Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
C 11
Það er viðurkennt markmið á öllum Norðurlöndunum að konur og karlar hafi jafnan
rétt til starfa og efnahagslegs sjálfstæðis, gæslu heimilis og barna og þátttöku í stjórn-
málum, stéttarfélögum og öðrum þáttum samfélagsins. En hvernig miðar í þeim efn-
um? Við flettum i gegnum bókina „Konur og karlar á Norðurlöndum" með Sigríði Vil-
hjálmsdóttur, þjóðfélagsfræðingi, sem vann að gerð hennar í samstarfshópi á vegum
hagstofa Norðurlandanna, en bókin var gefin út á vegum norrænu ráðherranef ndarinnar.
Jafnrétt'i
á Norðurlöndum
KYNBUNDIÐ NÁMS- OG
STARFSVAL
„ Stærri hluti kvenna en karla
er eingöngu með grunnmenntun
og er sá munur mestur é Islandi,
en nánast enginn í Finnlandi.
Framhaldsmenntun er almennari
eftir því sem fólkið er yngra og
greinilegt er að konur sækja þar
á,“ segir Sigríður og bætir við (Ijósi
kynbundins náms- og starfsvals:
„Það má kannski segja sem svo
að almennt séu konur f því að
byggja upp fólk á meðan karlarnir
byggja mannvirki."
I bókinni kemur fram að alls
staðarfer þeim húsmæörum fækk-
andi sem eru heimavinnandi, en
þær eru flestar í Noregi og fæstar
í Finnlandi. Sigríður bendir reyndar
á í því sambandi að talsvert lengri
hefð sé fyrir því í Finnlandi en
annars staðar á Norðurlöndunum
að konur vinni utan heimilisins all-
an daginn. Hvað heimilisstörfin
varðar kemur í Ijós að konur sem
eru með börn yngri en sex ára
verja helmingi meiri tíma til heimil-
isstarfa en karlar og er munurinn
á milli kynja í þeim efnum mestur
í Noregi. Viðhaldsstörfin eru hins
vegar að miklu leyti í höndum
karla, en þau krefjast líka minni
tíma en heimilisstörfin.
JAFNRÆÐI MESTÍ
SVÍÞJÓÐ
Hjá Svíum virðist mest jafnræði
ríkja á milli karla og kvenna um
þátttöku í heimilisstörfum. í Nor-
egi, Finnlandi og Svíþjóð verja kon-
ur helmingi meiri tíma til umönnun-
ar barna og finnskar konur allt að
þrisvar sinnum lengri tíma en karl-
Málefni barna misjöfn
Eitt þeirra sviða sem Islend-
ingar geta státaö af að vera
Norðurlandabúum fremstir á, er
að við eignumst hlutfallslega
fleiri börn en frændur okkar og
höfum einna lægsta tíðni fóstur-
eyðinga. Hins vegar koma nokk-
uö athyglisverðar staðreyndir
fram í þeim hluta samantektar-
innar sem lýtur að umönnum
barna og uppeldismálum en þar
sker (sland sig að mörgu ieyti
úr hópnum.
Til að byrja með er réttur for-
eldra vegna barnsburðarleyfis
nokkuð frábrugðinn eins og fram
kemur töflunni, en það er lengst
í Svíþjóð og í Finnlandi, eða allt
að tólf mánuðir og styst á ís-
landi, fjórir mánuðir. í Finnlandi
pr einnig sá kostur fyrir hendi
að annað foreldri getur verið
heima hjá barni allt til þriggja ára
aldurs og fengiö einhverjar
greiðslur vegna þess frá þv( opin-
bera. Danmörk hefur þá sérstöðu
að mæður geta þar tekið fjórar
vikur í leyfi fyrir barnsburð, án
þess að það skerði orlofið strax
eftir fæðinguna og Svfar hafa
einnig þá sérstöðu aö þar geta
feður tekið orlof strax, en á öðr-
um Norðurlöndum er konum ein-
um ætlað orlof strax eftir fæð-
ingu. í öllum löndunum nema á
fslandi geta feður fengið leyfi til
að vera hjá móður og bamí fyrstu
tvær vikurnar eftir fæðingu
barns.en (Finnlandi kemur þetta
niður á þeim t(ma sem feður
kunna að taka síðar. (Danmörku,
Finnlandi og Svíþjóð er þetta leyfi
borgað af hinum opinbera, en
ekki í Noregi, þar sem það er
samningsbundið. Sjálft fæðing-
arorlofiö er hins vegar misjafnt
eins og fram kemur (töflunni. ,
Varðandi rétt foreldra til að
vera frá vinnu vegna sjúkra barna
sinna þá er hann lögbundinn (
Noregi og Svfþjóð, en samnings-
bundinn í hinum löndunum. Rétt-
urinn gengur lengst (Svíþjóð, þar
sem foreldrar géta fengið leyfi í
allt að 90 daga á ári fyrir hvert
sjúkt barn, en styst eru slfk leyfi
á fslandi, eöa 7 dagar á ári, og
gilda þá ekki fyrir alla.
