Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 1
<m> 1988 ■ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER BLAD HANDKNATTLEIKUR Kristján erfjórði markahæsti leikmaðurinn Kristján Arason er fjórði markahæsti leikmað- urinn i handknattleikskeppninni hér á Ólympíuleikunum - hann hefur skorað 22 mörk, en S-Kóreumaðurinn Jae-Won Kang er marka- hæstur með 34 mörk. Þeir leikmenn sem hafa skorað flest mörk, eru: Jae-Won Kang,S-Kórea................................34/5 Ruediger Borchardt, A-Þýskal...................,...31/17 Laszlo Marosi, Ungveijalandi........................23/3 Kristján Arason, ísland............................22/11 Juan F. Munoz, Spánn.............................. 21/7 Zlatko Portner, Jógóslavíu..........................20/7 Veselin Vujovic, Júgóslaviu.........................20/3 Jae-Hwan Kim, S-Kóreu..............................19/12 Sang-Hyo Lee, S-Kóreu...............................19/4 Kenji Tamamura, Japan...............................19/3 Libor Sovadina, Tékkósl...............................18 Steven Gross, Bandaríkin............................17/1 Erik Hajas, Sviþjóð...................................16 Alexandre Karchakevish, Sovét.........................14 Frank Wahl, A-Þýskalandi..............................17 PeterKovacs, Ungvetjalandi..........................17/6 Mihaly Ivancsik, Ungveijalandi...................... 17 Matthias Hahn, A-Þýskalandi...........................16 LYFJANOTKUN Ben Johnson sviptur gullverðlaununum vegna lyfianotkunar Reuter Ben Johnson hnykklar vöðvana. Nú hefur komið í ljós að hann hefur neytt ólöglegra lyfja sem auka og hraða vöðbauppbyggingu. STAÐFEST var laust oftlr miðnætti í nótt að kanadíski spretthlauparinn Ben John- son hefði verið sviptur gull- verðlaununum sem hann hlaut fyrir sigur í 100 m hlaupi um helgina, vegna lyfjanotk- unar. Johnson hefur verið gerður brottrækur frá leikun- um og verða gullverðlaunin afhent Bandaríkjamanninum Carl Lewis, sem varð í öðru sæti í hlaupinu. Um miðnætt- ið barst sú frétt f rá Seoul að Johnson væri á leið úr landi. Ljóst er að alþjóða frjáls- íþróttasambandið dæmir hann í lífstíðarbann vegna þessa. iðbrögð íþróttamanna í Seo- ul, við fréttinni voru á einn veg: menn voru vantrúaðir á að þetta væri satt, en jafnframt sorg- mæddir og höfðu greinilega orðið fyrir miklu áfalli. Við lyfjapróf kom í ljós að Johnson, sem setti heimsmet í greininni er hann hljóp á 9,79 sekúndum, hafði neytt anabólfsks stera — lyfsins stanoz- olol. Þess má geta að allir verð- launahafar á Oiympíuleikum eru teknir í lyfjapróf. Johnson er sjöundi íþróttamað- urinn á Ólympíuleikur sem fellur á lyfjaprófí, og án alls vafa sá þekktasti. Sigur hans á Banda- rílq'amanninum Carl Lewis — sem keppir að því að vinna fem gull- verðlaun í ftjálsum íþróttum aðra leikana í röð — var hápunktur leikanna. Johnson hefur löngum þótt undramaður meðal spretthlaupara vegna þess hve ótrúlega snöggur hann er af stað þegar skot ræsis ríður af. Eftir sigur Johnsons í 100 m hlaupi á heimsmeistara- mótinu í Rómaborg í fyrra, var haft eftir Carl Lewis að margir ftjáisíþróttamenn neyttu ólög- legra lyfja, en hann nefndi engin nöfti. Lífstíðarbann Þeir ftjálsíþróttamenn sem uppvísir verða að notkun ólög- legra lyfja eru sjálfkrafa dæmdir í ævilangt keppnisbann af aiþjóða fijálsíþróttasambandinu. Heims- metið sem hann setti aðfaranótt sunnudags verður heldur ekki staðfest. Gamla metið stendur Fyrra heimsmet hans, 9,83 mín., sett á heimsmeistaramótinu í Róm í fyrra, stendur hins vegar þvi þar varð niðurstæða neikvæð á lyQaprófi. I síðustu viku missti búlgarski iyftingamaðurinn Angel Guench- ev gullverðlaun, eftir að hafa sett ijögur heimsmet, er hann féll á lyfjaprófi. Annar lyftingamaður frá Búlgaríu féll síðan á