
Árið 1953 kom önnur skáldsaga
hans hans út, Too late the Phala-
rope (Of seint óðinshani). í þessari
skáldsögu gerir Paton siðfræði
hvíta mannsins í Suður-Afríku að
umijöllunarefni sínu og flettir ofan
af tvöfeldni siðgæðisins á snilldar-
legan hátt. Þessi saga hefur af
mörgum verið talin fremri Grát
ástkæra fósturmold, en þungur
biblíuskotinn stfllinn er talinn hafa
hindrað almennar vinsældir. Eftir
því sem stjómmálaástandið í Suð-
ur-Afríku versnaði mun Paton hafa
fundist að sér kreppa á tveimur
vigstöðvum. Annars vegar bauð
samviskan honum að láta til sín
taka á stjómmálasviðinu, hins veg-
ar stóð hugur hans til áframhald-
andi skáldsagnagerðar. Hann gaf
út smásagnasafn árið 1961 Debbie
Go Home, og var meðhöfundur að
leikgerð nokkurra þessara smá-
sagna, Sponono, sem fiumflutt var
í New York 1964. Skáldsagnagerð
lagði Paton þó á hilluna eftir 1953
og snéri sér að líknarstörfum og
stjómmálum. Árið 1953 settist
hann að, ásamt konu sinni Doris, í
Toc H-berklanýlendunni í Natal þar
sem þau önnuðust um berklasjúkl-
inga á batavegi. Árið 1958 stofnaði
Paton Fijálslynda fíokkinn (The
Liberal Party) og var kjörinn for-
maður hans. Fijálsljmdi flokkurinn
boðaði jafnrétti hvítra og svartra
og hafnaði öllum hugmyndum
stjómvalda um jrfirráð hvítra og
aðskiinað eftir hörundslit. Flokkur-
inn hætti starfsemi tíu ámm síðar
er ný lög Suður-Afríkustjómar um
ólöglega stjómmálastarfsemi tóku
gildi, en með þeim urðu allir flokk-
ar ólöglegir sem höfðu bæði hvíta
og svarta innan sinna vébanda.
Stjómvöld Suður-Afríku sviptu Pat-
on vegabréfi sínu frá 1960-1971
en vegna alþjóðlegrar frægðar hans
og stuðnings almennings heima fyr-
ir, áræddu stjómvöld aldrei að of-
sækja hann eða fjölskyldu hans í
lflct því sama mæli og marga aðra
samlanda hans.
Við lát Patons vom stjómvöld
Suður-Afríku skjót til að votta hin-
um látna virðingu sína og er það
til marks um um brejdta stöðu
Patons heima fyrir á síðustu ámm.
P.W. Botha forsætisráðherra sagði
t.d. að þrátt fyrir gagnrýni á stefnu
stjómvalda hefði Paton ætíð dregið
úr broddi gagnrýninnar með því að
minnast þess sem vel væri gert og
horfði til framfara. Á sama hátt
vom stjómarandstæðingar varkárir
í yfírlýsingum við lát Patons, sem
lýsir best þeirri brejrtingu sem varð
á persónufylgi Patons á síðustu
ámm. Andstaða Patons við stefnu
Desmonds Tutus erkibiskups mun
hafa ráðið þar mestu. Paton and-
mælti stuðningi Tutus við efna-
hagsþvinganir gegn Suður-Afríku
árið 1984 og skapaði sér þar með
óvild allra helstu leiðtoga blökku-
manna Suður-Afríku. Stuttu eftir
árekstur þeirra Tutus og Patons
vom Tutu veitt friðarverðlaun Nób-
els. Varð það enn frekar til þess
að veikja málstað Patons sem hélt
þó fast við sannfæringu sína að
stuðningur við efnahagsþvinganir
jafngilti svikum við boðskap kristn-
innar.
Eftir 1960 hætti Paton að líta á
sig sem skáldsagnahöfund og snéri
sér að ævisagnaritun: The life and
times of Jan Hofmeyr (1963) og
ævisaga Geoffreys Clajrtons erki-
biskups af Höfðaborg, The Apart-
heid and the Arehbishop (1973).
