Morgunblaðið - 03.06.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988
B 5
Stöð 2;
Táp og Ijör
■■^M Stöð 2 sýn-
O"! 30 ir í kvöld
“ gaman-
myndina Táp og fjör
frá árinu 1960 með
Bing Crosby og Tues-
day Weld í aðalhlut-
verkum. Crosby leikur
rúmlega fimmtugan
bandarískan milljóna-
mæring sem gerir sér
lítið fyrir og gengur í
menntaskóla. Ástæð-
an er sú að hann telur
sig þurfa að bæta við
menntun sína. f skól-
anum kynnist hann
því lífi og fjöri sem
fylgir nemendum í
menntaskóla, auk
þess sem lærdómur-
inn tekur sinn tíma. Hann verður að þreyta ýmsar prófraunir til að
verða viðurkenndur meðal námsmannanna sem eru helmingi yngri.
Rás 1:
Áslóðum Laxdælu
■I Á sunnudagsmorgnum í sumar verða á Rás 1 fluttir þætt-
25 ir er nefnast Á slóðum Laxdælu og er fyrsti þátturinn á
dagskrá í dag. Umsjónarmaður er Olafur H. Torfason og
ætlar hann að fjalla um Laxdælasögu en hún verður lesin sem út-
varpssaga á sunnudags- og þriðjudagskvöldum í sumar. í þáttum
Ólafs verður rætt við lærða menn og leika um söguna, ennfremur
fer Ólafur um söguslóðir og talar við fólk sem lifað hefur í um-
hverfí sögunnar. Þættirnir um Laxdælu verða níu talsins og fluttir
í júní og júlí.
Rás 1;
Afmæli Bamaútvarpsins
■I Bamaútvarpið verður á sínum stað á Rás 1 í dag. Nú
20 verður slegið upp veislu í tilefni þriggja ára afmælis
Bamaútvarpsins. Öllum þeim sem starfað hafa í Bamaút-
varpinu frá upphafí verður boðið í veisluna í kökur og tilheyrandi
og margt verður til gamans gert. Umsjónarmenn em Vemharður
Linnet, Sigurlaug Jónasdóttir og Kristín Halldórsdóttir.
Sjónvarplð:
Ugluspegill
■i Ugluspegill heitir nýr þáttur sem Sjónvarpið sýnir annan
40 hvem sunnudag í sumar. Umsjónarmaður er Sigurður
““ Snæberg Jónsson. í Ugluspegli verður blandað efni en
þátturinn í kvöld er helgaður sjómönnum. Fylgst er með trillukörl-
um, farið í róður og Sjómannaskólinn heimsóttur.
Rás 1;
Brot úr M-hátíö
■B M-hátíðin var haldin
00 fyrir skömmu á Sauð-
““ árkróki og verður i
dag á Rás 1 flutt brot úr tveim-
ur dagskrárliðum hátiðarinnar.
Fyrst verður flutt brot úr menn-
ingarkvöldvöku sem Leikfélag
Sauðárkróks annaðist. Þetta er
dagskrá i tali og tónum sem
tengist Skagafirði og Skagfirð-
ingum fyrr og síðar. A milli
atriða syngur Friðbjöm G. Jóns-
son. Hávar Sigurjónsson leik-
stýrði og tók hann einnig saman
efnið ásamt Kristmundi Bjama-
syni. Þá verður útvarpað brotum
úr hátíðardagskrá sem haldin
var í íþróttahúsinu þar sem flutt
vom ávörp og erindi, sungið og
leikið. Stjómandi hátíðardag-
skrár var sr. Hjálmar Jónsson,
prófastur Skagfírðinga. Þáttur-
inn í dag er í umsjón Jóns Gauta
Jónssonar.
Sr. Hjálmar Jónsson
Bing Crosby dulbúin sem stúlka í mynd-
inni Táp og fjör.
HVAÐ
ERAÐ0
GERAST (
SÍÐUSTU SÝIMINGAR
Nú aru sfðustu forvöð að sjá Vssallngana, sðnglslk
byggðum á samnsfndri skáldsðgu Vlctors Hugo, som
ÞJöðlslkhúsið hafur sýnt I vstur. Allra slðustu sýnlngar
vsrða laugardag og sunnudag. Mlklll fjöldi lolkara,
söngvara og hljððfasralolkara tskur þátt I sýnlngunnl
og sr okkl vfst hvort vsrklð varðl tskið upp aftur I haust
sðkum umfangs. Vosalingarnlr oru komnlr I hóp vlnsasl-
ustu sýnlnga ÞJóðlslkhússlns frá upphafl.
