Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 C 5 HÁ TÍSKAN BAK VIÐ TJÖLDIN Á undanförnum tveimur vikum hefur mikið verið um dýrðir í Parísarborg, þarsem hvertískuhönnuðurinn á fætur öðrum hefur opinberað vetrarlínu sína fyrir komadi haust og vetur. Er þá um að ræða hátísku viðkomandi hönnuða og tískuhúsa, en tískusýningar á fjöldaframleiddum fatnaði þeirra fyrir veturinn voru haldnar í marsmánuði. í vor og sumartískunni voru menn ekki á einu máli um hvaða lengd skildi ríkja, en nú virðast flestir hafa sæst á að láta pilsin staönæmast rétt ofan við hné. Það er helst Karl Lagerfeld, aðalhönnuður Chanel, sem sýndi síðari pils, þó hin klassíska Chanel-dragt hans staðnæmdist rétt ofan við hné að þessu sinni. Christian Lacroix, sannur þeim anda sem reisti hönnun hans til vegs og virðingar á liðnu ári, sýndi nú fatnað með mildu, flöktandi og fornfálegu yfirbragði „eins og fallegu litirnir á rómönsku og grísku steinunum í borginni Arles," er setningin sem hann sjálfur lýsir hönnuninni með. Fylgihlutir skipuðu stóran sess á sýningu Lacroix, eins og alltaf, nema hvað skrautlegu hattarnir fengu nú aö víkja fyrir litlum svörtum einföldum höfuðfötum. Marc Bohan, aðalhönnuður Christian Dior, virtist gera ráð fyrir köldum vetri þetta árið, þykkar mohair-ullar kápur og dragtir settu svip sinn á sýningu Dior, auk þess sem nokkuð var um fragtir út tweed-efni, þar sem hönnuðurinn notaði svartar flauelis-líningar til að undirstrika lengd pilsanna, sem staðnæmdist rétt fyrir ofan hné. Það sem svo einkenndi kvöldklæðnaðinn frá Dior voru þröngir kjóiar með vafningum úr þunnum efnum, plíseringum og einföldu efnisskrauti. Emanuel Ungaro, sem oft er kallaður meistari í kvenlegum þröngum línum, hafði víkkað hönnunina lítillega að þessu sinni án þess að yfirgefa kvenlegheitin, m.a. með mikilli vídd að neðan í kápum sem ná niður á miðja kálfa. Slíkar yfirhafnir sýndi hann utanyfir buxur. Hubert Givenchy lýsti vetrarhönnun sinni í einu orði: Litir. Ekki af ástæöulausu því fjólublátt, appelsínugult, rauðbrúnt, purpurarautt og flestir aðrir rauðleitum litir komu mikið við sögu og var að jafnaði blandaö saman fleiri en tveimur og þremur í sama alklæðnaðinn. Jafnvel pelsarnir voru litaðir í skærum litum. Styðstu yfirhafninirnar var að þessu sinni að finna á sýningu Jean-Lous Scherrer, eins konar kápujakka úr ull með áprentuðu mynstri. Alklæðnaður hans fyrir veturinn er í stuttu máli, slfk kápa, rúllukragapeysa, þægilegar jafnvíöar buxur og lág leðurstígvél. Ofangreindir hönnuðir sýndu sem fyrr segir í París, en ein hátískusýning sem vakti mikla athygli fórfram í Rómarborg og var hönnuðurinn Valentino þar á ferð með sýningu sem einkenndist af síðbuxum annars vegar og öklasíðum plíseruðum buxum hins vegar með stuttum jökkum. Og á sama stað sýndi Gianfranco Ferré pils og aftur pils, sem staðnæmdust rétt fyrir ofan hné, ekki og þröng og ekki og víð. Á myndunum hér má sjá nokkra hönnuði leggja lokahönd á fatnað sinn fyrir sýningarnar að þessu sinni, en við munum fjalla nánar um þær í Daglegu lífi á næstunni. VE UNGARO Emanuel Ungaro sést hér leggja lokahönd á útlit hönnunar sinnar, sem einkenndist að þessu sinni af meiri vídd en menn eru vanir að sjá i hönnun hans. SCHERRER Jean-Lois Scherrer ásamt aðstoðarmanni, við frágang á vetraralkæðnaði á sinni uppáhaldsfyrirsætu, dótturinni Laetitiu. leiðandi hagstæður vinnustaður verði að vera sérhannaður i samræmi við þarfir hvers einstaklings. Öll vinnuaðstaða ætti að vera hönnuð meö tilliti