Morgunblaðið - 03.06.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988
B 3
KVIKMYNDIR
13-
JiU Clayburg’h og Burt Reynolds.
HERRETTUR
STÖÐ 2 — Herréttur (The Court Martial of Billy Mitc-
hell — 1955). Aðalhlutverk: Cary Cooper, Charles Bick-
ford, Rod Steiger og Elizabeth Montgomery. Leikstjóri:
Otto Preminger. Sannsöguleg mynd um Billy Mitchell ofursta í flug-
deild Bandaríkjahers en hann var dreginn fyrir herrétt.
UPPÁNÝTT
mmm stöð 2 -
Q1 35 Uppánýtt
A (Starting
Over — 1980). Frum-
sýning. Aðalhlutverk:
Burt Reynolds, Jill
Blayburgh og Candice
Bergen. Leikstjóri:
Alan J. Pakula. Grein-
arhöfundurinn Phil
Potter kynnist sér-
stæðri kennslukonu
(Clayburgh) sem er
tilbúin að aðstoða
hann við að ná sér
eftir skilnað við konu
sína (Bergen). En það
gengur illa þar sem
hugur hans er ætfð
hjá eiginkonunni fyrr-
verandi. Bergen og
Clayburgh voru báðar
útnefndar til Óskars-
verðlauna fyrir leik
sinn.
SAMSÆRI
■■■■ SJÓNVARPIÐ — Groundstar-samsærið (The Cro-
QQ 55 undstar Conspiracy — 1972). Aðalhlutverk: George Pepp-
^ ^ “ ard og Michael Sarrazin. Leikstjóri: Lamont Johnson. Grun-
ur leikur á að skemmdarverk hafí verið unnin þegar sprenging verður
í geimrannsóknarstöð bandaríkjahers. Tuxan er falið að rannsaka
málið en gengur erflðlega þar sem sá eini sem lifði af sprenginguna
hefur misst minnið.
ELT1IMGARLEIKUR
STÖÐ 2 — Eltingarleikur (Seven Ups — 1973). Frum-
sýning. Aðalhlutverk: Roy Scheider og Tony Lo Bianco.
Leikstjóri: Philip D’Antoni. Hópur leynilögreglumanna
hefur sérhæft sig í að elta uppi glæpamenn sem með einhverju
móti hafa tekist að sleppa undan vörðum laganna. En þeir eltast
einungis við þá sem eiga yfir höfði sér sjö ára fangavist eða lengri.
D’Antoni leikstýrði m.a. myndunum „The French Connection" og
„Bullitt".
GARDUR HERNUMINN
■■■■I STÖÐ 2 — Garðurinn hernuminn (The Park Is Mine
1 25 — 1986). Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones og Helen Sha-
” A — ver. Leikstjóri: Steven Hilliard Stern. Mynd sem segir frá
fyrrverandi Víetnam-hermanni sem hertekur Central Park í New
York til að vekja athygli á málstað sínum.
23-
Rás 1;
Áfram Jeeves
■■■■ Á Rás 1 í kvöld hefst lestur sagna eftir breska rithöfund-
QQ 30 inn P.G. Woodehouse. Sigurður Ragnarsson þýddi sögum-
LíLí"— ar, en lesari er Hjálmar Hjálmarsson.
Tíu næstu laugardagskvöld verða lesnar _ sjálfstæðar sögur
Woodehouse sem eru teknar úr sama safninu, „Áfram Jeeves". Sögu-
maður er ungur aðalsmaður sem ræður til sín þjón og sá reynist
betri en enginn að greiða úr ýmsum vandræðum sem húsbóndinn
lendir í. Fyrsta sagan heitir „Jeeves tekur til starfa".
Rás 2;
Laugardagspósturínn
■■■■ Á Rás 2 í dag hefst nýr þáttur er nefnist Laugardagspóst-
i p;oo urinn og er útvarpað milli kl. 15 og 17. Meginefni þessa
A O — þáttar er létt tónlist af ýmsu tagi, auk þess sem hlustend-
um gefst kostur á að senda Laugardagspóstinum póstkort eða bréf
um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta. Fylgst verður með umferð,
veðri og því sem er að gerast víða um land. Umsjónarmaður í dag
er Eva Albertsdóttir, en auk hennar sjá um þáttinn Pétur Grétars-
son og Valgeir Skagfjörð.
Sjónvarpið:
Líf og flör
■■^H Sjónvarpið sýnir í kvöld upptöku frá skemmtidagskrá sem
Q1 25 haldin var í tilefni af 75 ára afmælis Las Vegas, borg
— skemmtanalífsins í Bandaríkjunum. Þetta er mikil skraut-
sýning og meðal þekktra gesta sem koma fram og skemmta má
nefna Dean Martin, Sammy David yngri, Frank Sinatra, Ray Char-
les, Engilbert Humperdinck, Jeriy Lewis og Tom Jones. Auk þess
verða sýnd töfrabrögð, dans og fleira.
