Morgunblaðið - 28.04.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.04.1988, Qupperneq 10
 10 B MORGUNBLAÐIÐ, VlÐSKlPn/AlVlNNULÍF fimmtudagur 28. apríl 1988 Tölvur Netkerfum fjölgar á kostnað millitölva eftir Hauk Nikulásson Nýlegar kannanir meðal stjóm- enda tölvudeilda leiða í ljós að svo- i kallaðar millitölvur (minitölvur) munu eiga erfiðara uppdráttar á þessu ári. Ein þessara kannana, sem rannsóknarfyrirtækið Sierra Group framkvæmdi nýlega meðal 1588 deildarstjóra tölvudeilda, sýndi að netkerfum §ölgar um 60%, netmiðstöðvum um 70% á sama tíma og fjölgun millitölva verður aðeins um 20%. „Sífellt fleiri notendur kjósa að nota hugbúnað á einkatölvum og sífellt fleiri tölvudeildarstjórar ætla að kaupa ritvinnslu- og umbrots- kerfí sem vinna í einkatölvuneti. Dagar millitölvanna, sem helsta valkosts miðlungs fyrirtækja, virð- ast taldir," segir Merrily Shinyeda, t forstjóri Sierra Group. „Við teljum að net og netmiðstöðvaruppsetning- ar vinni nú eins vel og jafnvel betur en millitölvur. Auk þess sem meira fæst af búnaði fyrir peningana." Vaxandi tilhneiging er í þá veru að nota tölvur sem byggjast á Intel 80386 örgjörva sem miðstöð fyrir netkerfí. Einn stærsti banki Banda- rílqanna, First Interstate, ákvað fyrir nokkrum mánuðum að net- kerfí (LAN) myndu koma í stað milli- og stórtölva hjá þeim. LESTUNARÁÆTLUN m Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: AARHUS: Alla þriðjudaga. SVENDBORG: Annan hvern þriðjud. KAUPMANNAHÓFN: Alla fimmtudaga. GAUTABORG: Alla föstudaga. VARBERG Annan hvern laugard. MOSS: Annan hvern laugard. LARVIK: Alla laugardaga. HULL: Alla mánudaga. ANTWERPEN: Alla þriðjudaga. ROTTERDAM: Alla þriðjudaga. HAMBORG: Alla miðvikudaga. HELSINKI: Arnarfell 3. maí. Tim S 9. maí. GLOUCESTER: Jökulfell 10. maí. NEW YORK: Jökulfell 12. maí. PORTSMOUTH: Jökulfell 12. maí. SKJPADE/LD SAMBANDS/NS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK S/MI 698100 llÁiillJ TAKN TRAUSTRA FLUTNINGA Hlutabréf millitölvufyrirtækja féllu í verði Nýlega tilkjmnti DEC að hagnað- ur á þessum ársfjórðungi yrði minni en búist hefði verið við. Ástæðan væri sú helst að pantanir hefðu að stærri hluta fallið á smærri útgáfur VAX tölva svo sem eins og Mic- roVAX 3000. Aðrir framleiðendur millitölva hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Hlutabréf milli- tölvufyrirtækja eins og DEC, Wang, NCR, Prime og Data General hafa fallið í verði á sama tíma og hluta- bréf annarra tölvufyrirtækja hækka í verði. Einungis Hewlett Packard virðist halda stöðu sinni, en það fyrirtæki hefur egg sín í fleiri körf- um. Vonbrigði í sölu 9370 tölva frá IBM virðast einnig renna stoðum undir þessa þróun mála. Til dæmis hefur Covia, sem er í eigu United Airlines, dregið verulega úr kaupum á 9370 tölvum þegar ljóst var að þeir gátu keyrt mikið af hugbúnaði ■ sínum á einkatölvum frá IBM. Sífellt fleiri verkefni, sem hingað til hafa verið unnin á millitölvum, eru nú unnin á einkatölvur og net- tengdar einkatölvur. Það sem helst virðist koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu netkerfa er hræðsla tölvudeildarstjóra. Net- kerfí