Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTT1R
ÞKŒXJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
SKÓR Á ALLA
íSPÖRTU
HANDBALL SPECIAL
Handboltaskór nr. 1.
Nr. 36-48
Verð 3.980,-
HANDBALL SPECIAL
Uppháir. Nr. 39-45.
Verð 4.795,-
sptk ',m*
\ - - |
INDOOR SUPER
Alhliða innanhússskór.
Nr. 34-46. Verð 1.880,-
SOUASH SKÓR - NÝTT
í veggtennis. Nr. 37-46. Verö
3.940,-
VOLLEY BLAKSKÓR - NÝTT
Nr. 37-46'A. Verð 3.940,-
ELDORADO KÖRFUBOLTA-
SKÓR
Nr. 39-47'A Verð 4.950,-
UNIVERSAL
Sigildir, sterkir. Nr. 36-49.
Verð 2.990,-
CONTINENTAL - NÝTT
Mjúkirog mjög þægilegir. Svartir.
Nr. 39-47. Verð 3.950,-
PROCON— NYTT
m/riflás. Mjög sterkir leðurskór.
Nr.31-38. Verð 2.450,-
PROCON- NÝTT
reimaðir. Hvitir m/bláum röndum.
Nr. 31 -38. Verð 2.450,-
MATCH
Gervigrasskór.
Nr. 36-46. Verð 3.850,-
MARATHON TRAININQ
Með albestu hlaupaskónum frá
Adidas.
Nr. 39-47. Verð 5.890,-
JOSS- NÝTT
FLIP
Góðir hlaupaskór eða á götuna. mea riflás.
Ljósgráir.
Nr. 36-47. Verð 3.786,-
Nr. 30-36. Verð 1.440,-
* 1
PICCOLO
smábarnaskór m/riflás.
Nr. 19-26. Verð 2.664,-
DIDI
smábarnaskór. Hvitir m/rauðum
röndum.
Nr. 19-26. Verð 2.657,-
POSTSENDUM UM LAND ALLT
Styrktaraðlli
Ólympíu-
landsliðs
íslands.
KNATTSPYRNA / 1.DEILD
Morgunblaðið/RAX
Ingvar Guðmundsson hefur skorað fyrsta mark Vals í leiknum eftir að hafa einleikið frá miðju og hleypur fagnandi
í burtu (fjær, númer 10). Siguijón Kristjánsson, sem gerði tvö mörk, fylgir á eftir og spymur knettinum aftur í markið. Uti
í teig ræðast þeir við Guðmundur markvörður Hreiðarsson og Hallsteinn Amarson.
Létt æfing fyrir
Mónakóleikinn
Valsmenn hefðu hæglega getað skorað tíu mörk
VALSMENN hefðu hæglega
getað skorað tíu mörk gegn
Víkingum, siíkir voru yfirburðir
þeirra í leik liðanna um helg-
ina. Valsarar létu sér þó nægja
fjögur mörk og léku ekki af
fullri einbeitingu allan tímann.
Víkingar komust aldrei inn í leik-
inn. Þeir fengu aðeins eitt
færi og það kom í lok leiksins þeg-
ar úrslitin voru ráðin. Strax í upp-
hafi var eins og
Víkingar hefðu ekki
trú á sjálfum sér og
fór leikurinn nær
alveg fram á vallar-
helmingi þeirra.
Fyrsta markið skoraði Ingvar
Guðmundsson eftir einleik frá
miðju. Annað markið skoraði Atli
Eðvaldsson af stuttu færi'eftir að
Guðmundur Hreiðarsson hafði varið
skot frá Ingvari.
Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri
hálfleik en í seinni hálfleik var
Guðmundur
Jóhannsson
skrifar
Valur-Víkingur
4 : 0
Valsvöllur, íslandsmótið 1. deild, laug-
ardaginn 3. september 1988.
Mörk Vals: Ingvar Guðmundsson
(17.), Atli Eðvaldsson (45.), Sigurjón
Kristjánsson (52., 73.).
Gult spjald: Sævar Jónsson (50.).
Dómari: Ólafur Lárusson, 8.
Línuverðir: Ámi Arason og Sveinn
Siguijónsson.
Áhorfendur: Um 300.
Lið Vals: Guðmundur Baldursson,
Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristj-
ánsson, Magni Blöndal Pétursson, Atli
Eðvaldsson, Sævar Jónsson (Einar
Páll Tómasson vm. á 67. mín.), Guðni
Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Valur
Valsson, Ingvar Guðmundsson, Guð-
mundur Baldursson (Steinar Ádolfs-
son, vm. á 76. mín.).
Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson,
Þórður Marelsson, Sveinbjöm Jóhann-
esson, Hallsteinn Amarson, Stefán
Hálldórsson, Atli Helgason, Bjöm
Bjartmarz, Hlynur Stefánsson, Trausti
Ómarsson, Atli Einarsson, Lárus Guð-
mundsson.
