Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 ÚR BAKARAOFNINUM Á LEIKSVTÐIÐ FIÐLARINN á þakinu er á tjöl unum í Samkomuhúsinu á Akureyri þessar vikurnar | og þar er margt um manninn með honum. Mest ber á Tevje mjólkurpósti. Þessi Tevje er stór maður, dökkhærður og fúlskeggjaður. Maðurinn á bak við hann er Theodór Júlíusson. Hann hefur í vetur jafnframt leikið aðalhlutverkið í Lokaæfíngu og leikstýrt Horft af brúnni. En hvaðan kemur hann, hvað er hann að gera hér, af hverju sást hann ekki hér í fyrra? Við skulum kynnast Theodór Júlíussyni, ferli hans og stöðu, og gefum honum orðið þar sem hann situr við norðurglugga í litla salnum á efstu hæð í Samkomuhúsinu. Morgunblaðið/Sverrir Páíl Theodór Júlíusson leikari. Satt að segja byrj- aði ég að lifa með leiklist strax í bemsku heima á Siglufirði. Pabbi, Júlíus Júlíusson, var árum saman einn af aðalleik- urunum þar og hann tók mig með á æfíngar í Sjómannaheimijinu al- veg frá því ég var pínulítill. Ég man að ég fýlgdist vel með öllu og satt að segja skiidi ég ótrúlega vel um hvað leiklist snerist strax þegar ég var sjö ára eða svo. Já, pabbi lék mikið og hann var einn af fáum áhugaleikurum í dreifbýlinu sem átti þess kost að hafa leiklist að atvinnu um tíma. Hann var tvívegis gestaleikari héma á Akureyri og þegar hann lék hér Bör Börson fékk hann launalaust frí á pósthúsinu heima en Leikfélag Akureyrar greiddi honum sömu laun og hann hafði þar. Þetta hefur sjálfsagt ver- ið sjaldgæft á þeim tíma. Bakaradrengurinn Sjálfur byijaði ég að koma fram á skólaskemmtunum heima, var þar í alls konar félagslífí og líka í hljóm- sveit. Það æxlaðist síðan svo eftir gagnfræðaskólann að ég fór að vinna í bakaríinu heima, hjá Stein- dóri frænda mínum Hannessyni. Það leiddi til þess að ég fór að læra bakaraiðn og á meðan ég var í því var ég í hljómsveitastandi, en leikurinn blundaði alltaf í mér þó að nokkuð langt liði þar til hann varð að alvöru í lífi mínu. Þegar bakaranáminu lauk fór ég til Noregs. Þá var ég tvttugur mað- ur og giftur. Konan mín, kletturinn í lífi mínu, er líka frá Siglufirði, Guðrún Stefánsdóttir. Þegar hér var komið sögu áttum við átta mánaða gamalt bam og við tókum okkur til og fórum til Óslóar, þar. sem ég vann í konditoríi eða köku- gerð í tvö ár. Við komum síðan heim, ákveðin í að setjast að í Reykjavík. Þá vildi svo til að það var hringt í mig frá ísafirði og ég var beðinn að koma vestur og taka að mér að reka þar bakarí. Þangað fórum við og þar var mér fljótlega boðið að taka þátt í starfí Litla leik- klúbbsins. Það var þama fyrir vest- an sem ég fór að leika af einhveiju viti. Ég starfaði með klúþbnum þessi tvö ár sem við vorum á ísafirði og lék þar í þónokkrum sýningum. Meðal klúbbfélaga þama var Bjöml Karlsson, en hann kenndi á staðn- um. Okkur datt í hug í sameiningu að bregða okkur suður og fara í SÁL-skólann og læra leiklist. Guð- rún kona mín hvatti mig ákaft til þess, eins og yfírleitt þegar mér hefur staðið eitthvað til boða, en það fór þó svo að Bjöm fór suður í skólann en ég rann á rassinn með þetta. Hafði ekki kjarkinn. Við vor- um komin með tvö böm og ég sá ekki hvemig hægt væri að setjast á skólabekk þegar svo var komið. Aftur á heimaslóðir Frá ísafírði lá leiðin aftur heim til Siglufjarðar. Ég tók við bakarí- inu þar, en hélt líka áfram í leiklist- inni, stóð meðal annars fyrir þvi að endurreisa Leikfélag Siglufjarð- ar, sem hafði verið í dvala í nokkur ár, og við höfðum uppi töluverða starfsemi. Eftir að hafa bakað á Siglufírði í tvö eða þijú ár varð ég leiður á þessu starfí, sótti um og fékk starf æskulýðs- og íþróttafull- trúa bæjarins. En