Morgunblaðið - 27.09.1988, Side 13

Morgunblaðið - 27.09.1988, Side 13
IÞROmR KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ -1. DEILD Framarar fengu 49 stig sem er nýtt stigamet ÍSLANDSMEISTARAR Fram 1988 kórónuðu frábœrt keppnistímabil með sigri á ÍA, 3:2. Framararfengu samtals 49 stig. Þeirtöpuðu aðeins einum leik og gerðu eitt jafn- tefli. Áhorfendum að leik Fram og ÍA var boðið upp á mikla markasúpu, að hætti liðanna, í fyrri hálfleik en þá voru öll mörkin gerð. Amljótur Davíðsson skoraði fljótlega en Alexander Högnason var ekki lengi að jafna. Ómar Torfason skoraði síðan HBB glæsilegt skalla- Guðmundur mark og Pétur Jóhannsson Amþórsson kom skrifar Fram í 3:1 með þrumuskoti. Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Mark Duffield muninn í 3:2 með góðum skalla. Bæði lið áttu gullin tækifæri í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Undir lok leiksins sóttu Skagamenn stíft með norðan- vindinn í bakið en nýttu ekki fær- in og bjargaði Birkir Kristinsson oft mjög, vel og tryggði Fram þar með sigur. Eftir leikinn afhenti Ellert B. Schram, formaður KSÍ, Frömur- um íslendsmeistarabikarinn, sem þeir höfðu reyndar tryggt sér fyr- ir löngu. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn vel en var þetta kveðjuleik- ur hans. Hann hefur lengi verið í fremstu röð íslenzkra dómara og er sjónarsviptir að honum. JW Birkir Kristinsson, Amljótur Daví- ðsson, Pétur Ormslev, Fram. Harald- ur Ingólfsson, ÍA. Sævar sá um KA Leikur KA og Vals á Akur- eyri á laugadaginn mótaðist mjög af veðrinu sem var norðang- arri og kuldi. Valsmenn unnu sanngjamt, 1:0. í Reynir fyrri hálfleik voru Eiriksson Valsmenn nær skrifar einráðir á vellinum en þrátt fyrir nokkur ágæt færi tókst þeim ekki að skora. í síðari hálfleik jafnað- ist leikurinn og áttu bæði liðin ágætis færi, en tókst ekki að koma knettinum í netið nema einu sinni og það voru Valsmenn. Ifyr- irgjöf kom fyrir KA-markið, Atli átti góðan skalla í stöng og knött- urinn barst út til Sævars Jonsson- ar sem skoraði örugglega. „Ég er mjög ánægður með keppnistímabilið. Við stefndum að því að vera um miðja deild en gerðum gott betur og teljum við það góðan bónus. Við erum með sterkan kjama og svo fengum við Fram-IA 3 : 2(3:2) Laugardalsvöllur, íslandsmótið 1. deild, laugardaginn 24. september Mörk Fram: Amljótur Davíðsson (5.), Ómar Torfason (16.), Pétur Amþórs- son (33.). Mörk ÍA: Alexander Högnason (7.), Mark Duffield (44.). Gult spjald: Ekkert. Dómari: Eysteinn Guðmundsson, 7. Línuverðir: Gunnar Jóhannsson og Óli P. Olsen. Áhorfendun 382. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson (Kristinn R. Jóns- son vm. á 46. mín.), Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Ómar Torfason, Pétur Amþórsson (Helgi Björgvinsson vm. á 61. mín.), Guðmundur Steinsson, Am(jótur Dav- íðsson, Ormarr Örlygsson, Kristján Jónsson. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Mark Duffíeld (Öm Gunnarsson vm. á 46. mín.), Heimir Guðmundsson, Guð- bjöm Tryggvason, Sigurður B. Jóns- son, Alexander Högnason, Karl Þórð- arson (Elís Víglundsson vm. á 68. mín.), Sigursteinn Gíslason, Ólafur Þórðarson, Aðalsteinn Víglundsson, Haraldur Ingólfsson. góða leikmenn í vor,“ sagði Erl- ingur Kristjánsson, fyrirliði KA eftir leikinn. Þór hafði betur í rokinu Veðrið hafði mikil áhrif á leik KR og Þórs sem fram fór á KR-velli á laugardag. Það var kalt, og mikið rok