Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
Ég var svo skotin í
leikurunum í útvarpinu
Við mæltum okkur mót í Samkomuhúsinu á
Akureyri á sólríkum laugardegi. Þegar þangað
kom var kaupfélagsfundur í húsinu og við
færðum okkur um set. Ef til vill hefði þó verið
réttara að vera þama í húsinu við þetta spjall.
Þó að hún sé aðkomumanneskja hér núna á
Samkomuhúsið stóran hluta í mótun hennar.
Hérna dvaldist hún meira og minna á
Menntaskólaárunum. Var sístarfandi með
Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri og lék
jafnvel hjá Leikfélagi Akureyrar þá. Og nú er hún
komin aftur, að þessu sinni til að leika Goldu,
lífsakkeri Tevje bónda síns í Fiðlaranum á
þakinu. Ljúft að koma hingað aftur, segir hún
og blikið í augum sýnir að hún er að rifja upp
gömul atvik úr þessu vinalega leikhúsi. Þetta er
Anna Sigríður Einarsdóttir. Hún er leikkona,
brautskráðist úr Leiklistarskóla íslands 1976 og
hefur leikið töluvert síðan, en hvergi verið
fastráðin. En hvaðan hefur hún þessa svonefndu
leikhúsbakteríu?
Anna Einarsdóttir leikkona.
Morgunblaðið/Sverrir Páll
Ég hef trúlega fengið hana úr
útvarpinu þegar ég var smákrakki.
Fjölskyldan safnaðist alltaf saman
við útvarpstækið og hlustaði á öll
leikrit sem voru flutt þar. Ég drakk
þetta í mig og þekkti röddina í hveij-
um einasta leikara - var meira að
segja dálítið skotin í þeim sumum,
svona í gegnum útvarpið. Og ég
ákvað mjög snemma að verða leik-
kona, sjálfsagt eins og milljónir
smástelpna um allan heim, og sú
ákvörðun breyttist ekkert. Ja, það
kom að vísu smáhlé þegar ég fékk
flugfreyjudót í jólagjöf, en það
gleymdist fljótt. Og eftir að ég fór
svo að ganga í skóla tróð ég mér
svo eins og ég gat í leikrit eða í að
lesa upp ijóð og gera alla skapaða
hluti af því taginu.
fæddist á Bíldudal í Amarfirði
og átti heima þar þangað til ég varð
sextán ára og þess vegna upplifði
ég það að fara í gamla góða lands-
prófið á Núpi. Um það leyti fluttu
foreldrar mínir til Eyrarbakka og
ég með þeim. Ég hefði samkvæmt
landafræðinni átt að fara í Mennta-
skólann að Laugarvatni, en systkini
mín höfðu verið í Menntaskólanum
á Akureyri og ég ákvað að fara að
fordæmi þeirra. Ég sé ekki eftir
því. Hér var gott að vera. Og gaman.
Ég sá margar leiksýningar á
Bfldudal, bæði hjá leikfélaginu á
staðnum og líka þegar leikhópar
komu í leikferðir. Mér er til dæmis
alltaf minnisstæður leikhópurinn frá
Flá^yri sem kom og sýndi Bieder-
mann og brennuvargana. Og svo
komu líka leikflokkar að sunnan,
méðal annars margir þessir leikarar
söm ég varð svo skotin í í útvarp-
inu. En ég fékk ekki að sjá allt sem
kom því ég var svo ung. Ég man
til dæmis hvað ég varð sár að fá
ekki að sjá Hver er hræddur við
Virginíu Wolf. Ég var of ung til
þess og þurfti í staðinn að passa hjá
prestinum. En ég lét mig ekki vanta
þegar sýnt var eitthvað sem ég
mátti sjá. Þar man ég eftir Hart í
bak, Deleríum Búbonis, Ærsla-
draugnum, Ævintýri á göngufor og
Tveim í skógi. Þetta var stórkostlegt
og ég varð alltaf ákveðnari í að verða
leikkona.
