Morgunblaðið - 28.04.1988, Side 5

Morgunblaðið - 28.04.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIFn/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 B 5 VERÐSAMRAÐ — Grænmetisframleiðendum var í fyrra gert að koma sölumálum sínum í löglegt horf, þar sem þeir höfðu samráð um verðlagningu. Það var sem kunnugt er gert með stofnun uppboðsmarkaðar sem nýlega hóf starfsemi sína. drögin segir Jóhannes um núgild- andi samkeppnislög; „Lögin gera ráð fyrir því að Verðlagsstofnun sé tilkynnt um svokölluð markaðsráð- andi fyrirtæki og áðurgreindar ákvarðanir, samninga og sam- þykktir um samkeppnishömlur skv. nánari ákvæðum í reglugerð. Eins og áður er nefnt eru ýmsir gallar á löggjöfínni að þessu leyti, því enn hefur ekki verið sett reglugerð þar sem mælt er fyrir um hvaða fyrir- tæki eiga að tilkynna sig til Verð- lagsstofnunar og hvaða ákvarðanir, samninga eða samþykktir beri að tilkynna. Af þessum ástæðum er þessi hluti laganna gersamlega óvirkur." Jóhannes taldi orsökina fyrir því að ekki hafí verið sett reglugerð vera þá að erfítt sé að setja upp reglur um tilkynningaskyldu þannig að ofangreint eftirlitskerfi verði virkt. Bæði hafí verið talið að stjóm- endum fyrirtækja sé lítt gefíð um að þurfa að dreifa upplýsingum um fyrirtæki sín til stjómvalda og að hreinlega sé erfítt að setja skýrar reglur um það hvenær eigi að til- kjmna um fyrirtæki, ákvarðanir, samþykktir og samninga. Verðsamráð mest til umfjöllunar Þessar athugasemdir Hreins og Jóhannesar em nokkur nýmæli í umræðu um núgildandi samkeppn- islög sem annars hafa ekki fengið mikla umfjöllun hér á landi utan þess þegar einstök kæmmál hafa komið upp. Vert er þó að bæta við umfjöllun Hreins að nokkur mál hafa komið til kasta Verðlagsstofn- unar er varða sölusynjun fyrirtækja gagnvart öðmm fyrirtælqum en í lögunum er kveðið á um að sölu- synjun teijist óréttmæt þegar hún hefur skaðleg áhrif á samkeppnis- hætti. Verðsamráð milli fyrirtækja hefur hins vegar mest verið til umflöllunar hjá verðlagsyfirvöldum eins og Hreinn Loftson bendir á. í upphafí þessarrar umfjöllunar er komið inn á verðsamráð eggja- bænda sem vakti mikla athygli á síðasta ári. Því máli lauk eins og getið er um með því að yfírvöld landbúnaðarmála ákváðu að inn- leiða framleiðslu- og verðstýringu í eggjaframleiðslu að ósk framleið- enda. í mörgum öðram greinum hafa framleiðendur haft samráð sín á milli með einum eða öðmm hætti og má í því sambandi benda á mál Sölufélags garðyrkjumanna frá síðastliðnu hausti. Málið átti sér nokkum aðdraganda frá því ljóst varð að starfsemi félagsins félli undir samkeppnislögin. Þegar framleiðendur sem áður vom utan Sölufélagins ákváðu að gerast aðil- ar að því sl. vor var svo komið að félagið annaðist sölu, og þar með verðlagningu, á um 80-90% af inn- lendu grænmeti. Niðurstaða málsins varð sú að verðlagsráð féllst á að veita Sölufé- laginu frest til að koma sölumálum sínum í löglegt horf. Það var sem kunnugt er gert með stofnun upp- boðsmarkaðar sem nýlega hóf starfsemi sína. Meðferð samkeppnismála Það er ljóst að tilhneiging til samtakamyndunar um verðlagn- ingu er mikil í landbúnaði því auk grænmetisframleiðenda og eggja- framleiðenda hafa kjúklingafram- leiðendur og svínaræktendur haft samráð um verð. Þegar hætta er á miklum verðsveiflum, svo sem al- gengt er í landbúnaði, getur við- leitni til að forðast slíkar