Morgunblaðið - 19.07.1988, Page 7
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRJÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1988
B 7
MorgunblaÖið/Logi B. EiÖsson
■n V-Þjóðveijum.
ieims?
a það besta sem
3ir
véska liðið, en A-Þjóðverjar skor-
uðu síðasta mark leiksins.
Þessi leikur var svipaður leik ís-
lendinga gegn Sovétmönnum. Góð
byijun A-Þjóðveija, en þegar Sov-
étmenn settu á fulla ferð voru úr-
slitin ráðin. Lið þeirra er geysilega
sterkt sem heild - ef einn eða tveir
leikmenn eiga slæman dag koma
aðrir í þeirra stað.
„Sovétmenn eru með ótrúlega
sterkt lið. Miklu betra en önnur lið
á rnótinu," sagði Bogdan Kowale-
zyk, þjálfari íslenska landsliðsins.
„Þeir eru einfaldlega komnir miklu
lengra en aðrar þjóðir í undirbún-
ingi sínum og hafa æft meira.
Lið þeirra er skipað 14 mjög sterk-
um einstaklingum og þeir hafa
meiri breidd en aðrar þjóðir. Ef
einhver leikur illa þá kemur bara
annar í staðinn og það gerir so-
véska liðið að besta landsliði heims
í handknattleik í dag,“ sagði Bogd-
an Kowalczyk.
Morgunblaöið/Logi B. EiÖsson
Islenska landsliðlð eftir landsleikinn gegn V-Þjóðveijum.
Úrslit
Efri riðlill: 19:19
A-Þýskaland-Sovétríkin 15:16
Ísland-Sovétríkin 24:28
A-Þýskaland-V-Þýskaland. 23:18
Sovétríkin-V-Þýskaland 18:16
22:21
Lokastaðan:
Sovétríkin .3 3 0 0 62:55 6
A-Þýskaland .3 2 0 1 60:55 4
Island .3 0 1 2 64:69 1
V-Þýskaland .3 0 1 2 53:60 1
Neðri riðill:
Kina-A-Þýskaland b 16:41
32:27
22:21
Kína-Kúba 17:28
26:29
32:15
Lokastaðan:
A-Þýskaland b „3 2 1 0 89:66 4
Pólland ..3 2 0 1 85:64 4
Kúba ..3 2 0 1 84:75 4
Kína ..3 0 0 3 48:101 0
Morgunblaöið/Logi B. Eiösson
Kristján Arason sést hér gnæfa yfir vörn V-Þjóðveija.
„Það á margt
eftirað
breytast
fyrir Seoul"
- segir Alfreð Gíslason
„ÉG er sáttur við útkomuna.
Hón er eðlileg," sagði Alfreð
Gíslason leikmaður íslenska
landsliðsins eftir leikinn gegn
V-Þjóðverjum. „Það er stað-
reynd að við erum ekki jafn
góðir og Sovétmenn og Aust-
ur-Þjóðverjar og eigum sérs-
taklega langt í Sovétmenn.
En það á margt eftir að breyt-
ast á næstu vikum og mánuð-
um og lítið vit í að vera í topp-
formi núna.“
Það er slæmt að ieika tvo leiki
gegn V-Þjóðveijum án þess
að sigra og við hefðum átt að
vinna að minnsta kosti annan leik-
inn. En við fáum annað tækifæri
heima um næstu helgi og ætium
að nýta það.
Ferðin var árangursrík og við
sáum ýmislegt sem þarf að laga.
Við þurfum meiri leikæfingu og
verðum betri með hveijum leik.
Því held ég að við séum á rétti leið.
Þá var ég ánægður með liðsand-
ann og hann er til dæmis mun
betri hjá okkur en hjá Þjóðveijun-
um.
En þessi keppni var fyrst og
fremst hugsuð sem undirbúningur
fyrir Ólympíuleikana og gerði
vissuiega gagn og ég held að við
eigum möguleika gegn Sovét-
mönnum í Seoul,“ sagði Aifreð.
Hvað sögðu þeir í Halle?
Atli Hilmarsson:
„Ég er alveg sáttur við þetta. Við
erum enn meðal sex efstu þjóða
heims og þriðja sæti á þessu móti
er þokkalegur árangur. Við erum í
ótrúlega góðu formi miðað við hvert
við erum komnir í undirbúningi.
Ég er ánægðari með sóknina en
vörnina og mjög ánægður með fyrri
hlutann af leiknum gegn Sovét-
mönnum. Aðrir leikir voru ágætir
og ég held að við séum á réttri leið.“
Páll Ólafsson:
„Við áttum ágæta möguleika gegn
V-Þjóðveijum en nýttum þá ekki.
Þetta var jafn leikur og spurning
um heppni. V-Þjóðveijar eru alltaf
erfíðir sem sést best á því að þeir
unnu Heimsbikarmótið og Super-
cup, en það voru mjög sterk mót.
Ég held að við getum verið ánægð-
ir. Þetta er besti árangur okkar á
þessu móti. En það er margt sem
þarf að laga. Vömina þarf að
smyija betur og ýmislegt smátt
þarf að bæta fyrir Ólympíuleikana."
Einar Þorvarðarson:
„Ég er sáttur við mótið, en hefði
viljað vinna Vestur-Þjóðveija og
gera að minnsta kosti jafntefli við
Austur-Þjóðveija. En við lékum
ekki illa og margt jákvætt hefur
komið í ljós. En við getum bætt
okkur verulega.
Við eigum tvo leiki gegn V-Þjóð-
veijum um næstu helgi og ætlum
okkur að vinna þá. Við höfum leik-
ið tvisvar á þeirra heimavelli með
þeirra dómurum og ætlum við borga
fyrir okkur í Laugardalshöllinni.“
Kristján Arason:
„Leikurinn hjá okkur hefur verið
köflóttur. Við höfum náð þriggja
marka forskoti í flestum leikjum,
en alltaf misst það niður og leikur-
inn er ekki nógu agaður."
Ég er ekki sáttur við mína eigin
frammistöðu. Ég er ekki kominn í
toppæfingu, enda liggur ekkert á
því. En við sýndum á þessu móti
að við erum enn meðal efstu þjóða,
þrátt fyrir að flestir telji okkur í
fjórða sæti í riðlinum á Ólympíuleik-
unum.“