Morgunblaðið - 27.09.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ,
OLYMPIULEIKARNIR
í SEOUL ’88
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
B 3
HANDKNATTLEIKUR
Island-Júgóslavía
19 : 19(8:10)
Ólympluleikamir i Suwon ( Kóreu,
mánudaginn 26. september 1988.
Leikurinn i tölum: 1:0, 1:1, 2:2, 3:3,
4:4, 5:5, 6:6, 7:7, 7:9, 8:9, 8:10, 9:10,
9:11, 10:11, 10:12, 12:12, 12:13,
13:13, 14:14, 17:14, 17:15, 18:15,
18:17, 19:17, 19:19.
Hörk Júgóslavíu: Portner 6/2,
Vujovic 4/1, Saracevic 3, Holpert 3,
Rnic 2, Kuzmanovski 1.
Varin skot: Basic 9, Velic 3/1.
I'tan vallar: samtals f 22 minútur.
Hörk íslands: Karl Þráinsson 5, Al-
freð Gíslason 5/2, Kristján Arason 3,
Atli Hilmarsson 2, Þorgils Óttar Mathi-
esen 2, Guðmundur Guðmundsson 1,
Jakob Sigurðsson 1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 14/1.
Utan vallar: 16 mínútur samtals.
Dómarar: Peter Haak og Henry Koppe
frá Hollandi voru slakir og höfðu eng-
in tök á leiknum.
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
frá Seoul
Sigurganga Suður-Kóreu-
manna heldur áfram
JAE-WON Kang og félagar
hans í landsliði S-Kóreu halda
áfram sigurgöngu sinni. Japan-
ar urðu fórnarlömb þeirra á
mánudaginn og stórsigur varð
staðreynd, 33:24, eftir að stað-
an hafði verið, 18:11, íleikhléi.
Kang skoraði tíu mörk í leikn-
um, en Toshiyuki Yamamura
skoraði mest fyrir Japani, eða sjö
mörk
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
frá Seoul
ítiém
FÓLK
■ ÞORGILS Óttar Mathiesen
lék sinn 200 landsleik fyrir íslands
gegn Júgóslövum. Einar Þor-
varðarson lék sinn 200 landsleik
Sgn Svíum.
ÞORGILS Óttar varð fyrir
óskemmtilegri reynslu í leiknum
gegn Júglóslövum. Annar hol-
lensku dómaranna, sem dæmdu
leikinn, rak hann af
leikvelli þegar
íslenska landsliðið
var í sókn og Þotg-
ils Óttar stöðvaði á
miðjum vellinum til að reima skó-
fang sitt. „Þessi brottrekstur var í
samræmi við öll þau mistök sem
dómaramir gerðu í leiknum," sagði
Þorgils Óttar.
■ PÉTUR Guðmundsson, kúlu-
varpari, hefur ákveðið að keppa af
fullum krafti fram til áramóta.
Ástæðan fyrir því að hann tekur
sér ekki frí frá æfingum eftir ÓL,
er að hann hefur fundið að hann
væri á mikilli uppleið og hefur því
ákveðið að nýja sér það og reyna
að bæta árangur sinn á næstu
mánuðum.
I EINAR Þorvarðarson, mark-
vörður íslenska landsliðsins, var
kallaður í lyfjapróf eftir leikinn
gegn Júgóslövum. Hann þurfti að
drekka fjóra bjóra áður en hann
Sat skilað vatni í glas.
I ALFREÐ Gíslason sagði að
lífið í Ólympíuþorpinu væri orðið
frekar leiðinlegt. „Við gerum ekk-
ert annað en bíða þar eftir næsta
leik. Það er ekki endalaust hægt
að stytta sér stundir með því að
spila á spil,“ sagði Alfreð. Þess
má geta að landsliðsmenn íslands
fengu sitt fyrsta frí frá lífinu í
Ólympíuþorpinu daginn fyrir leikinn
gegn Júgóslövum. Þeir fengu
þriggja klukkustunda frí til að
skreppa niður í miðbæinn í Seoul.
