Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 C 7 Sexljóð- skáldog tveir smásagna- höfundar Besti vinur ljóðsins með ljóðakvöld í Norræna húsinu Helga Arnalds við sviðsmyndina nema sem sýnir bestan árangur. Það getur verið danssýning, og fá þau síðan að sýna_ áfram í salnum fram á haustið. f ár var sýning hópsins sem var að útskrifast úr brúðuleikhússdeildinni valin og verður hún því sýnd áfram. Þetta er mikil iyftistöng fyrir nemendur skólans, því það er mjög erfítt að fá aðstöðu fyrir sýningar eða kom- ast að hjá leikhúsunum". Er brúðuleikhúshefð rík á Spáni? „Já, hún er mjög sterk. Þar þekkja allir brúðuleikhús og fínnst það sjálfsagður hluti af menningu þjóðarinnar. Brúðuleikhús á Spáni er fastmótað og sjálfsagt er erfítt að koma með nýjungar þar. Hér heima erum við ekki að byggja á aldagamalli hefð. heima að hér er engin hefð. Það er hægt að gera nánast hvað sem er án þess að rek- úr Sögunni af músinni rúsinu ast á fordóma um hvað megi og hvað ekki“. Það virðist vera ríkjandi skoðun hér að brúðuleikhús sé eingöngu fyrir böm, heldurðu að það sé eitt- hvað að breytast? „Já, það er mjög mikið að breyt- ast. Sjónvarpsþættimir sem sýndir voru fyrir stuttu opnuðu augu margra fyrir því að brúðuleikhús er sérstök listgrein^ og höfðar til ailra aldurshópa. Áhuginn hefur aukist mjög mikið. Hér heima hefur þróast gott brúðuleikhús, sem er þekkt víða um lönd og erlendir brúðuleikarar sem hingað hafa komið hafa vakið athygli og hrifn- ingu. Ég held að það fari að verða tímabært að reka hér brúðuleikhús fyrir fullorðna ekki síður en böm". Þú kvíðir sem sagt ekki atvinnu- leysi þegar heim kemur? „Nei, alls ekki. Hér er nóg af verkefnum. Það var haft samband við mig áður en ég kom heim í vor og ég beðin að halda námskeið fyr- ir Námsgagnastofnun sem ég og gerði. Þar var ég að vinna með kennurum, fóstmm og þroskaþjálf- um og fann greinilega að áhuginn á að nýta brúðuleikhús í skólakerf- inu er mikill. Síðan fluttum við Hallveig fræðslusýningu á norrænu þingi um bamaofbeldi sem haldið var í Noregi. Það er einmitt mjög sniðugt að nýta brúður í svona fræðsluleikrit. Krakkamir em opn- ari og ófeimnari að tala við brúður en fullorðið fólk. Á ári fatlaðra var farið með svipaðan brúðuþátt um fötluð böm í flesta skóla landsins og það gafst mjög vel. Síðan em auðvitað nánast ótæmandi mögu- leikar á vinnu við brúðuleikhús hér. Það þarf að nýta sér þennan aukna áhuga og skapa hér brúðuleikhús- hefð, gera brúðuleikhús að jafn sjálfsögðum hlut í hugum fólks og leikhúsin". Er ekki munurinn á leikhúsi og brúðuleikhúsi að minnka, leikarinn farinn að skipa jafn stóran sess á sviðinu og brúðan? „Nei, brúðuleikhús er alltaf brúðuleikhús, með sín sérkenni, en hins vegar er orðið algengara að blanda saman brúðum og lifandi leikumm. En brúðumar geta auð- vitað ýmsa hluti sem leikarinn get- ur ekki. Það þarf að nýta möguleika brúðuleikhússins, sérstöðu þess. Ef sýning gæti alveg eins verið með lifandi leikuram á ekki að setja hana upp með brúðum heldur á leik- sviði". FB Það verða sex ljóðskáld og tveir smásagnahöf undar sem lesa úr verkum sínum í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið kl. 9.00 á ljóðakvöldi sem Besti vinur ljóðs- ins gengst fyrir. Meðal lesara eru þeir Hannes Sigfússon og Hannes Pétursson, en auk upplestursins mun Örn Magnússon, píanóleikari koma gestum í rétta stemmingu með leik ljúfrar tónlistar. Einn forsvarsmanna Besta vinar ljóðs- ins, Hrafn Jökulsson var inntur eftir dagskrá Ijóðakvöldsins. „Hannes Sigfússon mun lesa úr nýrri bók sinni, sem kemur út hjá Máli og menningu nú í