Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 C 3 form og innihald. Fómennt og ró- legt umhverfi, sem er vel skipulagt og í nokkuð föstum skorðum, get- ur veitt þeim ákveðna yfirsýn og öryggi. Eins og ég nefndi áðan er búið að koma á fót lítilli sérdeild í Dalbrautarskóla. Aðrir einhverfir eru í sérskólum eins og Safamýrar- skóla og hafa nokkrir þeirra getað nýtt sér vel að vera í fámennum bekk með öðrum fötluðum nem- endum með svipaðar þarfir. Miklu skiptir að kennsla og önnur þjálfun eða meðferð myndi eina sam- ræmda heild.“ — Hver verður svo framtfð þessara barna og unglinga? „Það stóð til í upphafi að út- skrifa þessa unglinga sem hér búa á önnur sambýli úti í bæ eða vítt og breitt um landið. En við sáum fram á að það yrði mjög erfitt fyrir þau. Þau hafa aðlagast húsinu hér, staðháttum og umhverfi. Ef þau yrðu flutt annað þá þyrftu þau að byrja upp á nýtt. Þau eiga er- Einhverf börn horfa sjaldnast í augu fólks og þola illa snertingu og atlot. WS S M So ift tLágJSk f'U- fcinnverr oorn hafa takmarkað mál eða tala alls ekki. leika sér ekki eins og önnur börn, en endurtaka sífellt einhæfar athafnir. skynja ekki hættur og þurfa þvístöðuga umsjón. Elnhverf böm bregðast oft einkennilega við umhverfi sínu. Þau hlæja, gráta eða hljóða og fá hræðslu- eða reiðiköst án skiljanlegrar ástæðu. þola afar illa breytingar á umhverfi og daglegu lífi. fitt með að yfirfæra þá reynslu sem þau hafa öðlast í einu ákveðnu umhverfi yfir á annað umhverfi. Það þyrfti þá að kenna þeim á ný t.d. að versla og nota strætisvagn í nýju umhverfi. Við sáum líka að mörg sambýl- in, sem til stóð að þau færu á, voru ekki í stakk búin að taka við þeim. Þau höfðu ekki ráðgjöf eða nægjanlegan fjölda starfsmanna, en það þarf að halda mjög vel utan um alla hluti svo ekkert fari úr skorðum hjó þeim, við vorum því hikandi við að útskrifa þau. I samráði við félagsmálaráðu- neytið varð því til sú hugmynd að breyta þessu heimili í sambýli sem þýðir að þá geta þau, sem það hentar, búið hér áfram. En sam- hliða þessu vildum við byggja upp annað meðferðarheimili, þar sem við tækjum inn yngri börn og þá öll í einu. Við vildum ekki taka þau smátt og smátt inn á þetta heim- ili. Allar breytingar eins og þær sem yrðu ef við værum að útskrifa einn og taka inn annan, myndu valda gífurlegri ringulreið hér á heimilinu. Eins veldur það mikilli röskun þegar einn starfsmaður fer og annar kemur til starfa. Við verð- um að leitast við að hafa mjög mikla festu í kringum þau svo þau finni fyrir meira öryggi, en þá líður þeim líka betur. Við erum mjög ánægð yfir því að þessi mál hafa þróast þannig að unglingarnir geta búið hérna áfram. Á nýja heimilinu verða 5-6 einstaklingar. Það er heppilegur fjöldi einstaklinga á þessum heimilum." Sigríður Lóa sagði að þessi mál væru mikið til umræðu núna. Þau þrjú róðuneyti sem hafa með þessi mál að gera hafa nú skipað sér- staka nefnd sem á að sjá um að koma með tillögur um þjónustu við einhverf börn og samræmingu þjónustu. Norræna ráðherra- nefndin hefur nýverið veitt Norr- ænu samtökunum sem áður hafa verið nefnd, tæplega hálfrar millj- ón króna styrk til þess að koma á fót námskeiðum fyrir þá sem starfa með einhverfa. Skipulag þessa máls er enn á umræðustigi, en komið hefur til tals, sagði hún, að okkur (slendingum myndi nýtast best að fá kennara reglubundið hingað í stað þess að senda fáeina útvalda utan. Starfsþjálfun einhverfra — Heimamenn voru fjarver- andi á vinnustað þegar viðtalið fór fram og Sigrfður Lóa var