Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Leiklistarskólinn verður leiklistarháskóli Rætt við Helgu Hjörvar skólastjóra Leiklistarskóla íslands um frumvarp til laga um Leiklistarháskóla Drög að frumvarpi til laga um Leiklistarháskóla íslands liggja nú fyrir og voru kynntaf undirbúningsnefnd og fulltrúa menntamálaráðuneytis á dögunum. í undirbúningsnefnd að þessu frumvarpi áttu sæti þau Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistarskóla Islands, Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri og Sveinn Einarsson leikstjóri og leikhúsfræðingur. Helga Hjörvar varð fúslega við þeirri ósk að skýra hugmyndir er liggja að baki þessum frumvarpsdrögum og hveiju frumvarpið komi til með að breyta fyrir kennara og nemendur í leiklist hérlendis. Lög um leiklistarskóla íslands eru frá árinu 1975. Með þeim var verið að leysa ákveðinn vanda sem skapast hafði í skip- an leiklistarnáms á undan- gengfnum misserum. Hvernig eru nýju frumvarpsdrögin frábrugðin núgildandi lögum? „Lögin um Leiklistarskóla íslands voru sett við sérstakar aðstæður. Fram til þess tíma höfðu verið starfandi kvöldskólar reknir af Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu en forráðamenn þeirra skóla ákváðu að leggja þá skóla niður, til að leggja áherslu á að auknar kröfur til menntunar leikara yllu því að nauðsynlegt væri að stofna ríkisleiklistar- skóla. Það varð nú ekki fyrr en stofnaðir höfðu verið tveir heilsdagsskólar kostaðir af verulegu leyti _af opinberu fé að lögin um Leiklistarskóla íslands voru samþykkt. A þeim tíma var verið að breyta ríkisleiklistarskólum Norðurlanda í leiklistarháskóla. í reynd hefur sú kennsla sem fram hefur farið aldrei getað flokkast undir framhaldsskólastigið enda skólinn virkur aðili í samstarfi leiklistar- háskóla Norðurlanda frá upphafí og verið virtur sem slíkur. Leiklistarskólinn hefur ver- ið flokkaður sem framhaldsskóli, þannig þurfa kennarar nú próf í uppeldis- og kennslufræð- um til að geta kennt hér, svo dæmi sé tekið. Umfangsmesta kennslugreinin í skólanum er leiktúlkun og allar aðrar námsgreinar mætast í þeirri grein. Enginn þeirra leikhúslistamanna sem skólinn hefur fengið til starfa hefur þessi tilskildu réttindi. Vissulega hafa lögin um lögvemdun á starfsheiti kennara haft geysi- lega þýðingu fyrir grunnskóla og framhalds- skóla. Ég er ekki að kasta rýrð á þau lög; það að þau bitna á okkar skóla er einungis vegna þess að staða hans í skólakerfínu er ekki rétt. Enginn af ríkisleiklistarskólunum í nágrannalöndunum er á framhaldsskólastigi og því ekki krafíst kennsluréttinda við þá. Aldurstakmark inn í Leiklistarskóla íslands er 19 ár. Hin síðari ár hafa 80-90% nemenda lokið stúdentsprófí. Þegar þessir nemendur, sem staðist hafa strangt inntökupróf hafa lokið 4ra ára námi með mikilli skólasókn og mikilli heimavinnu, standa þeir aftur uppi með ígildi stúdentsprófs." Hvaða prófgráðu fengi þá nemandi sem lyki námi við væntanlegan Leiklistar- háskóla? „Nemendur myndu útskrifast með BA- gráðu í leiklist." Er hér kannski fyrst og fremst um kerf- isbreytingu að ræða, en ekki eðlisbreyt- ingu á umfangi starfsemi Leiklistarskóla íslands? „Já, það má segja það. Að mestu leyti er verið að búa svo um hnúta að skólinn geti gegnt því hlutverki sem honum hefur verið ætlað frá upphafí. Nýjungar í frumvarps- drögunum eru komnar fram af brýnni þörf." í frumvarpsdrögunum segir svo: í skólanum skal hafa forystu um nýjungar og rannsóknir þessu sviði., þ.e. leiklistar. Hvað er átt við? „Já, ísland hefur mikla sérstöðu vegna hins mikla leiklistaráhuga sem hér hefur verið. Erfitt hefur verið fram að þessu að fínna fólk sem aldrei hefur farið í leikhús. Meira að segja er fólk í flestum stéttum sem iðkað hefur leiklist. Nú skella á okkur miklar þjóð- félagsbreytingar, einkum hvað varðar fjöl- miðlun og flutning reynslu á milli kynslóða. Engar rannsóknir hafa þó verið gerðar á leik- listarsviðinu hvorki hvað varðar fortíð eða nútíð." Hvers vegna er ekki tiltekið í frumvarps- drögunum hvaða námsbrautir og jafn- vel deildir væntanleg- ur Leiklistarháskóli ætti að innihalda. Til dæmis í leikstjórn, leikmyndahönnun, leikhúsfræðum og Ijósahönnun? „Það er álit mitt að lagasetning megi ekki hefta. Lögin eru ákveð- inn rammi en síðan er eðlilegt að nákvæmari tilhögun á námi og námsbrautum sé tiltekin í reglugerð um skólann. Samkvæmt lögunum frá 1975 er skólanum ein- göngu ætlað að mennta leikara en heimild er í reglugerð til að mennta tæknimenn, leikstjóra og leikmyndateiknara. Hugmynd nefndarinnar var að hafa sama hátt á nú.