Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 7
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 ! MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 C 7 — S K REYTI NGAR---- Það er vart hœgt að þverfóta á götum, í görðum og á gangstígum þessa dagana fyrir haustlaufum, reyniberjum og öðru þvf sem fellur af trjánum. Litirnir á þessum árstíma eru ákaflega fallegir — mildir, hlýir jarðlitir. Þessa haustliti náttúrunnar má með ýmsu móti nýta, börnin geta tínt laufin og límt á blöð sem sfðan má ramma inn og þeir sem eru orðnir aðeins eidri geta fengið útrás fyrir sköpunargleðina og gert fallegar skreytingar á borð eða veggi. Til að hjálpa lesendum með að fá hugmyndir að borðskrauti báðum við Auði Árna- dóttur að leggja okkur lið. Hún lærði blómaskreytingar í Danmörku og hefur undan- farin fjögur ár rekið með eiginmanni sínum, Haraldi Árnasyni, blómabúðina Meian- óru á Seltjarnarnesi. „Þessi árstími er mjög hent- ugur til að safna í skreytingar. Um þessar mundir er litadýrðin svo mikil að fólk þarf ekki að leita lengra en út í garð til að finna efnivið í fallega borð- skreytingu. Möguleikarnir eru óteljandi, trjágreinar eru falleg- ar í skreytingar, reyniber koma vel út, allskyns strá, mosi, fjörugrjót, hraunmolar, skrautkál og blásóley svo eitt- hvað sé nefnt. Ef búa á til skreytingu á matborðið þá er tilvalið að fara í matjurtagarð og finna til það sem þarf. Pers- ille, kálblöð, laukar og rabarb- arablöð geta komið mjög vel út.“ Auður segist reyna að hafa það ílát sem hún noti undir haustskreytingu úr náttúru- legu efni, til dæmis basti, leir eða viði. Hinsvegar bendir hún á að hægt sé að nota margt annað og þetta sé háð smekk og því sem til er á heimilum. Önnur skreytingin sem Auð- ur ætlar að gera fyrir lesendur er gerð til að standa lengi. Skreytingin á að þorna og halda sér. Hin skreytingin er aftur á móti búin til með því hugarfari að hún standi stutt. Auður setti kertaljós í þá skreytingu sem á að halda sér eftir að hún þornar og lét það fylgja með að á þessum árstíma þegar taki að rökkva fyrr sé tilvalið fyrir fólk að setja í skreytingarnar kertaljós. GRG 3Þegar blómafrauðið er fest niður þarf að huga að því að troða því * ekki svo að vatn komist með hægu móti ofanf. Auður telur hentugt að byggja haustskreyt- ingarnar upp þannig að jurtirnar megi ekki krossast við jörðu og eiga að vaxa upp til sólarinnar. a (o i. c c ® 5Í=! ■o c «o ö «0 >- 'TO "> ® «0 ÆS o a '3 c •c-o c «o c a E 2 . S'i! I «e ® ja. »- (/) “ <D «o - A a '3 ~ a 3 J O. CL ~ O) JX o > - co - V> o a —- o ■_ n sf 3 £9 C\J Ef fólkvill nota kertaljós þarf auðvitað að gæta að því að næg fjar- lægð só frá gróðrinum. Hentugt er að nöta kerti með svokölluðum sjálfslökkv- ara, þ.e.a.s. þau slökkva á sér sjólf þegar þau eru að verða búin. 6 • Látið fmyndunaraflið ráða ferðinni. efniviðurinn er úti ígarÖi 4„Mosi og hraun kemur vel út f . haustskreytingum og er gott til að fylla upp í með. Það er um að gera að hafa tegundirnar sem notaðar eru ekki of margar og reyna að hópa tegundirnar sam- an eða láta þær mætast þannig að samræmi náist. „í þessa skreytingu nota ég jurtir sem henta 7vel í skreytingu sem á ekki endilega að standa . mjög lengi.“ SUPER TIL BORGA VILTU NOTA FERÐINA? til: Kaupmannahafnar fyrir 18.780 kr., Frankfurt fyrir 16.170 kr., Glasgow fyrir 15.370 kr., Gautaborgar fyrir 18.780 kr., Lundúna fyrir 17.750 kr., Luxemborgar fyrir 18.600 kr., Oslóar fyrir 18.020 kr., eða Stokkhólms fyrir 22.500 kr. HVAÐER SÚPER APEX FARGJALD? Hámarksgildistírni farseöils er 1 mánuður. Lágmarksgildistími er 1 sólarhringur með því skilyrði að gist sé aðfararnótt sunnudags. Sæti þarf að bóka með a.m.k. 14 daga fyrirvara með þeim undantekningum að í desember er hægt að bóka Súper APEX til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Oslóar og Stokkhólms fram að brottför. Ávallt skal bóka far báðar leiðir og greiða farseðil um leið. Engar breytingar er hægt að gera á farseðli eftir að hann hefur verið afhentur. Börn á aldrinum 2-11 ára fá 50% afslátt frá Súper APEX verði og börn yngri en 2 ára fá 90% afslátt. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. FLUGLEIDIR AUK/SlA k110d20-225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.