Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988
B 7
Morgunblaðið/Sverrir
örlítið í kampinn. Hann bætir því
við að þessi kynnisför til Barcelona
hafi breytt fyrri heimferðaráætlun-
um til íslands þetta vor þannig að
í stað þess að fara aftur heim hafi
hann flutt til Barcelona. „Síðan hef
ég búið þar og starfað," segir hann.
Ég bið Amald að segja frá Luth-
ier-tónlistarskólanum, hversu stór
hann sé og hvernig kennslu sé hátt-
að. „Luthier-tónlistarskólinn var
stofnaður árið 1979 og í upphafi
voru nemendur og kennarar fáir.
Skólinn hefur síðan stækkað jafnt
og þétt og síðastliðinn vetur voru
nemendur um 400 talsins og kenn-
arar um 20. Luthier-skólinn er al-
mennur tónlistarskóli og um leið
stærsti einkatónlistarskólinn í Barc-
elona. í borginni eru tveir ríkisskól-
ar sem eru stærri en síðan er þama
fjöldinn allur af einkaskólum. Tón-
listarkennsiu er háttað á þann veg
á Spáni að í hverri borg eru einn
til tveir skólar sem njóta stuðnings
hins opinbera en síðan em einka-
Islendingur
við tónlistarkennslu
skólar sem njóta einskis af hálfu
hins opinbera. Margir þessara
einkaskóla em mjög sérhæfðir,
sumir þeirra em kannski bara með
kennslu á strengjahljóðfæri, aðrir
aðeins með píanókennslu svo dæmi
sé tekið. Í þessu tilliti er Luthier-
tónlistarskólinn stærsti einkaskól-
inn í Barcelona því við höfum reynt
að bjóða kennslu í sem flestum
greinum hljóðfæraleiks. Við prófuð-
um t.d. að vera með jassdeild, en
það er sérhæfður skóli í jass í borg-
inni, svo við ákváðum að sinna því
ekki frekar. Við höfum einnig boðið
takmarkaða kennslu í leik á gömul
hljóðfæri, en fyrst og fremst er
Luthier-skólinn almennur tónlistar-
skóli þar sem hægt er að stunda
nám í hljóðfæraleik á strengi, píanó,
blásturshljóðfæri og ásláttarhljóð-
færi,“ segir Arnaldur.
Amaldur bætir því við að eftir
því sem skólanum hafi vaxið fiskur
um hrygg hafi orðstír hans aukist
og kröfur aukist bæði innandyra
og utan. „Til að byrja með vom
teknir þeir nemendur sem buðust,
einfaldlega til þess að reksturinn
gengi. Núna emm við farin að velja
svolítið meira úr og það á sérstak-
lega við um yngstu bömin. Við er-
um með stóra forkennsludeild þar
sem em börn allt niður í þriggja
ára gömul. Algengasti aldurinn er
þó 5-10 ára. Við reynum að velja
svolítið inn í þessa deild því þannig
fáum við betri nemendur útúr henni
þegar kemur að því að þeir snúa
sér að einhveiju ákveðnu hljóðfæri
af alvöru. Einkakennslan ræðst allt-
af dálítið af því kennaraliði sem við
Arnaldur
Arnarson
gítarleikari
í viðtali
höfum á að skipa hveiju sinni; það
kemur t.d. fyrir að við höfum feng-
ið nemendur til okkar sem hafa
lokið námi í konservatoríi borgar-
innar en telja sig geta lært meira
hjá þeim kennumm sem við höfum
á að skipa. En próf frá okkur em
aðeins viðurkennd á lfægstu stig-
um. Þeir sem koma til okkar í fram-
haldsnám verða að taka próf utan-
skóla í viðurkenndu konservatoríi
til þess að fá nám sitt viðurkennt.
Þannig er kerfið þarna m.a. frá-
bmg-ðið því sem hér er.“
Eg bið Arnald að gera saman-
burð á þvi sem er líkt og ólíkt með
uppbyggingu tónlistarkennslu hér á
Íslandi og á Spáni. Hann er fús til
þess, en tekur þó fram að hann sé
ekki kunnugur fyrirkomulaginu
hérlendis í smáatriðum en,
„. . . þó em ákveðin gmndvallar-
atriði sem ég veit þó um og em
afskaplega ólík,“ segir hann. „Tón-
listarkennsla í almenna skólakerf-
inu er mjög takmörkuð á Spáni og
það er í sjálfu sér í höndum stjóm-
enda hvers skóla fyrir sig að
ákvarða slíkt. Það verður einnig að
hafa það í huga að nær allt skóla-
kerfið á Spáni er einkarekið og
spænskum bömum er engan veginn
tryggð skólaganga af hálfu hins
opinbera. Hvað varðar tónlistar-
skólana sjálfa þá er um ákveðinn
gmndvallarmun að ræða á milli
þeirra íslensku og spænsku. Senni-
lega njótum við á íslandi nokkurrar
sérstöðu á Vesturlöndum í þessu
tilliti. Hér em allir tónlistarskólar
á opinbemm fjárlögum, ríki og
sveitarfélög skipta með sér launa-
kostnaði. Hér hafa tónlistarskólar
getað nýtt skólagjöld í eigin þágu
til t.d. hljóðfærakaupa og endumýj-
unar, því laun hafa verið greidd af
opinbemm aðilum. Ég held að þetta
sé einstakt og til mikillar fyrir-
myndar. Nú skilst mér að yfirvöld
séu að reyna að breyta þessu fyrir-
komulagi. Það væri stórt skref aft-
urábak ef hugmyndir um að varpa
þessu alfarið yfir á sveitarfélögin
yrðu að vemleika. Mér sýnist þá
sjálfgefið að tónlistarskólar á
smærri stöðum út um landið leggi
upp laupana. Auðvitað er þetta
dæmi um menningarpólitík stjórn-
valda, að draga úr tónlistarmennt-
un. Á Spáni reyna bæjarfélög að
styðja einn eða tvo tónlistarskóla á
hveijum stað, en þessir skólar em
víðast hvar yfirfullir, aðstaða slæm
og allt skipulag í molum. í Barcel-
ona em tveir slíkir skólar og þeir
fullnægja engan veginn eftirspurn.
