Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 C 3 ISveitasinfóníunni mœt- ast fulltrúar flestra starfsstétta og mann- gerða í íslenskri sveit; sýslumaður, hreppstjóri, prestur, læknir, stór- bóndi, kotbóndi, drykk- felldur rusti, ung brjóst- góð heimasæta, gömul, dulræn, góð kona, þýskættuð valkyqa, fanatísk húsfreyja og ótal fleiri. Ástin bloss- ar, pólitíkin logar og ýmsar ófyrir- sjáanlegar uppákomur leynast á hveiju strái. En hverskonar leikur er Sveitasinfónían, söngleikur, harmleikur, gamanleikur? Ætli leikurinn sé ekki helst í ætt við gamanleiki," svarar höfundur- inn, Ragnar Arnalds. „Annars finnst mér alltaf óþarfí að höfundur sé að setja svona merki á verk sín. Nú til dags er gjaman blandað sam- an gamni og alvöru. Þama em náttúrulega háalvarlegir tónar, þótt stíllinn sé í hina áttina. Þetta er leikrit um ástir og stjómmál — menningarmál og drauga, fyrir ut- an að fjalla um lífið og tilveruna. En hvers konar leikrit þetta er ... Það er best að áhorfendur dæmi um það. Sjálfum sýnist mér þetta hvorki Rætt við Ragnar Arnalds nýjasta leikrithans, Sveitasinfóní- una, sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur næstkomandi fimmtudag vera stofudrama né sálfræðileg pæling, heldur miklu frekar þjóðlífslýsing. í leikritinu em mörg stór hlutverk en ekki bara eitt sem yfirgnæfir öll önnur.“ Er hægt að skrifa gamanleik- rit án þess að hafa alvarlegan undirtón? „Nei. Það er mín hjartans sann- færing að það sé ekki hægt. Ég held að gamanleikrit sem er bara grín verði ekkert skemmtilegt. Ál- vara lífsins verður að fylgja með. Nafnið, Sveitasinfónía, þýðir ekki að þetta sé söngleikur. Það er afar lítið sungið í verkinu. Hinsvegar er fléttað saman mörgum söguþráðum í þessum leik, þannig að byggingin er ekkert ólík því þegar tónskáld er að beija saman sinfóníu. En fyr- ir utan þetta tekur leikurinn nafn af hinu „guðdómlega" verki sem sýslumaðurinn hefur skrifað og ætlar að láta vini sína syngja á menningarhátíð Fossárbúa. Menningarstarf í sveitum er eitt helsta stefið í þessu verki. Þar er ég auðvitað að vegsama og prísa hina miklu alþýðumenningu sem löngum hefur þrifist í landi okkar — bæði í formi bókmennta og, á þessari öld, í gríðarlegu tónlistar- starfi um allt land, auk leiklistar áhugamanna. Sýslumaðurinn er tákn fyrir þetta fólk sem hefur lyft þjóðinni á hærra menningarstig með þrotlausri vinnu." En býr menningin ekki aðal- lega í Reykjavík? Menningin dafnar í Reykjavík, en undirstaðan er auðvitað hin víðtæka alþýðumenning um land allt. Við hefðum aldrei eignast stór- skáld nema af því hvað bókmennta- áhugi er almennur og blómleg leik- hússtarfsemi í Reylq'avík byggir á áratuga langri vinnu áhugafólks í leiklist úti um land allt. Mér hefur fundist nauðsynlegt að styðja vel við áhugafólk í leiklist. Ég er ekki að gera lítið úr þeim sem hafa list- ina að atvinnu. En hvaðan hafa flestir stórsöngvarar okkar komið, ef ekki úr kórastarfi eins og sýslu- maðurinn í Sveitasinfóníunni stend- ur fyrir? Annað stef er hreppapólitíkin og átökin um byggingu stífluvirkjuhar. Virkjunarmálið er reyndar meira í bakgrunninum. Þessi saga hefur oft gerst hér á landi; hagsmuna- árekstrar hafa orðið út af byggingu virkjana sem leggja mikið land und- ir vatn og harðar deilur orðið innan hreppsnefnda út af afstöðu til þess- ara mála. Ég er ekki með neina tiltekna virkjun í huga; þetta er almennt spursmál. Inn í þetta kem- ur svo spumingin um eyðingu byggða og fólksflótta úr sveitinni. Það er eftirsjá að blómlegum byggðum sem fara í eyði. Eg er talsverður sveitamaður í mér, þótt ég sé borgarbam. Við hjónin tókum að okkur að stjóma Varmahlíðarskóla í tvö ár og þá kynntumst við hinu fjölskrúðuga menningarlífí sem þrífst í Skaga- firði. Þar að auki var ég alltaf í sveit, sem krakki, í einni fegurstu byggð á landinu — Vatnsdal í Húna- þingi. Það hefur auðvitað haft sín áhrif. Eru virkjanir og stóríðja þ& að flæma fólkið burt úr sveitun- um? „Felst pólitísTkur