Rás 1:
í sumarfandinu
■■■■ Ný þáttaröð Hafsteins Hafliðasonar hefst á Rás 1 f dag.
1 Q10 Þættimir nefnast í sumarlandi og eins og nafnið gefur
O tii kynna er þetta þáttur er tengist sumrinu. Fjallað verð-
ur um umhverfí, útivera, landgræðslu og skógrækt. Fólk verður tek-
ið tali og leikin tónlist inn á milli. Hlustendur geta sent bréflega
fyrirspumir til Hafsteins, auk þess sem aliar ábendingar um efni
era vel þegnar.
Rás 1:
Af drekaslóðum
’mmm Á Rás 1 í kvöld hefst þáttasyrpa sem verður á dagskrá
qa45 aðra hveija viku í sumar. Þátturinn kemur af austurlandi
og er nafn þáttarinns kennt við landvætti Austurlands-
Qórðungs og nefnist Af drekaslóðum. í kvöld verður Qallað um ferð-
ir að vetrarlagi jrfir Fjarðarheiði. Umsjónarmenn era Ingibjörg Hall-
grímsdóttir og Kristín Karlsdóttir.
Rás 1;
Tónleikar Ustahátíðar
■■■■ Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og síðdegis kl. 17.00
1 R50 verða fyrstu tónleikar hátíðarinnar í Háskólabíói. Flutt
-■-O— verður verk eftir Krzysztof Penderecki, Pólsk sálumessa.
Til landsins komu um 200 pólskir listamenn, 4 einsöngvarar, Fílharm-
oníuhljómsveitin frá Poznan og Fílharmoníukórinn frá Varsjá, auk
þess sem höfundurinn stjómar flutningi verksins. Rás 1 kemur til
móts við þá sem ekki hafa tök á að vera viðstaddir tónleikana í dag
og útvarpa þeim. Flutningur verksins tekur um eina og hálfa klukku-
stund. Kynnir á tónleikunum er Hanna G. Sigurðardóttir.
HVAÐ
ER AÐ0
GERASTÍ
Söfn
Árbæjarsafn
Safnið er opið eftir samkomulagi.
Ámagarður
Hópargeta fengið að skoða handritasýn-
inguna í Árnagarði ef haft er samband
við safnið með fyrirvara. Þar má meðal
annars sjá Eddukvæði, Flateyjarbók og
eitt af elstu handritum Njálu.
Ásgrímssafn
Ásgrimssafn við Bergstaðastræti er opiö
þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þargefurað líta 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferli Ásmundar, þann tíma sem listamað-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. I
Ásmundarsafni er ennf remur til sýnis
myndband sem fjallar um konuna Mist
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og
afsteypuraf verkum listamannsins. Safn-
ið er opiö daglega frá kl. 10 til 16. Skóla-
fólk og aðrir hópar geta fengið að skoða
safniöeftirumtali.
Listasafn ASÍ
I Ustasafni ASÍ, Grensásvegi 16, verður
oþnuð málverkasýningin Fjórar kynslóðir
laugardaginn 4. júni. Sýningin sem er
sjálfstætt framlag til Listahátíðar er jafn-
framt sumarsýning safnsins. Á sýning-
unni eru um 60 málverk eftir á fjórða tug
listamanna sem spanna tímabilið frá
fyrsta áratug þessararaldarfram á
siðustu ár. Sýningin stendur til 17. júlí
og er opin alla virka daga kl. 16-20 og
um helgarkl. 14-22.
Listasafn Einars
Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opið alla
daganema mánudaga kl. 13.30-16.00.
Höggmyndagarðurinn er opinn daglega
frákl. 11.00-17.00.
Listasafn íslands
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7, stendur
fyrirsýningu á norrænni konkretlist í
tengslum við Listahátíð. Verkin á sýning-
unni sem eru á annaö hundrað spanna
tímabiliö 1907 til 1960. Þetta erfarand-
sýning og kemur hingað frá Noregi. Sýn-
ingin hefst 4. júni og stendur til loka Usta-
hátíðar.
Vikulega er kynnt „Mynd mánaðarins”
og þá fjallaö itarlega um eitt verk í eigu
safnsins, svoog höfund þess. Leiösögn
fer fram fimmtudaga kl. 13.30-13.45.
Safnið er opiö daglega nema mánudaga
frá kl. 11.00 til 17.00. Kaffistofa hússins
er opin á sama tíma. Aögangur er ókeypis.
Ustasafn Háskóla
íslands
i Listasafni Háskóla islands i Odda eru
til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Lista-
safnið er opiö daglega kl. 13.30-17 og
er aögangur ókeypis.
GÍSLI J. JOHNSEN SF.
n
NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222