Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
B 11
Donald Judd. „ Untitled 1987“ — galvaniserad járn og
plexiglas.
RichardLong. „Black and fVhiteRiverAvon MudLineManchester 1987'
Þama hefur Judd verið að kaupa
land og húsasamstæður, til að koma
fyrir viðamiklu safni myndlistar.
Meðal myndlistarmanna sem þar
eiga verk er Richard Long.
Richard Long er einhver mesti
göngugarpur á myndlistarsviðinu,
fæddur í Bristol árið 1945. Þegar
allt var á kafl í bítlum og rólling-
stónum, lagði Long land undir fót
í öfuga átt við sinn brezka tíðar-
anda og hóf m.a. að velta um stein-
um í ríki náttúrunnar víða um heim.
Þau lönd sem hann hefur lagt und-
ir fót leika á tölu sem greinarhöf.
veit ekki hver er. Það eru verk í
öllum heimsálfum. Það er lína í
Himalaya. Það er hringur á ís-
landi. Steinar í Marokkó. Steinar í
Ástralíu. Rekaviður í Alaska...
Grundvallarverkið á ferlinum var
þegar hann gekk línu í landslag,
árið 1967; fram og til baka gekk
hann í kafgrasi svo klukkustundum
skipti, unz kom fram greinileg lína.
— Það að draga línu skiptir ekki
svo litlu máli í myndlistinni; frum-
drögin eru þó frá vetrinum 1964,
farið eftir hnoðun snjóbolta, sem
ljósmynd er til vitnis um, en sjálf
línan er vitaskuld löngu bráðnuð. —
Hefur listamaðurinn látið eftir sér
hafa, að það sé honum ekki svo
ýkja §arri skapi að mörg verka
hans standist ekki tímans tönn.
Verkin í náttúrunni, á hinum af-
skekktustu stöðum, hefur hann ljós-
myndað; ljósmyndaheimildin er
miðill hugmjmdarinnar og reynsl-
unnar úr ferðinni út í landslagið.
Ferðalagið er vinna listamannsins.
Og ekki hvað sízt er bókin, eða
katalógurinn afgerandi hjálpartæki
í þessarar tegundar tilfelli. — En
annars er listamaðurinn fámáll um
verk sín, hann ætlar þeim að tala
sínu eigin máli. Hann er dulur —
persónulegar upplýsingar eru alger-
lega í lágmarki og til undantekn-
inga heyrir að mynd birtist af hon-
um. Richard Long er hálfgerður
huldumaður í listaheiminum; hann
gæti allt eins verið búsettur í kletta-
borg.
Land art heitir sú tegund mynd-
listar, þar sem listamaðurinn notar
sjálfa náttúruna sem efnivið og —
starfar sjálfur úti í náttúrunni. Það
gefur augaleið, að erfítt er að koma
þessari tegund af list fyrir í söfnum
án þess að hún tapi nafni. Kemur
þó ekki í veg fyrir, að verk eftir
Long er að fínna í velflestum nú-
tímalistasöfnum Vestur-Evrópu.
Þau eru þá ekki einungis Ijós-
myndaheimildir, heldur og gólfverk,
oftast grjót. Þessu gijóti (eða ef
um rekavið er að ræða, eða furuná-
lar...) er snyrtilega raðað saman
þannig að mynduð er lína, hringur,
sammiðja hringir eða kross. Þessum
verkum fylgir lítill hávaði. Þótt eig-
inlegt „handbragð" blasi ekki beint
við, er samt ljóst að þama er kom-
inn Richard Long — þetta er hans
stíll, eða tungumál í listinni.
FVrir 14 árum var Long staddur
á íslandi og vann þá nokkur verk
í landslaginu; eru til marks um það
ljósmyndir, sem víða hafa verið
sýndar og birzt hafa t katalógum,
bókum og tímaritum. Hefur hann
opnað augu frægra listfræðinga
fyrir þeirri einföldu staðreynd, að
ísland er hvorki Spánn né Astralía.
— Að þessu sinni kemur Long til
landsins í tilefni sýningarinnar í
Nýlistasafninu. Jafnframt mun
hann ætla að nota tækifærið til að
vinna verk úti í hinni íslenzku nátt-
úru. — í náttúrunni er uppspretta
listaverka hans. — í fágætri yfírlýs-
ingu endar listamaðurinn á þessum
orðum, í lauslegri snörun: „Verk
mitt er orðið að einfaldri myndgerv-
ingu Kfsins. Mannvera gengur eftir
vegi, í áttina að marki sínu. Það
ræðst af minni mannlegu getu og
skilningarvitum; hve langt ég geng,
hvaða steina ég tek upp, hver mín
tiltekna reynsla er. Náttúran hefur
meiri áhrif á mig en ég á hana.
Ég læt mér nægja almennan orða-
forða og einfaldar aðferðir; göngu,
staðsetningu, steina, sprek, vatn,
hringi, llnur, daga, nætur, vegi.“
Þriðji maðurinn I Nýlistasafninu
á komandi Listahátlð í Reykjavík
'er Kristján Guðmundsson, fæddur
1941 á Snæfellsnesi. Hann hefur
vafalaust um margt að spjalla við
>Judd og Long. Sú hugmynd að
'stilla upp íslenzkum listamanni á
móti þeim erlendu er a.m.k. góð á
teikniborðinu, og í þessu sérstaka
tilfelli kemur K.G. helzt til greina
af heimamönnum.
Kristján kom við sögu í Gallerí
Súm, sem var og hét á sínum tfma.
Þar sýndi hann eitt sinn verk, sem
undirrit. hefur í huga við ritun þess-
ara lína: „Þríhymingur í femingi".
Verk frá 1971—72, 4x4 metrar,
moldarfemingur á gólfí — innan í
femingnum var sagður vera
þríhymingur samsettur úr vígðri
mold — var þetta sýningin í salnum.
Má kannski segja, að þama hafí
K.G. slegið rásum saman við mínim-
alisma og jarðefnanotkun Judds og
Longs ... Kemur þama og margt
'fleira til greina, sem ætti að vera
|landanum þörf hugvekja, svo sem
Jeins og hver er staða íslenzkrar í
!dag!
I