Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
Skilnaðarráðgjöf og
skilnaðarmeðferð
Rætt við Sigrúnu Júlíusdóttur, yfirfélagsráðgjafa á Landspítalanum
tign og helgi hjónabandsins og
kærleikssambúð kristinna
manna."
Kærleikssambúð þýðir fyrst af
öllu að sýna góðsemi. Sá sem elsk-
ar vill gera hinum aðilanum gott
eitt til. Af skorti á slíkri framkvæmd
sprettur allur vandinn í einni eða
annarri mynd, eigingirnin ríkir í
staðinn. Góðsemi merkir að segja
hlý orð hvort við annað, að finna
upp á því sem gleður og um leið
að þakka það góða sem að er rótt.
Svo megum við ekki gleyma því
að makinn er ekki eign. Enda þótt
hjónabandið þýði samráð og sam-
félag um alla hluti, þá merkir það
ekki að við þurrkum út persónu-
leika okkar við hjónavígslu, heldur
er viðurkennt að hinn aðilinn sé
sjálfstæður einstaklingur, hvað
hæfileika og háttu varðar. En
vissulega verður að læra að taka
tillit hvort til annars og reynast fús
til að breyta því sem veldur erfið-
leikum hins aðilans.
Kærleikssambúð merkir einnig
virðingu og kurteisi, að gera ekki
lítiö úr maka sínum, né bera ágalla
hans á torg, síst frammi fyrir öðr-
um. Allir þurfa á sjálfsvirðingu að
halda, þarfnast þess aö vita að það
sé einhvers virði sem gert er. í
hjónabandi gefst aöilum tækifæri
til gagnkvæmrar heilbrigðrar
sjálfsvirðingar í viðmóti hvors ann-
ars með því að sýna hollustu,
heiðra og þakka. Kristin kærleiks-
sambúð er aö rækta og iðka þá
elsku sem innra býr með því að
gefa hana af sjálfum sér til aðilans
sem trúnaði var heitið við. Með
því einu er hjónabandið skapað
gott frá degi til dags, því við skul-
um ekki gleyma því að ástin er
ekki óumbreytanlegur hlutur sem
unnt er að þiggja frá þeim aöila
sem manni þykir vænt um, án
þess að veita í staðinn. Heldur
verður að leggja rækt við hana í
smáu sem stóru, annars visnar
hún fyrr en varir.
Það kemur fyrir að mér finnst
sem fólk líti til væntanlegs hjóna-
bands sem einhverrar notalegrar
uppsprettu þæginda, þar sem
unnt sé að láta hafa fyrir sér og
gæla við eigin þarfir, án þess að
nokkuð þurfi að veita eða gefa.
En svona hugsun hefnir sín fyrr
en varir, hjónabandsfyrirtækið er
ekki slíkur rekstur að höfuðstóllinn
sé óþrjótandi lind, heldur fyrirtæki
sem veröur að vinna fyrir hörðum
höndum að gangi og slíkt gerist
ekki nema báöir aðilar gefi af sér
og kunni að elska, umbera, fyrir-
gefa, hlúa að og ylja þeim aöila
sem með er gengið í blíöu og
stríðu." VE
“. . . enstundumkemurfólk
það seint að f raun er ekkert eftir
nema skilnaðarvinnan.1' Þessi
staðreynd kemurfram íviðtali
um hjónaráðgjöf og það sem átt
er við með þessum orðum heitir
á fagmálinu ýmist
skilnaðarráðgjöf eða
skilnaðarmeðferð, eftir þvf
hvernig að málum er staðið. Slfk
þjónusta er vaxandi þáttur f starfi
félagsráðgjafa. Við leituðum tii
Sigrúnar Júlíusdóttur,
yfirfólagsráðgjafa við geðdeild
Landspftalans, sem einnlg starfar
ásamt fleirum við ráðgjafar- og
fræðsluþjónustuna Tengsl og
báðum hana að útskýra f hverju
skilnaðarvinna nákvæmlega
felst.
