Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
Óskar Vistdal
Norskar
nútímabókmenntir
á hækjum?
Mikil gróska er í norskum bók
menntum um þessar mundir. Höf-
undar eins og Edvard Hoem og Tor
Áge Bringsværd, sem báðir gáfu
út veigamiklar skáldsögur á árinu
sem leið og voru tilnefndar af hálfu
Noregs til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 1988, eru
tvímælalaust í fremstu röð í nor-
rænum nútímabókmenntum. Sama
má segja um Dag Solstad, Kjartan
Flogstad og Jan Kjærstad, helstu
fulltrúa furðuraunsæisins í Noregi,
og ekki síst um smásagnameistar-
ann Kjell Askildsen.
Samt sem áður einkennist norski
bókamarkaðurinn að nokkru leyti
af kreppu. Þrátt fyrir ört vaxandi
veltu eiga norskir bókaútgefendur
erfítt uppdráttar. Nokkur forlög eru
rekin með halla m.a. vegna verulegs
taps á dýrum námsbókum og al-
fræðiorðabókum.
Árlega seljast u.þ.b. 34 milljónir
eintaka fyrir rösklega 2,5 milljarða
norskra króna. Hátt upp í 40 pró-
sent af veltunni eru námsbækur,
sem áður voru mikil tekjulind fyrir
bókaútgáfima, en veldur núorðið
hallarekstri af því að ríkisstyrkur
til slíkrar útgáfu hefur verið minnk-
aðurum helming. Rúmlega 15 millj-
ónir bóka seljast í bókabúðum,
meðan 13 bókaklúbbar með sam-
tals 600.000 félagsmenn og heildar-
veltu upp á 430 milljónir norskra
króna á ári hveiju selja allt að 6
milljónum bóka. Það er yfír 17 pró-
sent heildarveltunnar.
í Noregi starfa hér um bil 250
forlög en einungis fjórðungur þeirra
skiptir verulegu máli fyrir bókaút-
gáfíina í landinu. í flestum tilvikum
er um „eldhúsforlög" svokölluð að
ræða með eina eða örfáar út-
gáfubækur. Á að giska tíu stærstu
forlögin gefa út meira en helming
þess sem út er gefíð. Innfluttar
bækur eru allt að sjö af hundraði
veltunnar.
Cappelen-forlagið veltir 11 pró-
sent bókaútgáfunnar og er stærsti
bókaútgefandi landsins með Gyld-
endal fast á hælum sér. En núna
óttast margir að Cappelen muni
glata norskum einkennum sínum
eftir að sænska stórfyrirtækið
Bonnier keypti forlagið árið 1987.
Annars gætir Bonnier e.t.v. lagt
sitt af mörkum til að koma norskum
bókmenntum inn á markað annars
staðar á Norðurlöndum og reyndar
víðar.
Árið 1987 voru gefnar út u.þ.b.
220 fagurbókmenntalegar bækur
fyrir fullorðna, þar af um 80
ljóðabækur og um 125 skáldsögur
og smásagnakver. Bamabækumar
voru um 150 talsins. Þriðjungur
fagurbókmenntalegra bóka var eft-
ir konur.
Af hverri norskri bók í óbundnu
máli seljast að meðaltali 2500 ein-
tök. í samanburði við íslenska bóka-
sölu ætti talan að tífaldast, en við
getum huggað okkur við það að
norskar bækur seljast í nákvæm-
lega jafnmörgum eintökum og vest-
ur-þýskar, jafnvel þótt Vestur-
Þýskaland hafí 14 sinnum fleiri íbúa
en Noregur.
Heildarbókasalan var árið 1987
minni en í lok áttunda áratugarins,
sem var gullöld í bókaútgáfu. En í
lok hins níunda eru samt horfur á
nýrri grósku á fagurbókmennta-
markaði. Bækur eftir þekkta rithöf-
unda eins og Önnu Karin Elstad
og Herbjörgu Wassmo hafa náð
upplagsstærð á borð við met-
sölubækur um miðjan áttunda ára-
tuginn, eins og t.d. bækur eftir
Jens Bjameboe.
Hvað má almennt segja um gæði
norskra nútímabókmennta? Sam-
kvæmt Magnar Johnsgaard, sem
sjálfur er merkur skáldsagnahöf-
undur, er um „bókmenntir á hækj-
um“ að ræða. Að hans mati eru
flestar norskar skáldsögur eins
blóðlausar og pappírinn sem þær
eru skrifaðar á, og höfundar þeirra
líta út fyrir að hafa blek í æðum.
Þeir ættu að komast út úr kvik-
syndi póstmódemismans og kóngu-
lóarvef háskólamanna og skrifa
bækur sem kæmu mönnum til að
gleyma að kveikja á „Dallas" í sjón-
varpinu.
