Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR Ó$§b í SEOUL ’8S
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
HASTOKK KARLA
400 M GRINDAHLAUP
Sovétmaðurinn Avdeenko
hreppti gullverðlaunin
Fagnaði sigri er keppinautum hans mistókst að kom-
ast yfir 2,36 metra — Avdeenko fóryfir 2,38
Reuter
Guennadi Avdeenko fagnar ógurlega eftir að í ljós kom að keppinautum
hans tókst ekki að stökkva hyfir 2,36 m og sigurinn var því hans.
SOVÉTMAÐURINN Guennadi
Avdeenko fagnaði sigri í há-
stökkinu, sem fram fór aðfarar-
nótt sunnudagsins, með því að
stökkva 2,38 metra.
Avdeenko fékk gullpeninginn
afhentan á silfurfati er helstu
keppinautum hans mistókst að
stökkva yfir 2,36 metra. Þeirra á
meðal var Patrik Sjöberg, heims-
meistarinn sænski — sem átti
heimsmet [2,42 m] þar til nýlega.
Eftir að hafa stokkið yfír 2,38 m
lét Sovétmaðurinn hækka rána í
2,40 metra en felldi þá hæð.
Sovétmaðurinn gerði ekki fleiri
tilraunir við 2,40 heldur lét hækka
rána enn — reyndi að bæta heims-
met það sem sem Kúbumaðurinn
Javier Sotomayor setti á Spáni á
dögunum — 2,43 metrar. Lét
hækka rána í 2,44 m en mistókst
tvfvegis að stökkva yfír þá hæð.
Það skipti þó ekki meginmáli —
gullverðlaunin voru hans, og fagn-
aði sá sovéski gífurlega. Enda hafði
hann komið á óvart.
Bandaríkjamaðurinn Hollis Con-
way varð í öðru sæti í hástökk-
skeppninni, stökk 2,36 m og brons-
verðlaununum deildu Patrik Sjö-
berg og annar Sovétmaður, Rudolf
Povamitsin. Þeir stukku einnig 2,36
metra en notuðu þurftu fleiri til-
raunir til þess en Conway.
Bandaríkjamaðurinn Andre Philllps sigrar í 400 m grindahlaupi. Hann bar si
tanaði bama í briðia sinn á ellefu árum!
SPJOTKAST KARLA
Reuter
Finninn Tapio Korjus kastar spjótinu í úrslitakeppninni aðfaramótt sunnu-
dagsins. Hann sigraði með sínu síðasta kasti.
Spennandi keppni
- þar sem úrslitin réðust í síðustu umferð
Finninn Tapio Korjus sigraði í
spjótkasti karla í Seoul, og við-
hélt þannig orðstír Finna, en
þeir hafa löngum verið þekktir
fyrir góða frammistöðu í þess-
ari grein.
Keppnin í spjótkastinu var gífur-
lega spennandi. Kotjus náði
lengsta kasti í fyrstu umferð, en
missti síðan að næstu tveimur,
vegna þess að hann fékk krampa í
vinstri fótiegg. Tékkneski heims-
methafínn, Jan Zelezny, var því í
efsta sæti framan af, en í fjórðu
umferð náði Kotjus aftur naumri
forystu. Spennan var í hámarki og
í sjöttu og síðustu umferð tryggði
Finninn sér sigur. Sigurkastið
mæltist 84.28 metrar, en Zelezny
varð að láta sér lynda annað sætið
með lengsta kast 84,12 metra.
Finninn Seppo Raty náði bronsverð-
laununum með því að kasta spjótinu
83,26 metra.
Kotjus fagnaði mjög eftir að sig-
urinn var í höfn — dansaði af gleði
um leikvanginn. „Ég þurfti meðferð
hjá lækni vegna krampans. Það var
furðulegt hvað ég náði mér vel eft-
ir tuttugu mínútna hvíld og teygj-
ur,“ sagði Kotjus. „Fyrir síðasta
kastið gerði ég mér grein fyrir því
að núna var að duga eða drepast.
Um leið og spjótið fór í Ioftið fann
ég að kastið var gott.“
100 M HLAUP KVENNA
„Hugsaði bara
um að vinna“
- sagði Florence Griffith Joyner eftir
sigurinn í 100 m hlaupi kvenna
FLORENCE Griffith Joyner
fylgdi í fótspor Ben Johnson
með öruggum og glæsilegum
sigri í 100 metra hlaupi kvenna.
Hún hafði mikla yfirburði og
náði strax forystunni og kom í
mark rúmum tveimur metrum
á undan Evelyn Ashford.
Joyner hljóp 100 metrana á 10,54
sekúndum eða 0,05 sek frá
heimsmeti sínu. „Ég náði góðri
bytjun og hugsaði bara um að
1
Reuter
Al Joyner fagnar konu sinni eftir
að hún kom í mark.
vinna," sagði Joyner. Tími Joyner
sá næst besti sem náðst hefur en
gildir ekki vegna þess að meðvindur
var of mikill eða um 3 metrar á
sekúndu.
Joyner kom brosandi í mark og
var bytjuð að fagna þegar hún átti
enn fímm metra eftir í mark. Sigur
hennar var öruggur og sannaði að
hún er óumdeilanlega fljótasta kona
heims. Þegar hún kom í mark hljóp
hún beint í fangið á eiginmanni sínu
og þjálfara, A1 Joyner, gullverð-
launahafa í þrístökki í Los Angeles.
Lært af Ben Johnson
Florence Griffíth Joyner hreyfst
mjög af hlaupastíl Ben Johnson er
hann sigraði í 100 metra hlaupi á
heimsmeistaramótinu í Róm í fyrra.
Hún varð sér úti um myndband
með hlaupinu og hefur síðan horft
á það á hvetjum degi og reynt að
líkja eftir stíl hans.
„Ég fann að ég náði góðri byrjun
og horfði beint niður. Ég vissi að
ég var að vinna og ætlaði ekki að
láta neinn ná mér,“ sagði Joyner.
„Ég hlakkaði til að sigra í 100
metra hlaupinu. Því er lokið núna
og nú hlakka ég til að verða fyrst
í 200 metra hlaupinu," sagði Flor-
ence Griffíth Joyner.
Reuter
Florence Griffith Joyner kemur f mark se
sigurvegari í 100 m hlaupinu um helgina.