Framboð á dagvistarrými er
hvergi nærri fullnægjandi á Norð-
urlöhdunum, en talsvert mis-
munandi þó. Einna best er það
í Danmörku fyrir 0—2 ára börn,
eða 45%, 21% í Finnlandi, um
25% á íslandi, 8% í Noregi og
um 31% í Svíþjóð, en þá ber að
hafa í huga að barnsburðarleyfi
hjá Svíum og Finnum eru tólf
mánuðir, þannig að sænsk börn
á þessum aldri koma í mörgum
tilvikum mun seinna inn á dag-
vistarheimili en annars staðar.
Af aldurshópnum 3—6 ára höfðu
65% danskra barna dagvistun,
57% sænskra barna, 36% finn-
skra barna og 47% barna í Nor-
egi og á (slandi. Þar með er þó
ekki öll sagan sögð, því ( raun
er þetta hlutfall lakast á (slandi,
þar sem tölurnar héöan standa
fyrir bæði dagheimili og leikskóla
sem eru aðeins hluta úr degi og
teljast 3/4 hlutar dagvistunar hér-
lendis, en tölurnar, t.d. frá Dan-
mörku og Svíþjóð, um miðast við
heilsdagsvistun á dagheimili.
Skóladagheimilspláss kemur
einnig best út ( Svíþjóð, þar sem
20% barna 7—10 ára voru á
skóladagheimili og 13% hjá dag-
mæörum 1986.1 Danmörku voru
19% á skóladagheimili, en í Finn-
landi voru 3% á skóladagheimili
og 2% hjá dagmæðrum. Á (s-
landi höfðu 3% vistun á skóla-
dagheimili og 1% hjá dagmæð-
rum, en í Noregi höfðu aðeins
2% aðgang aö skóladagheimili.
Þá kemur fram að (Noregi eru
23 starfsmenn á hver 100 börn,
á íslandi, í Danmörku og Svíþjóð
18 og í Finnlandi 17. Ef hins veg-
ar er aðeins miðað við faglært
starfsfólk þá eru það 17 starfs-
menn á hver 100 börn í Sviþjóð,
14 í Finnlandi, 11 ( Danmörku, 8
í Noregi og 7 á (slandi. Kostnað-
ur við dagvistun barna skiptist
þannig að á fslandi greiða for-
eldrar 31% af kostnaði, ( Dan-
mörku 26%, í Noregi 21%, 14%
í Finnlandi og 10% í Svíþjóð. ís-
land hefur þá sérstöðu aö hér
greiðir rfkið ekkert af kostnaðin-
um, en á hinum Norðurlöndunum
greiðir ríkið frá 34% upp ( 42%
hans.
VE
Réttur foreldra til fæðingarorlofs á Norðurlöndum
Danmörk
Finnland
ísland
Noregur
Svíþjóð ■mmm
1 'ár 2 ár 3 ár
■ Orlof móður á fullum launum
E3 Orlof móður eða föðurs á sem nœst fullum launum
□ Orlof móður eða föðurs á skertum launum
□ Ólaunað orlof móður eða föðurs
ar. Ljóst þykir alls staðar aö ekki
er samræmi á milli þeirrar aukning-
ar sem orðin er á vinnu kvenna
utan heimilisins og starfa karla
innan þess.
Hvað varðar launuð störf þá
hafa miklar breytingar átt sér stað
á vinnumarkaöi sfðustu áratugina,
ekki sist vegna aukinnar atvinnu-
þátttöku kvenna, sem eru nú um
helmingur mannafla á vinnumark-
aði, samanborið við um þriðjung
1960.
ATVINNULEYSI BITNAR
HELST Á KONUM
Atvinnuþátttaka kvenna frá
tvítugu fram á eftirlaunaaldurinn
var lengst af mest í Finnlandi, en
er nú orðin mest í Svíþjóð, eða um
83% og minnst í Noregi, þar sem
hún er73%. Þá hefur atvinnuleysi
mest bitnað á konum, að Finnlandi
undanskildu og hlutastörf eru alls
staðar algengari hjá konum en
körlum, en aðeins 5% karla vinna
hlutastörf.
