Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988
B 5
Markmiðið er að sýna góða
Fyrsta norræna graffíska
þríáriA verður opnað í Norræna
húsinu í dag. Á sýningunni eru
verk sex iistamanna, eins ffrá
hverju NorAurlandanna auk
gests sýningarinnar Mimmo
Paladíno frá Ítalíu. Norrænu
listamennirnir eru Vignir
Jóhannsson frá íslandi, Finn
Richardt Jörgensen f rá
Danmörku, Yngve Næsheim ffrá
Noregi, Krystyna Piotrowska
ffrá SvíþjóA og Tuomo Saali frá
Finnlandi. Sýningin er
boAssýning haldin aA
frumkvæAi Norræna hússins,
og var skipuA
undirbúningsnefnd sem í áttu
sæti Ólafur Kvaran,
listráAunautur, Knut Ödegárd,
forstjóri Norræna hússins og
ValgerAur Hauksdóttir,
formaAur Fólagsins íslensk
grafík. BlaAamaAur haf Ai
samband viA ValgerAi og baA
hana aA segja lítillega frá
sýningunni.
Grafískt
þríár í
Norræna
húsinu
■ Mimmo Paladino: Ur myndröðinni Atlantico
Dúkrista 1987
■ Vignir Jóhannsson: Vólgelding. Einþrykk 1988
■ Krystyna Pitrowska: Sjólfsmynd í fjórum hlutum. Æting og akvat-
inta 1988
■ Finn Richardt Jörgensen: Án titils. Akvatinta og þurrnál 1988
■ Tuomo Saali: Besti vinur logmannsins. Steinprent 1987
ugmyndin að grafíska þríárinu var forráða-
manna Norræna hússins og þeir leituðu
eftir ráðgjöf hjá Félaginu íslensk grafík um
athugun möguleika á slíkri sýningu, þar sem
boðið væri einum eða fleiri listamönnum frá
hverju Norðurlandanna, og miöað við að
sýna það besta sem verið væri að vinna í
grafík í hverju landi fyrir sig á hverjum tíma.
Hugmyndin varð að veruleika og eins og
nafnið bendir til verður norræna grafíska
þríárið haldið í Norræna húsinu þriðja hvert
ár framvegis. Ætlunin er að hver sýning
kanni ákveöið viðfangsefni og á þessari
sýningu er maðurinn sem viðfangsefni í
grafík á Noröurlöndum þemað. Það er líka
stefnan að fá kunna listamenn utan Norður-
landanna sem gesti á sýningarnar og vorum
við svo heppin að fá ítalska myndlistarmann-
inn Mimmo Paladino sem gest fyrsta norr-
æna grafíska þríársins". Hvað geturðu
sagt mér um myndirnar á sýningunni?
„Það er skemmtileg breidd í verkunum,
þótt þema sýningarinnar só maöurinn þá
nálgast listamennirnir viöfangsefniö á mis-
munandi hátt og nota mismunandi tækni
við gerð myndanna. Við höfum hór trérist-
ur, dúkristur, mónóþrykk, steinþrykk, æt-
ingu og Ijósmyndaætingu og allir sem hér
sýna hafa þá tækni sem þeir beita fullkom-
lega á valdi sínu. Það er raunar lögð allt
of mikil áhersla á tækni í umræðum um
grafík, sum viöfangsefni henta einfaldlega
betur til grafískrar úrvinnslu en annarrar og
allt þetta tal um tækni er dálítið hjákátlegt,
það er eins og tónlistarmaður væri alltaf
að tala um hljóðfærið sitt, en gleymdi túlkun-
inni sjálfri. Það ríkja hér á Islandi nokkuð
fastmótaðar skoðanir á því hvað sé grafík
og hvað ekki og svona sýningar eru nauð-
synlegar til að víkka sjóndeildarhringinn og
kynnast nýjum straumum. Við höfðum að
markmiði að velja myndlist eins og hún
gerist best, án allra flokka-drátta og óg
vona að útkoman beri þess vitni að það
hafi verið rétt stefna".
I tengslum við sýninguna mun listfræð-
ingurinn Leslie Luebbers flytja fyrirlestur
um manninn sem viðfangsefni í norrænni
grafík og verður fyrirlesturinn í Norræna
húsinu þann 11. september. Luebbers ritar
einnig formála í syningarskrá þar sem hún
rekur helstu einkenni hvers listamanns fyrir
sig. í lok formálans segir hún: „Saman gefa
þessir fimm listamenn býsna víðtækt yfirlit
yfir það hvernig mannsmyndir eru notaðar
í samtíðarlist og gefa stórgott dæmi um
endalausan áhuga okkar á myndum sem
tala beint út um mannlegt líf og okkur sjálf".
