Morgunblaðið - 19.07.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRŒXTUDAGUR 19. JÚLÍ 1988
B 3
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1.DEILD
Maður
helgarinnar:
Birkir
Kristinsson
Birkir Kristinsson, mark-
vörður í Fram er maður
umferðarinnar að þessu sinni.
Birkir er sterkur hlekkur í
öflugu liði FVam og hefur átt
góða leiki i sumar. Hann hefur
ekki fengið nema tvö mörk á
sig það sem af er íslandsmótsins
og siglir ásamt féiögum sínum
hraðbyri í átt að íslandsmeistar-
atitlinum.
Birkir sem er 24 ára lék með
yngri flokkum í Vestmannaeyj-
um. Hann var enn leikmaður í
öðrum flokki þegar hann tók sig
upp og gekk til liðs við Einheija
á Vopnafirði. Þjálfari hans þar
var Gústaf Baldvinsson. Sum-
arið 1984 var Birkir með KA á
Akureyri enn undir handleiðslu
Qústafs. Ferill Birkis þar var
stuttur hjá KA en hann meiddist
illa í leik gegn Val snemma sum-
ars. Næstu þijú árin stóð Birkir
í marki ÍA og má segja að þar
hafi ferill hans hafist fyrir al-
vöru.
„Liðinu hefur gengið vel í sumar
og staðan í deildinni er mjög
þægileg fyrir pkkur Framara.
Liðsheildih er sterk og góð vörn
og miðja eiga stóran þátt í að
við höfum aðeins fengið á okkur
tvö mörk í mótinu. Við stefnum
á toppinn og getum leyft okkur
að mæta afslapþaðir í næstu
leiki" sagði Birkir. „Næsti leikur
er bikarleikurinn við Val á mið-
vikudag og það verður hörku-
leikur. Valsarar mæta grimmir,
en við ætlum okkur sigur.“
Morgunblaðiö/Sverrir
Þorsteinn Halldórsson þrumar hér boltanum í mark Vikinga. Glæsimark
hans reyndist eina mark leikins.
KR-ingar
hristuaf
sér slenið
Þorsteinn Halldórsson skoraði eina mark
leiksins með glæsilegu langskoti þegar
KR sigraði Víking
„ÞETTA var betra en i síðustu
Íeikjum en við hefðum fyrir
löngu átt að vera búnir að gera
út um leikinn með því að nýta
færin, sem við fengum. Auðvit-
að er ég ánægður með sigur-
inn, sem var sanngjarn, og ég
vona, að við séum á uppleið
að nýju“, sagði lan Ross, þjálf-
ari KR-inga, eftir að lið hans
hafði unnið sanngjarnan sigur
á Víkingum 1:0 á sunnudags-
kvöldið. KR-ingar hristu þar
með af sér slenið eftir fjóra
tapleikií röð en Víkingar töpuðu
sínum fyrsta leik á hinum nýja
grasvelli þeirra við Stjörnugróf.
Jafnræði var með liðunum fram-
an af. Pétur Pétursson komst
strax á fyrstu mínútunni í gott
færi en Guðmundi Hreiðarssyni,
tókst að veija. Um
miðjan hálfleikinn
tóku Víkingar
nokkrar rispur og
litlu munaði.að þeir
kæmust yfir þegar botinn hrökk af
Agústi Má Jónssyni rétt framhjá
markinu er hann komst fyrir send-
Guðmundur
Jóhannsson
skrifar
ingu á Víking, sem var í góðu færi.
Skömmu síðar komst Atli Einarsson
einn inn fyrir að endamörkum en
Stefán Jóhannsson lokaði fyrir
sendingu hans á samheija út í teig.
Eftir þetta áttu kR-ingar meira í
leiknum. Sæbjörn Guðmundsson
var mjög nálægt því að skora, þeg-
ar hann sneri af sér einn varnar-
manna Víkinga í vítateig þeirra og
skaut jarðarbolta í fjærhornið, sem
Guðmundur Hreiðarsson náði að
veija vel. Skömmu síðar átti Willum
Þór Þórsson hörkuskalla yfir.