Það virðist sammerkt með öllum
Norðurlöndunum að vinnumarkað-
urinn skiptist í kvennastörf og
karlastörf og eru um eða innan við
10% manna (störfum þar sem
nokkuðjafnt hiutfall erá milli kynj-
anna. Starfssviö kvenna er gjarnan
að veita þjónustu eða annast um
fólk, en karlastörfin viðkoma oftar
veraldlegum hlutum.
LÆGRI LAUN KVENNA
Þegar kemur að launamálunum
segir Sigriður að é því sviði sé
erfitt um samanburð milii landanna
og tiltækt efni mjög takmarkaö. (
bókinni sé einkum stuðst við upp-
lýsingar sem birtast í Norrænu
tölfræðibókinni. Þær gefa til kynna
að í öllum helstu greinum iðnaöar
eru konurenn með lægra með-
altímakaup en karlar, þó heldur
hafi launabiliö farið minnkandi.
Einnig kemur fram aö launin eru
lægst (þeim greinum þar sem
konur eru f meirihluta.
Á heildina litið er tekjubilið svip-
að í Danmörku, Finnlandi og
Svíþjóð, en þar hafa konur um 70%
af tekjum karla, í Noregi er hlut-
fallið 60% og lægst er það 6 (s-
landi eða 50%. Segir (ágripi bókar-
innar að ástæður þessa tekjumun-
arfelist m.a. (misjafnri skiptingu
vinnutíma karla og kvenna milli
launaðs og ólaunaðs starfs, en þó
ekki sist (lágum launum (svoköll-
uðum „kvennastörfum" og einfald-
lega lægri iaunum kvenna en karla
almennt.
Karlar hafa samkvæmt niður-
stöðunum meiri frítíma en konur
og er munurinn mestur í Finnlandi
en minnstur (Danmörku. Þá verja
kynin ólíkt s(num frítfma og nokkur
munur er þar á milli landa. Karlar
hneigjast almennt meira að íþrótt-
um og konur að menningarmálum,
konur lesa meira og karlar horfa
meira á sjónvarp.
KARLARÁ FLEIRI
VALDASTÓLUM
Karlar sitja á mun fleiri vafda-
stólum en konur og á það við um
löndin öll, þó (talsvert mismun-
andi mæli sé. I fyrrnefndu ágripi
segir:
Þótt konur hafi haft atkvæðis-
rétt og kjörgengi (yfir 60 ár vantar
enn mikið á að jöfnuði kynja sé
náð á þjóðþingum og (sveitar-
stjórnum. Þær eru nú um þriðjung-
ur fulltrúa á þjóðþingum — að und-
anskildu (slandi, þar sem um
fimmtungur þingmanna eru konur..
Á öllum Norðurlöndunum nema (
Svíþjóð hefur nú verið lögfest að
vinna eigi að því að jafna stöðu
kynja í opinberum nefndum,
stjórnun og ráðum, en hlutur
kvenna er þar hæstur í Danmörku
og Noregi, 31 %, en lægstur á is-
landi, 11 %. í trúnaðarstörfum
stjórnmálaflokka, launþegasam-
taka og innan embættismanna-
kerfisins gætir áhrifa kvenna
minna eftir því sem trúnaðarstöð-
urnar eru valdameiri.
„Einnig (sveitarstjórnum er
hlutur íslenskra kvenna lægri en
stallsystra þeirra á Norðurlöndun-
um, að Finnlandi undanskildu.
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum
er um 30% í Noregi og Svíþjóð,
24% (Danmörku, 19% hér á landi
og 15% í Finnlandi," segir Sigríður.
„(sland kemst þó ofarlega á blað
hvað varðar forseta bæjar- og
sveitarstjórna, þv( hér og í Svíþjóð
eru það konur í 9% tilvika, í Nor-
egi 6%, Finnlandi 4% og í Dan-
mörku 3%," segir Sigríður og svar- ~
ar (framhaldi af þv( spurningunni
um hvort niðurstaðan sé ef á heild-
ina er litið þannig að staða
íslenskra kvenna sé slæm í saman-
burði við aðrar norrænar konur.
„Því ber ekki að neita að þegar
litið er yfir þessar niöurstöður þá
virðist staða kvenna á fslandi (
nokkuð mörgum tilvikum vera lak-
ari en á hinum Norðurlöndunum
og þaö verður að segjast eins og
er að það kom ýmsum á óvart. Ut
á við virðast (slenskar konur mjög
vel é vegi staddar, með tilliti til aö
við höfum kvenforseta, kvennafrí-
dag, kvennalista og -framboö og
fleira. En staðreyndirnartala sfnu
máli. Margt virðist þó vera að fær-
ast hægt og sígandi í jafnréttis-
átt," segir Sigríöur Vilhjálmsdóttir,
þjóðfélagsfræðingur.
Vilborg Elnarsdóttlr