Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPIULEIKARNIR í SEOUL ’88 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 8 M B 15 SUND Sá fljótasti Matt Biondi frá Bandaríkjunum var sigursæll á Ólympíuleikunum í Seoul. Hann vann til sjö verðlauna í sundi, fímm gull, ein silfur og ein bronsverðlaun. Auk þess setti hann þrjú heimsmet. t Biondi fljótasti sundmaður heims - vann sjö verðlaun og setti þrjú heimsmet MATT Biondi, sem er frá Kali- forníu > Bandaríkjunum, vann flest verðlaun allra í sund- keppninni á Ólympíuleikunum í Seoul, eða alls sjö þar af fimm gullverðlaun. Það er aðeins einn sundmaður sem unnið hefur fleiri gullverðlaun á ólympíuleikum. Það er landi hans, Mark Spitz, sem vann sjö gullverðlaun í Miinchen 1972. Biondi, sem er 22 ára, segist ætla að taka sér frí frá sundinu um tíma og skoða sig um. „Ég hef ferðast mjög víða um heimin, en allt sem ég hef séð eru sundlaug- ar,“ sagði þessi hávaxni afreksmað- ur brosandi. Verðlaun Þegar Biondi kom inní búnings- klefann ásamt félögum sínum að afloknu síðasta sundinu á sunnu- daginn missti hann verðlaunapen- inginn í gólfið. Þá sagði hann í gríni: „Þetta er allt í lagi strákar, hafið engar áhyggjur ég á sex verð- launapeninga í viðbót!" Hann var spurður að því hvort þessi árangur í Seoul kæmi ekki til með að hafa áhrif á hann: „Nei, alla vega ekki enn. En ef það gerir það mun ég örugglega ekki geta sofið dúr í nokkra daga“. Fljótastur Biondi setti glæsilegt heimsmet í 50 metra skriðsundi sem þýðir að hann er fljótasti sundmaður verald- ar. Hann var í sigursveitum Banda- ríkjanna sem settu heimsmet í fjór- sundi og skriðsundi. Það sem hon- um þótti sárast var að tapa fyrir Nesty frá Surinam í 100 metra flug- sundinu, en þá munaði aðeins hárs- breidd á þeim, eða 0,01 sekúndu. Æfði með höfrungum Hann segist hafa lært töluvert af höfrungum er hann svamlaði með þeim í sædýrasafni í Kalifomíu áður en hann fór til Seoul. „Það sem ég lærði helst af höfrungunum var hvemig vatnið umleikur dýrín þegar þau synda. Það hjálpaði mér að ná betri tökum á sundtækninni," sagði Biondi. 200 METRA FJORSUND KARLA Damyi setti annað heimsmet Sigraði með miklum yfirburðum í 200 metra fjórsundi TAMAS Darnyi frá Ungverjal- andi vann önnur gullverðlaun sín og setti jafnframt sitt ann- að heimsmet á leikunum í Seoul á sunnudaginn. Hann sigraði í 200 metra fjórsundi og bætti eigið heimsmet um 0,39 sekúndur. Damyi hefur verið kallaður kóngungur fjórsundsins og ber hann það nafn með réttu. Því í síðustu viku vann hann gullverð- launin í 400 metra fjórsundi og setti heimsmet þar einnig. Tími Damyi var 2:00,17 mínút- ur og hafði hann mikla yfírburði. Annar var Patrick Kuehl frá Aust- ur-Þýskalandi sem synti á 2:01.61 mín. eða tæplega einni og hálfri Tamas Damyi frá Ungverjalandi vann tvenn gullverðlaun og setti einnig sekúndu á eftir Damyi. tvö heimsmet. -------------------y--------------------------------------- Æ jwfíími KOSTUR FYRIR ÞIG FERÐATÖSKUR :ERÐATASKA 50 cm 65 cm kr. kr. 2685.- cin kr- 3275 ‘ cm kr- 3425-- KAUPFELÖGIN'UM LAND ALLT!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.