Morgunblaðið - 27.09.1988, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR (&§£) f SEOUL ’88
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
SUND / 50 METRA SKRIÐSUND KVENNA
Kristín Otto mesta
sunddrottning allra tíma
Henni tókst það ótrúlega að vinna sex gullverðlaun á Ólympíuleikum
SUNDDROTTNINGIN Kristín
Otto frá Austur-Þýskalandi
gerði það sem engri konu
hefur tekist áður á Ólympíu-
leikum, að vinna sex gullverð-
laun. Á sunnudaginn sigraði
hún í 50 metra skriðsundi og
vann sín sjöttu gullverðlaun.
Áður hafði hún sigrað í 100 m
skriðsundi, baksundi, flug-
sundi og í 4 x 100 m skris-
ðundi og fjórsundi. Glæsileg-
ur árangur það.
Otto stakk sér ekki í sundlaug-
ina á leikunum án þess að
sigra, því hún keppti aðeins í sex
greinum. Þessi 22 ára gamla
menntaskólastúlka frá Leipzig
kom í mark á 25,49 sekúndum
og kom 15/100 hlutum úr sek á
undan heimsmethafanum, Wenyi
Yang frá Kína, sem varð önnur.
Jafnar í þriðja sæti urðu Katrin
Meissner, A-Þýskalandi og Jill
Sterkel frá Bandaríkjunum á
25,71 sek.
Sunddrottning
Otto er fremsta sundkona sem
uppi hefur verið. Hún kórónaði
árangur sinn í Seoul, en áður
hafði hún unnið fem gullverðlaun
á heimsmeitramótinu í Madrid
1986 og fímm gullverðlaun á
Evrópumeistaramótinu í Strass-
borg í fyrra. Hún skipar sér á
bekk með Bandaríkjamanninum,
Mark Spitz, sem vann sjö gull-
verðlaun á Ólympíuleikunum í
Munchen 1972.
„Ég bjóst ekki við að vinna
svona mörg verðlaun hér í Seoul.
Mig þyrsti aðeins í að sigra í 100
Reuter
Kristfn Otto frá Austur-Þýska-
landi fagnar hér sjöundu gullverð-
launum sínum á Ólympíuleikunum í
Seoul.
metra skriðsundinu. Það gekk svo
vel þannig að ég fór fljótlega að
hugsa um að ég gæti unnið fleiri
greinar," sagði Krístin Otto.
Fjölhæf
Otto vann fyrstu gullverðlaun
sín á stórmóti aðeins 16 ára göm-
ul. Það var á heimsmeitaramótinu
1982 er hún sigraði í 100 metra
baksundi. Árið eftir var hún kom-
in í skriðsundið og vann silfur-
verðlaun í 100 metrunum á Evr-
ópumeistramótinu og einnig tvenn
gullverðlaun. Á Ólympíuleikunum
í Los Angels 1984 varð hún að
sitja heima vegna þess að austan-
tjaldþjóðimar hunsuðu leikana.
Byrjaði að æfa 9 ára
Hún hefur þrívegis verið kjörin
besta sundkona heims. Það var
1984 er hún setti heimet í 200
metra skriðsundi og vann mörg
verðlaun á friðarleikunum í
Moskvu og svo 1986 og 1987.
Otto byijað að æfa sund þegar
hún var níu ára. Hún fór þá með
vinkonu sinni á æfínu í sundlaug
í Lapzig og eftir það var ekki
aftur snúið. Þjálfarinn Stefan
Heizer sá strax að miklir hæfileik-
ar bjuggu í þessari stúlku og hef-
ur hann þjálfað hana í 11 ár og
árangurinn ekki af lakara taginu.
4 x 100 METRA FJQRSUND KARLA
1.500 METRA SKRIÐSUND KARLA
| Vladimir Salnikov sannaðl
það i Seoul á sunnudaglnn
| að það er hægt að slgra f
| sundi þðtt aldurlnn sé far-
Inn að færast yfir.
Bandaríkja-
menn settu
heimsmet
David Berkoff og Chris Jacobs.
Þeir syntu á 3:36,93 mínútum og
bættu gamla heimsetið sem Banda-
ríjamenn settu í Tókío 1985 um 1,5
sekúndur. Kanadamenn urðu í öðm
sæti á 3:39.28 mín. og Sovétmenn
í þrifja sæti á 3:39.96 mínútum.
Berkoff, sem tók baksunds-
sprettinn, var aðeins 0,05 sek frá
heimsetinu í greininni.
Jacobs fékk góða afmælisgjöf því
hann hélt upp á 24 ára afmæli sitt
á sunnudaginn.