þurfa minni mannafla til við- halds og gætu því valdið fækkun starfa í sérstökum tölvudeildum fyrirtækja. Netkerfi fyrir valinu Roy Reynolds hjá Gesco, sem er tölvuþjónustufyrirtæki fyrir banka, segir að svo virtist sem áhætta hefði verið tekin með því að kaupa netkerfí í stað 8100 tölvunnar sem fyrirtækið var áður með. Hann hafði ekki reynslu af neinu nema millitölvum. Að hluta var ástæðan fyrir vali á netkerfí sú að kostnaður var minni, netkerfí almennt orðin mjög áreiðanleg, auk þess sem hægt var að kaupa einkatölvur ftá nánast hverjum sem var til notkun- ar í netinu. Þetta þýddi að hvorki þurfti að binda sig við framleiðanda né ákveðnar gerðir tölva. Roy segist að lokum ekki geta ímyndað sér að sá sem leiti eftir almennu tölvukerfí í dag taki System/36 eða Vax framyfír net- kerfí. Höfundur er sölustjóri Aficrotölv- unnarhf. Morgunblaðið/Bjöm Blöndai FLUGSTOÐ — Hinn nýi biðsalur Saga-Class farþega Flug- leiða er hinn vistlegasti og ekki spillir útsýnið þar sem sjá má allan Qallahringinn á Reykjanesi og Snæfellsjökul í góðu skyggni. Myndin var tekin við opnuna, Vilhjálmur Guðmundsson ávarpar gesti. Nýr biðsalur fyrir Saga- Class farþega Flugleiða BIÐSALUR ætlaður Saga-Class farþegum Flugleiða hefur verið opnaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nýi biðsalurinn var formlega opnaður þann 14. april s.l. og er að sögn Helgu K. Bjamasonar sölu- stjóra einn liðurinn í tilraunum Flugleiða til að bæta þjónustuna við farþega. Salurinn er staðsettur í norðaust- urhomi flugstöðvarbyggingarinnar. Þar er boðið uppá drykki og ýmsar aðrar veitingar gestum að kostnað- arlausu og dagblöð og fréttatímarit munu liggja frammi fyrir farþega. Saga-Class farrými og þjónusta er boðin þeim farþegum sem kaupa farseðla sína á venjulegu verði. Meðal þess sem Saga-Class far- þegar njóta umfram þá sem ferðast á sérfargjöldum má nefna að engin ákvæði eru um lágmarksdvöl, breyta má farseðlinum fyrirvara- laust, fresta flugi eða flýta, og jafn- vel kaupa farseðil á brottfarardegi. Þá er heimilt að dvelja á millilend- ingarstöðum án aukagjalds og far- gjald á innanlandsleiðum Flugleiða er innifalið í miðaverðinu, sem og áframhaldandi tengiflug til margra borga Evrópu. Þá getur maki Saga-Class farþega oft fengið helmings afslátt af farmiða sínum og farangursheimild þeirra er helm- ingi hærri en þeirra sem ferðast á sérfargjöldum. Undanfama mánuði og ár hafa Flugleiðir fengið aðgang að slíkum biðsölum fyrir Saga-Class farþega sína í fjölmörgum erlendum flug- höfnum, auk þess sem Flugleiðir hefur sinn eigin biðsal á Kennedy flugvelli í New York. -BB Fræðsla STJORNIN — Á aðalfundi Sparisjóðs vélstjóra flutti formaður stjómar Jón Júlíusson skýrslu stjómar og Hallgrímur Jónsson spari- sjóðsstjóri skýrði reikninga. í stjóm sparisjóðsins sitja þrír menn, tveir kosnir af aðalfundi og einn af Borgarstjóm Reykjavíkur. Skoðunar- menn sparisjóðsins voru kjömir þeir Valdimar Ólafsson löggildur endur- skoðandi og Sigurður Hallgrímsson. Á myndinni eru f.v. Guðmundur Hallvarðsson, kosinn af borgar- stjóm, Hallgrímur Jónsson sparisjóðsstjóri, Jón