sem oft á tíðum hafði meira að segja um ferðir knattarins heldur en spyrnur leik- manna. Leikurinn var daufur framan af og Iítið um hættuleg marktæki- færi, enda áttu leikmenn fullt í fangi með að hemja knöttinn og halda honum inni á vellinum. Öllu meiri barátta var þó í gest- unum og þegar flautað var til leikshlés, höfðu þeir sent boltann Katrin Friðriksen skrifar Morgunblaöiö/Einar Faiur Framarar tóku á móti íslandsbikamum á laugardaginn. • tvisvar í netið hjá þeim röndóttu. Ffyrra markið skoraði Ólafur Þor- bergsson af miklu harðfylgi og nokkrum mínútum síðar var Hlyn- ur Birgisson á ferðinni með annað mark Þórs eftir slæm vamarmi- stök hjá KR. KR-ingar léku á móti sterkum vindinum í síðari hálfleik. Þeir náðu upp ágætis leikkafla í byijun hálfleiksins og uppskáru þá eitt mark. Sæbjöm Guðmundsson skallaði knöttinn laglega í mark Þórs eftir háa fyrirgjöf utan af kanti. Eftir markið sótti í sama farið aftur, og barátta leikmanna við Kára um yfírráð knattarins varð allsráðandi. ÍBKsterfcara Keflvíkingar sigmðu Víkinga ör- ugglega í tilþrifalitlum leik á heimavelli. Víkingar byijuðu bet- ur og náðu forystunni á 8. mínútu með ágætu marki Lámsar Guð- mundssonar. Víkingar vom ákaflega frískir þessar mínútur og hefðu með smá heppni átt að geta skorað fleiri mörk. í síðari hálfleik tóku heima- menn leikinn í sínar hendur og náðu að jafna metin á 61. mínútu með marki Grétars Einarsson sem Bjöm Blöndal skrifar frá Keflavik kom eftir mistök Guðmundar Hreiðarssonar markvarðar Víkings. Guðmundur hreinlega missti boltann fyrir fætuma á Grétari sem var fljótur að taka slíku kostaboði. Tíu mínútum síðar bætti Ragnar Margeirsson öðm marki við eftir aukaspymu og síðasta orðið átti Óli Þór Magn- ússon sem skoraði þriðja markið með hálfgerðri hjólhestaspymu. Leikmenn úr hvomgu liðiriu náðu að sýna sínar betri hliðar að þessu sinni, enda aðstæður slæmar til að leika knattspymu, kuldi og allhvass vindur. Árangur IBK í sumar hefur valdið talsverð- um vonbrigðum meðal stuðnings- manna. Völsungur og Leiftur kveðja með jafntefli Frá MagnúsiMá á Húsavik Þessu lokauppgjöri norðanlið- anna, sem kveðja 1. deildina að sinni, lauk með jafntefli — hvort lið skoraði eitt mark og verða úrslitin að teljast sanngjöm. Hann var all- hvass að norðan og niðurkoma um- talsverð. Knattspyman dró dám af veðrinu, því hún var tilþrifalít- il, leikmennn líklega sáttir við orðinn hlut. Annars lofaði upphaf leiksins góðu því mark heima- manna kom eftir hálfa mínútu. Guðmundur Þ. Guðmundsson var með knöttinn á miðjum vallar- helmingi Leifturs og hugðist senda knöttinn að marki andstæð- inga sinna hvað hann og gerði . og fór knötturinn í fögmm boga yfír vamarmenn Leifturs svo og markvörð og í netið — 1:0. Síðan gerðist fremur fátt en þegar nokkuð var liðið á hálfleik- inn jafna þó Leiftursmenn. Eftir allmikinn darrraðardans í vítateig Völsunga tekst Steinari Ingi- mundarsyni að pota knettinum yfír marklínu Vöslunga. Síðari hálfleikur var atburðarsnauður með afbrigðum, og í samræmi við gengi liðanna tveggja. KA-Valur 0 : 1 (0:0) Akureyrarvöllur, íslandsmótið - 1. deild, laugardaginn 24. september 1988. Mark Vals: Sævar Jonsson á 6$. mín. Gul spjöld: Steingrímur Birgisson KA (55.), Erlingur Kristjánsson KA (83.) og Ililmar Sighvatsson Val (66.). Dómari: Bragi Bergmann 7 Línuverðir: Ari Þórðarson og Þorvard- ur Bjömsson. Ahorfendur: 180. Lið KA: Ægir Dagsson, Friðfmnur Hermannsson, (Amar Bjamason vm. á 75. mín.), Erlingur Kristjánsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Krist- insson, Þorvaldur Örlygsson, Bjami Jónsson, Gauti Laxdal, Stefán Ólafs- son, (Valgeir Barðason vm. á 75. mín.), Antony Karl Gregory og Öm Viðar Amarson. