Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
C 9
■SÍflJ.M)lL>IÍFÍLVN>U
Að setjast niður
með sínum presti
Rætt við séra Guðmund Óskar Ólafsson
Einn er sá ráðgefandi aðili sem
hjón í skilnaðarhugleiðingum
komast ekki hjá að ræða við og
það er prestur viðkomandi
sóknar. Það er fverkahring
presta að gefa út sáttavottorð
og án slfks vottorðs verður Iftið
úr löglegum skilnaði. Þvíkann
svo að vera að prestar sjái öðrum
ráðgjöfum fremur fólk sem þegar
er búið að taka
skilnaðarákvörðunina, og að fólk
leiti til t.d. félagsráðgjafa frekar
til að reyna að komast hjá
skilnaði. Hins vegar er verksvið
sálusorgaranna mun meira og
víðtækara í þessum málum en
að skrifa upp á sáttavottorð, eins
og fram kemur hér í máli
Guðmundar Óskars Ólafssonar,
sóknarprests f Neskirkjusöfnuði,
en eitt af hans nær daglegu
verkum, eins og annarra presta, '
er að ræða við hjón sem eiga f
erfiðleikum og hyggja á skilnað
og hjálpa þeim við að leysa úr
sínum vandamálum. En leitar fólk
til kirkjunnar manna um ráð áður
en í þrot er komið, eða kemur
það einungis eftir
sáttavottorðinu?
að er því miður of al-
gengt að við prestar
sjáum ekki þetta fólk
fyrr en skilnaðurinn er
í raun um garð geng-
inn. Fólk er kannski búið að búa
sitt í hvoru lagi um nokkurn tíma
og þriðji aðilinn jafnvel kominn inn
í myndina. í huga þessa hóps er
heimsóknin til prestsins bara
formsatriði. Auðvitað er það líka
alltaf matsatriði í hverju tilviki fyrir
prestinn hvort hægt er að leita
úrræða fyrir hjónin. Það fer eftir
aðstæðum og einstaklingum og í
sumum tilvikum er það Ijóst nokk-
uð snemma að skilnaður er óhjá-
kvæmilegur eins og málum er
komið. En svo er líka stór hópur
fólks sem leitar til presta um úr-
ræði, áður en nokkur ákvörðun er
tekin um skilnað eða áframhald-
andi hjónaband."
Sambúð ósjaldan
framhaldið
— Er mikið um að fólk sem er
búið að taka ákvörðun um að
skilja, breyti henni eftir samræð-
ur við sinn prest?
„Já, það eru oft dæmi þess og
ósjaldan gerist það þrátt fyrir alit
að hjón ákveða að halda áfram
sinni sambúð eftir að við þau hefur
verið rætt. Það hefur þá verið reynt
að ræða í grunn þau ágreinings-
efni sem hæst ber, reynt að kom-
ast fyrir vandann, skilja hann og
skilgreina og viðkomandi aðilar
hafa þá vilja og væntumþykju þeg-
ar til kastanna kemuj-, til þess að
breyta háttsemi eða venjum. Gera
með sér samkomuiag um gang
mála og ætla sér að byggja upp
og skapa sambúð sína góða í stað
þess að rífa hana niður.
Hitt er og algengt að hjón slíti
samvistum um stundarsakir til
þess að gaumgæfa betur tilfinn-
ingar sínar og meta fjarri ástvini
sínum og daglegum árekstrum,
hver grunnurinn var að vandræð-
unum og hvort það góða sem gafst
var meira og dýpra en það sem
erfitt reyndist. Út úr slíkum fjarvist-
um kemur þó nokkuð oft að sest
er á rökstóla að nýju og sambúðin
hafin aftur. En það gerist líka allt
of oft að fólk komi til okkar of seint.
Undirbúningur
hjónabands
Oft, þegar ég gifti fólk og er að
ræða við það fyrir brúðkaupiö, vildi
ég svo gjarna segja svo langtum
meira um þessa hlið mála og brýna
það fyrir brúðhjónunum að vera
óhrædd um að leita til mín ef eitt-
hvað bjátar á í sambandinu. En á
brúðkaupsdaginn eða rétt fyrir
hann er fólk afskaplega bjartsýnt
og allir erfiðleikar eða skilnaður
eru afskaplega fjarstæðir í hugum
þess. Því segir maður þetta meira
undir rós en með berum orðum.