haust og nafni hans Hannes Pétursson hefur væntanlega eitthvað af óbirtum ljóð- um í farteskinu líka. Önnur ljóð- skáld sem þama munu lesa em Gyrðir Elíasson, Sjón, Elísabet Þor- geirsdóttir og Valgerður Benedikts- dóttir. Gyrðir mun lesa eitthvað af áður óbirtum ljóðum og Sjón úr heimilisiðnaðarhefti sem hann gaf út nýlega og nefnist Nótt sítrónunn- ar. Hvað þær Elísabet og Valgerður ætla að lesa er mér ókunnugt um, en það má koma fram að Elísabet hefur aldrei komið fram á ljóða- kvöldum Besta vinar ljóðsins fyrr og V algerður hefur mér vitanlega aldrei áður lesið upp opinberlega, en birt ljóð í tímaritum, auk þess sem hún á ljóð í Ljóðaárbók AB. Tveir nýir smásagnahöfundar lesa sögur; Ágúst Sverrisson, sem gaf út ljóðabókina Eftirlýst augnablik á sl. ári mun lesa úr smásagnasafni sem hann er að gefa út og Einar Heimisson les smásögu, en Einar hefur birt bæði frumsamdar og þýddar smásögur í tímaritum auk þess að þýða bókina Hvíta rósin sem kom út fyrir jólin síðustu". Hvers vegna em smásögur á dag- skrá ijóðakvölds? „Besti vinurinn hefur tvö undan- farin ár gengist fyrir skáildsagna- kvöldum fyrir jólin og þar hefur vilj- að brenna við að höfundar tækju sér það bessaleyfi að lesa upp úr smá- sögum sínum eða jafnvel greinasöfn- um, þannig að það hafa aldrei verið ákveðnar reglur um það hvað mætti lesa. Smásagan virðist líka ætla að verða áberandi í bókaflóðinu í ár og því við hæfí að ætla henni sess á þessum kvöldum". Þið ætlið ekki að minnast neins látins skálds að þessu sinni? „Það em vissulega mörg skáld sem vert væri að minnast og fjalla um, en áþessum árstíma em lifend- ur oftast fyrirferðarmeiri í bókmenn- taumræðunni og hugum fólks": Geturðu sagt okkur hvað er í bfgerð hjá Besta vini ljóðsins? „Það er ætlunin að standa fyrir tveim upplestrakvöldum í viðbót á þessu ári. í nóvember verður skáld- sagnakvöld þar sem jólabækur verða kynntar og í desember er fyrirhugað ljóðakvöld þar sem eingöngu koma fram skáld sem ekki hafa gefið neitt út. Þeir sem áhuga hafa á að koma fram á því kvöldi geta gefíð sig fram við forsvarsmenn Besta vinarins í Norræna húsinu á miðvikudags- kvöldið". Ljóðið á að veifa dulu réttlætis Rætt við Jón Stefánsson, ljóðskáld „Ég byijaði fyrir svona 3-4 ámm að bögglast með smásögur og náði á skömmum tíma ótrúlega lélegum árangri og þegar ég var tuttugu og eins áre uppgötvaði ég að ljóðformið hentaði mun betur þvf sem ég vildi segja. Auðvitað hefíir maður alltaf verið að spinna upp sögur í hugan- um, en ég var ekki einn af þeim sem útbfa pappír með unglingabólunum. Það var ekki vitræn ákvörðun að byija að skrifa, ég bara vaknaði upp einn morgun og fannst að héðan af yrði mér ekki líft án skrifta". En hvers vegna að gefa út bók? „Ljóð er ekki fullskapað fyrr en það er lesið. Sá maður sem sættir sig við að gefa ekkert út er að mfnu viti ekki skáld. Svo skal ég fúslega játa að ég er ekki eingöngu að yrkja fyrir okkar tfma, heldur framtíðina". Það kemur fram nokkur óánægja með ástandið í heiminum í dag f ljóð- um þínum. Lfturðu á ljóðið sem vopn í baráttunni fyrir betri heimi? „Það væri fölsun að reyna að svara þessu öðmvísi en svo að þetta sé _ ákaflega ómeðvitað. Ég sest ekki niður og segi: heimurinn er vondur og ég ætla að bæta hann. Ég myndi yrkja þótt heimurinn væri góður. En ég álít samt að ljóðið hafi hlutverk, að það eigi að veifa dulu réttlætis og ég reyni að beina þvf í þann far- Veg.