Leikið á menntaskólaárun-
um
Á menntaskólaárunum héma á
Akureyri var ég með annan fótinn
í Samkomuhúsinu. Ég held ég hafi
séð öll leikrit sem Leikfélag Akur-
eyrar sýndi þá og ég tróð mér nátt-
úrulega strax í Leikfélag M.A. og
var með í því starfi öll árin. í þriðja
bekk, eins og fyrsti bekkurinn hét
þá, lék ég í Halló Dollý eftir Thom-
ton Wilder, en það var fyrsta sýning
sem Amar Jónsson setti á svið. Þá
gerði engin önnur en Una Collins
fyrir okkur leikmynd og búninga.
Hún var þá^þegar orðin kunn fyrir
list sína í Englandi og það var alveg
stórfenglegt að sjá hvemig hún gat
búið til hvað sem er úr næstum því
engu. Síðan hefur hún unnið meira
og minna hér á landi og er meira
að segja fullgildur félagi í stéttarfé-
lagi leikara hér. Amar og Una voru
að vísu á Akureyri aðallega vegna
þess að þá var verið að setja upp
Gísl hjá L.A. Ég held meira að segja
að ég hafi séð hveija einustu sýn-
ingu á því verki héma. Ég næstum
því bjó í Ieikhúsinu um tíma.
Mér fannst eftir á að þetta væri
alltof tímafrekt. Ákvað að slíta mig
út úr leikstarfínu og læra almenni-
lega í skólanum. Það þýddi náttúru-
lega ekki neitt. Ég sveik sjálfa mig
svo til strax og var hvíslari og fleira
í Rómanoff og Júlíu eftir Peter
Ustinov, sem Þórunn Magnea
Magnúsdóttir setti á svið með
L.M.A. þegar ég var í fjórða bekk.
Þá var ég líka komin á kaf í kór-
sönginn í 22 M.A.-félögum og þar
kynntist ég Sigurði Demetz fyrst.
Árið eftir tókum við hluta úr gam-
alli revíu, Upplyftingu, og bættum
við ýmsum söngvum, meðal annars
úr Hárinu, og gerðum úr þessu sam-
fellda sýningu með aðaláherslu á
söngvana. Þórhildur Þorleifsdóttir
og Amar Jónsson settu þetta upp í
sameiningu. Þetta var fullkomlega
í stíl við breytingarnar sem urðu á
þessum árum 68-kynslóðarinnar.
Friðarsöngvar og boðskapurinn
gegn stríði.
Garðurinn hæstur...
Svo kom sjötti bekkur og þá var
einfaldlega ráðist á klassíkina. Hver
ætli hafi ráðið því með öllum sínum
vargagangi nema ég? Og þetta var
hvorki meira né minna en Rómeó
og Júlía eftir Shakespeare. Úff!
Maður hugsaði svo stórt þá. Miklu
stærra en núna. Upphaflega ætlaði
ég að láta setja upp Kristnihald
undan jökli og var búin að fá leyfi
Halldórs Laxness til þess. Einhvem
veginn runnum við á rassinn með
það og renndum yfir í Shakespeare,
þó að það virðist ekki hafa verið til
að einfalda málið. En þetta var
skemmtilegt ævintýri. Þau Amar
og Þórhildur settu þetta á svið, leik-
endur voru fjölmargir og þeir voru
notaðir svo mikið í stað leiktjalda.
Þama lék ég fóstruna, einstaklega
skemmtilegt hlutverk. Já, þetta var
lærdómsríkur tími.
Eitt af því skemmtilegasta og
eftirminnilegasta við starfíð í Leik-
félagi Menntaskólans voru þó leik-
ferðimar til Siglufjarðar, en það var
svo gott sem regla að fara þangað
í leikferð á hvetju ári. Þama var
tekið á móti okkur með kostum og
kynjum og Siglfírðingar áttu í okkur
hvert bein. Það var að vísu afskap-
lega lítil aðstaða til að leika í bíó-
inu, en það gerði ekkert til. Siglu-
fjarðarferðin var alltaf kórónan á
vetrarstarfinu.
