Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988
Astir og stjómmál
menning og draugar
Höfundurinn,
Ragnar
Arnalds.
SEINASTA leikár Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó
verður opnað áhorfendum næstkomandi fimmtu-
dagskvöld, 22. september. Fyrsta frumsýning leik-
ársins er á nýju íslensku verki, Sveitasinfóníunni,
eftir Ragnar Arnalds, en eins og leikhúsgestir
muna örugglega var fyrsta verk Ragnars, Upp-
reisn á ísafirði, sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur
árum, við góðan orðstír.
Uppreisn á ísafirði vann Ragnar upp úr atburðum
sem áttu sér i raun og veru stað; setti atburðina
inn í skáldskapinn — atburði sem byggðu á pólitísk-
um væringum, sem urðu smám saman persónuleg-
ar milli þeirra Skúla Thoroddsen og Lárusar
Bjarnasonar. í Sveitasinfóníunni er Ragnar á allt
öðrum slóðum, þó enn taki hann hlutina léttum
tökum. Leikritið gerist í þröngum dal, Fossárdal,
milli hárra fjalla, einhvers staðar fyrir vestan,
norðan eða austan fyrir tveimur áratugum. í næsta
nágrenni við þessa sveit er þorpið Tangi og þar
hafa menn áhuga á að koma upp stóriðju og
byggja virkjun í dalnum, en þar er líka mikill
menningaráhugi og meiri drykkjuskapur en góðu
hófu gegnir, að minnsta kosti að áliti margra í
þessari sveit.
Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson,
Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlistina, leik-
mynd og búningar eru eftir Siguijón Jóhannsson,
lýsingu annast Lárus Björnsson og leikendur eru
Orn Arnason, Valgerður Dan, Sigríðiir Hagalín,
Valdimar Öm Flygenring, Margrét Ákadóttir,
Þorsteinn Gunnarsson, Edda H. Backman, Sigurð-
ur Karlsson, Jón Hjartarson, Gunnar Eyjólfsson,
Steindór Hjörleifsson og Jakob Þór Einarsson. Auk
þess koma nokkur böra fram í sýningunni; þau
Guðjón Kjartansson, Flóki Guðmundsson og Helga
Kjartansdóttir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ólafur, læknir, formaður virkjunarstjómar (Jakob Þór Einarsson)
vitjar Báru gömlu í Tungu (Sigriður Hagalín). Dóttir hennar, Soffia
(Valgerður Dan), fylgist með.
Systkinin Soffía(Val-
gerður Dan) og As-
geir hreppstjóri og
oddviti í Tungu (Om
Árnason) era umboðs-
menn Pósts og síma.
Örlygur (V aldimar
Öra Flygenring),
bóndi á Illagili, stór-
sjarmör, stórsöngvari
og stórbruggari, y(jar
sér í réttunum.
Þórdis á Fossi (Edda Heiðrún Backman), vænlegur kvenkostur, dótt-
ir séra Jósefs og Örlygur á Illagili fara með hlutverk elskendanna
i sinfónísku verki Alexanders sýslumanns. En er þeim það Ijúft eða
leitt?
Emma (Margrét Ákadóttir), þýskættuð kona Örlygs, spjallar við karlana, þá Munda bónda (Jón Hjartar-
son), Björa stórbónda á Grund (Sigurður Karlsson), séra Jósef (Þorsteinn Gunnarsson) og Friðrik lög-
reglumann á Tanganum (Steindór Hjörleifsson).
I