Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRJÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
Glæsivagnar
tröllaskeiðsins
í Detroit
CADILLAC. Nafnið eitt hefur sjarma og yfir því er frægð-
arljómi. Bílarnir hafa verið með áhugaverðustu bílum
sögunnar, allt þartil»lok síðasta áratugar. Þá urðu
þeir bara „venjulegir" og hafa verið fram á síðustu ár.
En, nú státar Cadillac á ný af merkum bíl: Allanté. Ca-
dillac er með elstu merkjum bíla frá Ameríku. Hinir
fyrstu voru smíðaðir í byrjun aldarinnar. Cadillac er einn-
ig eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem mynduðu General
Motors samsteypuna. Cadillac hefur alla tíð verið lúxus-
vagn og löngum í broddi fylkingar með tækni og bún-
að. Cadillac kom, ásamt Chevrolet, með fyrstu V8 topp-
ventlavélina 1915. Cadillac varð fyrstur með rafknúnum
startara, samhæfðan gírkassa, sjálfskiptingu, vakúmbr-
emsur og svo mætti lengi telja. Cadillac hefur alltaf
verið hlaðinn þægindum og fremur verið hugsað um
að sinna þörf kaupandans fyrir fullkominn bíl heldur
en að halda í við kostnaðinn.
Morgunblaðið/Júlíus
Dollaragrín, ekki jafn stórbrotið og það „dollar grin“ sem Detroit bauð á sjötta áratugnum, en óneitanlega glæsilegt.
Þeir frægustu, Sixteen
og Eldorado
1 930 til 1937 var framleiddur
einn sá frægasti, Cadillac
Sixteen með V16 vél. Hún var 165
hestöfl og togkrafturinn var ógur-
legur, 320 pundfet,
eyðslan var 30 á
hundraði og hám-
arkshraðinn 150 km
á klst. Harla gott í
þá tíð. Annar af
frægustu Kádilják-
unum er Eldorado. Hér skoðum við
tvo þeirra sem eru frá þeim tíma
er bílar urðu hvað stærstir í
Ameríku, þó ekki eins stórir og
rétt fyrir stríð, nógu stórir samt.
Fyrsti Eldoradoinn kom fram
1953 og þykir enn vera glæsileg-
asti Cadillac sem hefur verið
smíðaður. Síðan fór lítið fyrir hon-
um, allt til 1967, þegar hann kom
með framdrifí! Þáði útlitið frá Olds
Toronado og tæknihönnun að veru-
legu leyti. Þótti afbragðs bfll. 1971
kom arftaki hans og var smíðaður
nær óbreyttur til 1976, þegar „litli"
Eldoinn kom. Þessir hér eru af ár-
gerðunum 1974 og 1976. Báðir eru
með tuskutoppi og með 500 kúbika
vél upp á 400 hestöfl.
Teppl
Þessir vagnar og aðrir í sama
anda fengu hér á árum áður viðum-
efnið „teppi“. Ástæðan er ofur ein-
föld: Þeir eru langir, breiðir, lágir,
mjúkir og hljóðlátir. Þegar þeim er
ekið, er engu líkara en teppi sé
dregið eftir götunni! Ætla mætti
að slíkir stórvagnar væru fremur
svifaseinir, svo þungir sem þeir eru
og miklir fyrir sér. Það er þó öðru
nær. Þeir skjótast fram ef pinninn
er kitlaður, hestöflin íjögur hundruð
eru ekki bara upp á punt! En, þrátt
fyrir allt aflið er Eldo einstaklega
þýður og hljóður. Horfa þarf á
mælaborðið til þess að vita að hann
er í gangi, ef hann er í kyrrstöðu.
Enginn titringur, ekkert hljóð.
Galdrar ^
Þegar þessir héma tveir vom
smíðaðir, hafði Eldo verið í grand-
vallaratriðum með sama búnaði
síðan 1967. Vélin hafði stækkað
úr 429 kúbikum ’67 í 472 og loks
í 500 árið 1970. 500 kúbik era 8,2
lítrar og er næst stærsta vél í
fólksbíl eftir Síðari heimsstyijöld.
Sú stærsta var 511 kúbik, í Ca-
dillac sjöunda áratugarins. Búnaður
að öðra leyti nálgast að vera hrein-
ustu galdrar. Ef við geram langa
sögu stutta og teljum upp það helsta
er listinn einhvem veginn svona
(sums staðar haldið því tungutaki
sem tíðkaðist á þessum tíma): Leð-
urklæðning, krúskontról (sjálfvirk
hraðastýring), páverbremsur, pá-
verstýri, rafmagnsrúður, rafmagn-
stoppur, sjálfskipting. Auk þess
sjálfvirkur ljósaskiptir, sjálfvirkur
ljósarofí sem kveikir ökuljósin í
myrkri, sjálfvirkar samhæfðar læs-
ingar, sjálfvirkur hæðarstillir á aft-
urfjöðram, sjálfvirkt rafdrifíð út-
varpsloftnet, sjálfvirk miðstöð með
hitastilli, læsivöm á bremsum, sjálf-
virk slepping handbremsu (sem er
að sjálfsögðu fótstigin), stýrisskipt-
ing og fleira og fleira.
Ævlntýri
Það er engu nema ævintýri líkt
að aka slíku teppi um götumar. Svo
dúnmjúkt og fyrirhafnarlaust. Eng-
inn bfll til æsingsaksturs miðað við
1
Morgunblaðið/Bjarni
Þéttlr á valll, Cadillac Eldorado 1976 og 1974.
BÍLAR
Þórhallur
Jósepsson
skrifar
Morgunblaðið/Júiius
Öll innréttingin er með sama brag: Pottþétt, stílhrein og glæsileg. Og svo er hún þægileg líka og nóg er plássið.
sportbfla, en getur tekið á sprett
ef þarf. Vælir hátt ef pinninn er
trampaður niður. Það getur þurft
að læðast ofurvarlega fyrir hom.
Þessi vagn er með lengsta húddi
sem Detroit bíll hefur haft frá
stríðslokum! Það tekur tímann sinn
að komast nógu langt til að sjá
fyrir hom! Maður svífur hljóðlaust
í sjöunda himni, dásamlegur sól-
skinsvagn fyrir sunnudagsbfltúrinn!
Þesslrtveir
Þessir tveir era áþekkir. Örlítill
útlitsmunur, en breytir ekki heildar-
myndinni. Glæsivagnar, fulltrúar
tröllatímans í Detroit. Þeir vora
keyptir hingað notaðir í vetur frá
Ameríku, í prýðisgóðu standi og
lítið eknir. Safnarabók bílasíðunnar
segir að gangverð þeirra vestra sé
á bilinu frá 3.000 til 13.000 dollar-
ar, fer eftir ástandi. Það era á gengi
dagsins um 140.000 til 700.000
krónur. Bókin spáir því að þeir
muni hækka um 15% á næstu fímm
áram, sem er all gott. Og víst munu
þeir endast þessi fímm ár og önnur
fímm og enn önnur. Þetta er ódrep-
andi „gott, gamalt Detroit jám!“
eins og Kaninn segir, ekkert dósa-
blikk eða plastrasl!
Morgunblaðið/Bjarni
Rafdrlfnar rúður, fjarstýrður speg-
ill með innbyggðum hitamæli, hvítt
eðalleður, sjálfsagður og venjulegur
búnaður í Eldorado.
Morgunblaöiö/Bjarni
Eldorado 1974.