Paton ritaði einnig sjálfsævisögu
sína, Towards the Mountain, sem
út kom 1980. Rétt fyrir dauða sinn
hafði Paton lokið við seinni hluta
sjálfsævisögu sinnar sem gefín
verður út nú í vor undir heitinu
Joumey’s End. Alan Paton giftist
fyrri konu sinni, Doris, árið 1928.
Þau eignuðust tvo sjmi sem báðir
em á lífi. Doris lést árið 1967 og
í minningu hennar ritaði Paton bók-
ina Kontakion for you departed,
sem er hrífandi minnisvarði um
merkiskonu. Seinni kona Alans
Patons er Anne og lifir hún mann
sinn.
H. Sig. tók saman. Heimildir:
The Times og The Observer.
ANDRÉS BJÖRNSSON SKRIFAR
Með Alan Paton hverfur úr sögunni einhver kunn-
asti rithöfundur Suður-Afrfku á þessari öld. Rithöf-
undarferill hans hófst raunar seint á ævi, þegar
hann var á fimmtugsaldri. Undirtónninn i ritverkum
Alans Patons skýrist fyrst og fremst af 13 ára
starfi hans að fangelsismálum og stjómun 700
blakkra afbrotaunglinga. En kannski er hann ekki
síður að finna í bernsku og uppvexti Patons, — til-
finningalegum átökum við föður sem beitti böm sin
hörku og líkamlegum refsingum. Faðirinn vakti
nánast hatur í hugadrengsins, en siðar eftir dular-
fullan dauðdaga, meðaumkun þessa unga sonar sins.
— Þessi lifsreynsla var jafnan ríkur þáttur i hispurs-
lausum og gagnrýnum skoðunum Alans Patons um
frelsi og frið fyrir alla Iandsmenn hans, hvers litar
sem þeir kunnu að vera. Hann trúði á sigur hins
góða án byltingar.
Árið 1946 tókst Alan Paton ferð á hendur að eig-
in frumkvæði og á eigin kostnað til að kynna sér
fangelsismál i Bandarfikjunum, Bretlandi, Noregi
og Svíþjóð. Á þriggja mánaða ferðalagi ritaði hann
sína fyrstu og frægustu bók i einni striklotu, skáld-
söguna Grát ástkæra fósturmold (Cry The Beloved
Country). Handritið varð til á hótelherbergjum þar
sem hann dvaldist á ferðalagi sinu. Sagan kom út
1948 í B andaríkjunum og Bretlandi og vakti þegar
geysilega athygli á höfundinum, landi hans og þjóð
og vandamálum þeim sem þar var við að etja. Skáld-
sagan var þýdd á hér um bil 20 tungumál, þar á
meðal íslensku 1955, og hefur hún selst i meir en
17 miRjónum eintaka um viða veröld. Ennþá seljast
um 100 þúsund eintök árlega, og hún er ennþá náms-
efni í breskum skólum.
f heimalandi höfundar var bóldnni tekið fálega
af mörgum, fyrst og fremst þjóðernissinnum og
aðskilnaðarmönnum, sem fannst hún gefa of dökka-
og einhliða mynd af þjóðfélagi i upplausn. Siðar var
hún fordæmd af blökkumönnum, þvi að þeir sáu i
aðalpersónunni, Zuluprestinum, bandariska svert-
ingjann, Tómas frænda i risastærð. Róttækir stúd-
entar meðal blökkumanna brenndu þessa bók. —
Þrátt fyrir þær óbliðu móttðkur sem sagan hlaut i
heimalandi höfundar, vakti hún athygli og aðdáun
um viða veröld, hefur verið kvikmynduð og sýnd á
leiksviði og mótað skoðanir margra á skilnaðar-
stefnu þjóðflokkanna sem svo stranglega hefur ver-
ið framfylgt i Suður-Afríku siðustu áratugi.
