Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 3

Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 B 3 HANDKNATTLEIKUR / HM 1993 „Island ekki lakari kostur en Svíþjód“ - segir Curt Wadmark eftir að hafa kynnt sér aðstæður hér á landi Morgunblaöið/RAX Curt Wadmark, formaður tækninefndar IHF, ræðir hér við Jón Hjaltaín Magnússon, formann HSÍ í Höfða. CURT Wadmark, formaður tækninefndar alþjóðahand- knattleikssambandsins (IHF) og Bernhard Thiele forseti þýzka handknattleikssam- bandsandsins og nefndar- maður í tækninefndlnni, eru nú staddir hér á landi i þeim tilgangi að kynna sér aðstæð- ur vegna umsóknar íslend- inga um heimsmeistara- keppnina íhandknattleik 1993. Curt Wadmark, sem kom hingað síðast fyrir tfu árum segir að aðstæður til að halda slíka keppni hafi stórbatnað á þeim tima. Við komuna hingað hef ég sannfærst um að vandamál varðandi fjarskipti, síma og sjón- varp eru mun minni en ég hafði búizt við“, sagði Curt Wadmark í samtali við Morgunblaðið í hinu fræga húsi Höfða, í móttöku sem sem haldin var honum og Thiele. „Það er rétt að ég hef verið mjög efíns um að tæknilega væri hægt hafa keppnina á íslandi og ég hef einnig haft efasemdir um að dæmið gengi upp fjarhagslega. Við í tækninefndinni verðum nefnilega alltaf að hafa fjármál og fjarskipti í huga. Við þurfum meðal annars að sjá um að hand- boltaunnendur i Evrópu getið no- tið keppninnar gegnum sjónvarp og um leið fengið tekjur af slíkum sjónvarpssendingum. Mikil breyt- ing hefur orðið til batnaðar í þess- um efnum á íslandi og er ég því mun opnari fyrir umsókn íslend- inga en áður“, sagði Wadmark. „Álíka góðlr kostir“ Aðspurður um hvort landið hann teldi betri kost fyrir HM 1993, sagði Wadmark að hann teldi ísland ekki síðri kost. „Starf mitt er að vinna að fyrir hand- boltann sem íþrótt en ekki ein- stakt land. Þannig mun ég taka á þessu máli, þótt ég sé frá Svíþjóð, sem keppir við íslendinga um keppnina 1993. Ég tel ísland og Svíþjóð nú álíka góðan kost og ísland ekki lakari“, sagði Wad- mark. Wadmark sagði jafnframt, að heimsmeistarakeppni í skíðaí- þróttum í Svíþjóð 1993, á sama tíma og HM í handknattleik, yrði mjög erfitt dæmi fyrir Svía og yki líkur á að ísland yrði fyrir valinu. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Stórsigur Júgóslava Júgóslavar undirbúa sig nú fyrir handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Seoul. Liðið hætti við þátttöku á mótum þar sem aðrar ÓL-þjóðir voru meðal þátttakenda, en hefur þó leikið fyölda landsleikja í sumar. Nýlega lék liðið gegn Frökk- um. Fyrsta leiknum lauk með jafntefli, 19:19. Júgóslavar unnu svo annan leikinn, 27:21. í þriðja leiknum small svo allt saman hjá ólympíumeisturunum og þeir sigruðu með yfirburðum 30:16. Duranetc þjálfar KA Einn frægasti landsliðsmaður Júgóslava í stað „svikarans" Á FIMMTUDAGINN kemurtil landsins nýr þjálfari KA, Ivan Duranetc. Gengið hefur verið frá ráðningu hans í gegnum júgóslavneska handknattleiks- sambandið og hann mun hefja störf um helgina. Duranetc kemur í stað þjálfarans sem réði sig til KA á fölskum for- sendum, eins og flestum er kunnugt. Ivan Duranetc er einn frægasti handknattleiksmaður Júgóslava. Hann lék 80 landsleiki og skoraði í þeim um 200 mörk. Hann lék lengi með Partizan Belovar og varð m.a. Evrópuipeistari með liðinu 1972. Liðið var stórveldi á þeim tíma með marga júgóslavneska landsliðs- menn innanborðs, varð sjö sinnum júgóslavneskur meistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Duranetc hefur þjálfað lið Partiz- an Belovar og einnig unglingalið félagsins. Flestir telja Duranetc einn besta leikmann sem leikið hefur með landsliði Júgóslavíu og hann var lykilmaður í ólympíuliði Júgóslava 1972. „Hann var frábær leikmaður; einn sá besti," sagði Ivan Snoj, formaður júgóslavneska handknatt- leikssambandsins í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hann hefur staðið sig vel sem þjálfari og ég vona að hann