boðskapur í virlq'unarstefinu? Leikrit er saga um fólk og atburði og á ekki að gefa svör við pólitískum spumingum. Þeim svara ég á öðrum vettvangi. En leikritið er þjóðlífslýsing; dregið er fram hvemig blómlegar byggðir grisjast og lýst hagsmunaárekstr- um í samskiptum sveitafólks og þéttbýlisbúa. Persónumar þrasa svolítið um mál sem greinilega er orðið þræipólitískt I héraðinu en þær gera það á eigin forsendum en ekki sem málpípur mínar. Hesturinn Stjami þjónar mjög veigamiklu hlutverki í leiknum, þótt hann sé utansviðspersóna. Það er mjög skagfírskt, því eins og alþjóð veit þá em Skagfírðingar miklir hestamenn." Stjarni virðist alltaf vera ná- lægur þegar ástamálin ber á góma. Eru Skagfirðingar líka miklir kvennamenn? „Já — ástamálin em meginstefið í þessu verki, en það er nú kannski meira sammannlegt. Ég veit ekki hvort Skagfirðingar em nokkuð kvensamari en aðrir menn. Sveitamaður sem skrífar um sveitamenningu. Mér hefur veríð sagt að þú ætlir að leikstýra þínu eigin verki hjá Leikfélagi Skaga- fjarðar i vetur og að kona þín, Hallveig, ætli að leika þar. „Forystumenn Leikfélags Skaga- fjarðar komu að máli við mig í vor og spurðu hvort ég hefði ekki eitt- hvað handa þeim að sýna og við höfum velt vöngum yfír því hvort hægt sé að setja Uppreisn á ísafirði upp í Varmahlíð um jólin. En þetta er nú bara á undirbúnings- og hug- leiðingastigi ennþá. Ég tók mig til í sumar og bjó til nýja útgáfu af Uppreisninni. Hún er hálfri klukku- stund styttri en sú sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og ég fækkaði per- sónum um tíu til að auðveldara sé að setja leikritið upp hjá áhugaleik- félagi. En eftir sem áður þurfum við 25-30 manns til að taka þátt í sýningunni, þannig að það er ekki útséð með hvort okkur tekst að manna leikinn eða hvemig leik- stjóm verður háttað. Það hefur komið til tals að ég leikstýri Uppreisninni sjálfur í sam- vinnu við konu mína, sem hefur mikið fengist við leiklistarmál, og steig reyndar sín fyrstu spor á leik- sviði í Varmahlíð fyrir 18 árum. Hvort þetta verður mögulegt er ekki ljóst ennþá. Það gæti líka orð- ið mikið annríki í stjómmálaheimin- um á næstu vikum og við ákveðum ekkert fyrr en um miðjan október þegar við vitum hvort við fáum nógan mannskap." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Grafík frá Tamarind SÝNING Á BANDA- RÍSKUM STEINPRENT- MYNDUM Á KJARV- ALSSTÖÐUM Menningarmálanefnd Reykjavíkur og Menningarstof nun Banda- ríkjanna gangast fyrir sýningu á bandarískum steinprentmyndum sem verður opnuð að Kjarvals- stöðum í dag kl. 14.00. Á sýmngunni eru verk eftir tuttugu og tvo listamenn, öll unnin í sam- vinnu við prentara Tamarind stofnunarínnar í Nýju Mexíkó. Það var árið 1960 sem listamaðurinn June Wayne stofnsetti litla steinprentvinnustofu við Tamarind Avenue, litla hliðargötu í Hollywood. Þá var stein- prentið lítið stundað í Bandaríkjunum og þurftu lista- menn að leita til Evrópu til að fá myndir sínar prent- aðar með þeirri tækni. Eftir margra ára baráttu June Wayne og annarra listamanna og mikla vinnu á Tamarind vinnustofunni var sett á fót við háskóí- ann í Nýju Mexíkó árið 1970 Tamarind stofnunin sem starfrækt er í dag. Sú stofnun hefur aukið veg steinprentsins í Bandaríkjunum til mikilla muna og er nú svo komið að steinprent er ein algengasta prenttækni á grafiskum verkum. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum sést hversu mikil breidd er í steinprentmyndum og hve vel sú tækni er fallin til að koma til skila fíngerðustu blæbrigðum í lit og áferð. Myndimar gefa yfirlit yfir þá mögu- leika sem steinprentið býður upp á bæði tæknilega og listrænt. í tengslum við sýninguna mun listamaðurinn Ste- ven Sorman halda fyrirlestur um stöðu grafíklist- anna í Bandaríkjunum, en Sorman er einn þeirra sem eiga verk á sýningunni. Sýningin Grafík frá Tamarind stendur yfir til sunnudagsins 2. október og er opin frá kl. 14.00 — 22.00 alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.