Alan Paton notaði sem undirtitil bókar sinnar:
Sagan um huggun i hörmum. Aðrir hafa bent á að
viðfangsefni höfundar i þessari skáldsögu sé i raun
glæpur og refsing. Glæpurinn er morð með flóknu
ívafi svarts og hvits samfélags i kvalahriðum, með
slitróttum samskiptum feðra og sona. Alan Paton
Iýsir æskuslóðum sjálfs sin og fegurð ættjarðar
sinnar af djúpri innlifun og næmri skynjun. Rit-
snilld hans er óumdeild. Yfirbragð skáldsögunnar
ber víða sterkan svip af trúarlifi hans og boðskap
Krists um skilyrðislausan kærleika og fyrirgefn-
ingu.
Grát ástkæra fósturmold
Kafli úr skáldsögu Alans Paton
Sannleikurinn er sá, að hin
kristilega menning vor er barma-
full af mótsetningum. Vér trúum
á bræðralag, en vér kærum okkur
ekki um það í Suður-Afríku. Vér
trúum því, að Guð gæði menn
ýmsum gáfum, og mannlegt líf
velti á, að þær séu notaðar að
fullu til gagns og gleði, en vér
erum hræddir við að skoða þessa
trú ofan í lqolinn. Vér trúum á
hjálp við lítilmagnann, en vér vilj-
um samt, að hann verði áfram
lítils megandi. Og til þess að
vemda þá trú vora, að vér séum
kristnir menn, erum vér tilneyddir
að tileinka almáttugum Guði,
skapara himins og jarðar, vor eig-
in mannlegu áform og segja, að
hann gefí guðlegt samþykki sér-
hverri athöfn manns, sem hnígur
að því að hefta þroska blökku-
manna, af því að hann skapaði
hvíta menn og svarta. Vér
göngum jafnvel svo langt að eigna
almáttugum Guði það, að hann
hafí skapað svarta menn til að
höggva brenni og bera vatn fyrir
hvíta menn. Vér göngum svo
langt að gera ráð fyrir, að Guð
blessi hvert það verk, sem miðar
að því að hindra, að svartir menn
fái notið til fulls þeirra gáfna, sem
hann hefur gefið þeim. Jafnhliða
þessum röksemdum notum vér
aðra, sem stangast við þær, til
þess að ásakanir um kúgun verði
hraktar. Vér segjumst neita svört-
um bömum um skólafræðslu, af
því að þau hafi ekki gáfur til að
hagnýta sér hana. Vér réttlætum
þessar gerðir vorar með þvf að
segja, að það hafi tekið oss þús-
und ár að ná þeim þroska, sem
vér höfum, og það væri heimsku-
legt að gera ráð fyrir, að það
tæki blökkumenn skemmri tíma,
þess vegna sé engin ástæða til
að keppast við uppfræðsluna. Vér
tökum enn annað sjónarmið, þeg-
ar svartur maður vinnur eitthvert
áberandi afreksverk, og finnum
þá til djúprar samúðar með manni,
sem dæmdur er til einmana
frægðar, og vér kveðum upp þann
úrskurð, að það sé kristileg mis-
kunnsemi að leyfa ekki svörtum
mönnum frægð. Þannig verður
jafnvel Guðshugmynd vor rugl-
ingsleg og sjálfri sér ósamkvæm,
þar sem Guð gefur gáfur, en
bannar, að þær séu notaðar. Er
þá undarlegt, þótt menning vor
sé barmafull af mótsetningum?
Sannleikurinn er sá, að menning
vor er ekki kristin. Hún er ömur-
legt sambland hárra hugsjóna og
hræðilegra verka, sambland af
mikilli dirfsku og vonlausum ótta,
kærleiksverkum og óttalegri
græðgi í veraldleg gæði. Gefið
mér andartak...
Birt meó leyfi útgefanda, Almenna bókafélags-
ins, 1955, Andrés Bjömsson íslenskaði.