Alþýðublaðið - 20.10.1920, Side 2

Alþýðublaðið - 20.10.1920, Side 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við iugólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsiagum sé skilað þaugað cða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO árdegis, þaaa dag, sem þær eiga að koma i blaðið. Áskriftargjald ein tcr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 em. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil tíl afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Ivert er verksviö þeirra? Alþbl. hefir borist svohljóðandi grein: Nú hefir ísland, að sögn, feng- ið tvo erindreka erlendis, ræðis- mann í Genua og sendiherra (öliu má nafn gefa I) í Kaupmannahöfn. Lfklega hefir skipun hins síðar- nefnda verið birt f Lögbirting, en um Gunnar hefir víst verið þagað opinberlega, að eg held. Þessir menn eiga að vera ís- lendingum til aðstoðar, en svo er vandlega þagað yfir verksviði þeirra, að borgararnir hafa ekki hugmynd um að hvaða gagni þeir megi verða. Það er áreiðan- lega margt, sem vér vildum gjarn- an fá að vita um þessi embætti. Væri t. d, ekki úr vegi að fá að vita uíanáskrift póstbréfa og sím nefni þeirra. Þetta vita menn ekki, sem heldur er ekki von, því að stjórnin hefir sparað sér ómakið við að láta landsmenn vita deiii á þessu. Hvernig á að skrifa ut- an á embættisbréf til hr. Sveins Björnssonar? Ef til vill „Islands Acnbassadör", eða „Den islandske Minister i Kjöbenhavn". Svo væri gott að fá að vita hvort embætt- ið er það sem Englendingar kalla Embassy eða Legation Á því er töluverður muaur, þótt forstöðu- maðurinn sé venjulega kallaður „sendiherra" á íslenzku. Næst er að fá að vita hverskonar erindi íslenzkir borgarar mega bera upp fyrir þessum manni. eða raeð öðr- um orðum hvaða erindrekstur eða „snúninga" hann annast, og hvort greiða á honum, eða embætti hans, ómakslaun, og þá eftir hvaða gjaldskrá. Hér ber og að athuga, hvort hægt er að vænta þess, að íslendingar fái svarað fyrirspurn- um símieiðis, ef þess er þörf. Þarf að senda svarmerki með bréfi und- ir væntanlegt svar? í fám orðum sagt, væri næsta æskilegt að stjórnin birti erindis- bréf þessa erindreka. Reyndar vita flestir að þetta embætti er alveg óþarft, og muni því verða gagnslaust, en þó er ekki úr vegi að gera tiiraun með að hafa þess einhver not. Um ræðismann íslands í Ítalíu er nokkuru öðruvísi ástatt. Menn hafa búist við að að honum yrði talsvert gagn. Hvert það er orðið, mun flestum huiið, því að um hann er, eins og sendiherrann, að erindisbréf hans er ókunnugt, og að frá honum hafa engar skýrsl ur sést alla þessa mánuði. Þetta getur vel verið eðlilegt, því að sannast mun vera, að maðurinn er lítt eða eklci háður íslenzkri stjórn, heldur mun starfa sem danskur enabættismaður. Fyrst og fremst tók hann við dönsku „kon- súlati", og ber líklega að reka það í svipuðum „tón" sem áður, en þótt hér væri að ræða um al- íslenzkt embætti, og kostað af oss, þá mæla sambandslögin svo fyrir, að siík „konsúlöt" skuli Danir setja á stofn og þá eflaust undir sínu nafni, en vér greiða kostnaðinn. Þetta er eitt af guil- kornum frelsisskjalsins mikla frá 1918, þá er 'óll Norðurálfan var gerð frjáls, nema ísland. Nú vita það allir, að ræðismenn fá ómak sitt vel borgað, og er staðið skii á þeim tekjum með nokkurskonar frfmerkjum. Hvaða merki notar hr. Gunnar Egilson? og hvaða merki yrðu sotuð i þeim „konsúlötum", er vér kynn- um að fá Dani til að setja á stofn á vorn kostnað? Jú, það eru, og verða, d'ónsk »konsúlatsmerki“ og tekjnrnar reana þar af leiðandi í danskan ríkissjóð, þótt vér fáum að greiða útgjöldin. Getur ekki Alþýðublaðið hjálp- að til þess að fræða landsmenn um það, hvert sé verksvið íslenzkra erindreka í útlöndum? Kjbsandi. Yisnnðarnir eru að koma aftur! Undir þessari fyrirsögn ritar einn amerískur vísindamaður grein í eitt af hinum mörgu og glæsi- legu náttúruf'ræðistímaritum er gefin eru út í Bandaríkjunum (Natural History; Yournal of Amer» ican Museum). Vísundarnir arnerisku eða bison- arnir eru svo sem kunnugt er nautategund ein stór, er átti heirna í Norður-Ameriku er hvítir menn komu þangað, og var út- breiðslusvæði þeirra sunnan frá 25 norðurbreiddarstig, norður á 65 breiddarstig, eða frá Norður- Mexicó, norður um Þrælavatnið mikla og er það sem næst sama vegalengdin frá suðri til norðurs eins og frá Kanarísku eyjum og norður á Akureyri. Vísundarnir voru bæði í skóg- um og á grassléttum, og þoldu margskonar loftslag svo sem sjá má á þvs hve stórt var útbreiðslu- svæði þeirra, jafnvel þó þeir sem nyrðst héldu sig hafi flutt sig eitthvað suður á bóginn á vetrin^ Þó vísundunum væri síöðugt að fækka fram eftir ölöinni sern leið, eftir því sem hvítir menn færðu bygðir sínar lengra og Iengra vestur eftir landi því er nú nefnist Bandaríkin, þá var það þó ekki fyr en járnbraut var lögð vestur yfir graslendin mikli* (preríurnas) að vísundadrápin gíf' uriegu byrjuðu. Það er álitið að þegar verið var að leggja járnbrautina hafi ennþá verið eítir minst 5 miijónir vísunda, og margir áætla töluna miklu hærri. Járnbrautin var fullgerð árið 1871 og slcifti hún vísundastóð' inu í tvent, og er iágt áætlað að þrjár miljónir vfsunda hafi verið í því sem sunnan brautarinnar var, en hálf önnur miljón f lönd' unum fyrir norðan. Vísundaveiðar hófust fyrir alvörtf þetta ár (1B71) og stunduðu ha03 fjöldi manna, því þó veiðimenO' irnir hirtu ekki annað en skinnið af vísundunum var hún afsltapleg3 arðsöm, skinnin voru 2—4 dollar* virði, og gat hver maður eig1 sjaldan drepið alt að hundrað vísunda á dag. Hvert dagsver^ gaf því af sér mörg hundru

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.