Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 2

Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 2
2 B MOftGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI „Valur hættulegur andstaeð- ingur" - segirWenger, þjálfari Mónakó ARSENE Wenger, þjálfari Món- akó, var meðal áhorfenda að leik Vals og Vfkings á laugar- dag og fylgdist grannt með Valsliðinu. Valsmenn leika vel en mótstaðan er lítil. Þeir verða örugglega mun beittari gegn okkur. Valur verður hættulegur andstæðingur. Við gerum okkur grein fyrir styrk- leika íslenskra liða og munum vel eftir því þegar Valur sigraði franska meistaraliðið Nantes 2:1 í Reykjavík fyrir nokkrum árurn", sagði Arsene Wenger í samtali við Morgvnblaðið. „Leikmenn nr. 10 (Ingvar Guð- mundsson ), nr. 5 (Atli Eðvalds- son), nr. 7 (Guðni Bergsson), nr. 6 (Sævar Jónsson) og nr. 3 (Sigutjón Kristjánsson) eru allir mjög góðir leikmenn. “ Wenger sagðist ekki vera ánægð- ur með Iið Mónakó í vetur. „Við höfum átt í erfiðleikum og ég er ekki sáttur við stöðu liðsins," sagði Wenger. Mónakó mætir með sitt sterkasta lið, en Mark Hately leikur þó ekki með vegna meiðsla og verð- ur reyndar heldur ekki með í síðari leik liðanna í Mónakó. „íslensk knattspyma hefur verið á uppleið og það sést best á sfðustu leikjum landsliðsins og á leikmönn- um á borð við [Ásgeir] Sigurvinsson og [Amór] Guðjohnsen. Ég á þvf von á að leikurinn verði erííður, “ sagði Wenger, þjálfari Mónakó. Morgunblaöið/RAX Lelkmenn Mónakó æfðu á Laugardalsvelli í gær. Þeim þótti völlurinn lítill og veðrið ekki ekki eins og þeir eiga að venjast. „Þaðerþógras á vellinum núna!“ - segir Glenn Hoddle sem leikur í annað sinn á Laugardalsvellinum GLENN Hoddle ereinn af fáum leikmönnum Mónakó sem leik- ið hefur á Laugardalsvelli. Það gerði hann 1982 með enska landsliðinu og gerði þá jafn- tefli, 1:1. Þetta verður mjög erfíður leik- ur. Við höfum skoðað Valsliðið á myndbandi og það virðist vera sterkt lið. Auk þess segir jafntefli gegn Sovétmönnum mikið um getu íslenska landsliðsins," sagði Glenn Hoddle. „Okkur hefur ekki gengið vel f deildinni en vonumst til að góður árangur í Evrópukeppninni geti bætt ástandið hjá okkur. Völlurinn er lftill en þó skárri heldur en síðast. Það er þó gras á vellinum núna. Svo verður líklega ekki auðvelt að leika í þessum kulda, en við verðum að sætta okk- ur við það. Við munum reyna að leika létta og skemmtilega knattspymu eins og alltaf, en ég held að leikur verði erfiður," sagði Hoddle. Aðspurður um síðari leik liðanna, sagðist Hoddle ekki vilja spá: „Það er fyrst að klára þennan og sjá hvemig fer.“ „Góö knattspyma á ísiandl" Patrick Battiston hefur, eins og Glenn Hoddle, leikið á Laugardals- vellinum. Það var í landsleik með Frökkum 1986. Leiknum lauk með jafntefli 0:0 og Battiston segir að eftir þann leik hafí hann hætt að vanmeta íslendinga. „íslendingar era mjög erfíðir viðureignar á heimavelli og ég held að það sama eigi við um landslið og félagslið," sagði Battiston. Islendingar leika góða knatt- spymu og eiga sterka leikmenn erlendis, til dæmis [Amórj Guð- johnsen. Það er því vart hægt að tala um að ísland sé lítið á knatt- spymusviðinu. Veðrið og völlurinn verða ekki til vandræða. Við