aö má segja að skilnað-
armeðferð beinist ann-
ars vegar að því að
hjálpa fólki með sínar
eigin tilfinningar og til-
finningar í garð makans og hins
vegar að börnunum. Skilnaðar-
vinnan beinist í auknum mæli að
málefnum fólks sem foreldra. Fólk
þarf ekki að skilja sem foreldrar,
þó að það ætli sér að skilja sem
hjón. Það kemur margt fleira til,
en þetta tvennt er það sem einkum
skiptir máli og vinnan beinist að.“
Hvenær er komið
í ráðgjöf
— Hvernig kemur fólk inn í
skilnaðarráðgjöf eða meðferð?
„Fólk kemur stundum til að fá
hjálp við sjálfa ákvarðanatökuna
og í slíkum tilvikum má allt eins
segja að um hjónameðferð sé að
ræða. Svo er hitt að fólk sé búið
að taka ákvörðunina þegar það
kemur og sé þá fyrst og fremst
að leita sér að hjálp við að gera
upp tilfinningar sínar, þannig að
skilnaðurinn verði ekki að heiftúð-
ugum endalokum heldur heiðar-
legu uppgjöri, sem opnar mögu-
leika á hlutlausari umgengni og
jafnvel betri foreldrasamvinnu. I
þriðja lagi getur verið að ræða
áframhaldandi aöstoð til að auö-
velda einstaklingunum aðlögunina
eftir á.“
— Kemur fólk þá f skilnaðar-
ráögjöf samtfmis skilnaöinum?
„Það er ekki alltaf svo að fólk
leiti til ráðgjafa um leið og skilnað-
urinn á sér stað eða áöur. Það er
ekki óalgengt að fólk lelti aðstoðar
okkar allt aö ári eða lengra frá því
að hjónaskilnaðurinn varð, þ.e. um
það leyti sem endurminningar fara
að sækja á og ýmsir erfiðleikar,
sérstaklega varðandi börnin eru
komnir upp á yfirborðið. Þá er
ýmist að báðir aðilarnir komi eða
bara annar. Það má taka það fram
að oft er hægt að bæta mjög mik-
ið þó aðeins sé unnið með öðrum
aðilanum. Alltaf er þó æskilegra
að báðir komi. En sumir eru þann-
ig gerðir að þeir vilja gera hlutina
upp einir með sjálfum sér og vissu-
lega ber að virða það."
Vlljlnn til aö kveðjast vel
— Fólk sem kemur í skilnaðar-
ráðgjöf, er einhver regla á af-
stööu þess gagnvart skilnaöin-
um?
„Mér finnst það nokkuö sameig-
inlegt með þeim sem til okkar leita
að þrátt fyrir allt það sem kann
aö hafa gengið á á undan, þá hafa
skjólstæðingar okkar yfirleitt það
viðhorf að vilja maka sínum vel og
bera hag barnanna fyrir brjósti.
Þeir vilja skilja með sem minnstum
sársauka og með sem mestri
sæmd, þó svo að heiftin, vonbrigö-
in og stoltið geti veriö yfirgnæf-
andi um tíma.
Það er stundum sagt að börnin
gleymist í skilnaöinum, en mín
reynsla er sú að fólk hefur mikla
þörf fyrir að ræða þau og þeirra
mál og fá hjálp við að bregðast
við á heppilegan hátt gagnvart
þeim."
Skilnaður gagnvart
börnum
— Koma börn þá inn í sjálfa
skilnaðarvinnuna?
