Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 9
L
MORGUNBLAÐIÐ,
ÓLYMPÍULEIKARNIR (&§£) í SEOUL 88
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
B 13
Reuter
gurorð af þeim frábæra Edwin Moses sem
3000 M KVENNA
Samolenko
sigraði á
þriðja besta
tímafrá
upphafi
SOVÉSKA stúlkan Tatiana Sa-
molenko sigraði í 3.000 m
hlaupi kvenna á sunnudaginn
á 8:26,53 mín. — sem er þriðji
besti tími í þessari grein frá
upphafi.
Samolenko komst fram úr rúm-
ensku stúlkunni Paula Ivan í
síðustu beygjunni og gaf ekkert
eftir á síðustu metrunum. Önnur
varð Ivan á 8:27,15 ogþriðja breska
stúlkan Yvonne Murray á 8:29,02
mín.
Rúmenska stúlkan Paricica Pu-
ica, sem sigraði í 3000 m hlaupinu
í Los Angeles fyrir fjórum árum
var á meðal keppenda en náði ekki
að ógna þeim fremstu. Þá var
bandaríska stúlkan Mary Decker
Slaney einnig með í hlaupinu, en
var óheppin. Eftirminnilegt er
óhappið sem hún varð fyrir í Los
Angeles er hún féll og hætti keppni
eftir árekstur við Zolu Budd. Nú
meiddist hún í upphafi, hélt þó
áfram og lenti í 10. sæti.
Hefelt
Mosesí
tólf ár
- sagði Andre Phillips sem sigraði
í400 m grindahlaupi. Þriðja tap
Edwins Moses á 11 árum
EFTIR margra ára nœr óslitna
sigurgöngu varð Edwin Moses
loks að láta í minni pokan í 400
metra grindarhlaupi. Það var
landi hans Andre Phillips sem
sigraði en Moses varð að láta
sér lynda þriðja sætið. Úrslit
sem komu mjög á óvart enda
hefur Moses verið konungur í
þessari grein árum saman.
Phillips náði forystunni strax í
byrjun en Moses dró á hann
og var kominn nálægt honum við
áttundu hindrun. En þá tók Phillips
við sér að nýju, hélt forystunni og
náði að standast góðan endasprett
Dia Ba frá Senegal sem skaust fram
úr Moses og hafnaði í 2. sæti.
Phillips kom í mark á nýju ólympíu-
meti, 47,19 sek.
„Þegar ég fór yfir áttundu hindr-
unina og sá engan við hlið mér vissi
ég að ég myndi sigra. Ég heyrði í
Dia Ba á tíundu braut en vissi að
hann gæti ekki náð mér,“ sagði
Phillips. Hann sagði að Moses hefði
haft mikil áhrif á sig. „Ég sá hann
[Moses] í Montreal 1976 og hef elt
hann síðan. Hann var átrúnaðargoð
mitt og hefur verið mér hvatning
og innblástur í þessi tólf ár,“ sagði
Phillips.
Moses, sem er 33 ára, sigraði á
Ólympíuleikunum í Montreal 1976
og í Los Angeles 1984. Þetta var
stærsti ósigur hans en hann hefur
reyndar aðeins tapað þrisvar á 11
árum. Hann sigraði í 122 hlaupum
í röð, tapaði fyrir Harald Schmid
26. ágúst 1976 og næst fyrir Danny
Harris 4. júní 1987.
„Þetta var gott hlaup og ég er
ánægður með að vera hér. Eg hefði
getað hlaupið betur en ég gerði það
ekki. Það er það sem Ólympíuleik-
amir snúast um, hver stendur sig
best á stóra deginum," sagði Mos-
es. „Ég vil nota tækifærið og þakka
þessum strákum og þeim sem hafa
elt mig í þessi tíu ár og haldið press-
unni,“ sagði Moses.
Ekki hættur
„Ég hef tapað áður og komið
aftur. Þetta var stórt tap en ég er
ekki hættur. Þetta var eitt besta
hlaup sögunnar, ef ekki það besta
og ég hefði viljað vinna. En ég mun
halda áfram," sagði Moses.
Edwin Moses faðmar Andre Phillips að sér við verðlaunaafhendinguna. Hann
virðist ekki hafa tekið það nærri sér að lenda í þriðja sæti og missa þar með
gullverðlaununum sem hann hafði möguleika á að vinna í þriðja sinn á Ólympíu-
leikum. Brosir út að eyrum og er greinilega ánægður með sigur landa síns.
Til hamingju!
Reuter
Talaðu við
ohhur um
uppþvottavélar
Talaðu við
okkur um
ofna
XI
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -68 85 89
SUNDABORG 1 S. 688588 -688589
FRANKFURT
2xíviku
Nú bjóða Flugleiðir helgarpakkaferðir
til Frankfurt á hagstæðu verði,
frá kr. 19.019.*
Frankfurt hefur ótal margt að bjóða og nú í haust er hún vett-
vangur fjölda glæsiiegra vörusýninga:
Automechanika (bílaiðnaður)
Frankfurter Gartenbaumesse (garðyrkja)
BÁKO (fagsýning bakara)
Frankfurter Buchmesse (bækur)
IKA/HOGA (matargerðarlist, hótelrekstur)
Interstoff (fataiðnaður)
13.09. -18.09.
24.09.-25.09.
02.10.-04.10.
05.10. -10.10.
16.10.-20.10.
25.10.-27.10.
Fáið allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum Flugleiða,
Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni, og hjá ferðaskrifstof-
unum. Upplýsingasími 25100.
* 3 nætur í 2ja manna herbergi á Hotel Europa, miðað við
gengi 1.9.1988.
FLUGLEIÐIR
-fyrir þíg-
m
HAPPDRÆTTI
5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno
Dregið 7. október
Fleildarverómœti vinninga 21,5 milljón.
/j/ttfr/mark