verðum að aðlag- ast því eins og öðra og reyna að ná góðum leik,“ sagði Battiston. H I) imbíabi Leikurinn hefst kl. 18:15 LEIKUR Vals og Mónakó hefst kl. 18:15 á Laugardals- velli í dag. Þetta er fyrri leik- ur liðanna f Evrópukeppni meistaraliða. HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐ KORFUBOLTI / URVALSDEILD Landsleikur við Frakka í kvöld Islenska kvennalandsliðið leikur þrjá landsleiki við Frakka í vik- unni. Slavko Bambir hefur valið A og B-lið íslands fyrir leikina. A- liðið leikur við franska landsliðið f dag og á fímmtudag, en B-liðið spilar á miðvikudag. Leikir A-liðsins fara báðir fram í íþróttahúsinu á Varmá. Leikurinn í dag hefst kl. 20.30, en á fímmtudag byijar leik- urinn kl. 18.00. Leikur B-liðsins á miðvikudag hefst kl. 20.30 og verð- ur íþróttahúsinu í Hafnarfirði. A-liðið er skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir: Halla Geirsdóttir, FH, Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram. Aðrir Ieikmenn: Ama Steinsen, Fram, Ema Lúðvíksdóttir, Val, Guðný Guðjónsdóttir, Val, Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjömunni Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, H. Katrín Friðriksen, Val, Inga Lára Þórisdóttir.Víking, Kristín Pétursdóttir, FH, Margrét Theódórsdóttir, Haukum, Ósk Víðisdóttir, Fram, Rut Baldursdóttir, FH Svava Baldvinsdóttir, Víking Eftirtaldlr laikmenn skipa B-iiðið: Markverðir: Fjóla Þórisdóttir, Stjömunni, Sólveig Steindórsdóttir, Haukum, Aðrir leikmenn: Andrea Atladóttir, ÍBV, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Gróttu, Erla Rafíisdóttir, Stjömunni, EvaBaldursdóttir, FH, Guðrún Kristjánsdóttir, Val, Helga Sigurðardóttir, FH, Hrund Grétarsdóttir, Stjömunni, Ingibjörg Andrésdóttir, Sljömunni, IngibjörgEinarsdóttir, FH, Jóna Bjamadóttir, Víking, Þórunn Sigurðardóttir, Haukum, Þuríður Reynisdóttir, Gróttu. Doug Harvey þjálfar UMFG KÖRFUKNATTLEIKSDEILD UMFG róði f gœrkvöldi bandaríska þjálfarann Doug Harvey til að sjá um þjálfun meistaraflokks félagsins fyrir nœsta keppnistfmabil. Harv- ey er nýkominn til íslands frá Afríkuríkinu Guam þar sem hann hefur kennt og þjálfað körfuknattleik ffjögur ár. Astæðan fyrir því að Harvey er kominn til íslands er að eiginkona hans er fyrsti skipti- kennarinn á vegum Fulbright- stofnunarinnar og kennir við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti f vetur. Harvey, sem er 39 ára, sagði í stuttu viðtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki Knstinn Benediktsson skrifarfrá Grindavik haft neina hugmynd um á hvaða stigi íslenskur körfuknattleikur væri og hafði því hugsað sér að sjá um heimilið í stað þess að vinna úti í vetur. Það hefði því verið hrein tilviljun að hann hefði verið til staðar er Grindvíkingar stóðu uppi þjálfaralausir. Hann sagði að sér litist vel á aðstæður f Grindavík og hefði þess vegna gert eins árs samning við félagið. Ástþór Ingason, fyraum KR- ingur og Njarðvíkingur, hefur ákveðið að leika með Grindvíking- um í vetur. Honum líst mjög vel á nýja þjálfarann eins og öðram Grindvíkingum. Nú era öll úrvalsdeildarliðin búin að ráða sér þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. íuém FOLX ■ ÁRANGUR Fram og Vals í