Á þessari umframeftirspurn þrífast
einkaskólamir," segir Árnaldur.
„Það er auðvitað ekki hægt að
gera beinan samanburð á mennta-
kerfi landa á norðurslóðum og lönd-
um Suður-Evrópu. Þar hafa Norð-
urlönd auðvitað vinninginn, en um
Spán má segja að á síðustu ámm
séu að verða hægfara breytingar í
átt tii okkar og hið opinbera að
vakna til meðvitundar um skyldur
sínar í þessum efnum. Ég hef t.d.
bent á það að einkaskóli á borð við
Luthier-skólann sé að vinna verk
hins opinbera. Skilningurinn er að
breytast en það gerist afskaplega
hægt. Á móti þessum yfirburðum
Norðurlanda má segja að lönd Suð-
ur-Evrópu hafi vinninginn þegar
litið er til tónlistarhefðarinnar. Hér
á Islandi er t.d. tæpast til nein
marktæk tónlistarhefð. Á Spáni er
hún margra alda gömul,“ segir
Arnaldur.
Ég spyr Amald og Aliciu að lok-
um hvort það sé ábatasamt að reka
einkatónlistarskóla á Spáni.„Nei,
þetta er ekki auðveldur rekstur við
þær aðstæður sem ríkja á Spáni.
Það em til skólar sem setja upp
geysihá skólagjöld og sækjast eftir
úrvalsnemendum. Slíkt verður allt-
af dálítið hjákátlegt því oft verður
þetta frekar spuming um fjárráð
foreldranna en hæfileika nemand-
ans. Ef ég á að vera alveg hreinskil-
inn þá em lög og reglugerðir þann-
ig á Spáni að ef þeim væri fylgt út
í ystu æsar þá væri rekstur einka-
tónlistarskóla gjörsamlega ófær. Á
hinn bóginn er þessi staðreynd óop-
inberlega viðurkennd og flestir ef
ekki allir einkaskólar fara að meira
eða minna leyti í kringum reglu-
gerðir. Þetta gerir hins vegar það
að verkum að reksturinn fær á sig
dálítinn keim ævintýramennsku og
framtíðin verður svolítið óljós við
þessar aðstæður." Arnaldi er greini-
lega óljúft að fara nánar út í þessa
sálma af skiljanlegum ástæðum svo
ég tek hann upp á síðasta orðinu
og spyr um framtíðaráform.
„Þau snúa að Spáni enn um sinn
og rekstri skólans. Ég held samt
góðum tengslum við Island og vil
helst hvergi annars staðar vera yfir
sumarið. Besta fyrirkomulagið væri
ef hægt væri að skipta árinu til
helminga milli íslands og Spánar.
Barcelona er afskaplega þéttbýl og
hávaðasöm borg, þar búa um 3
milljónir manna á litlu stærra svæði
en Reykjavík nær yfir og það er
geysileg hvíld að koma hingað heim
á sumrin,“ segir Arnaldur Amarson
gítarleikari að lokum. H. Sig.
Úr sýningu LR á Hamlet. Sigurður Karlsson í hlutverki Kládíusar kóngs og Guðrún Ásmundsdóttir sem
Geirþrúður drottning.
upp aftur. Þetta er óbreytt sýning
frá því í vor og ég held mér sé óhætt
að segja að hún hafí vakið verðskul-
daða athygli. Engin Shakespeare-
sýning hérlendis hefur haft jafn
mikil áhrif í þá átt að bijóta niður
fordóma fyrir verkum Shakespeares
og sýna þau sem lifandi leikhús en
ekki safngripi. Það er margt sem
taka þarf afstöðu til þegar ákveðin
er uppfærsla á verki eins og Ham-
let. Á að setja það upp út frá þeirri
tímasetningu sem Shakespeare setur
á það, út frá leikhúsinu eins og það
var á dögum Shakespeares, þar sem
allt var sett upp á sama hátt eftir
ákveðinni klisju, eða á að færa verk-
ið til nútímans. Engin þessara leiða
er rétt og óvéfengjanleg í sjálfri
sér, það eina sem ég get fullyrt að
sé rétt er að leikstjórinn taki eigin
afstöðu til verksins og færi það upp
út frá sinni upplifun og sannfær-
ingu. Og hvað sem mönnum kann
að finnast um uppfærslu Kjartans
Ragnarssonar verður því ekki neitað
að hún er heiðarleg og persónuleg
túlkun Kjartans á Hamlet. Það er
Grétar Reynisson sem gerir leik-
mynd, tónlist er eftir Jóhann G. Jó-
hannsson og Pétur Grétarsson og
Hamlet sjálfan leikur Þröstur Leó
Gunnarsson".
