Morgunblaðið - 19.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1988, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA J^lor^unliTa^iíí Haukur setti heimsmet í V-Þýskalandi ! HAUKUR Gunnarsson bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt, þegar hann keppti í V-Þýskalandi um helgina Hann keppti þar í opna v-þýska meist- aramótinu í fijálsum íþróttum fatlaðra og setti heimsmet í 400 m hlaupi - hljóp á 61.01 sek. Haukur varð sigurvegari í þremur greinum. Hann hljóp 100 m á 13.29 sek., en heimsmet hans er 12.08 sek. Þá hljóp hann 200 m á 27.23 sek., en heimsmetið er 26.05 sek. Haukur mun hafa hug á að ná einnig því heimsmeti í safn sitt. Hann mun keppa á móti í V-Þýskalandi í september, eða áður en hann heldur til Seoul, þar sem hann keppir á Ólympíuleikum fatlaðra í október. KNATTSPYRNA Ásgeir meðgegn Sovét- mönnum „ÉG gef kost á mér í lands- leiki, ef ég geng heill til skó- ar. Ef ekkert kemur upp á fyrir heimsmeistaraleikinn gegn Sovétmönnum 30. ágúst, þá mun ég mæta galvaskur til leiks,“ sagði Asgeir Sigurvinsson, fyrir- liði Stuttgart. Asgeir, sem hefur átt við meiðsli að stríða í nára, er orðinn góður af þeim meiðslum og hefur æft á fullu með Stuttgart að undanförnu. „Ég ræddi við Sigi Held, landsliðs- þjálfara og Ellert B. Schram, formann KSÍ, hér í Stuttgart á dögunum og sagði þeim að ég myndi leika með landsliðinu, ef ég væri laus við meiðsli. Leikur- inn gegn Sovétmönnum er á góðum tíma, því að eftir leikinn kemur langt frí hér í V-Þýska- landi, þar sem v-þýska ólympíu- landsliðið fer til Seoul. Ásgeir og félagar léku gegn FC Briigge um helgina og lauk þeim leik með jafntefli, 1:1. Fritz Walter skoraði mark Stuttgart. Keppnin í Bundesligunni hefst um næstu helgi. Stuttgart leikur þá á útivelli gegn Dortmund, sem hefur styrkt lið sitt mikið að undanfömu. „Leikurinn í Dortmund verður erfiður," sagði Ásgeir. Sovéski múrinn! Morgunblaðið/Logi Bergmann Eiösson Sovétmenn em taldir með besta handknattleikslandslið heims um þessar mundir. Vamarmúr þeirra em ekki árennilegur á þessari mynd, allir leik- mennirnir yfir tvo metra og Guðmundur Guðmundsson virðist vera að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum hann sé að gera þama! Kodak Stuðningsaðili Ólympiuleikanna 1988 Kodak Express Gæöaframköllun Vertu meö í að styrkja Ólympíufara íslands. Þaö geriröu meö því aö kaupa Kodakfilmu eða láta framkalla í neðangreindum verslunum - um leið færðu skafmiða sem getur fært þér skemmtilegan sumarvinning. Hér færðu Kodak Express gæðaframköllun: Verslanir Hans Petersen í Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni Lynghálsi. Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafiröi. ndrésar Níelssonar, Akranesi. Pedrómyndir, Akureyri. Nýja Filmuhúsiö, Akureyri. Vöruhús KÁ, Selfossi. Kaupstaður í MjgddT Hljómval, Keflavík. Radíóröst I Dalshrauni og á Linnetstíg, Hafnarfiröi. Veda í Hamraborg, Kópavogi. /> AUK/SlA k91-199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.