evrópukeppni hefur ekki verið sér- staklega glæsilegur, frekar en ann- arra íslenskra félaga. Valsmenn hafa leikið 28 evrópuleiki og er markatalan heldur bágborin; 15:86 andstæðingunum í hag. Sömu sögu er að segja um Framara; þeir hafa leikið 24 evrópuleiki, skorað 11 mörk og fengið á sig 74 mörk. I BESTI árangur Vals í evr- ópukeppni er án vafa árið 1985, þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði franska stórliðið Nantes að velli; 2:1 á Laugardalsvelli. Guð- mundur Þorbjörnsson skoraði þá bæði mörk Vals. Nantes sigraði svo f Frakklandi 3:0, en Valur fékk mjög gott færi fljótlega í leiknum, og hefði það nýst, er aldrei að vita hvemig leikar hefðu farið... ■ MÓNAKÓ, liðið sem Valur mætir í Evrópukeppni meistara- liða var stofnað árið 1924 og hefur sjö sinnum orðið franskur meist- arí. Ellefu leikmenn liðsins hafa leikið með franska landsliðinu og tveir með því enska. Þekktastir eru án efa þeir Glenn Hoddle og Mark Hateley, frá Englandi, en margir þekkja eflaust einnig þá Amaros og Battiston, sem urðu evrópumeistarar ásamt Platini árið 1984. ■ FRANSKA liðið þykir gífur- lega erfitt heim að sækja, en á síðasta keppnistímabili, þegar liðið varð franskur meistari, skoraði það 39 mörk, en fékk einungis á sig 12 mörk. Árangur liðsins á útivelli var hins vegar öllu lakari; því liðið skoraði einungis 14 mörk, en fékk á sig 17. Vöm liðsins þykir vera geysilega sterk, en hún fékk ein- ungis á sig 28 mörk f 38 leikjum. ■ MARK Hateley var mark- hæstur f liði Mónakó á sfðasta keppnistímabili. Hann skoraði 14 mörk þrátt fyrir að hafa misst af 10 leikjum vegna meiðsla, og varð þriðrji markhæsti maður deildarinn- ar. Stjama keppnistímabilsins var samt Glenn Hoddle; hann var kos- inn besti maður keppnistímabilsins, en hann þótti leika snilldarlega á miðjunni, auk þess sem hann skor- aði 8 mörk. ■ RAINER fursti er mikill áhug- maður um knattspyrnu, og má oft sjá hvar hann fylgist með liði sínu spila á glæsilegum heimaleikvangi liðsins. Heyrst hefur að hann muni koma hingað til lands, og fylgjast með viðureigninni við Valsmenn, en hótelsvítur hafa verið pantaðar og óskað hefur verið eftir öflugri löggæslu í sambandi við leikinn. ■ AMOROS, vamarmaðurinn sterki, þótti eiga eitt sitt besta keppnistímabil í fyrra, og var sagð- ur leika í heimsklassa. Hinir vamar- mennimir era heldur engin lömb að leika við, því þar er að fínna nöfn eins og Battiston og Jose Toure, sem lék gegn Val árið 1985, en þá lék hann með Nantes. ■ EITT mesta efni, sem fram hefur komið í franskri knattspymu í langan tfma leikur með Mónakó. Það er hinn 22 ára gamli Youssouf Fofana. Aðrir ungir og efnilegir leikmenn fyrirfínnast einnig í liðinu, og má þá helst nefna þá Dom- inique Bijotat, sem leikið hefur 8 landsleiki, og markvörðurinn Ang- elo Hugue. MBARCELONA verður að leika í varabúningi sínum er þeir mæta Fram í fyrri leiknum, og er ástæð- an sú að of mikið blátt er í búnin- ingi þeirra. Að sama skapi verða Framarar í hvítum varabúningi sínum, þegar leikið verður á Spáni. Valsmenn þurfa einnig að leika í varabúningi, er þeir mæta Món- akó ytra, því búningur franska liðsins er rauður og hvítur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.