eftir tveggja ára starf sem bæjarstarfsmaður sá ég eftir að hafa hætt að baka. Það var þó eitthvað upp úr því að hafa og mögulegt að sjá fyrir sér og fjöl- skyldu sinni með því. Um það leyti bauðst mér að fara til Dalvíkur, vinna þar við bakstur og verða jafnvel meðeigandi í bak- , aríi þar. Ég varð það nú raunar aldrei því við fundum það fljótt hjónin að við vorum ekki enn búin að fínna rétta staðinn fyrir okkur. En þegar við komum til Dalvíkur fómm við að fínna verulega fyrir leikhúsinu hér á Akureyri. Við gerð- um að vísu töluvert af því árin sem við bjuggum á Siglufirði að skreppa hingað í leikhús, en á Dalvík var þetta vissulega miklu nær. Ég bak- aði á Dalvík í tvö ár — það er út af fyrir sig merkilegt svona eftir á að hyggja hvað við bjuggum víða í tvö ár - og þar lék ég líka tölu- vert mikið og leikarabakterían í mér óx og óx. Inn í atvinnuleikhúsið | Svo rarin upp sá dagur að ég sá að auglýst var eftir leikumm hjá Leikfélagi Akureyrar. Ég beit á jaxlinn og ákvað að sækja um. Ég fékk stöðuna og ég verð að segja eins og er að ég varð óskaplega undrandi. Það fylgdi þessu svo furðuleg tilfínning. Ég varð ham- ingjusamur eins og bam en um leið voðalega hræddur. Og fyrsti dagur- inn minn í nýja starfínu, afmælis- dagurinn minn 21. ágúst 1978, var einhver erfíðasti dagur í lífi mínu. Þá kom ég á samlestraræfingu í þessu atvinnuleikhúsi. Hér vom Danska IjóðskáldiÖ Henrik Nordbrandt Fulltrúi Danmerkur í kapphlaupinu um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs tapaði á endasprettinum fyrir kappanum Thor Vilhjálmssyni Danska skáldsins Hen- rik Norbrandts var vænst til Reykjavíkur í mars síðastliðnum til þess að gera við danska bókmenntakynningu á veg- um Norræna hússins. Nærvera hans hefði orðið viðburður, því því það er ekki einasta erfítt að fá Nordbrandt til þess að sýna sig opinberlega held- ur bætist þar ofan á að nær ómögu- legt er að tæla hann burt frá Miðjarð- arhafslöndum þar sem hann h'eldur sig, fanginn af sérstæðri birtunni. Hann kom heldur ekki, þrátt fyrir jákvæð símtöl frá knæpum í Malaga og Tanger, þar sem honum þótti veran hræðileg. En á siðustu stundu varð þrálátt vetrarþunglyndið ferða- lönguninni yfírsterkara! Fyrir tveimur ámm var framlag Danmerkur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Guldkuglen eftir Hanne Marie Svendsen. Þetta er án efa besta skáldsaga sem komið hefur fram á þessum áratugi í Danmörku og var einstaklega gott og verðugt framlag. Það sama er að segja um ljóðasafn Henrik Norbrandts Under Mausalæet. Ég efaðist heldur ekki eitt andartak um að í þetta skiptið myndi Danmörk hreppa hnossið, því jafn andrík ljóð hef ég ekki augum litið síðan ég las ljóð Sophus Claus- ens. Ljóðin hafa í senn sértæka og almenna skírskotun og em þar að auki frumleg. Þetta er þmngin ljóða- bók sem veitir okkur aðgang að duldri, niðandi uppsprettu innra með okkur og farvegur hennar færir okk- ur þangað sem hið óútskýranlega býr og merkir allt. Og þrátt fyrir allt andríkið seldist hann og var lesinn, einsog Goethe forðum, og bókin varð reyndar söluhæsta bók ársins og er það vægast sagt sjaldgæft þegar ljóðabók á ( hlut. En, einsog alkunna er, fékk hann ekki bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Á endasprett- inum í Þórshöfn þurfti hann að lúta í lægra hald fyrir íslandi. Þegar mér bámst þessi tíðindi, inn á fallegt bókaafn Norræna hússins, varð ég alls ekki leið. Ég hugsaði með mér: „Já auðvitað, hann hlýtur þá að fá Nóbelsverðlaunin." Henrik Nordbrandt sem fæddur er 1945 hefur á tuttugu ára tímabili látið frá sér fara nærri 20 ljóðabæk- ur. Eftir útkomu fyrstu