Best væri auðvitað að öll hjónaefni
gengju í gegnum ráðgefandi nám-
skeið áður en til hjónabands kem-
ur.“
— Þú minnist á ráðgjöf. Finnst
þér þá ungt fólk ekki vera nægi-
lega undirbúið fyrir hjónaband?
„Það eru fjarska margir sem
ganga að hjúskap án þess að gera
sér grein fyrir því hvað það er að
lifa og þola með maka sínum og
bera sameiginlega ábyrgð á sam-
bandinu. Eins og það er nú undar-
legt, þá fá menn alia nauðsynlega
fræðslu þegar þeir ganga í ný
störf, en öðru máli gegnir um
hjónabandið — sem er þó meira
starf og afdrifaríkara verkefni en
flest annað.
Kröfuhörð kynslóð
Ég held að fólk geri sér oft af-
skaplega litla grein fyrir því hvað
hjónaband er. Sú kyn-
slóð sem nú er að taka
við er mjög kröfuhörð
fyr.ir sjálfa sig, mjög
síngjörn vil ég kalla það,
og af því stafar mikil
hætta fyrir sambönd.
Þar sem slíkar kenndir
og kröfur eru ráðandi
hlýtur það að leiða til
árekstra. Þegar annar
aðilinn, eða báðir, líta á
sjálfa sig og hjónabandið
að mestu út frá eigin
löngunum og þörfum og
sinna sínu eigin alltaf
fyrst, í stað þess að láta
maka sinn og hans vel-
líðan ganga fyrir. En fólk
verður að gefa af sér
kærleika og iðka hann
með ásetningi, hlúa að
lífgresinu í hjónaband-
inu, það visnar af eigin-
girni og sjálfshyggju, en
blómstrar aðeins við
ástúð, hugulsemi og
nærgætni."
Áfengisnotkun og
peningavandræði
— Vandamálin sem leiða til
skilnaðarhugleiðinga, svipar
þeim oft saman frá einu hjóna-
bandi til annars?
„Þau eru af ýmsum toga, en
margir glíma við erfiðleika sem eru
undan sömu rótum runnir. Ég nefni
fyrst áfengisnotkun, sem er ríkur
þáttur í vandamálum fólks, þó oft
sé erfitt að greina í þeim efnum
hvað er orsök og hvað afleiðing.
Mikilli áfengisnotkun fylgja tíðum
önnur vandamál s.s. tíðar skemmt-
anir, jafnvel bara annars aðilans
og peningavandamál hnýtast
venjulega við mikla áfengisnotkun.
Peningavandræði eru líka oft
ríkur þáttur í vandamálum hjóna
og þá ræði ég um raunveruleg
peningavandræði en ekki það sem
við köllum tilbúin peningavanda-
mál, eins og þegar ekki eru til
peningar fyrir skemmtunum eða
þessháttar neyslu. Ótrúmennska
er enn einn þátturinn, en eins und-
arlegt og það kann að hljóma, þá
virðist hann oft vera yfirstíganleg-
ur.
Þessi vandamál eru nokkuð
áþreifanleg, en hitt er svo að oft
eru þau ekki það skýr að hægt sé
að benda á ákveðnar orsakir.
Vandamálin geta komið til vegna
mismunandi afstöðu fólks til
flestra hluta, ég nefni heimilishald,
tómstundir, skemmtanir í því sam-
bandi og eins vegna mismunandi
menntunar eða ólíkra venja og
hátternis frá upphafi."
Viðhorf til kirkjunnar
sem ráðgjafa
— Þegar fólk leitar til þín,
finnst þér sem það ætlist til aö
fá ráðgjöf eða að það sé ein-
göngu að koma til að verða sér
út um sáttavottorð?
„Fólk kemur oft mjög seint til
presta og margir líta ekki til kirkj-
unnar sem ráðgjafa í þessum efn-
um. Reyndar held ég að það komi
sumum á óvart þegar farið er að
ræða við þá. Yfirleitt reyni ég að
byrja á að komast að því hvort
einhverjar tilfinningar séu eftir og
spyr fólk þá hreint út um það.