Myntsafnið
Myntsafn Seölabanka/Þjóðminjasafns er
iEinholti 4. Þarerkynnt saga islenskrar
peningaútgáfu. Vöruseölar og brauö-
peningar frá síöustu öld eru sýndir þar
svo og oröur og heiöurspeningar. Lika
er þarýmis forn mynt, bæöi grísk og
rómversk. Safniö er opiö á sunnudögum
milli kl. 14og 16.
Póst-og
símaminjasafnið
I gömlu símstööinni í Hafnarfiröi er núna
póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úr gömlum póst- og
simstöövum og gömul símtæki úr einka-
eign. Aögangur er ókeypis en safniö er
opiö á sunnudögum og þriöjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er aö skoða
safniö á öörum tímum en þá þarf aö
hafa samband viö safnvörð í sima 54321.
Sjóminjasafnið
(Sjóminjasafninu stenduryfirsýning um
árabátaöldina. Hún byggirá bókum
Lúövíks Kristjánssonar „fslenskum sjáv-
arháttum". Sýnd eru kort og myndirúr
bókinni, veiöarfæri, líkön og fleira. Sjó-
minjasafnið er að Vesturgötu 6 i Hafnar-
firöi. Þaö er opið frá 1. júní til loka sept-
ember alla daga nema mánudaga kl.
14-18. Síminn er 52502.
Þjóðminjasafnið
Þjóöminjasafnið eropið alla daga nema
mánudagakl. 11.00-16.00. Aögangur
erókeypis.
Leiklist
Leikfélag Reykjavíkur
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hamlet eftir
William Shakespeare í þýöingu Helga
Hálfdanarssonar. Leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson. Sýningarveröa föstudaginn
3. og 10. júnikl. 20.00.
Söng- og gamanleikurinn „Síldin er kom-
in“ eftir löunni og Kristínu Steinsdætur
er sýndur í Leikskemmu L.R. viö Meist-
aravelli. Þar sem Skemman veröur rifin
í vor og engar líkur á aö verkið verði
sett upp á nýjum stað næsta vetur eru
aöeins nokkrar sýningar eftir á þessum
gamanleik. Allra síöustu sýningar veröa
laugardág og sunnudag kl. 20.00.
Miöasalan í Leikskemmu LR viö Meist-
aravelli eropin daglega kl. 16-20. Síminn
þar er 16610. Miðasala í Iðnó er opin
daglega kl. 14-19.Síminn erl6620.
Þjóðleikhúsið
Allra síðustu sýningar á Vesalingunum,
söngleik byggðum á samnefndri skáld-
sögu eftir Victor Hugo, veröa laugardag
og sunnudag 20.00. Miöasalan i Þjóö-
leikhúsinu er opin alla daga nema mánu-
daga kl. 13.00-20.00. Sími 11200.
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar sýnir Fiðlarann á
þakinu. Sýningar verða föstudag, laugar-
dag og sunnudag kl. 20.30. Miöasala í
síma 96-24073.
Þíbýlja
Leikhópurinn Þíbylja sýnirGulur, rauöur,
grænn og blár í Hlaðvarpanum. Leik-
stjóri er ÞórTúlinius og Ása Hlfn Svavars-
dóttir. Leikarar: Inga Hildur Haraldsdótt-
ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Bryndís Petra
Bragadóttir og Ingrid Jónsdóttir. Sýningar
veröa laugardag og sunnudag kl. 16.00
og mánudag kl. 20.30. Miöasala (síma
19560.
Gríniðjan hf.
Griniðjan hf. sýnir i Hótel Islandi gaman-
leikinn N.Ö.R.D. þriöjudaginn 7., miö-
vikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. júní
kl. 21 .OO.Takmarkaðursýningarfjöldi.
Miöapantanir alla daga í síma 687111.
Myndlist
FÍM-salurinn
(FÍM-salnum að Garðastræti 6 veröur
opnuö laugardaginn 5. júní sýning á
grafikverkum þreska listmálarans How-
ard Hodgkin. Sýningin er liöur í Lista-
hátíö i Reykjavík. Sýningin er opin dag-
lega kl. 14-19 til 19. júní.
GalleríBorg
Gunnar Kristinsson sýnir i Gallerí Borg
Pósthússtræti 8. Á sýningunni eru olíu-
myndir unnar meö blandaðri tækni. Sýn-
ingin er opin virka daga kl. 10-18 og um
helgar kl. 14-18. Henni lýkur þriðjudaginn
7. júni.
Grafík-Gallerí Borg
í glugga Grafík-Gallerí Borg í Austur-
stræti 10 stendur nú yfir kynning á grafík-
myndum eftir Hörpu Björnsdóttur og
keramikverkum eftir Daða Haröarson.
Auk þess eru til sölu grafík-myndir eftir
fjölda listamanna.