BANDARIKJAMENN settu 11.
heimsmetið í sundi á Ólympíu-
leikunum í Seoul í síðustu
sundgreininni, 4 x 100 metra
fjórundi karla, á sunnudaginn.
Matt Biondi, sem tókflug-
sundssprettinn, vann sín sjö-
undu verðlaun á leikunum -
fimm gullverðlaun, ein silfur
og ein bronsverðlaun.
Isigursveit Bandaríkjanna voru
þeir Biondi, Richard Schroeder,
Sigri Salnikovs fagnað
„Afi“ sundsins kom sá og sigrði í 1.500 metra skriðsundi
SUNDÁHUGAMENN hylltu
Vladimir Salnikov í Seoul á
sunnudag þegar hann sannaði
að það er hægt að sigra í sundi
þótt aldurinn sé farinn að fær-
ast yfir. Hinn 28 ára gamli Sov-
étmaður sigraði í 1500 metra
skriðsundi karia á 15:00.40
mínútum og áhorfendur úr öli-
um heimshornum fögnuðu
innilegar en nokkrum öðrum
sundsigri á Ólympíuleikunum.
Þeir vissu hversu hörð vinna
og sjálfsafneitun lá að baki
glæsilegum árangri „afa
sundsins".
Salnikov sigraði í 1500 metrum
á öllum alþjóðlegum sundmót-
um sem hann tók þátt í á árunum
1977 til 1986. Hann vann gullverð-
launin á Olympíuleikunum 1980 og
hefði hreppt þau aftur í Los Ange-
les 1984 ef Sovétríkin hefðu tekið
þátt í leikunum þar. Hann bar þess
í stað auðveldan sigur af sund-
köppum sem tóku þátt í Friðarleik-
unum í Moskvu sama ár. „Eg hefði
getað hætt eftir þá,“ sagði Salnikov
í samtali við fréttamenn skömmu
eftir að hin 22ja ára Kristin Ott,
sem hefur unnið sex gullverðlaun í
Seoul, hafði nefnt að hún kynni að
leggja sundbolinn á hilluna. „En
mér fínnst gaman að synda og vildi
ekki hætta strax eftir 20 ára þjálf-
un. Sundið er síór hluti af lífí mínu,
sigramir eiu spennandi og veita
mér mikla ánægju," sagði Salnikov.
Salnikov vann engin verðlaun á
Heimsmeistaramótinu 1986 og
komst ekki einu sinni í úrslit á
Evrópumeistaramótinu 1987. Þeir
sem þóttust hafa vit á málum kváðu
hann hafa sungið sitt síðasta og
engir nema Marina, eiginkona hans,
trúðu að hann ætti eftir á ná sér
aftur á strik. „Það hefur stundum
hvarflað að mér á undanfömum
tveimur ámm að ég ætti ekki ‘eftir
að verða í hópi hinna bestu á ný,“
sagði hann. „En konan mín hefur
haft trú á mér allan þennan tíma.
Það hefur verið mér mikils virði.
Hún á stærsta þáttinn í þessum
sigri.
Ég var lengi á toppnum, ég vann
sigra og beið ósigra og upplifði flest
sem hægt er í þessari íþróttagrein.
En mér fannst eitthvað vanta, mér
fannst ég ekki hafa gert allt sem
ég gat. Nú get ég hætt alsæll,"
sagði Salnikov.
Hann hættir sem heimsmetshafi
í 800 og 1500 metrum í skrið-
sundi. Hann er hinn eini í heimi sem
hefur synt 1500 metrana á minna
en 15 mínútum.
Aldursmunurinn leyndi sér ekki
þegar hann sat hjá hinum verð-
launahöfunum, Stefan Pfeiffer og
Uwe Dassler, sem eru 22ja og 21
árs. Pfeiffer talaði fyrir munn allra
aðdáenda Salnikovs þegar hann
sagðist vera „ótrúlega ánægður"
með árangur hans í keppninni.
Salnikov komst við en væntanlega
verður þungu fargi af honum létt
þegar hann áttar sig á að erfíði
undanfarinna ára er nú lokið.
BAKSUND
14ára
ungversk
stúlka kom
áóvart
Fjórtán ára ungversk stúlka,
Krisztina Egerzegi, sigraði
mjög óvænt í 200 metra bak-
sundi kvenna á sunnudaginn.
Hún synti á 2:09.29 mínútum
og var rétt við heimsetið sem
austur-þýska stúlkan, Comeiia
Sirch etti í fyrra.
Egerzegi náði ekki forystunni
í sundinu fyrr en eftir 150
metra. Heimsmethafinn Sirch
hafði forystu frá upphafí, en
varð að láta sér lynda þriðja
sætið þar sem landa hennar
Kathrin Zimmermann náði
henni á síðustu metmnum og
tók silfrið.