Stundum kemur svarið strax, en
stundum ekki fyrr en eftir langan
tíma og ótal aukaástæður. I sum-
um tilvikum hefur fólk aldrei raun-
verulega rætt sín á milli saman í
einlægni og trúnaði, heldur látið
hjónabandið ganga frá degi til
dags á óánægju, af vananum ein-
um eða vegna barnanna. Sem
betur fer er oft hægt að komast
að rótum illgresisins, þannig að
fólk geti á ný farið að vinna saman
og gera með sér nýjan sáttmála.
Vandi okkar prestanna í þessum
efnum felst ekki síst í því að við
sinnum, meðfram öðrum verkefn-
um, kannski mörgum skilnaðar-
málum á viku og í mörgum tilvikum
er um að ræða mál sem þyrfti að
fylgja eftir í nokkrar vikur, mánuði
eða jafnvel ár. En við erum of fáir,
t.a.m. hér i Nessókn eru nær
10.000 sóknarbörn og tveir sókn-
arprestar. Þetta er stóri vandinn
því vissulega á kirkjan að vera
stuðningsaðili fyrir fólk í erfiðleik-
um.“
— Þegar fólk leitar til prests,
er það búið að reyna aðrar leiðir
til lausnar?
„Stundum er það búið að ræða
sín mál við vini eða sér nákomna
ættingja og jafnvel við aðra ráð-
gjafa. Hin dæmin eru líka mörg um
að fólk einfaldlega eigi sér ekki
vini eða ættingja sem það treystir
til að ræða um sín mál við og það
eitt veldur oft óbærilegri kvöl.
Þarna er jafnvel um að ræða fólk
sem hefur aldrei leitað neitt meö
sínar tilfinningar síðan það var við
móðurkné og þegar svo flóðgátt-
irnar opnast verður það oft mjög
erfitt. Mér finnst afskaplega sárt
í okkar kirkju, þaðan sem skrifta-
stóllinn hefði í raun aldrei átt að
hverfa, að kirkjan skuli ekki hafa
mannafla eða frumkvæði við fólk
um að það leiti til. hennar með
þessi mál eða önnur til hjálpar
áður en í óefni er komið."
Af hverju hjónaband
— Er hjónabandið nauðsyn-
legt sem stofnun?
WÞegar sambúðin
erekki yfirlýst
með opinberum
fastmælum er leiðin
greiðari til slita og
sýnilega ábyrgðin
minni gagnvart því að
kasta frá sér skyldum
og kvöðum og hverfa á
braut. En elskan að
baki sambúðar er ekki
tii að leika sér
meðí ^^
tilraunaskyni
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðmundur Óskar Ólafsson, sóknarprestur i' Neskirkju.
„Hjónabandið sem sambýlis-
gerð hefur þótt svo sjálfsagt af
flestum fram á okkar daga, að við
spyrjum líklega sjaldan hvers-
vegna. Bókin bókanna segir að það
sé ekki gott fyrir manneskjuna að
vera eina og að maður og kona
séu sköpuð til þess að lifa saman
í hjónabandi. Það er því sam-
kvæmt Guðs góða vilja að þráin
eftir félagsskap aðila af öndverðu
kyni leiðir til hjúskapar.
Þú spyrð hvort vígslan sé nauð-
synleg. Vissulega má einnig spyrja
hvort að ástin sé ekki einkamál
og hvort ekki sé nægilegt að gefa
hvort öðru loforð. En gleymum því
ekki, að allir eru í þörf fyrir öryggi
og jafnframt tryggð og þess vegna
vill fólk líka gefa þeim sem það
elskar öryggi. Raunverulegur kær-
leiki þekkist á viljanum til að taka
á sig ábyrgð og skyldur fyrir aðra,
án skilyrða.
Öryggið styrkist við þá auglýstu
opinberu ákvörðun sem
hjónavígslan felur í sér. Trú-
mennskan er samofin kærleika og
þess vegna eru reglur og löggern-
ingar við hjónavígslu ekki þvingun-
arþættir, heldur hjálp við að halda
fast um skyldurnar, einskonar vörn
um kærleikann.