lyfjaprófi og í framhaldi af því var keppnis- lið landsins í lyftingum dregið úr keppninni og hélt heim á leið. Tveir aðrir lyftingamenn voru síðan dæmdir úr keppni eftir að hafa fallið á lyijaprófi. Annar þeirra, Kalman Csengeri frá Ung- veijalandi, hafði neytt sama lyfs- ins og fannst í þvagi Bens John- son — stanozolol. Johnson er fyrsti fijálsíþrótta- maðurinn sem fellur á lyfjaprófí á Óiympíuleikunum nú. Ellefu íþróttamenn voru dæmdir úr keppni vegna lyfjanotkunar á Ólympíuleikunum í Los Angeles fyrir fjórum árum — þar á meðal silfurverðlaunahafinn í 10.000 metra hiaupi, Finninn Martti Va- inio og Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari. Herör gegn lyfianotkun Alþjóða Ólympíunefndin hefur skorið upp herör gegn lyfjanotkun íþróttamanna í ár. Formaður neftidarinnar, Juan Antonio Sam- aranch beitt sér mikið fyrir hert- um aðgerðum gegn lyfjanotkun, og hann sagði nýlega í ræðu þar sem þetta var til umræðu: „Lyfja- notkun jafngildir dauða.“ Anabólískir sterar stækka vöðva og auka kraft íþrótta- mannsins ef þeir eru teknir í miklu magni. Þá gera þeir íþróttamönn- um kleift að leggja mun harðar að sér við æfíngar en ella. Taiið er að þessi lyf hafí verið notuð mikið meðal íþróttamanna undan- farin 20 ár þrátt fyrir að mikið magn þeirri skaði lifur og hjarta- og æðastarfsemi. Talið hefur verið að íþrótta- menn neyti viðkomandi lyfja í ákveðinn tíma en hætti notkun þeirra nokkrum vikum fyrir keppni, þannig að ekki fínnist merki notkunar við próf. Aðrir hafa neytt svokailaðra „maskara" — annarra lyfja sem koma í veg fyrir að sterarnir fínnist við próf. Viðbrögð íþróttamanna í Seoul voru sem fyrr segir á einn veg — menn urðu nq'ög reiðir. Stepeh Kerho, kanadiskur grindahlaup- ari, sagðist hafa heyrt fréttimar frá læknaliði kanadíska íþrótta- hópsins; „það var eins og mæður þeirra allra hefðu verið að gefa upp öndina", sagði hann. Skaöar ímynd íþróttanna íþróttamenn almennt voru hryggir vegna fréttanna og töldu þetta skaða ímynd iþrótta um heim allan. Franski tugþrautar- maðurinn Christian Plaziat sagði: „Þetta staðfestir það sem ég hef hugsað. Það er ekki mögulegt að hlaupa 100 metra á 9,79 sekúnd- um án þess að neyta þess sem hann neytti." Plaziat sagði þetta sérstaklega slæmt fyrir öll þau böm sem litið hefðu upp til John- sons. í skólabekk gjalda allir þess ef einn svindlar. Það er eins í íþróttunum," sagði Plaziat. Ricardo Blas, júdómaður frá Guam, sagði: „Hann á að vera fljótasti maður i heimi. Nú vitum við hvers vegna.“ Svisslendingurinn Christian Gugler, sem tekur þátt í tug- þrautarkeppni leikanna, sagði: „Þegar menn eins og Ben Johnson og Carl Lewis eru famir að keppa fyrir jafn mikla peninga og þeir gerðu í Ziirich, er óhjákvæmilegt að svona hlutir gerist. Ég myndi hugsanlega beita þessu bragði fyrir hálfa milljón dollara," sagði Gugler. Hann vitnaði til keppni þeirra Lewis og Johnson, sem fór fram í Zurich í Sviss fyrr í sum- ar, þar sem þeim vom greiddar himinháar upphæðir fyrir að mæta til keppni. Johnson bar sigurorð af Lewis á heimsmeistaramótinu í Róm í fyrra sem fyrr segir. Eftir keppn- ina þar sagði Lewis að margir fijálsíþróttamenn neyttu ólög- legra lyfja, en vildi ekki nafn- greina neinn. Hann sagði þá að íþróttamenn og íþróttaforystu- menn gerðu ekkert til að leysa þennan vanda. Er Lewis var spurður hvort Johnson hefði sigr- að hann með hjálp lyfja sagðist hann ekki telja rétt að hann benti á neinn sérstakann íþróttamann. Það leysti engan vanda. „En við vitum að vandamálið er fyrir hendi. Mér fínnst andrúmsloftið i keppni undarlegt. Margir kepp- endur hafa orðið að stjömum upp úr engu. Þetta er verra nú en nokkm sinni fyrr, gullverðlauna- hafar á þessu móti neyta lyfja," sagði Lewis í Róm í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.