■ HÁKON ÖRN Halldórsson,
formaður Júdósambands íslands,
heldur hér upp á afmælisdaginn
sinn - föstudaginn 30. september,
eða sama dag og Bjarni Ásgeir
Friðriksson keppir í sínum
flokki. Spumingin er hvað gefur
Bjarni Hákoni í afmælisgjöf?
■ GUNNALUGUR J. Briem,
Ólympíunefndarmaður, heldur
einnig upp á afmæli sitt hér í Seo-
ul. Hann á afmæli 27. september.
Arslanagic kvart-
aði við Elias
Arslanagic, þjálfari Júgóslava,
kvartaði við Svíann Erik Elias,
formann dómaranefndar IHF,
vegna hollensku dómaranna á leikn-
um, en fékk þau svör að þetta
væru mjög góðir dómarar. Arsla-
nagic sagði þá að þeir þættu
kannski góðir í kvennabolta, 3. deild
eða í körfubolta en ættu ekki heima
í keppni sem þessari - væru héma
aðeins vegna þess að einn nefndar-
mannanna í dómaranefndinni væri
hollenskur.
Rudiger Borchard
skoraði níu mörk
þegar A-Þjóðverjar
lögðu Tékka að velli,
24:21, eftir að stað-
an var, 11:9, í leikhléi. Holger
Schneider skoraði sex mörk, en
markahæstu leikmenn Tékka vom
þeir Tomas Bartek, með fimm mörk
og Libor Sovadina með fjögur.
Ungverjar unnu stórsigur yfir
Spánverjum, 26:16. Lasxlo Marosi
skoraði átta mörk fyrir þá, en þeir
Peter Kovacs og Mihaly Ivancsik
sex mörk hvor. Juan F. Munoz skor-
aði flest mörk Spánvetja, eða fimm.
Stórsigur Svía
Svíar áttu ekki í erfíðleikum með
Bandaríkjamenn og unnu stórsigur,
26:12, eftir að staðan var 11:6 í
leikhléi. Bjöm Jilsen skoraði sex
mörk og Ola Lindgren fímm. Peter
Lash og Michael Sullivan skorðu
fjögur mörk hvor fyrir Bandaríkja-
menn.
Sovétmenn átti ekki í vandræð-
um með Alsírsmenn og unnu stórt
- 26:13, eftir að staðan var, 13:5,
í leikhléi.
Júrí Nesterov og Valeri Gopin
skomðu flest mörk Sovétmanna,
eða íjögur mörk hvor. Mahound
Bouanik skoraði fimm mörk fyrir
Alsírsmenn.
u
„Áttum
að sigra
- sagði Bogdan
Kowalczyk
Bogdan þjálfari var óánægður
með að hafa ekki sigrað.
„Þetta var besti leikur Júgóslava,
en við áttum að sigra. Liðið var
afslappað í bytjun, en taugastríðið
skömmu eftir hlé kom í veg fyrir
sigur og í raun var gott að jafna
eftir það sem á undan hafði geng-
ið,“ sagði þjálfarinn.
„Bæði liðin ætluðu sér sigur, við
höfðum undirtökin lengst af, en við
fómm of oft illa með tækifærin og
auk þess vom hinir slöku dómarar
frekar á bandi Júgóslava. Við höfð-
um sigurinn í hendi okkar, en eitt
mark vantaði.
Hins vegar er það tapið gegn
Svíum sem ræður úrslitum og að-
eins sigur gegn Sovétmönnum get-
ur hresst upp á stöðuna. En því
má ekki gleyma að við emm með
fimm stig úr fjórum leikjum og það
er ekki slæmt í svona keppni. Bar-
Bogdan Kowalczyk.
áttan snýst fyrst og fremst um
sæti og því em streitan og tauga-
veiklunin alls ráðandi hjá öllum lið-
um.
Við gefum ekkert eftir gegn Sov-
étmönnum, enn getur allt gerst í
riðlinum og við emm enn inni í
myndinni."