til þess verks sem þar á að vinna. Þar sem setiö er við tölvu ættu handleggir t.d. að vera alveg láréttir miðað við gólfflötinn þegar hendurnar eru á miðju lyklaborðinu og skjárinn í augnhæð þannig að maöur bogri ekki eða sitji álútur. Til að bogra ekki ætti sá sem er aö handskrifa að vera við borð sem er svo hátt að brúnin sé 2,5 sm ofar en olnbogar þegar setið er með arma niður með síðum. Stillanlegur stóll, þannig hannaður að hann styður við mjóhrygginn um leiðx>g hnón eru í réttri fjarlægö frá gólfinu, getur verið veriö til mikilla bóta án þess að þessi atriöi séu þó brýn nauðsyn. Hæfilega hárstóll með beinu baki gegnir sínu hlutverki ekki síður sé þess gætt að réttir vöðvar veiti bakinu stuðning. Venjulegan stól má mætavel aðlaga einstaklingsbundnum þörfum með því að setja púða á milli mjóhryggsins og stólbaksins eða með því aö hafa skemil fyrir framan stólinn til að hafa fæturna á. Vandlega skipulögð líkamsþjálfun er nauðsynleg til að halda bakinu í góðu lagi þrátt fyrir kyrrsetur. Staðfest er meö rannsóknum að þeir sem eru með styrka maga- og bakvöðva verða miklu síðir bakveikir og fá sjaldnar aðra kvilla sem rekja má til kyrrsetu en þeir sem gæta þess ekki að stæla líkama sinn. Fæstum er ofvaxið að styrkja og liðka bakið með einföldum æfingum. Skynsamlegt er að leita ráðgjafar hjá sérfræöingi áður en ráðizt er til atlögu, einkum ef þegar örlar á verkjum í bakl, en hér eru nokkrar grundvallaræfingar sem allir ættu að hafa gott af: Morgunœfing f rúminu Þessi æfing á að styrkja bakvöðvana. Liggiö á grúfu með kodda undir maganum, arma niður með síðum og fætur á dýnunni. Lyftið herðum frá dýnu og teljið upp að tíu. Líka má liggja á bakinu með hendur undir hnakka og þrýsta olnbogum að dýnu á meðan talið ér upp aö tíu. Báðar æfingar þarf að endurtaka nokkrum sinnum. Magaœfingar Áhrifamiklar æfingar til að styrkja magavöðva eru f því fólgnar að lyfta mjaðmargrindinni frá gólfi og að spenna vöðvana með því aö byrja að setjast upp og setjast þá ekki einu sinni upp til hálfs. í þessu sambandi er ástæða til að vekja á því athygli að hafi stríkkað á hnésbótarsin vill mjaðmargrindarbotninn hallast aftur en það getur aftur orðið til þess að bakið verði fatt. Með teygjuæfingu þar sem reynt er að snerta tærnar með fingrunum má sjá til þess að hnósbótarsinarnar haldi sveigjanleika sínum. Bezt er aö styrkja fervöðva í lærum með hóflegum hnébeygjum og með því að hjóla og skokka. Á iöl í hægu sæti Á meðan setið er við vinnuna er ráðlegt að hreyfa bæði legg og lið sem allra mest. Þannig má skipta um stellingu, snúa ökklunum hring eftir hring og veifa tánum, svo dæmi séu nefnd. Smám saman verða slíkar smáhreyfingar ósjálfráðar. Gott er líka að halla sér snöggt fram þar sem setið er á stólnum og snerta gólfið, setjast síðan upp, spenna greiparfyrir aftan hnakka og sveigja hrygginn til baka. Hreyfa síðan axlariiðina hring eftir hring, fyrst fram og svo aftur. Þetta kemur í veg fyrir stirðleika í efri hluta baksins og hálsvöðvunum. Ekki límast viA stóllnn Það er ekki af engu sem 45 mínútur hafa löngum talizt vera hæfileg lengd kennslustundar. Lengur en svo ætti enginn að sitja kyrr. Þá er hætt við þreytu og sljóleika auk þess sem Ifkaminn þarf á hreyfingu að halda. Því er ráð að standa upp og arka hressilega um gólfið. Þetta er mjög mikilvæg æfing því að hún kemur í veg fyrir stirðleika í vöðvum, þreytu og trega blóðrás í fótum. ÞANN 8. ÁGÚST HEFST SKYNDI- SALAN! HVAR?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.