Johnsgaard og aðrir halda því
fram að í norskum nútímabók-
menntum gæti alltof mikið íhugun-
ar, sjálfhverfu, svartsýni og hvers
konar tilrauna, en þær séu ekki
endumýjandi og spennandi. En hér
er ekki nema hálfsögð sagan. Marg-
ar bækur eru að vísu lélegar, en
samt komu á árinu 1987 fram
fyrsta flokks bækur, þar á meðal
eftir unga höfunda.
Brennandi spuming í mörgum
bókum var þessi: Hvað er veruleiki
og hvemig má tjá hann í bókmennt-
um? Þetta þema má varla kalla
frumlegt, og vafasamt er hvort
spumingunni var betur svarað á
árinu 1987 en áður. En rétt skal
vera rétt: Margir af fremstu rithöf-
undum Noregs sendu þetta ár frá
sér merk ljóðasöfn og merkar skáld-
sögur og smásögur. Auk þess voru
nokkrir ungir og efnilegir mjög
áberandi, þar á meðal nokkrir sem
kvöddu sér hljóðs í fyrsta sinn. í
bókmenntalegu tilliti má kalla árið
1987 gott meðalár með þijár eða
fjórar bækur sem væntanlega munu
verða taldar merkilegt framlag til
norrænna bókmennta á níunda ára-
tugnum.
Áberandi þáttur í mörgum bók
um er leitin að samsömun og sam-
þættun í samfélaginu eða í
ferli einstaklingsins, hvort
sem um er að ræða hinar
mörgu sögulegu skáld-
sögur, tilraunir til að
skilja sína eigin æsku
eða samtfð og ekki
síst spuminguna um að tjá söguna
í bókmenntum, þ.e.a.s. það að segja
frá. Margar frásagnir um æsku og
uppvöxt minna á hina miklu sál-
fræðilega og félagslega sinnuðu rit-
höfunda frá árunum á milli 1930
og 1970 með Aksel Sandemose,
Sigurd Hoel, Johan Borgen og Taij-
ei Vesaas sem helstu fulltrúa.
Áhrifín frá þesari kynslóð eru
greinileg, einkum frá hinum síðast-
nefnda, sem er mestur þeirra allra,
nefnilega Taijei Vesaas — mesti
skáldjöfur þjóðarinnar á þessari öld
við hlið Knuts Hamsuns. Enginn
hefur komist lengra í að lýsa bams-
sálinni og hinum bamslega hug í
snilldarverkum eins og „Fuglunum"
og „Klakahöllinni", sem reyndar var
kvikmynduð fyrir skömmu. Upp á
síðkastið hafa ýmsir höfundar á
svipaðan hátt tekist á við það erfiða
verkefni að lýsa bamssálinni og
margir þeirra hafa komist allvel frá
þvi. Æska og uppvöxtur tengjast
oft fírringartilfinningu, vandamál-
inu að skilja raunveruleikann og
spumingunni hvað er tími og saga.
Besta dæmið um þetta er skáld-
sagan „Det nye vannet" (Nýja vatn-
ið) eftir Roy Jacobsen. Hún
fjallar um vangefínn pilt sem
jafnframt er mjög
skarpskyggn og svipar //
að mörgu leyti til að- '
alpersónunnar í
„Fuglunum“ eftir
Taijei Vesaas.
Einmitt
þetta
stef.
fíflið bersögla, ef svo má segja,
rekumst við einnig á í skáldsögunni
„Narren og hans mester" (Trúðnum
og húsbóndanum) eftir Odd Kvaal
Pedersen. Hún fjallar um hinn geð-
veika og um langt skeið vanmetna
listamann Lars Hertervig frá Staf-
angri, einn helsta málara Noregs á
öldinni -sem leið.
Líka má nefna bamslýsinguna
„Sunny Boy“ eftir Ingar Skrede,
sem fjallar um fjögurra ára dreng
og mjög einstaklingsbundnar túlk-
anir hans á umhverfinu, ekki síst
gegnum máltökuna, eða það að
læra málið. Ennfremur má nefna
„Kvinnen som forsvant" (Konan
sem hvarf) eftir Karin Sveen, frá-
sögn um einmanaleika og samneyti
í útjaðri Oslóborgar og einkum og
sér í lagi um samsömunarmátt
málsins.
Sérstaklega má hér geta smá-
sagnabálksins „Aske í munnen,
sand í skoa" (Osku í munninum,
sand í skónum), frumraunar Pers
Petterson, sem með frábærum
hætti tekst að sameina fjörlega frá-
sagnargáfu æskuþemanu.
Úr því að verið er að ræða um
nýja höfunda er freistandi að geta
einnig um fyrstu bók Sigrúnar Tale,
„Rad var min bamdoms dal“ (Rauð-
ur var æskudalurinn minn), átakan-
leg frásögn byggð á eigin reynslu
um misþyrmingu bama. Bókin hef-
ur komið í þremur útgáfum, sem
er frekar óvenjulegt um bækur
nýrra höfunda.