Gallerí Gangskör
[ Gallerí Gangskör i Torfunni opnar laug-
ardaginn 4. júni sýning sem heitir
„Gróska" og eru þaö meölimirGallerísins
sem sýna. Sýningin sem stendur til 19.
júni er opin þriöjudag til föstudags kl.
12-18 og laugardaga og sunnudaga kl.
14-18.
GalleríList
Sýningu Hjördísar Frímann í Gallerí List,
Skipholti 50b, erframlengt til 5. júni. Þar
sýnir hún 13 oliumálverk öll unnin á striga
á nýliönum vetri. Þetta er 2. einkasýning
Hjördísaren hún tókeinnig þátt iaf-
mælissýningu IBM á Islandi sumarið
1986. Sýningin er opin virkadaga kl.
10-18 og laugardaga og sunnudaga kl.
Gallerí Krókur
Árni Ingólfsson sýnir í Gallerí Krók að
Laugavegi 37. Sýningin stendur út júní-
mánuð. Galleriiö er opiö á verslunartíma.
Gallerí Svart á hvftu
f Galleri Svart á hvitu aö Laufásvegi 17
er sýning á verkum Jóhanns Eyfells. Sýn-
ingin er hluti af dagskrá Listahátiöar
1988. Jóhann Eyfells er fæddur 1929. Á
sýningunni eru verk unnin úr pappír og
einn skúlptúr. Pappirsverk sín kallar Jó-
hann „Paper Collaptions" eða pappírs-
samfellur. Sýninginstendurtil 15. júní
og eropin alla daga nema mánudaga
kl. 14-18.
Gullni haninn
Á veitingahúsinu Gullna hananum eru
myndir Sólveigar Eggerz til sýnis.'
Hafnargallerí
[ Hafnargalleríi, Hafnarstræti 4, sýna
Tryggvi Þórhallsson og Magnús S. Guö-
mundsson málverk og grafíkmyndir. Sýn-
ingin er opin á verslunartíma og stendur
til 11. júní.
Katel
Verslunin Katel hefur opnaö sölusýningu
á plakötum og eftirprentunum eftir
Chagall í nýjum sal sem opnaður hefur
verið að Laugavegi 29 (Brynju-portiö).
Sýningin er opin virka daga kl. 10-18.
Kjarvalsstaðir
Sýningin „Maöurinn í forgrunni" verður
opnuð sunnudaginn 5. júni aö Kjarvals-
stöðum. Sýningin er liöur í dagskrá Lista-
hátiðar. Sýnd eru rúmlega 130 verk eftir
47 islenska listamenn og er tekiö fyrir
myndefniö „Maðurinn" í mismunandi
formgerðum og stíl. Sýningin stendurtil
10. júlí.
Norræna húsið
Fjórtán konur úrTextilfélaginu sýna verk
sín í kjallara Norræna hússins. Sýningin
sem er sölusýning er liöur í dagskrá Lista-
hátiðar og stendur til 12. júni. Textilsýn-
ingin er opin daglega kl. 14-22.
Nýhöfn
Guörún Kristjánsdóttir opnar málverka-
sýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laug-
ardaginn 4. júní kl. 14.00. Guðrún er
fædd í Reykjavík áriö 1950. Hún stund-
aði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur
og í Suöur-Frakklandi. Fyrstu einkasýn-
ingu sína hélt Guðrún á Kjarvalsstöðum
1986 en þetta erfjóröa einkasýning
hennar. Hún hefurtekiö þátt i samsýning-
um. Á sýningunni eru olíumálverk unnin
á síðustu tveimur árum. Sýningin, sem
er sölusýning, er opin virka daga kl.
10-18ogumhelgarkl. 14-18. Henni
lýkur 19. júní.
EiSTmmmS
BERG
Bæjarhrauni 4 - Sími 652220.
14-18.
Rás 1:
Hún ruddi brautina
■■■■ Bryndís Víglundsdóttir byrjar í dag að flytja frásögu sína
1 ö 00 af blökkukonunni Harriet Tubman. Sagan er valin til flutn-
jngs sérstaklega fyrir unglinga og ungt fólk. Frásögn sína
kallar Bryndís „Hún ruddi brautina“. Harriet Tubman fæddis á
plantekru í Maryland í Suðurrikjum Bandaríkjanna árið 1820. Hún
var bam þræla og því þræll sjálf. Hún sætti sig ekki við það og
strauk norður til frelsisins. En henni nægði ekki að hafa sjálf öðlast
frelsi heldur fór hún margar ferðir sjálf suður og gekk með hópa
fólks norður mörg hundruð kílómetra. Á undan og eftir lestrum verð-
ur leikin tónlist svartar manna, m.a. syngur Bel Canto kórinn undir
stjóm Guðfínnu Ólafsdóttir lag sem Harriet Tubman söng oft.