Morgunblaðið - 27.09.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR W í SEOUL ’88
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
B 7
10.000 METRA HLAUP KARLA
Reuter
Moulay Brahim Boutalb hreppti önnur verðlaunin í hlaupi fyrir Marokkó á sunnudag þegar hann hlaut gullið í
10.000 metra hlaupi karla.
Marokkó-
búikom
áóvænt
Náði fjórða besta tíma sem náðst hefur
MOULAY Brahim Boutaib
hreppti önnur verðlaunin í
hlaupi fyrir Marokkó á sunnu-
dag þegar hann hlaut gullið í
10.000 metra hlaupi karla.
Hann hljóp á 27:21.46 mfnútum
en það er fjórði besti tfminn
nokkru sinni.
Hinn 21 árs gamli bóndasonur
hljóp vegalengdina á heims-
metshraða mest allan tímann. Tími
hans hefði jafnvel orðið betri ef
hann hefði ekki farið síðustu 30
metrana löturhægt. Hann leit aftur
fyrir sig hvað eftir annað til að
koma auga á keppinauta sína, þá
Salvatore Antibo frá ítaliu, sem
hlaut silfurverðlaunin á 27:23.55
mínútum, og Kipkemboi Kimeli frá
Kenýa, sem tók bronsið á 27:25.16.
Býr í húsl Aoulta
Boutaib býr í húsi Saids Aouita
i Casablanca. Aouita fékk það að
gjöf fyrir frammistöðu sína í 5.000
metra hlaupi karla á Ólympíuleik-
unum í Los Angeles fyrir flórum
árum. Aouita hlaut bronsið í 800
metra hlaupi á sunnudag.
SPJÓTKAST KVENNA
Petra Felke heimsmethafi í spjótkasti kvenna varð ólympíumeistari i Seoul.
Felke
sigraði í
spjótkasti
HEIMSMETSHAFINN Petra
Felke frá Austur-Þýskalandi
bar sigur af hólmi í spjótkasti
kvenna á Ólympíuleikunum og
kastaði 74,68 metra.
Fatima Whitbread, heimsmeist-
ari frá Bretlandi, varð önnur.
Hún kastaði 70,32. Austur-þýska
stúlkan Beate Koch varð þriðja með
67,30 metra.
Pelke á heimsmetið í spjótkasti
kvenna, 80,00 metrar, og setti hún
það í síðasta mánuði á móti í hei-
malandi sínu.
400 METRA HLAUP KVENNA
Bryzgina setti
ólympíumet
Hljóp 400 metrana á 48,65 sekúndum
SOVÉSKA stúlkan Olga Bryz-
gina bœtti ólympíutitli við
heimsmeistaratitilinn í 400
metra hlaupi kvenna þegar hún
vann gullið auðveldlega á 48,65
sekúndum í Seoul og betrum-
bætti ólympfumet Valerie Bris-
co siðan i Los Angeles um 18
sekúndubrot.
Petra Miiller frá Austur Þýska-
landi tók góðan endasprett og
varð önnur með tímann 49,45. Olga
Nazarova varð þriðja á 49,90 sek-
úndum og Brisco ijórða á 50,10.
FRJALSAR IÞROTTIR
Keppnisferli
Mennea lokið?
ÍTALSKI heimsmetshafinn í
200 metra hlaupi karla, Pietro
Mennea, hætti þátttöku í
Óiympíuieikunum á mánudag
vegna meiðsla í nára. Þetta
voru fimmtu Ólympíuleikar
hans.
ennea setti heimsmetið í
200 metra hlaupi, 19,72
sekúndur, i Mexíkóborg árið
1979. Hann vann gullverðlaunin
á Olympíuleikunum í Moskvu
1980 og hefur tekið þátt í öllum
Ólympíuleikum síðan í Miinchen
1972.
EMH
Hann hljóp 21,10 í undan-
keppni á mánudagsmorgun og
rétt komst áfram í keppninni.
Hann sagði að það hefði verið til-
finningaþrungin stund. „Ég er
langtum eldri en þetta fólk, þetta
var stór stund." Hann mætti ekki
til leiks um eftirmiðdaginn. Sára-
litlar líkur þóttu á að hann kæm-
ist áfram í undanúrslit.
Vonsvikinrt
Sandro Giovanelli, þjálfari
ítalska liðsins, sagði að Mennea
hefði meitt sig fyrir nokkrum dög-
um og læknar hefðu ráðlagt hon-
um að hætta keppni. Hann sagði
að Mennea hefði verið mjög von-
svikinn að þurfa að draga sig í
hlé en hrærður yfir að hafa feng-
ið að vera með á leikunum. Þetta
var væntanlega síðasta mótið sem
hann tekur þátt í.
Honum tókst ekki að komast á
Heimsmeistarmótið í Róm í fyrra
og náði ekki lágmarks tíma, 20,80
sekúndum, til að komast til Seo-
ul. ítalskir íþróttajöfrar veittu
honum heiðurssæti í italska liðinu
og hann bar fána þjóðar sinnar
við setningu leikanna. ítölsk dag-
blöð gagnrýndu þátttöku hans þar
sem hann hefur viðurkennt að
hafa notað styrkaukandi lyf.
TUGÞRAUT
Siegfried Wentz, sem vann sil-
frið í tugþraut karla á heimsmeist-
aramótinu i Róm í fyrra, hélt heim
til Þýskalands í gær.
Wentz
ekkimeð
í tugþraut
karia
VESTUR Þjóðverjinn Siegfri-
ed Wentz, sem vann silfrið
í tugþraut karla á heims-
meistaramótinu í Róm í
fyrra og bronsverðlaunin á
Olympíuleikunum í Los
Angeles fyrir fjórum árum,
hélt heim til Þýskalands frá
Suður Kóreu í gær. Walter
Hubmann, læknir vestur
þýska landsliðsins, sagði að
Wentz væri ekki orðinn góð-
ur í öklanum en hann meiddi
sig fyrir fimm vikum á æf-
ingu í Austurríki.
Wentz gat ekki stokkið
nema 1,70 metra i há-
stökki í hreystiprófi um helgina
en besta stökk hans eru 2,12
metrar. Hubmann sagði að
Wentz hyggðist taka sér árs frí
frá tugþrautinni og hefja lækn-
isstörf. Hann vonast þó til að
geta keppt á Evrópumeistara-
mótinu 1990.
Tugþraut Ólympíuleikanna
fer fram á miðviku- og fimmtu
dag.