Víkingsvömin svo opin, að Vals-
menn óðu í dauðafærum. Sigurjón
Kristjánsson hefði hæglega getað
skorað fimm mörk í hálfleiknum en
lét sér tvö nægja. í fyrra skiptið
ýtti hann boltanum inn fyrir
marklínuna eftir þunga sókn en
síðara markið skoraði hann með
skalla og innsiglaði þar með 4:0
sigur Valsmanna.
Valsliðið lék yfirvegað og var
jafnt. Svo virtist sem leikurinn
væri létt æfíng þess fyrir leikinn
gegn Mónakó. Víkingar verða hins
vegar að leika betur vilji þeir sýna
fram á að þeir eigi heima í 1. deild.
Siguijón Kristjánsson, Atli
Eðvaldsson og Ingvar Guð-
mundsson, Val.
„Ánægður með stigin
en lítið annað“
- sagði HalldórÁskelsson eftir sigurinn á Völsungum
ÞÓRSARAR báru sigurorð af
Völsungi á Akureyri um helg-
ina, 2:1. Leikurinn fór fram við
erfiðar aðstæður; rok, rikningu
og kulda og bar hann þess
glögg merki. Fátt var um fína
drætti.
Eg er ánægður með stigin, en
lítið annað get ég verið ánægð-
ur með í þessum leik. Það er rosa-
lega erfítt fyrir lið eins og Völsung
að vera yfír 1:0 og
Reynir fímm mínútur til
Einksson hálfleiks en labba
skrifarfrá síðan inn í búnings-
ureyri klefann 2:1 undir í
leikhléinu. Þeir hreinlágu gáfu okk-
ur sigurmarkið,“ sagði Halldór
Áskelsson, Þórsari, í samtali við
Morgunblaðið.
Þórsarar byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og á 5. mín. átti Kristján
Kristjánsson gott skot af vítateig
sem small í þverslánni. Níu mín.
síðar var Kristján aftur á ferðinni;
hann fékk sendingu utan af kanti
frá Hlyn og nikkaði knettinum lag-
lega framhjá Haraldi í markinu og
að þessu sinni fór hann í stöngina!
Á 29. mín. var komið að Völsung-
um. Jónas Hallgrímsson fékk knött-
inn einn og óvaldaður á markteig
eftir mikinn darraðardans í teig
Þórs en honum brást bogalistin óg
skotið fór hátt yfír. Þremur mín.
síðar náðu Völsungar forystu með
marki Helga Helgasonar. Knöttur-
inn barst til Helga eftir aukaspyrnu
og skoraði hann örugglega af stuttu
færi.
Fimm mín. fyrir lok hálfleiksins
komst Guðmundur Valur inn fyrir
vöm Völsunga og skaut fallegu
skoti framhjá markverðinum og sá
vamarmaður Völsungs ekki aðra
leið að veijast en að verja með hönd-
um og dæmdi Guðmundur dómari
víti. Júlíus Tryggvason skoraði ör-
ugglega úr vítinu.
Völsungar höfðu vart byijað á
miðjunni er Þórsarar náðu knettin-
um að nýju og var send stungusend-
ing inn fyrir vöm Völsunga, ætluð
Kristjáni Kristjánssyni. Haraldur
markvörður hafði öll tök á að ná
knettinum, en missti hann hins veg-
ar klaufalega frá sér — það nýtti
Kristján sér og skoraði laglega.
Síðari hálfleikur var slakur og
fátt sem gladdi augað. Þórsarar
fengu nokkur þokkaleg en þeim
voru mjög mislagðar hendur þegar
upp að marki Völsunga kom.
Þór-Völsungur
2 : 1
íslandsmótið 1. deild - Akureyrarvöll-
ur, laugardaginn 3. september 1988.
Mörk Þórs: Júlíus Tryggvason (víti á
40.) og Kristján Kristjánsson (41.)
Mark Völsungs: Helgi Helgason (32.)
Gult spjald: Ekkert.
Áhorfendur: 474.
Dómari: Guðmundur Haraldsson, 5.
Línuverðir: Haukur Torfason og Ólaf-
ur Sveinsson.
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birg-
ir Skúlason, Siguróli Kristjánsson, Noi
Bjömsson, Kristján Kristjánsson,
Valdimar Pálsson, Halldór Áskelsson,
Júlíus Tryggvason, Guðmundur Valur
Sigurðsson (Einar Arason vm. á 55.),
Jónas Róbertsson, Hlynur Birgisson
(Bjami Sveinbjömsson vm. á 63.)
Lið Völsungs: Haraldur Haraldsson
(Þorfmnur Hjaltason vm. á 46.), Theód-
ór Jóhannsson, Eiríkur Björgvinsson,
Sveinn Freysson, Helgi Helgason,
Skarphéðinn ívarsson, Sigurður Illuga-
son (Skúli Hallgrímsson vm. á 68.),
Unnar Jónsson, Guðmundur Þ. Guð-
mundsson, Ásmundur Amarson, Jónas
Hallgrímsson.