spurð nánar hvernig þau nálguð- ust þessi einhverfu börn og hvernig staðið væri að starfs- þjáifun þeirra? „Við leggjum mikið upp úr því að það myndist traust á milli leið- beinandans og hins einhverfa. ( því sambandi leggjum við áherslu á að það séu ekki margir leið- beinendur sem hafi afskipti af barninu, þannig að það læri að tengjast fyrst einum og síðan fleir- um úr hópi starfsmanna. Þegar barnið er farið að læra inn á starfs- manninn er auðveldara að gera kröfur til þess með að gera ákveðna hluti. Starfsmaður þarf líka að endurspegla innra öryggi og meðvitund um þaö sem hann er að gera. Fljótlega eftir að við hófum starfsemi heimilisins hér, þá sett- um við upp vinnuþjálfun og fengum hjá fyrirtækjum allskonar einföld pökkunarverkefni sem unglingarn- ir ráða vel við. Þetta þróaðist þann- ig að fyrst vorum við hér heima og á sumrln fengum við kennslu- stofur hér f Hólabrekkuskóla og höfðum vinnustað okkar þar. En okkur þótti slæmt að þurfa að hætta á haustin og flytja vinnuna aftur hingað heim. Svo nú í upp- hafi þessa árs náðist samstaða við skátana f hverfinu um að nýta skátaheimilið. Þeir nota það á kvöldin og um helgar en við notum það virka daga. Við höfum fengið að koma þar upp vinnuaðstöðu fyrir verkefni okkar og krakkarnir vinna þar á morgnana þau sem ekki eru í skóla, hin vinna þar eftir hádegi. Þetta eru verkefni sem höfða til þeirra og þau hafa mikla ánægju af að vinna þessi störf. Þetta er einnig liður í því að þjálfa þau í að vinna seinna meir á vernd- uðum vinnustað eða úti á almenn- um vinnumarkaði." Framtíöarsýn — Sigríður Lóa var að lokum spurð hvaða mól væru efst á óska- listanum. „Óskalistinn er sá,“ sagði hún, „að okkur takist að byggja upp samfellda þjónustu fyrir einhverfa, þannig að ekki þurfi að skapast svo langur biðtími eftir æskilegu úrræði fyrir börnin eftir að þau hafa útskrifast fró barnageðdeild. Þar sem einhverfir eru ólíkir að getu, myndi ég vilja sjá að mismun- andi möguleikar stæðu þeim til boða bæði varðandi skóla, búsetu og vinnu. Sumum hentar einstakl- ingskennsla og aðrir geta nýtt sér ýmsa möguleika í hópkennslu. Sumir hafa gagn af því að búa í sambýli í þóttbýli og öðrum myndi líða betur í sveit. Fáeinir geta að- lagast hinum almenna vinnumark- aði en flestum hentar vernduð vinna í einhverskonar formi." Komið var fast að hádegi þegar ég kvaddi. Unglingarnir voru komnir heim og þó heyra mætti glamur í diskum og borðbúnaði er þeir undirbjuggu borðhaldið, þá hvíldi mikill friður yfir heimilinu. Sólinni hafði tekist að brjótast fram úr skýjunum og beindi nú geislum sínum að þessu einstaka heimili rétt eins og hún vildi blessa það og vernda. PHILCO þvottavél og þurrkari WD 806 sambyggða þvottavélin og þurrkarinn frá PHILCO er án barka og þarf því ekki sérstakt þvottahús með útblástursopi. Vélin þéttirgufuna sem myndast þegar þurrkað er og breytir henni í vatn. Þetta kemur sér ákaflega vel þar sem húsrými er lítið eða menn vilja nota plássið í annað. • 15 mismunandi þvottastillingar, þar af ein fyrir ullarþvott • Tekurinnásigheittogkaltvatn • Ytri og innri belgur úr ryðfríu stáli • Tekur 5 kg. af þvotti • Allt að 1000 snúninga vinda • Hægt er að velja þrenns konar hitastig við þurrkunina þannig að ráð má miklu um þurrkunartímann Enginn barki-engin gufa Philco erlausnin fyrirþig <8> Heimilistæki hf Sætúni 8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SIML6915 25 SÍML6915 20 ytieAuMSveúycuéegi'i í sanauttgmn/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.