Morgunblaðið - 28.04.1988, Side 1

Morgunblaðið - 28.04.1988, Side 1
Samkeppnishömlur og hringamyndun Aukinn áhugi virðist nú vera fyrir því að setja nýja löggjöf um sam- keppnishömlur og hringamyndun hér á landi. Lög um þetta efni hafa gilt allt frá árinu 1979 þ.e. lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Hins vegar hefur samkeppnislöggjöfín af ýmsum ástæðum ekki verið mjög virk í framkvæmd. Á ráðstefnu Varðar um samkeppnishömlur og hringamyndun, sem haldin var ný- lega, voru settar fram ýmsar hugmyndir um þessi mál og kynnt ný frumvarpsdrög um einokun og hringamyndun. Viðskipta- ráðherra hefur lýst því yfir að undirbúning- ur að frumvarpssmíð um þetta efni sé haf- inn í ráðuneytinu enda er það á stefnuskrá ríkisstjómarinnar að núgildandi laga- ákvæði skuli tekin JM til endurskoðunar. Útlán 2 Fjarskipti 2 Vísitala 3 Á markaði 6 Fyrirtæki 7 Fræðsla 10 Erlent 12 Belgía 12 Sláturfélag a suðupunkti Ekki hefur farið fram hjá neinum að nú em miklir umbrotatímar inn- an Sláturfélags Suðurlands. Forstjóri fyrirtækisins hefur sagt upp og forstöðumanni verslanareksturs þess verið sagt upp .störfum. Staða fyrirtækisins hlýtur að teljast alvarleg úr því stjómin grípur til harka- legra aðgerða svo skömmu fyrir aðalfund. Hann er hald- inn á Hvolsvelli í dag og horf- ur á að reifaðar verði þar hug- myndir um sölu á SS-búðunum á höfuðborginni, sem hafa orð- ið illa úti í samkeppninni milli stórmarkaðanna. Málefni Sláturfélagsins em reifuð í q blaðinu í dag O VIÐSKIPn AIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 28. AT’RIL 1988 BLAÐ B Breytt skattiagning og þátttaka lífeyríssjóða Forsendan fyrir virkum hlutabréfamarkaði á íslandi, segir í skýrslu Enskilda Securities BREYTT skattaleg meðferð hlutafjár og heimild til handa lífeyrissjóð- unum til að fjárfesta i hlutabréfum er grundvallaratriði ef auka eftir- spurn eftir hlutabréfum hér á landi, sem aftur er forsenda þess að hér komist á virkur hiutabréfamarkaður. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri skýrslu breska ráðgjafarfyrirtækisins Enskilda Securities til Iðnþróunarsjóðs og Seðlabankans, þar sem einnig koma fram tillögur um aðgerðir í þvi skyni að byggja upp íslenskan hlutabréfamarkað. Lyf Samheita- lyfspara niilljónatiigi MEÐ því að auðvelda skráningu svonefndra samheitalyfja er ta- lið að unnt sé að spara tugi milljóna árlega. Verð þessarra lyfja er almennt helmingi lægra en þeirra lyfja sem fyrir eru á markaðnum. Þetta kemur fram í viðtali við dr. Ara Kr. Sæ- mundsen og Jafet Ólafsson í blaðinu í dag. Telja þeir að með þessu raegi spara tugi milljóna króna árlega. Fyrirtæki þeirra Groco hf. hefur nýlega óskað eftir að leyfisveitingum vegna innflutnings á samheitalyfjum verði hraðað að það mun taka allt að tvö ár að fá tilskilin leyfi. Guð- mundur Bjamason, heilbrigðis- ráðherra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nú væri að störfum nefnd sem fjallaði sérstak- lega um alla þætti lyfjamála. Þar mætti nefna inn- flutning, verðmynd- un, ávís- anavenjur lækna o.fl. Lyfjamálin yrðu tekin til heildarendurskoðun- ar þegar álit nefndarinnar lægi fyrir og hann hafi ekki viljað taka einstök mál út úr. Guðmundi sagðist vera kunnugt um að Lyfjaeftirlitið væri undir miklu álagi og þar væri fátt starfs- fólk sem ynni mjög vandasamt verk. Þetta einstaka mál Groco væri alirar athvgli vert og ef það væri rétt sem þeir settu fram, að þetta gæti leitt til aukins sparnað- ar, væri óhjákvæmilegt annað en að heilbrigðisyfirvöld hlytu að skoða það. Hann væri hins vegar að bíða eftir niðurstöðum nefndar- innar sem væru væntanlegar um mánaðamótin maí/iúní. í skýrslunni er m.a. lagt til að undan- þiggja skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum frá tekjuskatti hjá einstaklingum upp eða ákveðnu hámarki sem nemur um 400 þús. kr. eða 11 þús. dollurum. Því til við- bótar sé rétt að lækka raunverulega tekjuskattlagningu á söluhagnað eftir því sem eignatímabil á hluta- bréfum lengist. Einnig er lagt til að hámarkið í gildandi lögum um frá- dráttarhæfi frá tekjum einstaklings vegna hreinnar nýrrar fjárfestingar ! hlntafélntnim með skráð hlutahréf verði hækkað í 120 þús. krónur. Sérfræðingamir telja að útgáfa jöfnunarhlutabréfa sé tímafrek og ónauðsynleg og leggja til að hún verði lögð niður. Til að jafna skatta- lega meðferð vaxtatekna og arð- greiðslna er lögð til sú tímabundna ráðstöfun að frádráttarhæfi aðr- greiðslna verði aukið í 15% af nafn- virði hlutabréfa þar til útgáfu jöfn- unarskuldabréfa er hætt. Þá er lagt til að sá arður sem leyfður er skatt- frjáls hjá einstaklingum verði hækk- nðiir ! 150 hús kr Sérfræðingar Enskilda Securities leggja áherslu á mikilvægi þess að hvetja til aukins áhuga erlendra fjár- festa á íslenskum hlutabréfum. Til að koma í veg fyrir að útlendingar öðlist óðelilega mikil ítök í stjóm fyrirtækja er lagt til að gefin verði út hlutabréf með takmörkuðum at- kvæðisrétti. í skýrslunni er bent á að lífeyris- sjóðimir ráði yfir um 50% af því fé sem fyrir hendi er til fjárfestingar í verðbréfum á ísiandi og því sé virk þátttaka þeirra á hlutabréfamarkað- inum óhjákvæmilegur hluti af þróun hans. Hins vegar komi núverandi fjármögnun lífeyrissjóða í Bygging- arsjóði í veg fyrir að sjóðimir geti stjómað verbréfaeign sinni með góðu móti og reglur Byggingasjóðs hínHri frpkain hrAnn virVcVinfa 6 markaði. Em stjómvöld því hvött til að hraða endurskoðun þessa mikil- væga þáttar. Sérfræðingamir telja einnig, að heimila eigi lífeyrissjóðun- um að ijárfesta allt að 25% af árlegu greiðsluflæði sínu í hlutabréfum í stað 5% eins og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum um lífeyrissjóðina. I skýrslunni segir að Verðbréfa- þing eigi að vera miðstöð viðskipta og stjómunar á verðbréfum, bæði hlutabréfum og skuldabréfum, hér á landi og telja til hagsbóta að skrá verðbréfasjóði á Verðbréfaþinginu, þar sem unnt verði að höndla með hlutdeildarbréf þeirra likt og hluta- bréf. Mikil áhersla er lögð á ítarleg- ar og vandaðar reglur fyrir starfsemi Verðbréfaþings á þessu sviði. Siá nánar B14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.