Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 2
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 ÚR SÖLUM LISTASAFNSI ÍSLANDSI Aft samkomulagi hefur orftift milli Morgunbtaðsins og Listasafns Islands aft birta mánaðarlega Ijósmynd af listaverki f eigu safnsins. Bera Nordal, forstöftumaftur Listasafnsins, mun rita kynningu með hverju listaverki og höfundi þess. Sjálfsmynd. Jón Stefánsson. SJÁLFSMYND EFTIR JÓN STEFÁNSSON Listasafni íslands var nýlega gefin sjálfsmynd eftir Jón Stefánsson. Hér er um að ræða olíumálverk frá árinu 1937 og eru gefendur myndarinnar Ingvar Vil- hjálmsson og börn hans. Málverk- ið er gefið í minningu eiginkonu hans og móður þeirra, Aslaugar Jónsdóttur. Myndir er stór í sniðum, 140x125 cm og er hún nú til sýn- is í aðalsal safnsins. Þetta er stór- fenglegt verk og mikill fengur fyrir safnið. Jón Stefánsson var fæddur árið 1881. Hann var við listnám í Kaupmannahöfn 1903—1908 og í París við einkaskóla Henri Mat- isse 1908—1910. Jón var búsettur í Danmörku um árabil en settist að í Reykjavík 1946, þar sem hann bjó til dauðadags árið 1962. Eftir Jón liggur fjöldi andlits- mynda og var hann eftirsóttur mannamyndamálari. Andlits- myndir hans eru margar hveijar ákaflega sterkar persónulýsingar. Þar nálgast hann viðfangsefnið af sömu myndrænu rökhyggju og væri hann að mála landslags- myndir. Það er fyrst og fremst kraftur og tígulleiki formsins sem fyrir honum vakir að sýna. Á sama hátt og Jón túlkar nakta ásjónu öræfalandslagsins og leitar að innsta kjarna þess, afhjúpar hann fyrirsátann á opinskáan og viðkvæmislausan hátt, en ævin- lega með hógværð og nærau sál- rænu innsæi.. Það er einnig at- hyglisvert hversu mikla áherslu Jón virðist hafa lagt á að koma persónunni fyrir á myndfletinum þannig að nærvera hennar, per- sónueinkenni og líkamsbygging verði trúverðug. Um langan aldur hafa lista- menn málað sjálfsmyndir á ýms- um æviskeiðum og margir notað sjálfsmyndir til könnunar og krufningar á eigin sálarlífí. Jón var einn þeirra listamanna sem notaði sjálfsmyndina í þessum til- gangi og endurspeglar þessi mynd glöggt þá gagnrýni sem Jón ávallt beitti sjálfan sig. Málarinn er 56 ára gamall er hann málar þessa mynd sem er næstum í fullri líkamsstærð. Hér horfir Jón fast í spegilinn, hnar- reistur og kiprar augun á bak við kringlótt gleraugun. Það er sem hann hafi rétt tyllt sér niður fremst á stólsetunni sé í við- bragðsstöðu, tilbúinn að ganga fram og gera nauðsynlegar breyt- ingar eftir gagnrýna skoðun myndarinnar. Hann málar sig í málarasloppnum, með tákn sitt, litaspjaldið, í hægri hendi en pen- silinn í þeirri vinstri, sem er óeðli- legt fyrir rétthentan málara, en hér hefur Jón ekki hirt um að leiðrétta spegilmyndina. Jón velur sér stað í rými vinnu- stofunnar, til vinstri við miðju myndflatarins. Hægra megin við miðju sér inn í hom vinnustofunn- ar. Lóðréttar og láréttar línur herbergisins, svo og stólbakið, mynda fasta umgjörð um líkama hans. Hann málar sig samanrek- inn, þéttan og þungan sem klett og myndar líkami hans stöðugan þríhyming fremst á myndfletin- um. Birtan fellur inn í myndina frá vinstri og lýsir upp andlit og kom- gult hár málarans. Jón notar blæ- brigði gulra lita til að leggja áherslu á mjúk form líkamans og dregur þannig sjálfan sig fram úr óákveðnum dökkum litatónum vinnustofunnar með ljósi og litum. Myndin er máluð sama ár og Jón settist að í Danmörku. Lista- safnið á nokkrar aðrar merkar sjálfsmyndir Jóns og er þessi stór- kostleg viðbót við þær. Færir Listasafn Islands gefendum inni- legt þakklæti fyrir þessa höfðing- legu gjöf. Haustið 1989 mun Listasafn íslands halda yfírlitssýningu á verkuin Jóns Stefánssonar og gefst þá kærkomið tækifæri til að bera þessa sjálfsmynd Jóns saman við önnur verk