geti bætt fyrir mistök- in sem áttu sér stað þegar svikarinn var ráðinn,“ sagði Snoj. Þá hafa öll liðin í 1. deildinni í handknattleik ráðið þjálfara. faémR FOLK ■ FRAM hefur einu sinni áður mætt spænsku liði í Evrópu- keppni. Það var árið 1974 er liðið lék gegn Real Madrid. Meðal leik- manna liðsins voru þá margir nafn- togaðir kappar, svo sem Paul Breitner, sem skoraði jöfnunar- mark Vestur Þjóðveija gegn Hol- lendingum í úrslitaleik Heims- meistarakeppninnar 1974 og Giinter Netzser, sem einnig gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu. Fram1 tapaði fyrri leiknum 0:2 á Laugardalsvellin- um, en þótti samt hafa staðið sig mjög vel, og síðari leiknum tapaði liðið 6:0. ■ BARCELONA mætir hinu fé- laginu í Barcelona, Espanol, á laugardaginn, en þá hefst spænska deildarkeppnin. Gary Winston Lineker, framheijinn snjalli, sem áður lék með Everton mun ekki geta tekið þátt í þeim leik, vegna veikinda, og að líkindum, mun hann ekki heldur geta leikið gegn Fram á Laugardalsvellinum á miðviku- daginn. ■ GUÐMUNDUR Steinsson, og Viðar Þorkelsson hafa leikið flesta Evrópuleiki fyrir Fram, eða 12 leiki. Á hæla þeim koma Pétur Ormslev og Kristinn R. Jónsson, sem leikið hafa 10 leiki, og Þor- steinn Þorsteinsson, sem níu sinn- um hefur tekið þátt í evrópuleikjum. Ómar Torfason á einnig að baki 10 evrópuleiki, íjóra fyrir Fram og sex fyrir Víking. Þjálfari liðsins, Ásgeir Elíasson bér hins vegar höfuð og herðar yfir hina, hvað leikjafjölda á þessu sviði snertir, því fjórtán sinnum var hann þátt- takandi i evrópuleikjum fyrir Fram. ■ FRAMARAR hafa 24 sinnum leikið evrópuleiki, og verður leikur þeirra gegn Barcelona á Laugar- dalsvellinum 25 leikur þeirra. Flestir hafa leikimir verið í Evrópu- keppni bikarhafa, eða 16 talsins, flórum sinnum hafa þeir leikið í Evrópukeppni meistaraliða' og Íórum sinnum í UEFA keppninni. I DÓMARI á leiknum hér heima verður Pat Kelly frá írlandi og línuverðir verða þeir C.G. McGrath og Michael Caulfíeld. Dómari á leiknum á Spáni verður einn þekkt- asti dómari heims; Michel Voutrot frá Frakklandi, en hann vann sér meðal annars til frægðar að dæma úrslitaleik Evrópukeppninnar, þegar Hollendingar sigruðu Soy- étmenn. 1 LEIKMAÐÚR HELGARINNAR ■ K KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA OmarTorfason m Omar Torfason úr Fram er maður helgarinnar að þessu sinni. Ómar, sem er 29 ára, átti mjög góðan leik og skoraði auk þess tvö mörk gegn KA á laugar- daginn þegar Fram tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu 1988. Ómar þekkir lítið annað en að hampa titlum. Hann varð tvívegis íslandsmeistari með Víkingum 1981 og 1982 og síðan bikar- meistari með Fram 1985. Hann fór síðan í víking og gerðist at- vinnumaður með svissneska 1. deildarliðinu Luzern og lék með því þar til í vor að hann ákvað að koma heim til að aðstoða Fram við að koma íslandsbikarnum í Safamýrina. Ómar hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og ávallt staðið sig vel. Hann er geysilegur keppnismaður og gefur aldrei þumlung eftir. Hann er miðvallarleikmaður og hefur mjög næmt auga fyrir marktæki- færum og er skallamaður góður. Ómar Torfason. Ómar var markahæsti leikmaður íslandsmótsins 1985. „Það var mjög ánægjulegt að skora sigurmakið á laugardaginn sem færði okkur íslandsmeistara- titilinn," sagði Ómar í samtali við Morgunbiaðið. Morgunblaðið/Sverrir Leikmenn Barcelona, sem mæta Fram í Evrópukeppni bikarhafa á morgun, eru komnir til landsins. Á myndinni má sjá tvo stjómarmenn Fram í góðum félagsskap. Frá vinstri: Eyjólfur Bergþórsson, varaformaður knattspymudeildar Fram, José Bakero, spænskur landsliðsmaður, Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, Gary Lineker, markakóngur heimsmeistara- keppninnar 1986 og Halldór B. Jónsson formaður knattspymudeilar Fram. Barcelona mætir Fram á Laugardalsvellinum á morgun, en í dag leika þar Valur og Mónakó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.