Morgunblaðið - 19.11.1988, Side 7

Morgunblaðið - 19.11.1988, Side 7
I- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 B 7 eða frá einhveijum afskekktum stað. Það er oft með íslenska rithöf- unda að þeir kunna ekki þessi „al- gildu" vinnubrögð. Lengst af hafa tæknigallar verið það sem háir íslenskri list. En nú eru þeir að mestu horfnir og það er vegna auk- innar þekkingar og menntunar. Menn áttu jafnvel erfítt með að gera mun á aðalatriðum og aukaat- riðum í verkum sínum. En þá var eins og blaðinu hafí verið snúið við. Listamenn hafa lært allt um hið tæknilega í háskól- um en um leið hafa verk þeirra orðið einhvem veginn innantóm. Það vantar eitthvað í okkur íslend- inga. Ég held það vanti einlægni í mannleg samskipti. Ég held að við séum hrædd við að vera einlæg, því ef við sýnum einlægni fínnist okkur einhver hafí náð tangarhaldi á okk- ur.“ En þarf ekki listamaðurinn að framleiða það sem neytandinn kallar á til að geta lifað af list sinni? „Höfuðvandi listamannsins er að glæða verk sitt dýpt sem lifír — ekki bara um stundarsakir, heldur um alla eilífð. Aður vildu íslending- ar græða hratt og fóru út í versl- ana- og veitingahúsarekstur. Nú er sami andinn kominn í listimar. Listamenn vilja verða frægir strax — græða strax, en og ef þeir verða ekki frægir strax gefast þeir upp og fara að kenna. En hvemig á innantómt fólk að geta kennt? Þörf- in fýrir skjótan frama er mjög áber- andi hér í kvikmyndalistinni. Það er eins og flestir kvikmyndagerðar- menn okkar séu hræddir við allt sem íslenskt er. Þeir hafa orðið fyrir áhrifum frá vídeómyndum og gera kvikmyndir þar sem verið er að bijóta rúður og þeysa um á stór- um bflum — keyra inn um glugga og glerið þeytist um allt. Þetta er ekki til héma í íslenskum veruleika, nema á vídeóleigum. Svo halda listamenn að allt lagist með því að ríkið geri meira fyrir listamenn. En það er sama hvað ríkið gefur lista- manni mikið — það getur ekki fært honum innihald. Það er aldrei sam- i„mokafli í frægðinni" og áður var í fískinum. Það að geta „veitt örlít- ið af frægð" tekur ævilangan veiði- skap í samfélaginu og lífí manns sjálfs — ef maður er gæddur list- rænu sjómannsskyni. Ég skal nefna dæmi um erfíð- leika listanna: Þegar Frankó ríkti á Spáni var alltaf talað um að allt mundi lagast þegar hann færi frá völdum. Menn héldu til dæmis að einhver ósköp væm til af handritum sem kæmu fram. En það var ekki rétt. Það þarf annað og meira en einræðisherra til að skapa list. Nú er farið að gera mikið fyrir listimar á Spáni en þá breyttist bara allt í „sýningu" og listimar hafa orðið að vissri tegund af auglýsinga- skmmi. Oftast er það svo að fjár- magnið rennur helst til skussanna vegna þess að þeir hafa nægan tíma til að þvælast í ráðuneytum og hafa það tungutak sem fólk þar skilur. Hinir draga sig í hlé og vita hvað þetta er allt viðkvæmt. Það gerir ekkert til þótt einhver deyfð sé í menningarlífínu. Það gerist alltaf öðm hveiju. Maður heyrir stundum talað um að það sé ríkinu að kenna; það geri ekki nóg fyrir listimar. En í eðli sínu er ríkið svo ópersónulegt og getur aldrei verið í tengslum við listamanninn. Þegar ríkið fer að skipta sér af lista- mönnum eins og í Sovét, koðnar allt niður og það myndast „yfír- stétt" listamanna eða sérréttinda- stétt eins og í samfélaginu. En lista- maðurinn þráir alltaf „vináttu" í list sinni, nálægð og skilning, af því hann er alltof óömggt bam — og þessa nálægð og öryggi getur hann fundið oft fremur í nálægð valdalauss fmmstæðs manns eða konu en í faðmi hins valdamikla ríkis, jafnvel þótt faðmlagið sé í fjárhirslum þess. En fjárhirslur ríkisins eiga að vera opnar öllum mönnum, listamönnum líka." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir D jörg Atla myndlistarmaður opnar í dag sýningu í FIM-salnum við Garðastræti. A sýningunni eru rúm- lega 30 olíu- og akrýlmálverk unnin á síðustu tveimur árum. OrÖiÖ er Hillingar. Olía á striga. 1988. „Ég er alin upp við að myndlist sé hluti af daglegu lífi manns. Ein af sterkustu bemskuminningunum tengist mörgum hamingjustundum, þegar ég sat með skólaverkefnin við stofuborðið andspænis föður mínum, Atla Má listmálara, þar sem hann var með teiknibrettið sitt. Pabbi las líka mikið fyrir okkur krakkana úr þjóðsögum, ævintýmm og ljóðum. Það kom ímyndunarafl- inu af stað, og stundum urðu mörk- in milli ímyndunar og veruleika ansi óljós. Einnig var ég í ballett í sex ár í bemsku minni, þar af þijú ár í Þjóðleikhúsinu, og komst þá í kynni við klassíska tónlist og leik- húslíf,“ segir Björg um hvar rætur hennar sem myndlistarmanns liggi. „Ég fékk síðan áhuga á teikningu í Kvennaskólanum hjá Sigríði Bjömsdóttur og hjá Kristni Péturs- syni í