„Já, þau koma oft inn í skilnaðar-
meðferðina. Ég tel ekki heppilegt
að þau séu þátttakendur í sjálfri
ákvarðanatökunni, en hins vegar
að þau geti tjáð sínar tilfinningar
og óskir um hvernig málum verði
háttað. Það er heppilegra að for-
eldrarnir taki sjálfir ákvörðunina
um skilnaðinn og verndi börnin
fyrir of mikilli ábyrgð gagnvart
skilnaðinum. Það er oft stutt í
ýmiskonar ímyndun hjá börnum,
m.a. um að þau eigi einhverja sök
á skilnaðinum, sem foreldrar verða
að vernda þau fyrir. Ég tel ekki
heppilegt að börn séu sett í þá
aðstöðu að velja eða hafna öðru
foreldrinu. Hins vegar ber að gefa
börnunum skýr og einföld svör við
spurningum þeirra varðandi skiln-
aðinn."
Samvinna ráðgjafa
og lögfræðings
— Hvar er fólk á vegi statt
gagnvart skilnaðinum þegar það
leitar til ykkar?
„Það er mjög misjafnt. Stundum
er annar aðilinn búinn að taka
ákvörðun á meöan hinn ber ennþá
veika von í brjósti enn um að ekki
komi til skilnaðar. Það er líka til í
dæminu að annar aðilinn sé að
leita sór hjálpar fyrst og fremst til
að yfirvinna sektarkennd gagnvart
hinum aðilanum, eða sé hreinlega
að „skila hinum aðilanum af sér“
í meðferð eða ráðgjöf og þannig
að sjá til þess að einhver hjálpi
honum.
Svo er þriðji þátturinn í skilnað-
arvinnunni, fyrir utan ráðgjöf og
meðferð, sem hefur mikið verið
að ryðja sér til rúms bæöi í Banda-
ríkjunum og á Norðurlöndunum og
á vonandi eftir að aukast hér. Það
er skilnaðarmiðlun — sem taka
skal fram að á ekkert skylt við
hjónamiðlun. En skilnaðarmiðiunin
er einskonar samningsgerð þar
sem ráðgjafi og lögfræðingur vinna
samhliða með hjónum sem eru að
skilja, að því markmiði að ná sam-
komulagi sem báðir aðilar geta
sætt sig við. Hvorugur fær ef til
vill fullkomlega fram sinn vilja með
samkomulaginu en það er fundinn
millivegur sem bæði hjónin geta
sæst á.
Ég er mjög hlynnt þessu fyrir-
komulagi. Fyrst og fremst vegna
þess að vinnan miðast við að laða
fram styrkleika beggja og koma
auga á nýja möguleika og leiðir
sem er grundvallarbreyting frá
vinnutilhögun þar sem komin er
upp mikil forræðisdeila, harka á
báða bóga og báðir aðilar keppa
að því að finna hvaðeina sem
hægt er til að klekkja á hinum
með. Slík vinnubrögð eru niður-
brjótandi fyrir þátttakendurna og
bitna óvægilegast á þeim sem síst
skyldi, börnunum."
— Er skilnaðarmiðlunin af
hálfu fólagsráðgjafa öðruvfsi en
skilnaðarráðgjöf?
„Skilnaðarmiðlunin er skýrt af-
mörkuð vinna og það er gengið
hreint til verks um hvernig staðið
skuli að málum varðandi fjárhag
og hvernig forræðis- og umgengn-
ismálum skuli háttað. Reynslan
hefur sýnt að þar sem skilnaðar-
miðlun stendur til boða, er mun
minna um harðvítugar forræðis-
deilur. Miðlunin byggir á því að
báöar greinarnar sem að henni
standa, ráðgjafinn og lögfræðing-
urinn, sjái metnað sinn í að sættir
náist sem fyrst með hagsmuni allr-
ar fjölskyldunnar fyrir augum."
Ástæöur skilnada
— Ástæðurnar sem fólk gefur,
þegar það kemur í skilnaðarráð-
gjöf, eru þær að einhverju leytl
algildar, t.a.m. hvað varðar aldur?