sveiflur og stuðla að stöðugra verðlagi hvatt til samtakamyndunar. Einnig þegar hörð samkeppni hefur ríkt á mark- aði. Verðlagsyfirvöld hafa á undan- fömum ámm brotið upp verðsam- ráð í ýmsum þjónustugreinum og má þar nefna gleraugnasala, hjól- barðaverkstæði og snyrtistofur. Auk þess hefur stofnunin haft af- skipti af gjaldskrám sérmenntaðra stétta og látið breyta þeim í leið- beinandi horf. Þar má nefna gjald- skrá lögmanna sem áður var lág- marksgjaldskrá en er nú leiðbein- andi um gjaldtöku fyrir störf lög- manna. Við meðferð samkeppnis- mála hefur að jafnaði verið valin sú leið að gefa aðilum kost á að láta af hinu brotlega athæfí fremur en að vísa málinu til dómstóla. Ýmsar aðrar leiðir em þó færar t.d. að skrá og birta upplýsingar um samkeppnishömlur, verðgæsla, verðlagsákvæði eða bein opinber fyrirmæli um að samningar um samkeppnishömlur séu felldir úr gildi. Þótt nokkur árangur hafí náðst í að bijóta upp samráð milli fyrirtækja um verð eins og að fram- an greinir má telja líklegt að það sé stundað í ýmsum greinum hér á landi og víða haldið uppi óeðlilega háu verðlagi af þeim sökum. Samkeppnislöggjöf erlendis Löggjöf um hringamyndun og samkeppnishömlur hefur gilt í vest- rænum í ríkjum um áratuga skeið. Bandaríkjamenn riðu á vaðið með svonefnda Sherman löggjöf árið 1890 og fyrstu lögin um þetta efni vom sett árið 1937 í Danmörku. Jóhannes Sigurðsson, lögfræð- ingur, fjallaði á ráðstefnu Varðar um löggjöf annarra þjóða í þessu efni og rakti hann m.a. þau vanda- mál sem samkeppnislöggjöf er beint gegn. í fyrsta lagi væri reynt að hindra að aðilar reyndu með samn- ingum eða samráði að takmarka samkeppni. Dæmi um þetta væri t.d. samráð eggjabænda hérlendis um að hækka verð á eggjum. í öðm lagi væri reynt að hindra að svokölluð markaðsráðandi fyrirtæki tækju ákvarðanir sem hindmðu samkeppni. í þriðja lagi væri sam- keppnisiöggjöf ætlað að takmarka samkeppni einokunarfyrirtækja og í fjórða lagi væri reynt að hvetja til samkeppni á svokölluðum fá- keppnismarkaði. Þar væri hætta á að fyrirtæki héldu vömverði háu með nokkurs konar þegjandi sam- komulagi. Einnig kom fram hjá Jóhannesi hvaða reglum beitt er við í meðferð samkeppnismála. Þar væri um að ræða í fyrsta lagi svonefndar bann- reglur og væri þá gengið út frá þvi sem vísu að viðskiptahömlur af því tagi væm óheppilegar eða skaðleg- ar fyrir þjóðfélagið. Hann nefndi samkeppnislöggjöf Bandaríkjanna sem dæmi um þetta. í öðm lagi væm til svonefndar eftirlitsreglur sem byggjast á þeirri hugmjmd að samkeppnishömlur þurfí ekki alltaf að vera af hinu illa heldur geti ver- ið skynsamlegar eða heppilegar fyr- ir þjóðfélagið. í þessu kerfí er kom- ið á fót stofnun sem hefur eftirlit með því að samkeppni fái þrifíst innan vissra marka og fylgt þeirri meginreglu að samkeppnishömlur skuli aðeins bannaðar séu þær skað- legar fyrir þjóðfélagið. Við þessa tegund væri t.d. stuðst við á Norð- urlöndum. í þriðja lagi væm til svonefndar forsendureglur sem byggðu á því að tilteknar sam- keppnishömlur em bannaðar nema ef aðilar geta sýnt fram á að þær séu skynsamlegar, heppilegar eða jafnvel nauðsjmlegar fyrir þjóðfé- lagið. Reglur af þessu tagi þekkt- ust í Bretlandi. Jóhannes sagði þessa flokkun hvergi vera til í sinni hreinustu mynd heldur væri algengt að byggt væri bæði á bannreglum og eftirlitsreglum samhliða. Framtíð þessarra mála hér álandi Eins