Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 5
B 5
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUÐAGUR '13. DESEMBER 1988
KNATTSPYRMA / ENGLAND
Neville Southall átti stórleik í
marki Everton gegn Liverpool.
Paul Gascolgne skoraði mark fyrir Totten-
ham beint úr aukaspymu.
KNATTSPYRNA
Eindhoven tap-
aðiíTókýó
Eindhoven mátti þola tap - í vítaspyrnu-
keppni, fyrir Nacional frá Uruguay í úr-
slitaleik um nafnbótina „besta félagslið“
heims. Staðan var jöfn, 1:1, eftir venjulegan
leiktíma og 2:2 eftir framlengdan leik. Sant-
iago Ostolazo skoraði bæði mörk Uruguay
og var hann útnefndur maður leiksins.
Brasilíumaðurinn Romario og Ronald Koeman
skoruðu mörk Eindhoven.
Loks skoraði
IMewcastle
588 mínúturá milli marka hjá botnliðinu
NEWCASTLE hefur ekki geng-
ið sem best í deildinni, en held-
ur birti til á laugardaginn er lið-
ið náði loks að sigra eftir slæmt
gengi að undanförnu. Liðið
hafði ekki skorað í 588 mínút-
ur, en John Hendrie braut ísinn.
Hendrie skoraði af stuttu færi
á 41. mínútu gegn Wimbledon,
en Terry Gibson jafnaði fljótlega
eftir hlé. Hendrie tryggði heima-
■■IBI mönnum sigur 10
Frá Bob mínútum fyrir leiks-
Hennessy l0k. „Það sem máli
ÍEnglandi skiptj var fyrst og
fremst að skora og
síðan að sigra,“ sagði Jim Smith,
en þetta var fyrsti leikur Newcastle
undir hans stjórn.
Arsenal misnotaði vítaspymu
Leikur efstu liðanna, Norwich og
Arsenal, var slakur. Arsenal fékk
tækifæri til að komast á toppinn,
er Brian Gunn braut á Brian Mar-
wood og dæmd vítaspyrna. Mar-
wood skoraði en Paul Merson, mið-
heiji Arsenal, var innan teigs og
dómarinn lét endurtaka vítið. Þá
skaut Marwood himinhátt yfir og
leiknum lauk með markalausu jafn-
tefli. Þetta var þriðja vítaspyrnan,
sem dæmd var á Norwich í síðustu
fjórum leikjum.
Southall varði vel
Neville Southall var hetja Ever-
ton, er liðið gerði 1:1 jafntefli á
Anfield í góðum leik. Leikmenn
Liverpool komust hvað eftir annað
í gegnum vörn gestanna, en Sothall
var réttur maður á réttum stað í
markinu. Rav Houp'hton skoraði um
miðjan fyrri hálfleik, en Wayne
Clarke jafnaði úr vítaspyrnu. Ian
Rush kom inná hjá Liverpool er
stundarfjórðungur var til leiksloka.
Besti leikur Spurs
„Við erum á réttri leið,“ sagði
Chris Waddle eftir 2:0 sigur Totten-
ham gegn Millwall. Waddle skoraði
fyrra markið með glæsilegu skoti
rétt utan teigs og Paul Gascoigne
það síðara beint úr aukaspyrnu.
„Þetta var besti leikur liðsins á
tímabilinu og „Gassa“ var frábær,“
sagði Venables, stjóri Spurs.
Trevor Francis skoraði fyrir QPR
eftir fimm mínútur, en Steve Gritt
jafnaði fyrir Charlton er komið var
fram yfir venjulegan leiktíma.
Sömu úrslit urðu í leik Southampton
og Nottingham Forest. Neil Maddi-
son skoraði fyrir heimamenn en
Nigel Clough jafnaði með hjólhesta-
spyrnu.
Markaregn
Middlesbrough og Aston Villa
gerðu 3:3 jafntefli í mjög góðum
leik. Brennan, Hamilton og Mow-
bray skoruðu fyrir heimamenn, en
Mclnally (tvö) og Andy Gray fyrir
gestina.
Mick Harford tryggði Luton sig-
ur gegn Derby og West Ham og
Sheffíeld Wednesday gerðu marka-
laust jafntefli. Þá vann Coventry
Manchester United 1:0 með marki
frá Cyrille Regis. Coventry færðist
upp um þrjú sæti og er nú í þriðja
sæti.
■ Úrslit/B6
■ Staðan/B6
KNATTSPYRNA / ÍTALÍA
Aldo Serena
skoraði í
Mflanó-
orustunni
ALDO Serena var hetja Inter
Mflanó þegar félagið hafði bet-
ur í nágrannaslagnum við AC
Mflanó. 75.500 áhorfendur sáu
Serena skora sigurmarkið, 1:0,
á 26. mín. - hann kastaði sér
fram og skallaði knöttinn í
netið.