„Já, aldurinn skiptir máli, eða
öllu heldur á hvaða lífsskeiði fólk
er. Yngri aldurshópurinn hefur oft
HVER ER RÉTTUR MNN1
Til að fá upplýsingar um rótt fólks
f hjónabandi og sambúð var leitað
til Ingibjargar Bjarnardóttur
lögfræðings og Kristjáns
Ólafssonar hdl. sem starfa hjá
Lögfræðiþjónustunni hf.
Hjónaband eða sambúö?
Eitt af því sem fólk þarf að hyggja
að þegar það velur sér sambúöar-
form, hjónaband eða óvígða sam-
búð, er það hve réttarstaðan er
ólík.
„Munurinn er einkum fólginn í
því að lög ákveða hvaða reglur
gilda um réttindi og skyldur fólks
í hjónabandi og um fjármál þess í
hjónabandinu, við skilnaö og and-
lát. Um óvígða sambúð gilda engin
lög sem ákvarða réttarstöðu fólks
í sambúð eða við slit hennar.
Sem dæmi um þennan mun má
nefna, að ef til skilnaöar hjóna
kemur þá er meginreglan sú að
hreinar eignir þeirra skiptast til
helminga milli þeirra.
Við sambúðarslit fólks í óvígðri
sambúð gildir helmingaskiptaregla
hjúskaparlaga ekki, jafnvel þótt
sambúð hafi staöið lengi. Tekur
hvor sambúðaraðili það með sér
sem hann kom með í sambúðina
og það sem hann hefur fengið í
arf eða gjöf. Um erfðarétt er það
að segja að hjón erfa hvort annað
en sambúðarfólk ekki.
Þó að löggjafinn hlúi að hjóna-
bandinu sem sambúðarformi með
itarlegri löggjöf, þá er nú á síðustu
árum farið að örla á löggjöf er
varðar óvígða sambúð. Sem dæmi
um það má nefna að með setningu
laga nr. 13/1986 þá gefst sam-
búðaraðilum kostur á að óska eftir
opinberum skiptum ef til ágrein-
ings kemur við slit sambúöar og
sér þá skiptaráðandi um bússkipt-
in.“
Kaupmálar
Ef fólk sem hyggst ganga í
hjónaband eða er í hjónabandi vill
vikja frá helmingaskiptareglunni
þá getur það gert með sér svo-
nefndan kaupmála.
„Kaupmáli er skriflegur samn-
ingur, sem þarf að skrásetja hjá
fógeta. Með kaupmála getur fólk
til dæmis ákveðið að tiltekin eign
eða eignir skuli vera séreign ann-
ars, að arfur sem öðru kann að
hlotnast verði séreign þess og svo
framvegis."
Að sögn þeirra Ingibjargar og
Morgunblaðið/Sverrir
Kristján Ólafsson hdl. og Ingibjörg Bjarnardóttir lögfræðingur
Kristjáns er nokkuð um að f
geri með sér kaupmála en
þeirra mati er það ekki nærri nó
algengt ennþá.
Vildu þau sérstaklega bendi
að þegar eignir hjónaefna va
mismiklar, annað ætti verulec
eignir í samanburði við hitt og e
þegar fólk hygðist ganga í hjói
band öðru sinni og ætti börn fy
þá væri hyggilegt fyrir þetta f
að gera með sér kaupmála.
„Þennan kost ætti fólk endilc
að skoða. Kostnaðurinn við gi
kaupmála er hverfandi lítill mií
við þá hagsmuni sem kannski <
í húfi.
Kaupmála má gera hvort heli
er á undan hjúskap eða á med
á hjúskap stendur. Mun hagsta
ara er þó að láta skrásetja kai
mála fyrir hjúskap þar sem skr
ingargjöldin eru lægri en ef ka
máli er gerður í hjúskap."
Þá er athyglisvert að foreld
geta tekið sérstaklega fram í erf
skrá sinni að arfur barna vé
séreign þeirra og óviðkoma
sameiginlegum eignum í hjúsl
erfingjans.