“ Stúdentspróf er ekki skilyrði fyrir inn- göngu en skólinn setur aldurstakmark. Hvers vegna? Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistarskóla íslands. „Kennsla í leiklistarskóla er þjálfun líkama og raddar og það að túlka ólíkt fólk frá mis- munandi tímum krefst viss þroska. Þegar lögin um Leiklistarskóla íslands voru sett árið 1975 var aðeins örlítið brot umsækjenda með stúdentspróf. Nú er stúdentspróf orðið mjög almennt og ekki þörf að gera það að sérstöku inntökuskilyrði. Stundum hefur kom- ið fram sú ósk að nemendur væru teknir inn yngri en 19 ára og hefur það þá venjulega verið vegna þess að leikstjóri leikrits eða kvikmyndar hefur verið að leita eftir ungling- um í hlutverk. Það getur vissulega oft verið vandasamt að skipa í þessi hlutverk einkum ef leikstjórar hafa mjög hefðbundnar skoðan- ir á þvf hvemig ungt fólk eigi að líta út. Þó aldurstakmark yrði lækkað er það engin trygging fyrir því að þessi vandi leikstjóranna yrði leystur. Skólinn er einnig starfsmenntun- arskóli og leitast við að veita nemendum menntun, sem endist þeim allt lífíð." Þú nefndir menntun leiklistarkennara. Hvað áttirðu við? „Þetta er mér mikið hjartans mál allt frá því ég kenndi leiklist á sumamámskeiðum Kennaraháskóla íslands uppúr 1970. Ég hafði mikinn áhuga á því að þeir möguleikar sem em í leikstarfí væm nýttir í skólakerfínu. Nú er árið 1988 og enn hefur lítið þokast í þessa átt. Kennsla í leikrænni tjáningu og/eða framsögn er enn ékki fastur þáttur í námi hins almenna kennara. Leiklist sem valgrein hefur enn ekki komist á námsskrá fram- haldsskólanna. Þar er einungis nefndur áfanginn „tjáning," en tveir af kennumm Leiklistarskólans munu í sumar kenna á nám- skeiði ætluðu kennumm í þessum áfanga í framhaldsskólunum." Hvað með leiklist sem kennslutæki í sjálfu sér við kennslu annarra greina? „í gmnnskólunum væri æskilegt að leiklist væri beitt á þann hátt en í framhaldsskólun- um, sem byggjast að mestu leyti á aðskildum greinum, mætti kenna leiklist sérstaklega. Ég álít að allar greinar leiklistar séu þýðingar- miklar. Það að nota hana sem aðferð til að öðlast meiri persónulegan þroska, það að ganga útúr hópnum og framfyrir hann og flytja honum sín eigin eða annarra orð og það að lesa leikhúsbókmenntir og fræðast um stefnur og strauma svo maður geti enn frek- ar notið þess að fara í leikhús; þetta er allt jafn þýðingarmikið.“ Verða breytingar á þeim kröfum sem gerðar hafa verið til kennara skólans við þessa tilfærslu hans á milli skólastiga? Munu leiklistarkennarar þurfa háskóla- próf? „Þær menntunarkröfur sem jgerðar verða til kennara í Leiklistarháskóla Islands munu væntanlega taka mið af reynslu nágranna- þjóða okkar. Þar er yfirleitt krafíst prófs frá leiklistarháskóla eða þeim leiklistarskólum sem þeir leystu af hólmi. Til jafns við þetta er lagður langur starfsferill á því sviði sem kenna á. Skólamir hafa síðan mismunandi aðferðir við að meta kennsluhæfni vðkom- andi. Til þess að taka af allan vafa um þetta atriði er rétt að segja að þeir sem hafa kennt við skólann hingað til verða allir jafngjald- gengir og áður þrátt fyrir þessa breytingu." Kom aldrei til greina i þessari umræðu að í stað Leiklistarháskóla íslands yrði stofnuð leiklistardeild við Háskóla íslands? „Nei og það hefur verið stefna menntamála- ráðuneytisins að dreifa námi á háskólastigi frekar en setja það allt undir sama hatt. Nýjustu dæmin eru Háskóli á Akureyri. Auk þess má nefna að í þeim löndum þar sem leiklistamám hefur verið hluti af háskólanámi kennslu og talverðan tækjabúnað. Þá vilja einnig verða árekstrar þegar ákvörðuð em hlutföll fræðilegrar og verklegrar kennsiu. Leiklistarháskóli er betur settur sem sérstök stofnun." H. Sig. hefur oft reynst erfítt að gera háskólayfírvöld- um ljósar sérstakar þarfír leiklistardeildar/ Það barf mikið húsrvmi og mikla einstaklings-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.