Morgunblaðið - 17.09.1988, Page 6

Morgunblaðið - 17.09.1988, Page 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Marmari frumsýndur í Þjóðleik húsinu 23. september MORGUNBLAÐIÐ/BJARNI „Það er heimskan sem er fimmta höfuðskepnan". Helgi Skúlason og Arnór Benónýsson í hlutverk- um sinum „Látum oss ófrægja refsinguna"4 Á Listahátíð í sumar voru tvær forsýningar á nýrri leikgerð Helgu Bachmann á Marmara eftir Guðmund Kamban. Föstu- daginn 28. september verður síðan eiginleg frumsýning á Marmara og er það jafnframt fyrsta sýning Þjóðleikhússins á nýju leikári. Helga Bachmann er leikstjóri, leikmynd gerir Karl Aspelund, tónlist er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Ijósahönnuður er Sveinn Bene- diktsson. Með aðalhlutverkið, hugsjónamanninn Robert Bel- ford, fer Helgi Skúiason. Guðmundur Kamban hóf að skrifa Marmara í Ameríku en lauk því í Kaupmannahöfti árið 1918. Leikritið var frumsýnt í Mainz í Þýskalandi 1933 og hlaut mjög góðar viðtökur. Árið 1950 var Marmari frumsýndur á íslandi í uppfærslu Leikfélags Reylq'avíkur og fór Þorsteinn 0. Stephensen með hlutverk Roberts Belford við mikinn orðstí. Marmari er saga manns sem í embætti sínu sem dómari kemst ekki hjá því að fara að velta fyrir sér gildi og réttmæti refsilöggjaf- arinnar. Hann segir starfi sínu lausu og snýr sér að baráttu fyrir réttlátara dómskerfi og minnkun refsinga. Hann lendir upp á kant við embættisbræður sína og aðra af þeirra stétt og er að lokum úrskurðaður geðveikur og lokaður inni. Þótt leikurinn sé tímasettur á árunum milli 1925 og 1930 er efni hans nátengt ýmsum málum sem eru ofarlega á baugi á okkar dögum, svo sem mánnréttinda- brotum og bamaþrælkun. Við- brögð samféiagsins við byltingar- kenndum hugmyndum Belfords eru einnig kunnugleg, ekki síst þegar hann er gerður að hetju á hundrað ára afmæli sínu, af sömu öflum og hann barðist hatramm- ast gegn. Helga Bachmann hefur stytt verkið verulega í leikgerð sinni, enda tók verkið í uppranalegri gerð tæpa fjóra tíma í flutningi. Leikarar í sýningu Þjóðleikhúss- ins á Marmara era 34. Aðalhlut- verkið leikur Helgi Skúlason, eins og áður sagði en aðrir leikarar með hlutverk era: Amór Benónýs- son, Ámi Tryggvason, Bryndfs Petra Bragadóttir, Biyndís Pét- ursdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Erlingur Gíslason, Gísli Halldórsson, Guðbjörg Þorbjamardóttir, Hall- dór Bjömsson, Helga Jónsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhanna Norð- fjörð, Pálmi Gestsson, Petrea Oskarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Róbert Amfínnsson, Rúrik Har- aldsson og Þorgrímur Einarsson. Tónlist Hjálmars H. Ragnars- sonar er leikin af átta manna hljómsveit og flutt af hljómbandi. Með sýningunni á Marmara er Þjóðleikhúsið að minnast hundrað ára afmælis Guðmundar Kamban, sem fæddist hinn 8. júní 1888. Guðmundur dvaldi lengstum er- lendis, í Kaupmannahöfn, New York, Englandi og Þýskalandi. Hann þráði að brjótast úr viðjum einangruninnar og skapa list sinni vettvang á alþjóðamarkaði. Hann var einnig fyrsti íslenski kvik- myndaleikstjórinn, stjómaði sjálf- ur kvikmyndun á verkum sínum Höddu Pöddu og Hús í svefni. Meðal þekktustu verka Guðmund- ar má nefna skáldsöguna Skál- holt og leikritin Vér morðingjar, Þess vegna skiljum við, Konungs- glíman, Hadda Padda og sendi- herrann frá Júpíter. Guðmundur Kamban féll fyrir byssukúlu frelsisliða i Kaup- mannahöfn hinn 5. maí 1945. FB „Það er hið eina sem vert er að muna“. Helgi Skúlason ogEddaÞórar- insdóttir. Brúðuleikhús er sérstök listgrein RættviðHelgu Amalds, sem stundar brúðu- leikhúsnám í Barcelona Sögusvuntunni hefur bæst nýr liðsmaður, sem ásamt HaUveigu Thorlacius stendur að sýningunni Sagan af músinni rúsínu sem sýnd er i Gerðubergi um þessar mundir. Þessi liðsauki heitir Helga Am- alds og stundar nám i brúðuleikhúsdeild Instituto del Teatro í Barc- elona. Blaðamaður átti stutt spjall við Helgu og bað hana að segja frá námi sinu og framtíðaráformum. Skólinn sem ég er í er háskóli þar sem kennt er allt sem snýr að leik- húsi, leiklist, leikmynda- hönnun, látbragð, dans, brúðuleikhús o.fl.. Skólinn er fræg- astur fyrir dansdeildina, sem þykir mjög góð, en þar era tvær brúðu- leikhúsdeildir, önnur kennir ein- göngu gerð og stjómun streng- brúða, en mín deild er almenn brúðuleikhúsdeild. Þar er byijað á skuggaleikhúsi, sfðan farið í hanskabrúður, stangabrúður og all- ar tegundir af leikbrúðum. Fyrir útan að læra gerð brúðanna og stjómun þeirra læram við m.a. förð- un, tónlist, líkamstjáningu, mynd- list, raddbeitingu, leikmyndahönn- un og leikstjóm. Á hverju ári kem- ur einn frægur brúðuleikhúsmaður og heldur námskeið, sl. vetur var það franski brúðuleikarinn Philip Genty og næsta vetur kemur leik- stjóri Drak-leikhússins í Tékkósló- vakíu, Josif Krofta. Eftir námskeið- in með þessum köppum setjum við upp sýningar með þeim og vinnum svo áfram úr því efni. það er sá hluti námsins sem er mest spenn- andi“. Fáið þið tækifæri til að starfa við brúðuleikhús? „Já, í lok hverrar annar er sett upp sýning og þá vinnum við að henni f öllum fögunum. Við æfum textann í raddbeitingartímum, semjum leikhljóð í tónlistartfmum, búum til leikmynd í myndlistartím- um o.s.frv. Sýning fyrsta árs nema er aðeins sýnd fyrir aðra nemendur skólans og aðstandendur, en sýning þriðja árs nema er sýnd í stóram sal sem skólinn á og er einn helsti leiklistarsalur borgarinnar. Síðan er árlega valinn sá hópur útskriftar- Jón Stefánsson ljóðskáld MORGUNBLAÐIÐ/EINAR FALUR I ýlega sendi Jón Stefánsson frá sér sína fyrstu ljóðabók; Með byssuleyfí á eilífðina. Bókin hefur vakið nokkra athygli og hlotið jákvæða dóma gagnrýnenda og þótti blaðamanni því við hæfi að forvitnast lítið eitt um þetta unga ljóðskáld. Fyrsta spumingin var hvort hann væri búinn að fást lengi við yrkingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.