Komið var fram yfir venjulegan
leiktíma í fyrri hálfleik þegar Þor-
steinn Halldórsson skoraði sigur-
mark leiksins Hann fékk knöttinn
Gunnar Oddsson, Stefán Jó-
hannsson, Þorsteinn Halldórs-
son, KR. Atli Einarsson,
Víkingi.
Hallsteinn Arnarson sést hér bjarga
mundssyni.
fyrir utan vítateig eftir gott spil
KR-inga og skaut honum viðstöðu-
laust upp í vinstra markhornið.
Glæsilegt mark.
KR-ingar með undirtökin
KR-ingar héldu undirtökunum i
seinni hálfleik. Strax á fyrstu
mínútunum áttu þeir hættuleg færi.
Til dæmis var skalla Sæbjarnar
Guðmundssonar bjargað á línu.
Tólf mínútum fyrir leikslok átti
Bjöm Rafnsson sannkallað þrumu-
skot eftir aukaspymu utan teigs.
Boltinn small efst á stöng Víkings-
marksins og út.
Stuttu síðar fengu Víkingar bezta
færi sitt í leiknum. Björn Bjartmarz
komst einn inn fyrir vörn KR en
Stefán Jóhannsson varði skot mjög
v /?T\
MARKAMETIÐ j 1. DEILD ER19 MORK: Pétur Pétursson IA, 1978 og Guðmundur Torfason
>EIR MARKHÆSTU x\\\AX X A,V\/
ÞEIR
Guðmundur „
Steinsson 9
Fram
Pétur a
Ormslev Q/2
Fram
Gunnar
Jónsson A
ÍA H
Halldór ' .'
Áskelsson 4
Þór
y
x
\
z
® ® S“"4,1
, A / \
Þeir eru markahæstir í 1. deild !
Morgunblaöiö/Sverrir
á marklínu - skalla frá Sæbimi Guð-
vel. Stefán varði síðan skalla frá
Trausta Ómarssyni á síðustu mínú-
tunni en eftir það var sigur KR í
höfn.
Liðin
KR-ingar voru betri aðilinn í leikn-
um og stærri sigur hefði ekki verið
ósanngjam. Þeir voru sterkir á
miðjunni en hins vegar ekki nógu
ákveðnir að klára dæmið upp við
markið. Þorsteinn Halldórsson
barðist vel á miðjunni auk þess að
skora glæsimark. Sömuleiðis var
Gunnar Oddsson sterkur á miðj-
unni. Stefán Jóhannsson varði vel
á mikilvægum augnablikum.
Víkingar eiga að geta betur. Helzt
var það Atli Einarsson, sem skap-
aði hættu við mark KR. Þá skorti
hreyfanleika og áræði gegn vörn
KR og voru ekki heldur nógu
ákveðnir í varnarleiknum. Liðið er
enn í bullandi fallhættu og má ekki
við að tapa stigum á heimavelli.
Víkingur-KR
0:1 (0:1)
Víkingsvöllur við Stjömugróf. - ís-
landsmótið, 1. deild, sunnudaginn 17.
júlí.
Áhorfendur: 987
Mark KR: Þorsteinn Halldórsson (45.
mín.).
Gult spjald: Andri Marteinsson,
Víkingi (57. mfn.), Jósteinn Einarsson,
KR (75.mín).
Dómari: Eysteinn Guðmundsson, 6.
Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson,
Stefán Halldórsson, Hallsteinn Amar-
son, Unnsteinn Kárason, Andri Mar-
teinsson, Atli Helgason, Hlynur Stef-
ánsson (Jóhann Þorvarðarson vm. á
46. mín.L Gunnar Öm Gunnarsson,
Trausti Omarsson, Atli Einarsson, Jón
Oddsson (Bjöm Bjartmarz vm. 73.
mín.).
Lið KR: Stefán Jóhannsson, Gylfi D.
Aðalsteinsson, Agúst Már Jónsson,
Jósteinn Einarsson, Willum Þór Þórs-
son, Gunnar Oddsson, Þorsteinn Hall-
dórsson, Sæbjöm Guðmundsson, Bjöm
Rafnsson, Pétur Pétursson, Jón G.
Bjamason (Rúnar Kristinsson vm. 64.
mín.).