Gagnfræðaskólanum við Von- arstræti. Á menntaskólaárunum var engin myndlist á dagskrá. Þá bjó ég til bömin," segir Björg kankvís. „Við hjónin vomm búin að eignast báða synina þegar við lukum menntaskólanum. Þaðan lá leiðin út á land í kennslu, fyrst til Drangsness við Steingrímsfjörð, þar sem við kenndum í einn vetur, og síðan til Vestmannaeyja, þar sem við vomm í fjóra vetur. I Vest- mannaeyjum komst ég aftur í tæri við myndlistina í gegnum myndlist- arskóla sem Páll Steingrímsson kennari og lífslistamaður starfrækti þar. Hann fékk Magnús Á. Ámason til að kenna við skólann og ég dreif mig á kvöldnámskeið til þeirra. Eftir að við höfðum flust aftur heim til Reykjavíkur lá leið mín í Tækniskólann þar sem ég lærði meinatækni. Ég starfaði síðan sem meinatæknir allttil 1979, lengst af á Rannsóknastofu Landspítalans, en þá settist ég á skólabekk í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Það- an útskrifaðist ég úr málaradeild 1982. Áður hafði ég verið á kvöld- námskeiðum í Myndlistaskólanum í Reykjavík í þijá vetur. Það var mjög stór ákvörðun fyr- ir mig að fara í skólann því með því svipti ég heimilið annarri fyrir- vinnunni. Eg hafði heldur enga glýju í augunum um starf lista- mannsins; ég þekkti það vel frá foreldraheimilinu. Égvissi aðþar skiptast á gleði og vonbrigði; að þetta væri fyrst og síðast erfítt og krefjandi starf. En hinu er ekki að leyna að það er óskaplega spenn- andi. Ég tel mig ungan myndlistar- mann vegna þess hversu stutt er síðan ég útskrifaðist. En ég nýt lífsreynslu minnar í starfínu, því að það fer ekki hjá því að reynslan setji mark á vinnubrögðin. Þó er hver einasta mvnd erlíma út af fvr- Björg Atla i vinnustofu sinni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg segir Björg Atla sem sýnir # i # FIM-salnum ir sig og lýtur sínum eigin lögmál- um.“ Björg segir frá því hvernig mynd- listaráhugi geti fengið útrás í jafn óskyldu starfí listinni og meina- tæknin virðist vera. „í slíku starfi sér maður ýmsar myndir í smá- sjánni og í litrófsmælinum er maður sífellt að fást við fagurlitaðar upp- lausnir. Ég held að þetta hafi ýtt við mér aftur. Það er einnig holl og góð reynsla að hafa unnið á sjúkrahúsi. Þar er maður sífelldlega minntur á hversu dýrmætt það er að vera heilbrigður. Ég er einnig þakklát fyrir þann stuðning og áhuga sem meinatæknamir, fyrrum starfsfélagar mínir, hafa sýnt myndlistariðkun minni.“ Sýning Bjargar í FÍM-salnum er fjórða einkasýning hennar frá því hún lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann. Áður hefur hún sýnt í boði listkynningar Héraðs- bókasafns Kjósarsýslu í Mosfells- bæ, 1984, í Gallerí Borg sama ár og síðan ekki fyrr í en í vor er hún hélt sýningu í Ákógeshúsinu í Vest- mannaeyjum. Um sýninguna í FÍM-salnum að þessu sinni segir Björg: „Ég hef verið að vinna að þessari í sýningu í tvö ár. Mér þyk- ir gott að vinna þannig að leggja myndir til hliðar um hríð og taka þær svo fram aftur. Efniviðinn í flestar þessara mynda sæki ég í náttúruna - er heilluð af litum henn- ar, formum og orku. Ég reyni að lýsa áhrifum sem ég verð fyrir, fremur en að líkja eftir útliti og ytra borði - sveigi efniviðinn að til- finningum sem bærast innra með mér. Og stundum eru þjóðsagan og ævintýrið ekki langt undan. Þetta eru eins konar portrett ef erannt er skoðað - jafnvel sjálfsmyndir. En allar myndir eru auðvitað að einhveiju leyti sjálfsmyndir." Hvort hún vinni jafnt og þétt að myndlistinni? „Ég hef ekki starfað að öðru síðan ég lauk mínu námi 1982. En það er misjafnt hversu mikil afköst- in verða. Stundum koma sársaúka- full tímabil þar sem hvorki gengur né rekur - svo rofar til. Kannski eru þessu erfiðu tímabil líka nauð- synleg. Þá er ef til vill eitthvað sem maður veit ekki af að geijast í und- irmeðvitundinni." Ég spyr hvort hún sjái breytingar á myndlist sinni frá því hún sýndi fyrir fjórum árum. „Ijáningin er af tilfinningalegum toera sem fvrr. en formin eru ef til vill orðin ákveðnari og hlutkennd- ari. Ég var meira í ljóðrænni ab- straksjón - en vona samt að ljóð- rænan hafi ekki alveg horfíð úr myndunum mínum. Annars er svo mikið frelsi í myndlistinni núna að hver málar eins og hugur hans stendur til á hveijum tíma - án til- skipana. Orðið er fijálst. Slíkt frelsi er nauðsynlegt í listum - innan vissra marka auðvitað. Ófrelsi leiðir til stöðnunar og hnignunar. í listum verða ferskir vindar að blása, þó að auðvitað verði að standa fast þeim kröfum sem listin gerir í eigin nafni, sjálfrar sín vegna,“ segir Björg Atla myndlistarmaður að lok- um. Sýningin í FÍM-salnum stendur til 4. desember og er opin daglega klukkan 14 -19. « C.'rv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.