„Besti leikur-
inn en gáfum
sigurinn
frá okkuri'
- sagði Arslanagic, þjálfari Júgóslava
Steinþór
Guöbjartsson
skrifarfrá
Seoul
Svitinn lak af Arslanagic, þjálf-
ara Júgóslava eftir leikinn.
Síðustu mínútumar átti hann
greinilega erfitt með að halda sér
á mottunni og hann
var dapur í leikslok.
„Þettahefurverið
erfitt hjá okkur und-
anfama mánuði.
Alls konar vandamál hafa komið
upp og það er vonlaust að ná ár-
angri, þegar einbeitnin er ekki til
staðar," sagði þjálfarinn við Morg-
unblaðið.
„Við höfum alls ekki náð okkur
á strik í keppninni, en þetta var
okkar besti leikur. Sigurinn var
okkar er fímm mínútur vora eftir,
en á óskiljanlegan hátt glopmðum
við leiknum niður í jafntefli.
Dómaramir vom hrikalega léleg-
ir og hreint furðulegt að svona
menn séu látnir dæma á Ólympíu-
leikum. En hvað um það, ballið er
ekki búið og úrslitin ráðast á mið-
vikudag. Við leikum við Svía á eft-
ir leik íslendinga og Sovétmanna,
þannig að við vitum nákvæmlega
að hveiju við göngum. Það er ekk-
ert sjálfgefíð og í raun ómögulegt
að segja til um hvað gerist, en við
egum enn möguleika á verðlauna-
sæti — eins og hin liðin," bætti
Arslanagic við.
Draumur um verðlaun úr sögunni?
Áhugalaust handknattleikslandslið olli geysilegum vonbrigðum gegn
Svíum í Suwon á laugardaginn
ÞAÐ má með sannl segja
laugardagurinn 24. septem-
ber hafl verið svartur fyrir
íslenska iþróttamenn hér í
Seoul. Á sama tíma og heima-
menn héldu Þakkargjörðar-
dag hátíðlegan, læddist svart
ský á himin ííslenskri íþrótta-
sögu. Einar Vilhjálmsson náði
ekki að komast í úrslit í spjót-
kasti og (slenska landsliðið í
handknattleik lék sinn léleg-
asta leik í langan tfma og
mátti þola stóran skell, 14:20,
fyrir slökum Svíum. Já, og svo
bárust þær fréttir frá Pusan,
að heppnin hafi ekki einu
sinni verið með „Leifi
heppna" - báti íslensku sigl-
ingamannanna. Báturinn fékk
á sig brotsjó þannig að mast-
ur brotnaði og segl rifnuðu.
Vindar blésu á sjó og landi.
Þrátt fyrir að við íslendingar
séum aldir upp við að allra vinda
sé von, þá vom landsliðsmenn
okkar í handknatt-
leik og Einar Vil-
hjálmsson ekki
nægilega sterkir,
til að berjast á
móti þeim vindum.
Einar gerði heið-
arlega tilraun, en
honum mistóskt.
Landsliðsmenn
okkar í handknatt-
KÓREU
BRÉF
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
leik gerðu aftur á móti enga til-
raun - þeir gáfust upp við fyrsta
mótlæti, þannig að Svíagrýlan er
enn við lýði.
Að þola ekki spennuna
Bogdan Kowalczyk, landsliðs-
þjálfari íslands, sagði eftir leikinn
gegn Svíum, að leikmenn sínir
hafi farið á taugum í byijun leiks-
ins. Vægast sagt einkennileg
skýring hjá þjálfaranum. Var
hann ekki búinn að undirbúa sína
leikmenn fyrir þýðingamesta leik
liðs síns á ÓL, eða hafði hann
ekki fengið tíma til þess?
