Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 11
10 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTJR ÞRIBIUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
Lofaði foreldrum
mínum þessum tftli
fyrir þremur ámm
- segir Sigurjón Kristjánsson, sem kjörinn var bezti leikmaður íslandsmótsins 1988
MIKIL spenna var í loftinu þeg-
ar tilkynnt var um val á leik-
manni ársins á sunnudags-
kvöld. Á sviðinu á Hótel Islandi
stóðu fulltrúar allra liða í bún-
ingum liðanna og einn þeirra
var Sigurjón Kristjánsson. Þeg-
ar tilkynnt var að leikmenn 1.
deildarliðanna í knattspyrnu
hefðu valið Sigurjón leikmann
ársins, var enginn tími fyrir
hann að fara aftur í sparifötin
og þess vegna tók Sigurjón á
móti verðlaununum í búningi
Vals. Sigurjón varð marka-
hæsti leikmaður 1. deildar í
sumar og blómstraði í framlínu
Vals síðari hluta sumars. Þetta
er í fimmta skipti sem kjör leik-
manns ársins fer fram. Áður
höfðu þeir Bjarni Sigurðsson,
Guðmundur Þorbjörnsson,
Guðmundur Torfason og Pétur
Ormslev hlotið þessa nafnbót.
Sigurjón er 26 ára gamall hús-
asmíðanemi.
Auðvitað er þetta alveg frá-
bært,“ sagði Siguijón eftir
verðalunaafhendinguna, brosandi
út að eyrum. „Eg vissi að þetta
yrði spennandi.
Guömundur Ýmis nöfti höfðu
Jóhannsson verið nefnd, meðal
skrífar annars mitt, þannig
að ég útilokaði ekki
að ég yrði valinn. Reyndar átti ég
mesta von á að Atli Eðvaldsson
yrði fyrir valinu. Guðni Bergsson,
Sævar Jónsson, Viðar Þorkelsson
og Guðmundur Hreiðarsson voru
líka nefndir. Pétur Ormslev hefur
leikið mjög vel í sumar en hann var
valinn bezti leikmaðurinn síðasta
sumar og það minnkaði líkur hans."
Hefur þig dreymt um þetta
lengi?
„Eg lofaði foreldrum mínum fyr-
ir þremur árum að einhvem tíma
skyldi ég vinna þennan titil og verða
kosinn leikmaður ársins. Þau brostu
bara þá en nú hefur þessi draumur
orðið að veruleika."
Hveiju þakkar þú þetta?
„Fyrst og fremst Valsliðinu,
þjálfara og stjómendum. Valur er
bezta félagslið sem ég hef verið í.
Þar ríkir gamla KFUM-hugsunin,
einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Ég hef fengið frábæran stuðning
eldri leikmanna, sérstaklega Atla
Eðvaldssonar og Magna Blöndals
Péturssonar. Atli sagði við mig þeg-
ar mótið var hálfnað, að hann fyndi
það á sér að ég gæti orðið marka-
kóngur, þrátt fyrir að ég hefði ekki
verið búinn að skora nema örfá
mörk á þeim tíma. En hann gaf
mér trú á það ög mataði mig oft
með góðum sendingum. Einnig hef-
ur konan mín verið mér ómetanleg-
ur styrkur í knattspymunni."
En þú ert gamall Breiðabliks-
maður.
„Já, ég er alinn upp í Breiðholti
en lék með Breiðabliki í æsku og
hef alltaf sérstakar taugar til liðs-
ins. Síðan fór ég til Portúgals í eitt
ár og þá til ÍBK en ioks til Vals.
Það hefur gengið á ýmsu í lífí mínu,
stundum gengið vel og stundum illa.
Fótboltinn hefur veitt mér mikinn
styrk í lífínu."
Heidurðu að þetta kjör auki
möguleika þína á landsliðssæti?
„Það er ekki gott að segja. Ég
hef aðeins leikið 3 landsleiki að mig
minnir og ekki gegn sterkum mót-
heijum. Eg verð að segja eins og
er að ég hef aldrei orðið eins svekkt-
ur og í fyrra þegar ég var ekki einu
sinni valinn í 27 manna ólympíu-
hóp, þrátt fyrir að ég hefði síðustu
ár alltaf verið í hópi mestu marka-
skorara. Að því leyti fínnst mér
kjör mitt nú vera nokkurs konar
uppreisn æm. Mig langar í landslið-
ið og hef metnað í spila þar en ég
ætla ekki að komast þangað með
einhveiju smjaðri."
En atvinnumennska - er hún á
dagskránni hjá þér?
Ég hef mikinn áhuga á atvinnu-
mennsku - mjög mikinn- en ég tek
ekki hveiju sem er,“ sagði Siguijón
Kristjánsson.
Sá bezti og sá efnilega
Siguijón Kristjánsson, til vinstri og Amljótur Davíðsson, til hægri, fagna hér kjöri sír
mann ársins en Amljót efnilegasta leikmanninn. Þeir fengu glæsileg verðlaun sem Flug
þeim gripina.
HSiBkS
íslandsmeistarar Fram 1988
Knattspymufólagið Fram varð íslandsmelstarl (knattspymu 1988. Á myndinnl eru: Aftasta röð frá
vinstri: Eyjólfur Bergþórsson, formaður melstaraflokksráðs, Ástþór Óskarsson, llðsstjóri, Martelnn
Guðgeirsson, Stelnn Guðjónsson, Vlðar Þorkelsson, Kristjðn jónsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson,
Ólafur Magnússon, aðstoðarþjálfari og Vllhjálmur Hjörlelfsson, liðsstjóri. Mið röð f.v.: Jóhann Krist-
insson, framkvæmdastjórl, Albert Sævar Guðmundsson, gjaldkeri, Helgl Björgvinsson, Arnljótur
Davfðsson, Helgl BJarnason, Jón Svelnsson, Sverrir Einarsson, ft
B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar. Fremsta röð f.v.: Þo
Jónsson, Guðmundur Stelnsson, Blrklr Kristinsson, Pátur Ormsl
arr Örlygsson, Pátur Amþórsson og Ómar Torfason.