Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 4
MORGUNBLAЌ)
ÍÞRÓTTIR
ÞRHXTUDAGUR 13. DESEMBER 1988
ATLETICO Bilbao stöðvaði sex
leikja sigurgöngu Barcelona
með því að vinna, 3:2, í
spönsku 1. deildarkeppninni.
Þetta var fyrsti sigur Bilbao í
tíu leikjum.
Ricardo Mendigurren skoraði
tvö mörk fyrir Bilbao - signr-
mark hans, 3:2, var afar glæsilegt.
Andoni Zubizaretta, markvörður
Barcelona, átti ekki
FráAtla möguleika á að verja
Hilmarssyni þrumuskot hans -
á Spáni knötturinn hafnaði
efst upp í mark-
horninu.
Pedro Uralde skoraði fyrsta mark
Bilbao í leiknum, en þeir Jose María
Bakero og Julío Salinas skoruðu
mörk Barcelona.
Real Madrid lagði Cadiz að velli,
2:0. Real lék án markvarðarins
Francisco Buyo, sem var í leik-
banni, og þriggja varnarmanna,
sem eru meiddir. Michal Gonzalez
og Hugo Sanchez skoruðu mörkin.
Sanchez skoraði sitt níunda mark,
en hann er ekki markahæstur eins
og undanfarin ár.
Brasilíumaðurinn Baltazar skor-
aði tvö mörk fyrir Atletico Madrid,
sem vann Real Zaragoza 3:1. Hann
hefur skorað sautján mörk og er
lang markahæstur á Spáni.
Sovéski markvörðurinn Rinat
Dassajev var ekki hamingjusamur
þegar Sevilla fékk Real Valladolid
í heimsókn. Hann mátti hirða knött-
inn ijórum sinnum úr netinu hjá
sér, en Valladolid vann, 4:2.
Urslit/B6
Staðan/B6
Utóm
FOLK
■ JÚRGEN Kohler, miðvörður
hjá Köln, hefur tilkynnt að hann
fari frá Köln eftir þetta keppn-
istímabil. Líklegr er að hann fari
til Bayern
Milnchen, en
Stuttgart hefur
einnig áhuga á að
fá þennan sterka
leikmann til sín. Það hefur vakið
athygli að Kohler hafnaði boði frá
Köln upp á 17 millj. ísl. kr. í árs-
laun. Talið er að Bayern bjóði bet-
FráJóni
Halldóri
Garðarsynii
V-Þýskalandi
■ CHRISTOPH Daum, þjálfari
hjá Köln, skrifaði á laugardaginn
undir nýjan samning við félagið.
Samningurinn er til júní 1992.
■ OLIVER Bierhoffskoraði tvö
mörk fyrir Hamburger þegar fé-
lagið vann, 2:0, landslið Singapore
í móti sern fer fram í Kuala Lump-
ur. Hamburger vann FC Tirol,
2:1.
■ BODO Illgner, landsliðs-
markvörður V-Þýskalands, hefur
skrifað undir nýjan samning við
Köln. Síimingurinn er til 1992.
■ KÖLN mun að öllum líkindum
selja Thomas Allofs eftir þetta
keppnistímabil og þá til Frakk-
lands. Marseille hefur áhuga á að
fá Thomas, en hjá félaginu leikur
bróðir hans Klaus, sem er fyrirliði
landsliðs V-Þýskalands. Rætt hef-
ur verið um að kaupverð verði 42.3
millj. ísl. kr.
■ DORTMUND hefur hug á að
selja vandræðamanninn Frank Mill
frá félaginu. Mill hefur að
undanförnu verið í knattspyrnu-
þjálfaraskóla og lítið getað æft. Þá
hefur hann verið með ýmsar yfirlýs-
ingar, sem forráðamenn Dortmund
hafa ekki verið ánægðir með.
Iðkun íþrótta er af hinu góða.
Kennsla í undirstöðuatriðum
hverrar greinar er lykillinn að
velgengni þegar í keppni er
komið og gjunnurinn verður að
vera traustur til að hægt sé að
ið, að skapa áhuga fyrir íþrótt-
inni á jákvæðan hátt með leik
og kennslu, því nægur tími er
síðar fyrir mótlætið.
Steinþór
Guðbjartsson
Baltazar de Morals, markaskorarinn mikli hjá Atletico Madrid, hefur skor-
að sautján mörk á Spáni.