hans. Fégurðin handan þess ljóta Messí ana T ómasdóttir opnar sýningu í FIM-salnum Messíana Tómasdóttir leikmynda- teiknari og myndlistar- maður opnar sýningu á myndverkum í FÍM salnum við Garða- stræti 6 í dag, 27. ágúst. Á sýningunni eru rýmisverk úr málmi, tré, steini og speglum og myndir unnar með akrýl í pappír. Á sýn- ingunni verð- ur einnig flutt hreyfiverk við söng Ásu Hlínar Sva- varsdóttur, en það verk byggist á ljóð- um og tónlist sem urðu til samhliða rým- isverkunum. Morgunblaðið/Bjami Messíana Tómasdóttir leikmyndateiknari og myndlistarmaður. Það kann að koma ein- hveijum á óvart að Messíana segir að þetta sé hennar fyrsta myndlistarsýning. Messíana hefiir um árabil starfað hér heima og erlendis að leik- myndagerð og brúðuleikhúsi og er með okkar þekktustu leikhús- listamönnum. Messíana fékk starfslaun listamanna til að vinna að þessari sýningu sem opnar í FÍM salnum í dag, en áður hefur hún m.a. hlotið námsstyrk hjá franska ríkinu, dvalarstyrk í Norr- ænu listamiðstöðinni í Sveaborg og starfslaun Reykjavíkurborgar til að vinna að brúðuleiksýning- unni Bláu Stúlkunni. Á síðasta ári hlaut hún svo styrk Menntamála- ráðuneytisins til að vinna að sýn- ingunni Sjö spegilmyndir. Ég spyr Messíönu fyrst hvað felist í þessu heiti: Rýmisverk. „Rýmisverk er mín eigin þýðing á enska orðinu Installation. Til að gera greinarmun á skúlptúr og rýmisverki þá er hægt að segja að rýmisverk hafí einhveija sögu á bakvið sig, einhvetja fílósófíu, en skúlptúr hefur fyrst og fremst fagurfræðilegt gildi. Rýmisverk búa yfir einhverri skírskotun til áhorfandans. Þessi rýmisverk héma mynda ákveðið ferli. Þau eru móðirin, skáldið og Bláa Stúlk- an,“ segir Messíana. Rýmisverkin ásamt hreyfiverkinu sem Ása Björk flytur á sýningunni mynda ákveðna heild og skírskotunin sem Messíana ræðir um kemur fram í ljóðunum sem Ása Hlín syngur við frumsamda tónlist Messíönu. Skáldið hræddist eldinn en leitaði logandi ljósi að fegurð handan þess ljóta að fegurð þrátt fyrir það. Ijóta jafnvel að fegurð i því ljóta en aldrei að fegurð þess ljóta Þannig yrkir Messíana og Ása Hlín Svavarsdóttir syngur en eru tónsmíðar hluti af reglulegri list- sköpun Messíönu? „Nei.tónskáldið sem ætlaði að semja fyrir mig komst ekki til þess fyrir annríki svo ég vogaði mér að gera þetta sjálf. Eg hugsaði með mér að þetta væri eina tækifærið fyrir mig að semja tónlist. Ef ég væri ung núna og ætti að velja myndi ég frekar verða tónskáld en myndlistarmað- ur. Það eru svo mikil tengsl á milli tónlistar og myndlistar. Tón- ar, litir, form og ryþmi eru grunn- hugtök í bæði tónlistinni og mynd- listinni. Það hafa sagt mér tón- skáld að ég vinni leikverkin mín á svipaðan hátt og tónskáld," segir Messíana brosandi. Ég spyr hana um þá yfírlýsingu í sýningarskrá þar sem segir: sýningin ijallar um Jóhann Hjálmarsson skrifar frá Spáni: Spaugari kastar sér Þess er nú minnst á Spáni að liðin eru 100 ár frá fæðingu Ramón Gómez de la Sema. Hann var á margan hátt einstakur í spænsk- um bókmenntum, furðufugl og spaugari, en líka brautryðjandi. Komungur maður kastaði hann sér á eldinn með bók sinni Entr- ando en fuego, en á ritskrá hans eru á annað hundrað titlar. Snemma varð til nýr ismi kenndur áeld við hann, ramonismi, en í honum felst einkum afneitun fullkomleika og reglufestu. Tilgangur lífsins verður ekki skilgreindur, markmið eru hjóm, en mannlegan samhljóm má finna hvar og hvenær sem er. Allt er þess virði að við gefum því gaum. Ramonisminn er dæmigerðast- ur í svokölluðum greguerías. Gómez de la Serna gaf út margar bækur helgaðar þessu skáldskap- arformi, hina fyrstu 1917. Orðið var uppfinning Gómez de la Sema sjálfs, en hefur fyrir löngu unnið sér þegnrétt. I orðabók spænsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.