Morgunblaðið - 19.07.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞREÐJUDAGUR 19. JULI 1988 HANDKNATTLEIKUR / 19. ALÞJOÐLEGA MOTIÐ I A-ÞYSKALANDI Ótmlega spennandi Islenska landsliðið tryggði sér 3. sæti með jafntefli gegn V-Þjóðverjum í ótrúlega spennandi leik ISLENDINGAR tryggðu sér þriðja sætið, á alþjóðlega a- þýska handknattleiksmótinu, með jafntefli gegn V-Þjóðverj- um í síðasta leiknum, 19:19. Leikurinn var ótrúlega spenn- andi og vel leikinn og greinilegt að íslenska liðið leikur betur með hverjum leiknum sem líður. Leikurinn var jafn framan af og liðin skiptust á forystunni, en í leikhléi var staðan jöfn, 10:10. Fyrri hálfleikur var mjög vel leik- ■■■■■i inn, þrátt fyrir að LogiB. a-þýsku dómaramir Eiösson hafi verið með ein- skrifar dæmum slakir. Þeir höfðu lítil tök á leiknum, sendu menn af leikvelli í tíma og ótíma og dæmdu flest vafa- atriði V-Þjóðverjum í vil. Þríggja marka forskot íslendingar byijuðu vel í síðari hálf- leik og skoruðu tvö fyrstu mörkin. Þjóðverjar jöfnuðu, en þrjú mörk frá Islendingum breyttu stöðunni í ípfémR FOLK ■ ALFREÐ Gíslason og Jochen Fraatz léku saman hjá Essen í vetur og eru ágætir vinir. Alfreð var hinsvegar staðráðinn í að láta Fraatz ekki skora og þegar Fraatz kom inná fór Alfreð fram á völlinn og elti fyrrum félaga sinn alveg fram að miðju. ■ KARL Þráinsson lék 75. landsleik sinn er íslendingar gerðu jafntefli gegn V-Þjóðveijum. Guð- mundur Guðmundssson lék sinn 175. landsleik gegn Kúbu og Geir Sveinsson og Atli Hilmarsson náðu báðir 125 leikjum. Geir gegn A-Þýskalandi og Atli gegn Sov- étríkjunum. ■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson lék ekki með íslenska liðinu í ferð- inni, en hann var 17. maður í hópn- um. Hann gekk því undir ýmsum nöfnum s.s. „túristinn" og „blaða- maðurinn" því hann sat meðal blaðamanna á ieikjum og skráði mistök íslensku leikmannanna. I A-ÞÝSKIR áhorfendur studdu vel við bakið á íslendingum í leikjum þess. Þó voru tvær undan- tekningar. Að sjálfsögðu þegar ís- lendingar léku gegn heimamönn- um og eins þegar íslendingar mættu V-Þjóðveijum. Þá voru nær allir á bandi V-Þjóðveija. ■ FLESTIR íslensku leikmenn- irnir eiga að baki 100-200 lands- leiki og hafa leikið tæplega 50 landsleiki á þessu ári. Þess má geta að Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, sem lék tíu ár með landsliðinu náði aðeins 54 leikjum. 15:12. Þá urðu íslendingar fyrir miklu áfalli er Jakob Sigurðsson fékk rautt spjald fyrir þriðju brott- vísun. Hann hafði átti frábæran leik og skorað sex af mörkum ís- lendinga. V-Þjóðverjar náðu að jafna og kom- ust reyndar yfir 17:16. íslendingar breyttu stöðunni sér í vil að nýju, en Þjóðverjar jöfnuðu aftur, 18:18. Kristján Arason skoraði fyrir ísland þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka, staðan þá 19:18, en Mic- hael Lehnerts jafnaði fyrir V-Þjóð- verja þegar fimm mínútur voru til leiksloka. íslendingar fengu boltann þegar um mínúta var eftir og áttu því mögu- leika á að tryggja sér sigur. En þegar tíu sekúndur voru til leiksloka var dæmd leiktöf og V-Þjóðveijar fengu knöttinn. íslenska vörnin tók hinsvegar strax vel á móti Þjóðvetj- um og síðasta sókn þeirra rann út í sandinn. Góður lelkur Þessi leikur var mun betri en fyrri viðureign þjóðanna, í Hamborg fyr- ir nokkrum dögum. Þrátt fyrir að V-Þjóðvetjar séu B-þjóð í hand- knattleik þá eiga þeir gífurlega sterkt landslið sem er tvímælalaust í fremstu röð í heiminum. A-þýskir áhorfendur voru nær allir á bandi V-Þjóðveija og liðið fekk jafnvel betri viðtökur en lið heima- manna. Þá voru dómararnir V- Þjóðveijum hjálplegir. Dæmdu þeim flest vafaatriði, en þess má geta að íslendingar voru utan vallar í samtals 18 mínútur sem er ótrúlega mikið. Islenska liðið lék vel í þessum leik. Jakob Sigurðsson átti stórkostlegan leik, jafnt í vörn sem sókn og þetta var líklega einn besti landsleikur hans frá upphafi. Það var því slæmt að hann skyldi fara út af á svo vafasömum forsendum. Einar Þor- varðarson varði mjög vel í markinu og Alfreð Gíslason átti einnig góðan leik. Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi átt góða möguleika á sigri í þessum leik er jafntefli úrslit sem hægt er að sætta sig við. íslenska liðið lék vel og þessi úrslit færðu því þriðja sætið á mótinu, en það er besti árangur íslands frá upphafi á þessu sterka móti. Island-V-Þýskaland 19:19 10:10 íþróttahöllin í Dessau, 19. alþjóðlega handknattleiksmótið í A-Þýskalandi, laugardaginn 16. júlí 1988. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 3:3, 5:7, 8:7, 8:10, 10:10, 12:10, 12:12, 15:12, 15:15, 16:15, 16:17, 18:17, 18:18, 19:18, 19:19. Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 7/6, Jakob Sigurðsson 6, Alfreð Gíslason 3, Sigurður Gunnarsson 1, Kristján Arason 1 og Guðmundur Guðmundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 18/2. Rautt spjald: Jakob Sigurðsson 43. mín. Utan vallar: 18 mínútur. Mörk V-Þjóðvetja: Christian Fitzek 4, Jochen Fraatz 4/2, Andreas Dör- höfer 3, Michael Lehnertz 2, Peter Quarti 2/1, Stephan Schöne 1, Markus Hönnige 1, Michael Klemm 1 og Ulrich Roth 1. Varin skot: Stefan Hecker 8/1. Utan vallar: 12 mínútur. Áhorfendur: 3200. Dómarar: Peter Rauchfuss og Rudolf Buchda frá A-Þýskalandi — mjög slak- ir og bitnaði það á íslendingum. „Vonbrigði að þurfa að fara af velli“ sagði Jakob Sigurðsson besti maður íslenska liðsins gegn V-Þjóóverjum JAKOB Sigurðsson átti mjög góðan leik gegn V-Þjóverjum, en varð að fara útaf um miðj- an síðari hálfleik með rautt spjald eftir þrjár brottvísanir. Þá hafði hann þegar skorað sex mörk og leikið mjög vel i vörninni. Það voru hrikaleg vonbrigði að þurfa að fara útaf þegar allt gekk svo vel,“ sagði Jakob eftir leikinn. „Mér fannst þetta ekki réttur dómur og greinilegt að dómararnir voru einfaldiega að reka menn útaf til að reyna að ná tökum á leiknum. Mótið í heild fannst mér ágætt. Ég var ánægður með leikinn gegn Austur-Þjóðveijum og meirihluta leiksins gegn Sovétmönnum, en ekki ánægður með leikina gegn Vestur-Þjóðveijum. En mótið var fyrst og fremst hugsað til að finna galla og þjón- aði tilgangi sínum. Það er ýmis- Iegt sem þarf að laga og við verð- um að því næstu vikur," sagði Jakob. Markahæstir: Julian Duranona, Kúbu..............36/9 Jochen Fraatz, V-Þýskalandi.........36/12 Riidiger Borchard, A-Þýskalandi.30/14 Futian An, Kína.................29/6 Harald Szygula, Póllandi............27/8 Sigurður Sveinsson, íslandi........27/19 Jörg Sonnefeld, A-Þýskalandi b.......23/6 Jiirgen Querengásser, A-Þýskalandi b.21/4 Wjatscheslaw Atawin, Sovétríkjunum.21/11 Frank Wahl, A-Þýskaíandi........20/6 Alexander Tutschkin, Sovétríkjunum.19/7 Waleri Gopin, Sovétríkjunum............18 Alfreð Gíslason, íslandi.......;18/3 Morgunblaöiö/Logi B. Eiösson Geir Sveinsson og Karl Þráinsson. Texti og myndir: Logi B. Eiðsson \ Jakob SigurAsson átti mjög góðan leik geg Sterkasta lið h Sovétmenn eru með ótrúlegt lið - líklegi komið hefurfram í árarac ÞAÐ fór eins og flestir spáðu. Sovétmenn sigruðu á alþjóð- lega mótinu í A-Þýskalandi. Þeir sigruðu A-Þjóðverja í frá- bærum úrslitaleik, 16:15. Wie- land Schmidt, markvörður A- Þjóðverja átti frábæran leik, varði 23 skot, en það var ekki nóg. Sovéska liðið var nokkr- um gæðaflokkum ofar en önn- ur lið á mótinu. En spurningin er hvort þeir verði jafn sterkir á Ólympíuleikunum í Seoul í haust. u rslitaleikurinn var mjög jafn, en í leikhléi var staðan 8:7, A-Þjóðveijum í vil. Það gátu þeir þakkað frábærri markvörslu Schmidt sem bókstaflega lokaði markinu. A-Þjóðvetjar byijuðu vel í síðari hálfleik og náðu fjögurra marka forskoti, 12:8. Þá tóku Sovétmenn við sér og skoruðu átta mörk gegn tveimur. Staðan þá 16:14 fyrir so- A-Þýskaland - Sovétríkin 15:16 8:7 íþróttahöllin í Dessau, 19. alþjóðlega handknatt- leiksmótið í A-Þýskalandi, úrslitaleikur, laugar- daginn 16. júlí 1988. Gangur leiksins: 3:4, 6:4, 6:6, 8:7, 12:8, 13:12, 14:16, 15:16. Mörk A-Þjóðveija: Rudiger Borchardt 6/3, Step- han Hauck 4, Frank Wahl 2, Holger Winselmann 1, Andreas Neitzel 1 og Matthias Hahn 1. Varin skot: Wieland Schmidt 22/3. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Sovétmanna: Alexander Rymanow 4, Alex- ander Tutschkin 4/3, Wjatscheslaw Atawin 3/3, Juri Tschtsow 2, Waleri Gopin 1, Andre Tju- mentsew 1 og Konstantin Scharobarow 1. Varin skot: Alexander Schipenko 11 skot. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: 3500. Dómarar: Peter Haak og Henry Koppe frá Holl- andi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.