“. Ertu sem sagt reiður ungur mað- Ur? „Við skulum segja að ég sé pirrað- ur ungur maður. Pirraður á því hvemig heimskunni er hossað sem einhveijum stórasannleik og lffstil- gangi. Þessi hræðilegi áróður fyrir heimskunni á Bylgjunni og Stjöm- unni t.d. það ætti að handtaka hvem einasta mann sem vinnur við þessar stöðvar". í ljóðunum kemur margítrekað fram hvatning til ofbeldis gegn órétt- lætinu, heldurðu að hægt sé að koma á réttlæti með ofbeldi? „Þetta er feluleikur eða máttvana bræði hjá mér, ég nota svona kald- hæðni sem grímu. Ofbeldi dregur fram allt það versta f manninum og réttlæti sem komið er á með ofbeldi snýst f andhverfu sína. Ofbeldi er líka keðjuverkandi, þú getur ekki geymt það í klæðaskápnum og klætt þig úr því og í það eftir þörfum. Það smitar útfrá sér eins og krabba- mein". Þessi óánægja með heiminn virðist tengjast ótta um að guðdómurinn sé horfinn. Ertu trúaður? „Þetta er stærsta spuming allra tíma, en ég er efasemdamaður og lít á trú sem tilfinningasamband ein- staklings við eitthvað sem hann kall- ar guð og þar sem þessi guð hefur ekki sett sig f persónulegt samband við mig, trúi ég ekki. En ég álít engu að síður að trúin sé nauðsyn, bæði til að svæfa ótta einstaklingsins og vegna þeirra siðferðisreglna sem henni fylgja". í ljóðinu Frásagnir úr lífi mfnu raðarðu saman nöfnum á Ijóðabókum ýmissa skálda til að lýsa upplifun þinni af heimi ljóðsins. Em þessi skáld helstu áhrifavaldamir f þinni ljóðagerð? „Það sem hrífur mann mest hefur ekki endilega sterkust áhrif á það sem maður gerir sjálfur. Það er enda- laust hægt að velta því fyrir sér hvað séu áhrifavaldar í ljóðum hvers og eins. Tinni og Tarsan, kannski? Raunar held ég að það sem hefur sterkust áhrif sjáist ekki í ljóðunum. Ég byijaði á að skrifa stælingar á Sorg eftir Jóhann Siguijónsson, en þau áhrif sjást ekki í dag“: Hvemig verður ungu skáldi við að fá í fyrsta skipti gagnrýni um verk sín opinberlega? “Eins og blaðagagniýni er háttað í dag breytir það ekki miklu. Gagn- rýni um íjóðabækur í dagblöðunum virðist vera deyjandi fyrirbrigði. Þjóðviljinn virðist hafa gleymt þvf að enn er ort f landinu, Mogginn og Tíminn birta póstkortakrítík, sem segir ekki neitt og þótt gagmýnandi DV hafí uppi ágætis tilburði, er hon- um skammtað svo lítið pláss að það kemur að engu haldi. Það er eins og blöðin tími ekki að sjá af plássi undir umfj'öllun um ljóðabækur, það gæti orðið til þess að viðtölin við fegurðardrottningamar kæmust ekki fyrir“. Það vekur athygli manns f bókinni þinni hversu óhræddur þú ert við að treysta orðunum til að standa fyrir sínu og tjá tilfínningar, sem allir kannast við. Óttastu ekki að ljóðin þyki of opin? „Sorg og gleði eins manns er sama tilfínning og sorg og gleði annarra og ef maður getur ekki miðlað þeim tilfinningum er skáldskapurínn mis- lukkaður. Lesandinn verður að geta gengið inn í heim skáldsins og fund- ist hann vera sinn, ekki að hann sé að lesa skýrslu um tilfinningalíf ein- hvers diykkjuræfils. Maðurinn er félagsvera og þess vegna hlýtur skáldskapur að miðla samkennd, ljóð sem byggjast f kringum eitt stórt ég em ómannúðleg. Sá sem yrkir verður auðvitað að finna sfna aðferð til að miðla öðmm en það er ekki vænlegt til árangurs að stökkva inn í ein- hveija tískusveiflu í skáldskap, án þess að gera upp við sig hvað maður sjálfur er. Ljóðin verða óekta; falsað- ir demantar". Að lokum birtist hér eitt ljóð úr bókinni. hringrás örugg hringrás daganna og þögn næturinnar san ekkert rýfur nema hugsanir vinda örugg hringrás náttúrunnar og kvöldin með sín fáeinu Ijós á stangli og inni beðið fregna af veðrum meðan snörlar í pípu og gamall hundur sefur undir borði hringrás minninga sem flarlægist á hvom veginn sem er FB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.