og áður er getið hefur ríkis- stjómin það á sinni stefnuskrá að lög um samkeppnishömlur og hringamjmdun verði tekin til endur- skoðunar á kjörtímabilinu. Birgir Þ. Arnason, sérfræðingur viðskipta- ráðuneytisins í efíiahagsmálum, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðskiptaráðherra hefði mikinn áhuga á að koma þessu máli af stað. Gagnasöfnun erlendis frá og könnun á forsögu málsins hér á landi væri þegar hafín. Þá væri ekki mjög langt í að skipaður yrði starfshópur eða nefnd til að fjalla um þetta mál. Fmmvarpsdrög um einokun og hringamjmdun, sem samin vom á vegum Verslunarráðssins, er ætlað að verða umræðugmndvöllur um þessi mál en þau vom kjmnt á ráð- stefnu Varðar eins og áður segir.í athugasemdum með drögunum seg- ir að tilgangurinn með þeim sé að bæta úr þeim göllum sem em á núverandi löggjöf um samkeppnis- hömlur hérlendis. Fmmvarpinu sé ætlað að gilda við hlið núgildandi laga um verðlag, samkeppnishöml- ur og óréttmæta viðskiptahætti. Ákvæðum þess sé ætlað að tryggja að eðlileg og æskileg samkeppni fái að blómstra milli fyrirtækja í því skyni að ná fram sem hagkvæm- astri nýtingu framleiðslutækja þjóð- félagins. Til þess að ná fram þessum markmiðum em settar fram þrjár meginreglur. I fyrsta lagi er sett fram regla sem kemur í veg fyrir að fyrirtækja- samstæður eða hringir er náð hafa tiltekinni stærð eða safnað að sér ákveðnu valdi eða aðstöðu fái að starfa í þeirri mynd. Framvarpið gerir ráð fyrir að slík fyrirtæki séu leyst upp í smærri einingar. Önnur reglan felur í sér að fyrir- tæki, sem hafa einokunaraðstöðu samkvæmt leyfum eða öðmm heim- ildum frá opinbemm aðilum, megi ekki stunda annan atvinnurekstur eða veita fjármagni í annan at- vinnurekstur nema í undantekning- artilvikum. Loks er lagt til að eftirliti verði komið á með sammna fyrirtækja. Þessarri reglu er ætlað að tryggja að sammni fyrirtækja leiði ekki til þess að þau nái einokunaraðstöðu á markaði eða að stærð fyrirtækja sem sameinast leiði til hættu .á misbeitingu samkeppnishamla. Þær hugmjmdir sem fram koma i þessum reglum verða að teljast allróttækar og næðu þær fram að ganga kæmi til álita að leysa upp í smærri einingar mörg af stærstu starfandi fyrirtækjum hérlendis t.d. Flugleiðir, Eimskip, íslenska aðal- verktaka o.fl. Þá mjmdi löggjöf af þessu tagi þýða vafalítið að leysa jrrði upp Samband íslenskra Sam- vinnufélaga. Þessar hugmyndir em hins vegar af sumum taldar ganga þvert á þær brejrtingar sem era að eiga sér stað í samkeppnismálum í heiminum. Nú sé almennt talið heppilegra að styðjast við matsregl- ur eða eftirlitsreglur fremur en bannreglur. Samkvæmt því væri heppilegra að styðjast við þá lög- gjöf sem nú er í gildi og gera hana skilvirkari í framkvæmd. Þó menn greini á um hvaða að- ferðum skuli beita til að tryggja eðlilega samkeppni í íslensku at- vinnulífi er ljóst að aukinn áhugi virðist vera fyrir því að setja nýja löggjöf um samkeppnishömlur og hrinamjmdun eða a.m.k. endur- skoða núgildandi löggjöf. Þörfín fyrir nýja löggjöf er talin hafa orð- ið brýnni undanfarin ár m.a. vegna þess að fyrirtæki em í auknum mæli sameinuð til að mynda stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þá muni aukin þátttaka útlendinga í íslensku efnahagslífi einnig kalla á nýjar reglur til að tryggja eðlilega samkeppni. G ÆÐIOG GLÆSILEIKI OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.