Brenglaður vemleikaskilningur
kemur í hæsta máta fram í skáld-
sögunni „Kontrapunktisk“ eftir Ole
Robert Sunde. Hún rjallar um enda-
lausan straum af hugsunum og
m^mdum á stöðugri rás fram og
aftur í tímanum í eilífri baráttu við
vofur æskunnar og átakamikið upp-
gjör við goðsagnir og viðmið eldri
kynslóðarinnar.
Veigamesta framlag til bók-
menntanna um upplifun og skilning
á sögunni er þroskasagan „Róman
1987“ eftir Dag Solstad, sem svo
sannarlega má nefna verðugt
norskt tilbrigði við stefíð „á vit
horfínnar tíðar" eða „á la recherche
du temps perdu“.
í mörgum bókum gegnir sam-
bandið við eitthvert þú, þ.e. ástin
eða eins oft ástleysið miklu hlut-
verki í leitinni að samsömun og
samþættun. Það getur snúist um
ástina á milli manns og konu og
ekki síður á milli foreldra og barna.
Hatrið, sem náskylt er ástinni, er
einnig algengt stef, sem t.d. í
„Moldvarpballaden" (Moldvörpu-
rímunni) eftir Magnar Johnsgaard,
ein skýrslan enn um stríðið um
raunveruleikann, mætti segja.
Ást og ástleysi eru líka þunga-
miðjan í svokölluðum herragarðs-
róman „Ave Eva“ eftir Edvard
Hoem. Sama er að segja um tvær
skáldsögur aðrar, „Det store even-
tyret“ (Ævintýrið mikla) eftir Jan
Kjærstad og „Róman 1987“ eftir
Dag Solstad. Vert er að leggja
áherslu á að ástin í þessum verkum
er þar ekki ástarinnar vegna, held-
ur sem þáttur í viðleitninni til að
læra að skilja og túlka veruleikann.
Ástin sem verkfæri, ekki sem
takmark í sjálfu sér, er einnig mikil-
vægur þáttur í skáldsögunni
„Mannen som ville fínne tidens
kilde" (Maðurinn sem ætlaði að
fínna uppsprettulind tímans) eftir
Jan Peter Rolie. Hún hefur verið
kölluð „skilningarferðalag til
bíðandi Sólveigar" (sbr. Pétur Gaut)
með því að sameina vísindi Vestur-
landa og vísdóm Austurlanda.
Jafnhliða fyrmefndri leit að sam-
sömun í sögu einstaklings eða þjóð-
félags gegnir rannsóknin á frásagn-
arhvötinni miklu hlutverki sem
þema í sjálfu sér, t.a.m. í „Ævintýr-
inu rnikla" Jans Kjærstad.
Stundum nota höfundamir að-
ferðir úr afþreyingarbókmenntum.
Ástæðan er greinilegur áhugi á því
hvað það er sem skapar atburðarás
og spennu, eða svo að notuð séu
aftur orð Magnars Johnsgaard:
Hvað fær fólk til að fleygja frá sér
vikublöðunum og gleyma að stilla
á „Dallas"? Þetta er áberandi ein-
kenni á herragarðsróman Edvards
Hoem og í bamabókinni „Natt-
ramnen" (Nátthrafninum) eftir
Emu Osland, sem kom fyrst fram
með bók árið 1987 og sem með
svipuðum hætti notfærir sér brögð
afþreyingarbókmenntanna með
góðum árangri. Umgerð þessara
beggja frásagna er draugalegt
prestsetur þar sem dularfullir at-
burðir gerast og þar sem rykfallnar
skræður afhjúpa leyndardómana.
Að margra mati var rúsínan í
bókmenntaendanum á árinu sem
leið smásagnakverið „En plutselig
frigjerende tanke" (Hugmynd sem
skyndilega frelsar) eftir Kjell
Askildsen, en fyrir þá bók hlaut
höfundurinn norsku ríkismálsverð-
launin 1987.
Kjell Askildsen er einn fremsti
smásagnarithöfundur á Norður-
löndunum um þessar mundir, og
sótti hann ísland heim í tilefni af
norsku bókmenntavikunni í Nor-
ræna húsinu í mars sl. í febrúarlok
sýndi Ríkissjónvarpið meira að
segja kvikmyndina „Carl Lange“,
sem byggist á samnefndri smásögu
Askildsens úr kveri sem færði hon-
um verðlaun gagnrýnendasamtak-
anna norsku árið 1983. Síðasta
bókin, „Hugmynd sem skyndilega
frelsar", samanstendur af úrvals-
sögum hans frá fjórum áratugum
(1953—87), og býður reyndar upp
á öndvegislist sinnar tegundar í
norskum eftirstríðsbókmenntum.
Noregur — bókmenntalegt
fyrirmyndarland? Teikning:
Ulf Aas.