„Milli jóla og nýárs kemur upp
söngleikur af alvarlegra taginu,
Maraþondansinn, sem byggður er á
sömu skáldsögu og kvikmyndin They
shoot horses, don’t they? Það er
Karl Ágúst Ulfsson sem þýtt hefur
verkið og verður hann jafnframt
leikstjóri. Það er óvíst ennþá hvar
sýningamar verða, en ljóst að þær
verða utan Iðnós.“.
„Strax eftir áramótin verður
frumsýning á nýju verki eftir Göran
Tunström, og ber það heitið Chang-
Eng eftir aðalpersónunum tveimur,
samvöxnu tvíburunum Chang og
Eng sem fæddust í Siam árið 1811
og fluttust til Bandaríkjanna þar
sem þeir höfðu sitt lifibrauð af því
að sýna sig. Þeir efnuðust ágætlega
og keyptu sér búgarð í Kaliforníu,
þar sem þeir bjuggu ásamt konum
sínum og tuttugu bömum. Konurn-
ar, sem voru systur urðu ósáttar og
flutti önnur þeirra af heimilinu með
sín böm. Uppfrá því eyddu þeir
Chang og Eng einni viku í einu á
hvoru heimili. Þótt þeir væru óað-
skiljanlegir bæði í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu voru þeir um margt
mjög ólíkir og það er hollt fyrir okk-
ur á þessum tímum einstaklings-
hyggju og sjálfsdýrkunar að skyggn-
ast inn í líf þessara bræðra sem
urðu að koma sér saman um alla
hluti, annar kostur gafst ekki. Þórar-
inn Eldjárn þýddi Chang-Eng, leik-
stjóri verður Lárus Ýmir Óskarsson,
leikmyndateiknari hefur ekki verið
ráðinn, en samningar standa yfir við
einn þekktasta leikmyndahönnuð
Vestur-Þjóðveija. Tvíburarnir verða
leiknir af þeim Þresti Leó Gunnars-
syni og Sigurði Siguijónssyni. Þetta
leikrit var fmmsýnt í Borgarleik-
húsinu í Stokkhólmi um áramótin
síðustu og vakti mikið umtal og hlaut
feykigóða aðsókn".
„í seinni hluta janúarmánaðar
kemur á fjalirnar nýtt barnaleikrit,
sem Olga Guðrún Amadóttir er að
skrifa fyrir okkur í samvinnu við
starfshóp um bamaleiksmiðju.
Starfshópurinn var stofnaður sl. vet-
ur og haft samstarf við Melaskóla.
Yngstu bekkimir komu í leikhúsið
til okkar og með þeim var unnnið
skapandi starf í ákveðinn tíma. Þessi
bamaleiksmiðja er tilraun af okkar
hálfu til að komast í nánara sam-
starf við börn, fá vitneskju um óskir
þeirra og langanir varðandi leikhús.
Það er mjög brýnt að ná sambandi
við yngstu hópa áhorfenda og hefur
sá þáttur verið skammarlega van-
ræktur í íslensku leikhúsi. Það verð-
ur Ásdís Skúladóttir sem leikstýrir
bamaleikritinu og leikmynd gerir
Hlín Gunnarsdóttir".
„Síðasta verkefni leikársins verð-
ur svo Þijár systur, eftir Tsjekov.
Það verður frumsýnt fyrir páska og
leikstjóri er Stefán Baldursson. Þá
verða væntanlega byijaðar æfingar
fyrir fyrsta starfsár Borgarleikhúss-
ins, sem verður afhent næsta sum-
ar. Enn er ekki ljóst hvenær sýning-
ar geta hafist þar, en stefnt er að
því að fmmsýning þar verði ekki
síðar en á afmæli Leikfélagsins 11.
janúar 1990. Iðnó er þegar orðið
allt of lítið fyrir þær viðamiklu sýn-
ingar sem þar eru settar upp. Kostn-
aðurinn við hveija sýningu er það
mikill að svona lítill salur stendur
varla undir honum. En það er stefna
okkar og metnaður að efla menning-
arsköpun í landinu og hvað sem líður
virðisaukaskatti og öðmm kostnað-
arauka munum við kappkosta að
halda miðaverði eins lágu og kostur
er. Menningameysla er ekki aðeins
sjálfsagður og eðlilegur hlutur, held-
ur lífsnauðsyn og ekki einu sinni
físksalan er veigameiri þáttur í sjálf-
stæði þessarar þjóðar en hvernig til
tekst á menningar- og listasviðinu".
FB