En nýstofnað heimili viðkemur
líka fleirum en hjónunum sjálfum
því barn kemur þar við sögu og
er enda markmið hjúskapar, því
þrenningin móðir, faðir, barn er
grundvallandi fyrir viðgang stofns-
ins. Það eru foreldrarnir sem bera
ábyrgð á barninu og hafa til þess
möguleika að veita því elsku, ör-
yggi og fræðslu. Hjónaband er því
meira en einkamál, það viðkemur
komandi kynslóðum og gefur því
ærna ástæðu til að löggjafinn
verndi það.“
Óvígð sambúð
— En hvað um óvígða sam-
búðarformið?
„Mér virðist stundum núorðið
sem löggjafinn hallist að því að sú
sambýlismynd sé æskileg. Ég tel
svo ekki vera af þeim ástæðum
sem ég nefndi varðandi hjóna-
bandið og vígslu. Þegar sambúð
er ekki yfirlýst með opinberum
fastmælum er leiðin greiðari til
slita og sýnilega ábyrgðin minni
gagnvart því að kasta frá sér skyld-
um og kvöðum og hverfa á braut.
Oft lítur þetta út sem tilrauna-
starfsemi með formerkjum á borð
við: Við skulum reyna og láta svo
allt lönd og leið ef það ekki heppn-
ast. En inn í þessa tilraunastarf-
semi blandast svo tilfinningar, allt
eins og um hjónaband væri að
ræða og börn verða til hvort sem
er á reynslutíma eða eftir að bönd
hafa verið vígð. Sársaukinn af upp-
flosnun, að ekki sé talað um ef
slíkt gerist æ ofan í æ, getur aldr-
eiverið af hinu góða. Elskan að
baki sambúðar er ekki til að leika
sér með í tilraunaskyni."
— Finnst fólki sem það þurfi
að vera í hjónabandi til að leita
til prests, eða kemur sambúðar-
fólk einnig með sín vandamál?
„Sem betur fer er það ekki ein-
göngu fólk í hjónabandi sem leitar
ráða hjá prestum, enda erum við
til þjónustu fyrir okkar sóknarbörn
öll, hver svo sem hjúskaparstaða
þeirra er. Það má segja að t.d.
hingað komi fólk á öllum aldri og
í mismunandi hjúskaparstöðu, allt
frá hálfgerðum unglingum og einn-
ig aldrað fólk, alveg fram á áttræð-
isaldur. Þó er líklega algengast að
aldurinn sé frá 25 til 30 ára og svo
hópurinn sem er kominn rétt yfir
fertugt.
Oftast konan sem kemur
Hins vegar finnst mér áberandi
í samtölum við fólk í hjónabands-
erfiðleikum að þegar það fer að
leita ráða, þá er oftast annar aðil-
inn sem togar í hinn og oftar en
ekki er það konan. Karlmenn hafa
frekar alist upp i því að þegja um
hlutina og láta þá ganga af sjálfu
sér og það er ríkt í mörgum þeirra
viðhorfið — ef við getum ekki leyst
þetta sjálf þá getur það enginn.
Það er alltaf ákveðin hætta á að
samræðurnar verði erfiðari ef að-
eins annar aðilinn er fús til að tjá
sig og þess eru dæmi að hinn
aðilinn láta aldrei sjá sig.“
— Að lokum, þú nefndir kröfu-
hörku fólks fyrir eigin hönd,
síngirnina, sem rikan þátt f
vandamálum sem upp koma f
hjónaböndum og eins það að fólk
kannski Ifti ekki nægilega til kirkj-
unnar sem ráðgefandi aðila er
það á í vandamálum. Getur það
verið að ein ástæðan sé sú að
kristilegur kærleiki sé ekki nógu
ríkur í okkur nútímafólkinu, t.d.
gagnvart hjónabandinu?
„Ætli nokkur skortur sé eins
auðsær í þessari veröld eins og
skortur á kærleika, allir ættu að
þekkja þann sannleika hvar sem
litið er. Öll boðun kqstninnar hvílir
á þeim grunni að boða Guðs kær-
leika inn í kaldan heim og fylgd við
hann. Það gildir einnig um alla leið-
sögn til sambúðar.
Við sérhverja vígslu er lesið svo-
felldum orðum:„Heyrið nú hvað
frelsari vor Jesús Kristur segir um