Walter Zenga, markvörður Int-
er, átti mjög góðan leik og
varði hann tvisvar frábærlega í
byijun leiksins - skot frá Hollend-
ingunum Frank Rijkaard og Marco
van Basten. Roberto Donadoni lék
sinn fyrsta leik með AC Mílanó
síðan hann kjálkabrotnaði í Evrópu-
leik. Hann fékk högg á höfuðuð og
varð að yfirgefa völlinn í byijun
seinni hálfleiksins á sunnudaginn.
Tveir fengu að sjá rauða
spjaldið
Massimo Crippa tryggði Napolí
sigur, 1:0, í Veróna á 53. mín. og
síðan var honum vísað af leikvelli
fyrir að þrasa í dómara leiksins, sem
dæmdi vítaspyrnu á Napolí á 78.
mín. Giuliano Giuliani varði víta-
spymu Giuseppe Galderisi. Rétt á
eftir var V-Þjóðveijanum Thomas
Bertholds vikið af leikvelli fyrir
gróft brot.
Inter Mílanó er nú f efsta sæti á
Ítalíu - með tveggja stiga forskot
á Napolí. Sigurinn gegn AC Mílanó
var smá sárabót fyrir leikmenn Int-
er, eftir tapið gegn Bayern í Evr-
ópukeppninni.
■ Úrslit B/6
■ Staðan B/6
Walter Zenga, landsliðsmarkvörður Ítalíu og einn besti markvörður heims, átti góðan
leik í marki Inter Mílanó.
Frá
Bob
Hennessy
ÍEnglandi
B STEVE Nicol var valinn
maður leiksins, er Liverpool og
Everton gerðu 1:1 jafntefli á
sunnudaginn. Nicol átti 25 ára af-
mæli sama dag.
■ NEVILLE
Southall hefur
framlengt samning
sinn við Everton til
sjö ára. Markmaðurinn verður því
samningsbundinn Everton, þar til
hann verður 39 ára.
■ PAUL Walsh er á sölulista
hjá Tottenham og vill félagið fá
500 þúsund pund fyrir hann.
■ RON Atkinson hjá Atletico
Madrid vill fá Mark Lawrenson í
lið sitt. Þeir hafa rætt málið og er
Lawrenson „heitur“.
■ Rúmlega 23 þúsund áhorf-
endur voru á leik Norwich og Arse-
nal. Það er mesti fjöldi áhorfenda
á Carrow Road í tvö ár.
■ SPURS vann Millwall 2:0 á
laugardaginn. Liðin léku síðast inn-
byrðis leik fyrir 11 árum í 2. deild
og þá fór 3:3.
I TREVOR Francis skoraði sitt
níunda mark fyrir QPR á tímabil-
inu. Hann er 34 ára og hefur senni-
lega aldrei leikið betur en nú.
■ TIM Flowers lék í marki
Southampton gegn Forest. Þetta
var fyrsti leikur Flowers í 14 mán-
uði.
■ CHRIS NichoII var kjörinn
stjóri síðasta mánaðar og afhenti
Bobby Robson, landsliðsþjálfari,
honum verðlaunin fyrir leik Sout-
hampton og Forest. Liðin skildu
jöfn og sagði Nicholl að þetta hefði
verið slakasti heimaleikur sinna
manna á tímabilinu.
■ JOHN Hendrie skoraði
tvívegis fyrir Newcastle. Fyrra
markið var 50. deildarmark
Hendries.
■ FIMM leikmenn voru bókaðir
og tveir voru reknir af velli er
Hearts vann Rangers 2:0 í skosku
úrvalsdeildinni. Forysta Rangers í
deildinni er nú aðeins tvö stig, en
var sjö stig á tímabili.
■ WILLIE Miller lék ekki með
Aberdeen er liðið gerði markalaust
jafntefli við Celtic. Hann var skor-
inn upp vegna meiðsla og leikur
ekki vináttuleik með skoska lands-
liðinu gegn Ítalíu 28. desember.
■ MALTA og Ungverjaland
gerðu jafntefli, 2:2, í HM á sunnu-
daginn. Leikurinn fór fram í Val-
letta á Möltu. Átta þús. áhorfendur
sáu Carmel Busuttil skoraði bæði
mörk heimamanna - seinna markið
eftir að venjulegum leiktíma lauk.
Bæta varð við leiktímann vegna
tafa sem urðu vegna meiðsla leik-
manna. Istvan Vincze og Jozsef
Kiprisch skoruðu mörk Ungveija.
I NYJA Sjáland vann Taiwan
1:0 í fyrri leik liðanna í HM.
■ KÖLN hefur áhuga á að fá
Guido Buchwald, varnarleikmann
Stuttgart, til sín. Einnig hefur fé-
lagið augastað á hinum skotfasta
Martin Kree frá Bochum.