„Áhrif 68-kynslóðarinnar“
Menntaskólaárin voru lær-
dómsrík, en þetta voru líka sér-
kennileg ár og öðru vísi en mennta-
skólaár flestra annarra. Það losnaði
um ýmsar hömlur og viðhorf til
skólans breyttist á þessum árum
sem kennd eru við 68. Það er trú-
lega þess vegna sem hefur verið
fremur lítil samstaða og samband
með bekkjarfélögum mínum. Ég fór
til dæmis ekki norður á 10 ára stúd-
entsafmælinu og satt að segja hef
ég ekki haft mig í að koma inn í
skólann aftur þó að ég hafi verið á
Akureyri. Ég geri það þó vonandi
einhvem daginn. Mér finnst líka að
eftir því sem árin líða verði tilfinn-
ingin fyrir bekkjarsamkenndinni
meiri.
Sjómennska og leiklist-
arnám
Þegar stúdentsprófið var í höfn
ætlaði ég náttúrulega beint í leiklist-
amám. Þá stóð hins vegar svo á
að Leiklistarskóli Þjóðleikhússins
var hættur og SÁL ekki komið af
stað. Þá skellti ég mér bara á sjó-
inn. Ég fór sem þema á fraktskip
og sigldi aðallega til Rússlands og
Póllands. Þetta var eiginlega mín
leið til að sjá mig eitthvað um í
heiminum, en það var miklu sjald-
gæfara að skólakrakkar hefðu að-
stöðu til þess þá en nú. Krakkar
hafa meiri fjárráð núna. Ég var á
sjónum í þijá mánuði og hafði gott
af því, það var þroskandi. En ég fór
svo í land um áramót og fór að vinna
á skrifstofu á Eyrarbakka og var
þar fram á haust.
Haustið 1972 hófst SÁL-skólinn
og ég fór vissulega þangað. Fyrsta
árið var þetta kvöld- og helgaskóli
og ég sótti tíma í Háskólanum með,
sat í ensku, málvísindum og bók-
menntum, þar sem verið var að
kryfja erlend leikrit, meðal annars
Shakespeare. Við þróuðum Sál-
skólann sjálf og höfðum til hliðsjón-
ar fínnska skóla sem þóttu einna
bestir þá. Annað árið var kennt
meira á daginn og þriðja árið var
þetta fullt nám með aukagreinum
eins og einkatímum í tónlist og þá
voru settar upp heilar sýningar.
Síðan var Leiklistarskóli íslands
settur á stofn og við gengum beint
inn í hann. Þess vegna vorum við
brautskráð eftir fyrsta ár Leiklistar-
skólans með fjögurra ára leiknám
að baki.
Leikari með bréf...
Og þama stóðum við, leikarar
með bréf upp á það.
Pétur Einarsson var skólastjóri og
ég man enn að hann sagði við skóla-
slitin: „Þið hafíð nú starfsheitið Ieik-
arar og getið sett það í símaskrána,
en það tryggir engan veginn að þið
fáið atvinnu við það.“
Þetta var sérkennileg tilfinning,
ekki síst vegna þess að á þessum
árum hafði svo margt breyst og ef
til vill mest maður sjálfur. Ég, sem
áður hafði getað endalaust troðið
mér í alls kyns leikstarfsemi, gat
Nýlistasafn
Ljósmyndasýning
Robin Van Harreveld.
Nú stendur yfir sýning í
Nýlistasafninu við
Vatnsstíg, á ljósmyndum
Hollendingsins Robin Van
Harreveld.
Van Harreveld segir sjálfur um
sýningu sína: „Ég vinn ljósmyndir
í myndröðum þar sem ölíu er þjapp-
að saman á sem ótvíræðastan hátt.
I sérhverri ljósmynd gef ég gaum
að einu ákveðnu frumatriði. Ljós-
myndimar eru ekki tilviljanakennd-
ar í einfaldleika sínum. Ákveðið
kerfi tengir þær saman. Einungis
er hægt að fá fram merkingu þeirra
úr því samhengi sem þær mynda.
Tálmynd tíma og rýmis hef ég látið
hverfa úr ljósmyndunum vegna þess
að í verkum mínum er um hið sanna
eðli ljósmyndarinnar að ræða. Tími
og rými birtast mér frekar á ný í
uppröðun myndanna."
Sýning Van Harrevelds er opin
alladagatil 29. mai næstkomandi.