Morgunblaðið - 27.09.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.09.1988, Qupperneq 10
 BLAÐ ALLRA LAND-SMANNA 1988 KNATTSPYRNA ÞRHUUDAGUR 27. SEPTEMBER BLAD -B Broddi tapaði ekkiieik Broddi Kristjánsson stóð sig vel með liði sínu TBR í Evrópukeppni félagsliða í badminton sem lauk í Moskvu á sunnudaginn. Broddi tapaði ekki leik í keppninni. Lið TBR var mjög nálægt því að komast í undanúrslit, en tapaði naumlega fyrir Englendingum í riðlakeppninni, 3:4. TBR sigraði Austurríki 6:1 og lið frá íriandi 5:2. Englendingar komust í undanúrslit og léku við lið Sovétmanna en töpuðu mjög naumlega. Sovétmenn stóðu síðan uppi sem Evrópumeistarar eftir að hafa sigrað Dani í úrslitaleik. TBR-liðið skipuðu: Broddi Kristjánsson, Þor- steinn Páll Hængsson, Guðmundur Adólfsson, Snorri Ingvarsson, Huan Wei Cheng, Þórdís Ed- wald, Eh'sabet Þórðardóttir, Kristín Magnúsdóttir óg Guðrún Júlíusdóttir. Gunnar Gíslason, landsliðsmaður f knattspymu sem leikur með Moss í Noregi, hefur í hyggju að leika með Heken í sænsku 1. deildinni næsta keppnistímabil. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Asgeir með gegn Dönum á morgun En Arnórfékk ekki leyfi til að leika ÁSGEIR Sigurvinsson verður með landsliðinu í vináttuleikn- um gegn Dönum en Arnór Guðjohnson fékk hins vegar ekki leyfi frá Anderlecht til að mæta í leikinn. Þjálfari Anderlecht hafði gefíð vilyrði fyrir því að hann fengi að fara til Kaupmannahafnar ef sigur ynnist í Belgíu um helgina, en þar sem Anderlecht gerði aðeins jafntefli, 1:1, á útivelli gegn St. Truiden, verður ekkert úr því að Arnór mæti. Ásgeir Sigurvinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið á dögunum að engar líkur væru á að hann gæti leikið á Idrætsparken, en það hefur breyst og hann verður með. Guðmundur með í gærkvöldi kom grænt ljós á að Guðmundur Torfason mætir til leiks, en lengi vel var tvísýnt hvort hann fengi sig lausan. Af öðrum atvinnumönnum er það að segja að hvorki Sigurður Jónsson né Sigurð- ur Grétarsson verða með. Bjami Asgeir Sigurvinsson verður með á Idrætsparken á morgun. Sigurðsson, Gunnar Gfslason og Friðrik Friðriksson mæta hins veg- ar til leiks. Hópurinn Landsliðið fer utan árla morguns í dag. Hópurinn fyrir leikinn annað kvöld á Idrætsparken er þannig skipaður, landsleikjafjöldi fylgir með: Markverðir: Bjami Sigurðsson, Brann........24 Friðrik Friðriksson, B 1909....13 Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson, Val...........53 Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart....40 Guðmundur Torfason, Genk.......16 Guðni Bergsson, Val............21 Gunnar Gíslason, Moss..........36 Ólafur Þórðarson, ÍA...........25 Ómar Torfason, Fram............32 Pétur Amþórsson, Fram..........19 Ragnar Margeirsson, IBK........33 Sævar Jónsson, Val.............45 Viðar Þorkelsson, Fram.........20 Þorvaldur Örlygsson, KA...........7 Þess má geta að Pétur Ormslev, Fram, gaf ekki kost á sér í landsliðs- hópinn að þessu sinni. Gunnará leið til Svíþjódar „Ég er með mjög freistandi tilboð sem erfitt er að hafna,11 segir Gunn- arGíslason GUNNAR Gíslason, sem leikur með Moss í norsku 1. deildinni í knattspyrnu, hefur í hyggju að leika í Sviþjóð á næsta ári. „Ég er með mjög freistandi til- boð sem erfitt er að hafna," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Gunnar hafði hugsað sér að koma heim og leika með KA á Akureyri næsta keppnistímabil. Sænska liðið sem gert hefur Gunn- ari tilboð heitir Heken og er frá Gautaborg. Liðið leikur í sænsku 1. deildinni og er þar í þriðja sæti. „Ég fór og skoðaði aðstæður hjá félaginu og leist mjög vel á. Eins og staðan er í dag bendir allt til þess að ég fari til Gautaborgar eft- ir áramótin," sagði Gunnar. Hann sagðist ekki vita mikið um styrkleika Heken-liðsins þar sem hann hafi ekki séð það leika. „Ég reikna með að koma heim í frí um jólin og flytja sían til Svíþjóðar." Um áframhaldandi veru hjá Moss sagði Gunnar: „Það er mikil upp- lausn í herbúðum Moss og margir leikmenn sem ætla að yfírgefa liðið eftir þetta keppnistímabil. Það er þvi ekki spennandi að vera áfram hér í Noregi." Moss lék um helgina gegn Sogndal á útivelli og vann, 4:0. Þetta var fyrsta tap Sogdal á heimavelli í tvö ár. Gunnar átti mjög góðan leik i vöminni og er í liði vikunnar hjá Dagbladet. Moss er nú í öðru sæti með 34 stig ásamt Lilleström, en Rosenborg hefur þeg- ar tiyggt sér norska meistaratitilinn með 44 stig. HANDKNATTLEIKUR Hafdis Guöjónsdóttlr. FramogKR meistarar Framstúlkur urðu í gærkvöldi Reykjavíkurmeistarar í hand- bolta er þær sigruðu Val i úrslita- leik 21:17. Valur var yfir i leik- hléi 8:7. Sigurinn var Framliðinu dýr- keyptur, því Hafdís Guðjónsdóttir meiddist illa í byijun leiksins og leikur því ekki handknattleik á næstunni. Hafdís lenti illa í hraða- upphlaupi og hlaut slæmt beinbrot rétt fyrir ofan olboga á hægri handlegg. KR-ingar meistarar í karta- flokki KR tryggði sér Reykjavíkur- meistaratitilinn í karlafíokki með 29:16 sigri á Ármann á sunnu- dag. Þeir unnu alla sina leiki ( mótinu og fengu því fullt hús stiga. Fram varð í öðru sæti og Valur háfnaði í því þriðja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.