TITLATOG
Stúlka tekur drengi í karphúsið
Árangur í yngri flokkum mælist í titlum
Áhersla lögð á sigur en ekki kennslu og leik
Ísíðustu viku kærði hand-
knattleiksdeild Fram KA fyrir
að hafa látið 10 ára stúlku leika
með 5. flokki karla í íslandsmót-
inu, sem fram fór fyrstu helgi
í desember. Að sögn var stúlkan
strákunum fremri á
öllum sviðum, þó
þeir væru einu eða
tveimur árum eldri,
KA sigraði í 2. deild
5. flokks og vann sér
sæti í 1. deild. Fram-
arar höfnuðu hins
vegar í þriðja sæti,
kenna stúlkunni um
ófarirnar og vilja
láta dæma hana úr
leik svo þeir geti
talist sigurvegarar.
Almennt eru böm
ekki dregin í dilka.
Að vísu er dúkkum
oft frekar haldið að
stúlkum og bílum að
strákum að gömluni
vana en börnum er
ekki stíað í sundur
vegna kynferðis.
Þau leika sér
áhyggjulaust saman
og hefur það hingað
til verið talið af hinu
góða.
í ávarpi formanns
HSÍ í handknatt-
Ieiksbók sambands-
ins 1988 - 1989 seg-
ir m.a. að hand-
knattleiksíþróttin á
íslandi standi á
miklum tímamótum,
„átak hefur verið
gert tii að auka
áhuga stúlkna á
handknattleik." Ef
stúlkur eiga það á
hættu að verða
dæmdar úr leik fyrir
það eitt að leika sér
að eldri strákum í
keppni er viðbúið að
þær snúi sér að öðr-
um hugðarefnum.
Ungir strákar eiga erfitt með
að sætta sig við að enn yngri
stúlkur taki þá í karphúsið. Svo
virðist, þegar íþróttir eru annars
vegar, að árangur mælist ekki
lengur í getu heldur fjölda titla
og verðlaunapeninga. Því er
ótækt að stúlka að norðan geti
ekki aðeins leyft sér að vera
betri en mótheijamir af hinu
kyninu að sunnan heldur komi
einnig í veg fyrir að þeir verði
sigurvegarar.
góða en það em takmörk fyrir
öilu, einkum þegar börn eiga í
hlut. Sigur er oft það eina sem
skiptir máli í keppni þeirra
bestu, en óþarfi er að koma því
inn hjá barnaskólakrökkum, Hjá
þeim á íþróttin fyrst og fremst
að vera skemmtilegur leikur og
spurningin er hvort yfir höfuð
sé rétt að hafa íslandsmót fyrir
krakka undir fermingaraldri.
Hvort ekki sé vænlegra til ár-
angurs, er til lengri tíma er lit-
byggja ofan á. En víða virðist
pottur brotinn. Málið snýst fyrst
og fremst um að sigra, keppnin
er leiknum og kennslunni yfír-
sterkari.
Keppni getur verið af hinu
Luzern vetrarmeistari
LUZERM, lið Sigurðar Grétars-
sonar, er vetrarmeistari. Fyrri
hluta svissnesku deildar-
keppninnar í knattspyrnu lauk
um helgina og Luzern hélt
efsta sætinu í deildinni. Leik
þess gegn Xamax á sunnudag
lauk með jafntefli, 0:0.
Luzem er með 28 stig eftir fyrri
umferðina og Grasshoppers
með 27 í öðru sæti. Það vann St.
Gallen 3:0 á sunnudag. Bellinzona
ÍÞRÓTTIR - RANNSÓKNIR
Heilbrigðis- og rannsóknaráð ÍSÍ auglýsir hér með
eftir umsóknum um styrk í þágu rannsókna á
íþróttasviði. Námsverkefni verða ekki tekin til
greina við úthlutun.
Umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar 1989.
Umsóknaeyðublöð liggja frammi á skrifstofu ÍSI í
íþróttamiðstöðinni, Laugardal.
Heilbrigðis- og rannsóknaráð.
Anna
Bjarnadóttir
skrifar
frá Sviss
er með 25 stig, Sion
og Wettingen með
24, Young Boys og
Xamax með 23 og
Servette með 22.
Þessi átta lið munu keppa um
meistaratitilinn í seinni hluta deild-
arkeppninnar. Þau hefja keppni
með helming stiganna sem þau
hafa unnið sér. Oddatölur verða
hækkaðar upp svo að Luzern og
Grasshoppers fara í seinni umferð-
ina með 14 stig hvort.
Urslit/B6
KNATTSPYRNA / SPANN
Bilbao stöðvaði sigur-
göngu Barcelona
KNATTSPYRNA / SVISS