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Sigurjón Kristj- ánsson, Magni Blöndal Pétursson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jonsson, Guðni Bergsson (Einar Páll Tómasson vm. 60. mín.), Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson og Guð- mundur Baldursson. KR-Þór 1 : 2 (0:2) KR-vöIlur, fslandsmótið — l.deild, laugardaginn 24. september 1988. Hark KR: Sæbjöm Guðmundsson (55. mín.). Mörk Þórs; Ólafur Þorbergsson (37. mín.) og Hlynur Birgisson (41. mln.). Dómari: Baidur Scheving 7. Línuverðir: Sæmundur Vígiundsson og Þorgcir Pálsson. Lið KR: Stefán Amarsson, Rúnar Kristinsson, Hilmar Bjömsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Willum Þór Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Bjöm Rafnsson, Sæbjöm Guðmundsson, Ólafúr Viggósson (Þorlákur Ámason vm. á 70. mín.). Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birg- ir Skúlason, Siguróli Kristjánsson, Nói Bjömsson, Kristján Kristjánsson (Guð- mundur Sigurðsson vm. á 65. mln.), Birgir Þór Karlsson, Halldór Áskels- son, Júlíus Tryggvason, Valdimar Páls- son (Jónas Róliertsson vm. á 87. mín.), Ólafur Þorbergsson, Hlynur Birgisson. ÍBK-Víkingur 3 :1 (0:1) Keflavíkurvöllur, íslandsmótið - 1. deild, sunnudaginn 24. september 1988. Mörk IBK: Grétar Einarsson (61. mímL Ragnar Margeirsson (71. mín.) og Oli Þór Magnússon á (76. mín.). Mark Víkings: Lárus Guðmundsson (8. mín.). Gul spjöld: Hlynur Stefánsson, Víkingi (44. mín.), Sveinbjöm Jóhannesson, Víkingi (61. mín.), Sigurður Björgvins- son, IBK (67. mín.) og Óli Þór Magnús- son, IBK (74. mín.). Áhorfendur 100. Dómari: Friðgeir Hallgrímsson 7. Línuverðir: Guðmundur Sigurðsson og Haukur Torfason. Lið IBK: Þorsteinn Bjamason, Daníel Einarsson, Einar Ásbjöm Ólafsson, Ámi Vilhjálmsson, Sigurður Björgvins- son, Jón Sveinsson, Grétar Einarsson, Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnús- son, Gestur Gylfason, Kjartan Einars- son (Jóhann Júlíusson vm. 46. mín.). Lið Vflúngs: Guðmundur Hreiðarsson, Sveinbjöm Jóhannsson, Þórður Marels- son, Hallsteinn Amarsson, Stefán Hall- dórsson, Atli Helgason, Bjöm Bjartm- arz, Trausti ómarsson, AHi Einarsson, Hlynur Stefánsson, Lárus Guðmunds- son. Völsungur-Leiftur 1 : 1 (1:1) Húsavíkurvöllur, íslandsmótið — 1. dcild, laugardaginn 24. september 1988. Mark Völsungs: Guðmundur Þ. Guð- mundsson (30. sek.). Mark Leifturs: Steinar Ingimundar- son (29. mín.). Gult spjald: Ámi Stefánsson, Leiftri. Dómari: Guðmundur Haraldsson 7. Línuverðir*. Guðmundur Jónsson og Gunnar Hreiðars3on. Áhorfendur: 100. Lið Völsungs: Haraldur Haraldsson, Helgi Helgason, Unnar Jónsson, Sveinn Freysson, Eiríkur Björgvinsson, Skúli Hallgrímsson, Guðmundur Þ. Guð- mundsson, Theódór Jóhannsson, Jónas Hallgrímsson, Sigurður Illugason, Skarphéðinn ívarsson. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Sig- urbjöm Jakobsson, Ámi Stefánsson (Kormákur Bragason vm. á 87. mín.), Gústaf Ómareson, Friðrik Einarsson, Hafsteinn Jakobson, Lúðvík Bergvins- son, Hörður Benónýsson, Steinar Ingi- mundareon, óskar Ingimundareon, Friðgeir Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.