Gestur þríársins, Mimmo Paladino er
fæddur í Paduli á Ítalíu árið 1948. Hann
hefur haldið fjölmargar einkasýningar bæði
í heimalandi sínu og utan þess allt frá árinu
1976. í sýningarskrá er kynning á Paladino,
eftir Giorgio Upiglio, þar sem segir meöal
annars: „Mimmo Paladino er sannur mynd-
prentari. Gagnstætt almennum skilningi á
grafík að hún sé eftirbátur málara og högg-
myndalistar notar Paladino ótal prentað-
feröir sem milliliðalausar tjáningarleiðir, á
þann hátt að bera má saman við verk eftir
Picasso, Johns, Dine og aðra listamenn sem
hafa gert hundruð prenta, ekki aðeins í fjöl-
földunarskyni eða í kaupsýsluskyni, heldur
til skapandi útrásar sem skiptist á við og
fléttast við aðra myndlist".
Vignir Jóhannsson er fæddur árið 1952
á Akranesi. Hann nam viö Myndlista-og
handíðaskóla íslands frá 1974-78 og lauk
þaðan BFA-prófi í grafík. Síðan stundaði
hann framhaldsnám við Rhode Island Scho-
ol of Design og lauk þaðan MFA-prófi í
grafík árið 1981. Vignir hefur haldið átta
einkasýningar á íslandi og í Bandaríkjunum
og tekið þátt í samsýningum viða um heim.
Verk eftir hann eru í eigu Listasafns ís-
lands, Háskóla íslands, Reykjavíkurborgar,
Listasafns ASÍ og Akranesbæjar. Leslie
Luebbers segir um myndir Vignis: „Manns-
myndir Vignis Jóhannssonar togast -rétt
Yngve Næsheim: Skilaboðin. Trérista
eins og okkar innri maður- milli eðlis og
siðmenningar, frummannlegar en með
sjálfsvitund".
Finn Richardt Jörgensen er fæddur í
Óðinsvéum 1949 og nam hjá prófessor Dan
Sterup Hansen við Listaakademíuna. Hann
hefur haldið einkasýningar í heimalandinu,
Skandinavíu og víðar og verk eftir hann eru
m.a. í eigu Nýja Carlsbergsjóösins og Kaup-
mannahafnarborgar. Um verk hans segir
Luebbers: „Mannsmyndir og hlutir sem
fljóta eins og á misjafnlega björtum fægiflöt-
um demants, segja sögu sem verður aðeins
skynjuð en ekki lesin".
Yngve Næsheim er fæddur í Bærum í
Noregi árið 1960. Hann hóf myndlistarnám
árið 1979 og lauk prófi frá Listaakademíu
norska ríkisins 1986. Hann hefur haldið
einkasýningar bæði í Osló og Björgvin og
verk eftir hann eru í eigu þekktustu lista-
safna Noregs m.a. Nasjonalgallerísins og
Riksgallerísins. Yngve hlaut önnur verðlaun
á sýningunni Graphica Atlantica á Kjarvals-
stöðum árið 1987. „Yngve Næsheim virðist
hafa martröðina að myndefni. Hann notar
bleksvartan tréskurð á hinn áhrifamesta
hátt og skapar veraldir hinnar þöglu skelf-
ingar", segir Luebbers m.a. um Næsheim
í formálanum.
Krystyna Piotrowska er fædd í Zabrze í
Póllandi 1949, en býr í Svíþjóð og hafa
Svíar samþykkt hana sem sinn fulltrúa á
þríárinu. Hún hefur stundað nám við lista-
skóla bæði í Póllandi og Svíþjóð og haldið
fjölmargar einkasýningar víðsvegar um Evr-
ópu. Piotrowska hefur tvisvar hlotið al-
þjóðleg verðlaun fyrir list sína og þykir með
sérstæðari listamönnum. Hún notar ein-
göngu eigin líkama sem fyrirmynd í verkum
sínum, „með því að nota Ijósmyndir af and-
liti sínu eða líkama lætur hún okkur vaða
inn á einkamál sín“ segir Luebbers.
Tuomo Saali fæddist árið 1957 í Piela-
vesi í Finnlandi. Hann stundaði myndlist-
arnám við ýmsa skóla í Finnlandi frá 1977
- 83 og framhaldsnám í grafík 1983 - 84.
Hann hefur haldið fimm einkasýningar í
Finnlandi og tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk
eftir hann eru í eigu margra opinberra stofn-
ana og safna í Finnlandi. Um verk Saalis
hefur Leslie Luebbers þetta að segja:
„Myndirnar tjá hina eilífu spennu milli ein-
staklinga en einnig það sem er ennþá eilí-
fara, - það að gefa og taka og breyta, að
nálgast og fjarlægjast".
Norræna grafík þríárið verður opið dag-
lega kl. 14 - 19 til 18. september.