Júlíusson formaður sljómar og Jón Hjaltested. Aðalfundur Hagnaður Spari- sjóðs vélstjóra 26,7 milljónir króna AÐALFUNDUR Sparisjóðs vélsljóra var haldinn 16. aprfl sl. í frétt frá bankanum segir, að reksturinn hafi gengið mjög vel á árinu og betur en áður í sögu hans. Rekstrar- tekjur námu alls 294,7 millj. kr. árið 1987 og rekstrargjöld voru alls kr. 251,7 millj. kr. Hagnaður fyrir áætlaðan telgu- og eignaskatt var 43 millj. kr., sem svarar til 14,6% af rekstrartekjum. Telgu- og eignaskattur er áætlaður 16,3 millj. kr. og er því hagnaður til ráðstöfunar 26,7 millj. kr. Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins lækkaði úr 20,8% í 18,51%, þrátt fyrir góða afkomu. Stafar lækkun- in af mikilli innlánsaukningu og auknum umsvifum sparisjðsins á árinu. Samkvæmt lögum um banka og sparisjóði má eiginfjár- hlutfallið ekki vera lægra en 5% og er því eiginfjárstaða sparisjðs- ins sterk. Eigið fé nam í árslok 157,8 millj. kr. og hafði aukist frá fyrra ári um 46,5 millj. kr. eða 41,8%. Heildarinnlán sparisjóðsins námu í árslok 1.006,3 millj. kr. og höfðu aukist á árinu um 46,7%. í fréttinni segir að innlánsaukn- ingin hafi verið sú hæsta af bönk- um og stærri sparisjóðum á árinu 1987. Hlutur sparisjóðsins í heild- arinnlánsfé sparisjóðanna jókst úr 8,89% árið 1986 í 9,53% 1987. Tímaritafundur hjá knark IMARK — íslenski markaðsklúb- burinn gegnst fyrir opnum fundi um tímaritaútgáfu hér á landi hinn 4. maí nk. að Hótel Sögu og hefst fundurinn kl. 7.45 ár- degis. Frummælandi á fundinum verður Magnús Hreggviðsson, framkvæmdastjóri Frjáls fram- taks. Timaritaútgáfan hér á landi hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, m.a. vegna lesendakönnunar Verslunarráðs og umræðna um upplagseftirlit og gera aðstandendur Imarks ráð fyrir að þessi atriði muni koma talsvert til umræðu á fund- inum. Sparisjóðurinn stofnaði veðdeild í júlí og voru heildarútlán í árslok 60 millj. kr. Verslun SaJa páska- eggja meirí enundan- farínár Metár hjá Nóa- Siríus í NÝAFSTAÐINNI páskeggja- söluhrotu komu íslensku fyrir- tækin Nói-Sirius og Móna vel út úr samkeppninni við frönsku páskaeggin, sem voru til sölu í Miklagarði, að sögn Sigurðar B. Sigurðssonar markaðssljóra Nóa-Siríus og Sigurður E. Mar- inóssonar framkvæmdastjóra Mónu. Hjá Nóa-Siríus var árið 1988 metár í sölu páskaeggja og seldist framleiðsla þeirra m.a. nærri upp fyrir páska í versluninni Mikla- garði. Sömu sögu var að segja um páskaeggin frá Mónu, en eitthvað minna var keypt inn af íslensku framleiðslunni í Miklagarði en endranær, en á móti kom að aðrir stórmarkaðir tóku heldur meira en áður. Þetta er fyrsta árið sem erlend páskaegg eru í beinni sam- keppni við íslenska framleiðslu með því að vera í „íslenskum umbúðum", að sögn Sigurðar, en íslenskir málshættir voru í páska- eggjunum, ásamt leikföngum og sælgæti. Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri Miklagarðs var nokkuð án- ægður með söluna á innfluttu páskaeggjunum, en þau voru frá 19-55% ódýrari en íslensku eggin eftir stærð, miðað við 100 gr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.