ljóðabókar- innar Digte 1966, hlaut hann þriggja ára starfslaun úr listasjóði að upp- hæð 60.000 dkr. Þetta var stór upp- hæð á þessum tíma og vom menn ekki á eitt sáttir. „Fyrir svona litla ljóðabók!!!" sögðu sumir og höfðu magn í huga frekar en gæði. Og svona hefur þetta gengið. Nord- brandt hefur fengið öll þau bók- menntaverðlaun sem veitt em í Dan- mörku. Hann hefur m.a. fengið Stór-verðlaun dönsku ddönsku Aka- demíunnar, fyrstu skálda af sinni kynslóð. Það vill þannig til að þegar ljóð- skáld skara fram úr, þá bíða bæði gagnrýnendur og lesendur spenntir eftir því að ljóðskáldið snúi sér að skáldsögunni, og verði þar með al- vöm höfundur. Fyrstu, og hingað til einu, skáldsögu Henrik Nordbrandts var beðið með sérstakri eftirvænt- ingu. Bókin er njósnasaga og heitir Finckelsteins blodige bazar. Hún kom út árið 1983. Bókin uppfyllti alls ekki væntingar gagnrýnenda um spennubókmenntir, ef til vill vegna þess að morðgátumar í bókinni skipta í raun litlu máli og eiga reynd- ar ekkert að upplýsast. Aðalpersónan er morðinginn sjálfur, og verður ekki hjá því komist að sjá í honum Nord- brandt sjálfan. Hann er málfræðing- ur (án háskólaprófs) einsog Nord- brandt, er sérfræðingur í tyrknesku, arabísku og kínversku og er þar að auki upptekinn af tyrkneskum þjóð- kvæðum og lífsspeki sem þó liggur víðs Qarri allri pólitískri afstöðu. Hér að neðan er synishom úr skáldsög- unni þar sem Finckelstein ræðir pólitík við mann nokkum, and-fasista og and-kapítalista, en sjálfur er hann njósnari og gagnnjósnari sumpart af fúsum og fijálsum vilja, sumpart nauðugur: „Ég held að við séum sammála, sagði Hiiseyn alvarlegur í bragði. Fred [Finckelstein] hafði þrátt fyrir allt ekki valdið honum vonbrigðum. Finckelstein! hugsaði sá. Þú ert festulaus, algjörlega festulaus. Þetta var tilvitnun í gamlan kennara. Fyrr- verandi skátaforingja. Sá maður hafði haft festu. — Það hefði verið hægt að nota hann sem símastaur, sagði hann upphátt." Góðvinur Finckelsteins margmillj- ónerinn og pólitíkusinn Muzaffer, sem erfítt er að henda reiður á pólitískt og líkamlega, er nokkurs konar hliðstæða hans. Þeir vita báð- ir að það er eitt sem þeir eiga sameig- inlegt en það er áhuginn á danska heimspekingnum Kierkegárd og bók- in er krydduð heimspeki hans. Skáld- sagan er ekki spennusaga í þeim skilningi að lesandi verði að komast því hver drap hvem, hver ætlar að drepa hvem, og svo framvegis; þetta er kitlandi en skiptir minnstu máli. Spennan snýst í raun um myrka og mótsagnakennda afkima mannssál- arinnar. Þar er hið stóra sakamál að vinna og við nánari athugun er það einmitt það sem gerir kristin- dóminn áhugaverðan og aðlaðandi. Það er almennur skilningur að boð- orðið: „Þú skalt ekki drepa" merki að ekki megi undir nokkrum kring- umstæðum deyða aðra mennslqu. En frá þessu boðorði eru í biblíunni tilteknar fjölmargar undantekningar og niðurstaðan er sú að allir þeir sem ekki skipta neinu máli [ leit manns- ins að fullkomleika séu réttdræpir. Finckelstein er ekki áhugaverður vegna þess að hann er morðingi. heldur vegna þess að jamm er full- komlega mannlegur og fullur mót- sagna. Gagnrýnendum fannst sagan tyrfín — konum fannst hún full karl- rembu. Hann á það nefnilega til að líkja konum við kýr, sérstaklega Önnu, ástkonu Finckelsteins (en „Anna“ er eins afturábak og áfram!)- Nákvæmlega það sama gerir Suz- anna Brögger í nýjustu bók sinni „Edvard og Elvira — en ballade" án þess að nokkur sjái ástæðu til þess að ásaka hana um karlrembu. í líkingum hennar þykjast menn sjá sársaukann vegna hlutskiptis kon-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.