Undirbúningurinn og upphitun-
in fyrir leikinn var greinilega i
lágmarki, því að sömu mistökin
komu fram og í leikjum íslenska
liðsins gegn Bandaríkjunum og
Alsír. Leikmenn landsliðsins vom
seinir í gang og sátu eftir í öllum
einvígum við Svía. Það er erfitt
að kyngja því að Ieikmenn
íslenska landsliðsins, sem er leik-
reyndasta landsliðs heims, hafi
farið á taugum þegar mest lá við.
Það er einnig óþolandi að heyra
landsliðsmenn íslands kvarta yfir
sömu hlutunum eftir þijá fyrstu
leikina: Að þeir hafí ekki hitað
nægilega vel upp fyrir þessa leiki.
Hvemig getur það gerst hjá lands-
liði, sem hefur æft daglega síðas-
liðna þijá mánuði og leikið §öl-
marga landsleiki á þeim tíma?
Ahugaleysl og aumingja-
skapur
Eftir að hafa séð lélega Svía
leika sér að íslenska landsliðinu,
vom aðeins til tvö orð yfir leik
íslenska liðsins: Áhugaleysi og
aumingjaskapur. íslenska liðið
var sem höfuðlaus her og það
vom engin skipulögð leikkerfi
leikin gegn Svíum. Allir leikmenn
liðsins hlupu með eða á eftir knett-
inum, án þess að gera sér grein
fyrir því að handknattleikur bygg-
ist fyrst og fremst upp á sam-
vinnu og á að láta knöttinn ganga
hratt manna á milli, þannig að
sundmng skapast í leik andstæð-
inganna. Handknattleikur er leik-
ur liðsheildarinnar, en ekki ein-
staklinganna. Þetta átti að brýna
fyrir leikmönnum íslands fyrir
leikinn og ekki hefði það skemmt
fyrir, að óska eftir því að leik-
mennimir sýndu léttleika og hefðu
gaman að því sem þeir vom að
fást við. Það er hlutverk þjálfara
að sameina þessa eiginleika í liðs-
heildinni. Þjálfari á að vera leið-
togi og hann verður að gæta þess
að fara ekki fyrstur í fylu þegar
illa gengur.
Aö eiga föst sæti
Sú þróun hefur orðið á landslið-
inu undanfarin ár, að vissir leik-
menn eiga þar föst sæti hvað sem
á gengur og hvemig þeir standa
sig. Þetta hefur orðið til þess að
sumir leikmenn hafa aldrei fengið
að spreyta sig að ráði. Gott dæmi
um það er Sigurður Sveinsson.
Það hefur vakið þó nokka at-
hygli, að aðeins einn vinstri homa-
maður hefur verið notaður í leikj-
unum gegn Bandaríkjunum, Alsír
og Svíþjóð. Það er hinn ungi og
stórefnilegi Bjarki Sigurðsson.
Bjami náði sér ekki á strik gegn
Svíum - hvorki í sókn né vöm.
Það var þó ekki hægt að hvfla
hann, því að hinn homamaðurinn,
Karl Þráinsson, hefur setið upp í
áhorfendabekkjum. Til hvers var
verið að fara með tvo leikmenn
sem leika í vinstra hominu, ef
átti aðeins að nota annan þeirra?
Hefði ekki verið nær að gefa Jú-
líusi Jónassyni tækifæri. Hann
hefði hrist upp í sóknarleik liðsins
í þremur fyrstu leikjunum, með
hreyfanieika sínum og sprengi-
krafti.
Þegar þetta er skrifað hér í
Seoul, em aðeins örfáir tímar þar
til íslenska liðið leikur gegn Jú-
góslövum. Vonandi hefur sá leikur
unnist og síðan leikur gegn Sovét-
mönnum, sem verður aðfaramótt
miðvikudagsins. Ef þessir báðir
leikir vinnast ekki, þá fer draum-
urinn um að leika um verðlaun
hér í Seoul út í veður og vind
með tapinu gegn lélegu sænsku
landsliði. Þv( lélegasta sem undir-
ritaður hefur séð og man eftir að
hafi leikið í hinum gul/bláa lands-
liðsbúningi Svía.